1903

Þjóðólfur, 31. júlí 1903, 55. árg., 31. tbl., bls. 122:

Alþingi.
Vegir. Vegafrv. Er nú samþykkt af n.d. með töluverðum breytingum. Nú hljóðar það svo:
1. gr. Viðhald flutningabrautarinnar frá Reykjavík austur að Geysi hvílir á landsjóði að öllu leyti, svo og viðhald annara flutningabrauta, að svo miklu leyti, sem þær liggja um fjöll eða óbyggðir. Viðhaldskostnað flutningabrauta, sem í byggð liggja, skal greiða að hálfu leyti úr landsjóði, en að hálfu leyti úr sýslusjóði eða sýsluvegasjóði þeirrar sýslu, sem sá hluti flutningabrautarinnar, sem gert er við, liggur í.
2. gr. Flutningabrautir þær, sem sýslusjóðir að sýsluvegasjóðir eiga að kosta viðhald á til móts við landsjóð, skulu, áður en sú breyting, er ræðir um í 1. gr., kemst á, vera skoðaðar af verkfróðum manni, er landstjórnin tilnefnir, og tveim mönnum kosnum af hlutaðeigandi sýslunefnd, og teljist brautirnar ekki í gildu standi, skal gera að þeim, sem þarf, á kostnað landssjóðