1904

Austri, 27. maí 1904, 14.árg., 16. tbl., bls. 60:

Leiðrétting.
Með því að mér hefir borist til eyrna, að sýslunefnd Norður-Múlasýslu hafi á fundi í vor látið bóka atriði í fundargjörðina viðvíkjandi flutningi á efni til Lagarfljótsbrúarinnar, sem ég hefi staðið fyrir, samkvæmt hverju menn skyldu ætla, að unnið hefði verið að því verki sljólega og það því orðið dýrara en þörf var á, - skal ég leyfa mér að mælast til, að þér herra ritstjóri, birtið í yðar heiðraða blaði, að slík umsögn er í alla staði ósönn, og finnst mér það miður sæmandi fyrir sýslunefnd Norðurmúlasýslu, ef hún hefir hlaupið eftir lausu slúðri í þessu efni; og skal ég aðeins í þetta sinn benda á, að bestu menn Héraðsins, sem hingað til hafa verið þekktir sem heiðarlegir menn, hafa lagt krafta sína í þetta verk, og mun ég, ef þörf gjörist, geta sannað, að þeir ekki hafi dregið af sér.
Síðar mun ég ef þörf gjörist víkja betur að þessu máli.
Eskifirði 21. maí 1904. Virðingarfyllst
pr. pr. Carl D. Tulinius´ Efterfl.
Jón C. F. Anrensen


Austri, 27. maí 1904, 14.árg., 16. tbl., bls. 60:

Leiðrétting.
Með því að mér hefir borist til eyrna, að sýslunefnd Norður-Múlasýslu hafi á fundi í vor látið bóka atriði í fundargjörðina viðvíkjandi flutningi á efni til Lagarfljótsbrúarinnar, sem ég hefi staðið fyrir, samkvæmt hverju menn skyldu ætla, að unnið hefði verið að því verki sljólega og það því orðið dýrara en þörf var á, - skal ég leyfa mér að mælast til, að þér herra ritstjóri, birtið í yðar heiðraða blaði, að slík umsögn er í alla staði ósönn, og finnst mér það miður sæmandi fyrir sýslunefnd Norðurmúlasýslu, ef hún hefir hlaupið eftir lausu slúðri í þessu efni; og skal ég aðeins í þetta sinn benda á, að bestu menn Héraðsins, sem hingað til hafa verið þekktir sem heiðarlegir menn, hafa lagt krafta sína í þetta verk, og mun ég, ef þörf gjörist, geta sannað, að þeir ekki hafi dregið af sér.
Síðar mun ég ef þörf gjörist víkja betur að þessu máli.
Eskifirði 21. maí 1904. Virðingarfyllst
pr. pr. Carl D. Tulinius´ Efterfl.
Jón C. F. Anrensen