1903

Þjóðólfur, 8. maí 1903, 55. árg., 4 tbl., forsíða:

Skýrsla frá sýslufundi Árnesinga. (Ágrip).
Sýslunefndin gekk á fund 14. apríl; stóð hann fram yfir miðjan dag 18. s.m. Um 70 málefni komust til umræðu, og tel eg hér nokkur þeirra:
2. Lagt til, að landsjóður kosti báta við Hvítárvatn til flutninga yfir Hvítá. Ferðamenn, sem Kjalveg fara, þurfa þeirra mjög opt. Fengjust bátarnir, var gert ráð fyrir, að Biskupstungur sæju um viðhaldið.
4. Sýslunefnd Rangárvallasýslu sendi á fundinn áskorun til þingmanna sýslnanna, um að létta brúargæslugjaldinu af sýslusjóðunum, og flytja frumvarp til laga um þetta á þingi í líka átt og fyr. Samþykkt.
7. Þingið beðið um að rannsaka, hvort “motor” vagnar geti ekki komið að notum á hinum nýlögðu vegum. Talsverður áhugi vaknaður á því máli hér eystra.
17. Vegamál nefnd. Samþykkt í einu hljóði að skora á þingmenn sýslunnar, að fá því framgengt sem fyrst, að flutningabrautin verði ákveðin upp sýsluna, og þá helst mælt með vegi frá Flatholti hjá Bitru, að Reykjum á Skeiðum, eða Laxá með vegaálmu að Iðu, og svo sem nr. 1, veg frá hinum svonefnda Hrísmýrarkletti fyrir utan Helli í Ölfusi, að Alviðruferjustað, og sé þessi síðasttalda brautarstöð mæld sem allra fyrst, svo unnt verði í næstu fjárlögum að leggja fé til hennar. Einnig var beðið um framhald af Geysisveginum að Gjábakka. Fáist þetta, einkum vegurinn til Sogsbrúarinnar, lofar sýslan að kosta ein brúna með Grímsnesingum. Um þann kostnað lá fyrir sundurliðuð áætlun frá verkfræðingi Sig. Thoroddsen.
18. Samþykkt að leggja til dragferju á Iðu í þetta sinn 550 kr.
23. Samþykkt að skora á þingmennina fyrir sýsluna að fá heimildarlög fyrir sýslunefndir og hreppsnefndir, að hækka hreppavegagjald og sýslusjóðsgjald fyrir hvern verkfæran allt að helmingi. Þessi þörf stafar af því, að tala verkfærra manna fer lækkandi í sýslunum, en vegaþörfin vaxandi víða.
28. Eftir langar umræður var samþykkt, að biðja þingið um að styrkja með fjárframlagi til þess, að sem fyrst verði byggt gistihús á Lækjarbotnum eða Hólmi, skammt frá Hólmsárbrú, (fleiri voru með að hafa húsið hjá Hólmsárbrúnni, því þar eru not af því fyrir þá, sem fara Mosfellsheiðarveginn). Sýslan lofar að leggja eitthvað til, og vonar hins sama af Rangvellingum.
32. Amtsráð beðið um að hlutast til um, að Mosfellsheiðarvegur verði varðaður til byggða; þar háski að vörðuleysi.
36. Vegafé sýslunnar í þetta sinn alls kr. 1,559,70
Vextir og afborganir til landssjóðs kr. 720,00
Til dragferj. Á Iðu - 550,00
Til ýmsra viðgerða á sýsluvegum - 286,91
Eftirstöðvar af vegafé - 2,79 – 1,559,70

Í sýslusjóði eftirstöðvar frá f. á. - 748,80
Niðurjöfnun - 4, 000,00 – 4,748,00
Gjöld:
Jafnaðarsjóðsgjald - 1,891,76
Yfirsetukonur - 1,150,00
Brúarskuld - 250,00
Sóttvarnir - 100,00
Brúargæsla - 400,00
Útdráttur skjala og prentun - 50,00
Annar kostnaður, hreppstjóra-
ritföng o. fl. - 508,00
Eftirstöðvar nú - 399,04 – 4,748,00
S


Þjóðólfur, 8. maí 1903, 55. árg., 4 tbl., forsíða:

Skýrsla frá sýslufundi Árnesinga. (Ágrip).
Sýslunefndin gekk á fund 14. apríl; stóð hann fram yfir miðjan dag 18. s.m. Um 70 málefni komust til umræðu, og tel eg hér nokkur þeirra:
2. Lagt til, að landsjóður kosti báta við Hvítárvatn til flutninga yfir Hvítá. Ferðamenn, sem Kjalveg fara, þurfa þeirra mjög opt. Fengjust bátarnir, var gert ráð fyrir, að Biskupstungur sæju um viðhaldið.
4. Sýslunefnd Rangárvallasýslu sendi á fundinn áskorun til þingmanna sýslnanna, um að létta brúargæslugjaldinu af sýslusjóðunum, og flytja frumvarp til laga um þetta á þingi í líka átt og fyr. Samþykkt.
7. Þingið beðið um að rannsaka, hvort “motor” vagnar geti ekki komið að notum á hinum nýlögðu vegum. Talsverður áhugi vaknaður á því máli hér eystra.
17. Vegamál nefnd. Samþykkt í einu hljóði að skora á þingmenn sýslunnar, að fá því framgengt sem fyrst, að flutningabrautin verði ákveðin upp sýsluna, og þá helst mælt með vegi frá Flatholti hjá Bitru, að Reykjum á Skeiðum, eða Laxá með vegaálmu að Iðu, og svo sem nr. 1, veg frá hinum svonefnda Hrísmýrarkletti fyrir utan Helli í Ölfusi, að Alviðruferjustað, og sé þessi síðasttalda brautarstöð mæld sem allra fyrst, svo unnt verði í næstu fjárlögum að leggja fé til hennar. Einnig var beðið um framhald af Geysisveginum að Gjábakka. Fáist þetta, einkum vegurinn til Sogsbrúarinnar, lofar sýslan að kosta ein brúna með Grímsnesingum. Um þann kostnað lá fyrir sundurliðuð áætlun frá verkfræðingi Sig. Thoroddsen.
18. Samþykkt að leggja til dragferju á Iðu í þetta sinn 550 kr.
23. Samþykkt að skora á þingmennina fyrir sýsluna að fá heimildarlög fyrir sýslunefndir og hreppsnefndir, að hækka hreppavegagjald og sýslusjóðsgjald fyrir hvern verkfæran allt að helmingi. Þessi þörf stafar af því, að tala verkfærra manna fer lækkandi í sýslunum, en vegaþörfin vaxandi víða.
28. Eftir langar umræður var samþykkt, að biðja þingið um að styrkja með fjárframlagi til þess, að sem fyrst verði byggt gistihús á Lækjarbotnum eða Hólmi, skammt frá Hólmsárbrú, (fleiri voru með að hafa húsið hjá Hólmsárbrúnni, því þar eru not af því fyrir þá, sem fara Mosfellsheiðarveginn). Sýslan lofar að leggja eitthvað til, og vonar hins sama af Rangvellingum.
32. Amtsráð beðið um að hlutast til um, að Mosfellsheiðarvegur verði varðaður til byggða; þar háski að vörðuleysi.
36. Vegafé sýslunnar í þetta sinn alls kr. 1,559,70
Vextir og afborganir til landssjóðs kr. 720,00
Til dragferj. Á Iðu - 550,00
Til ýmsra viðgerða á sýsluvegum - 286,91
Eftirstöðvar af vegafé - 2,79 – 1,559,70

Í sýslusjóði eftirstöðvar frá f. á. - 748,80
Niðurjöfnun - 4, 000,00 – 4,748,00
Gjöld:
Jafnaðarsjóðsgjald - 1,891,76
Yfirsetukonur - 1,150,00
Brúarskuld - 250,00
Sóttvarnir - 100,00
Brúargæsla - 400,00
Útdráttur skjala og prentun - 50,00
Annar kostnaður, hreppstjóra-
ritföng o. fl. - 508,00
Eftirstöðvar nú - 399,04 – 4,748,00
S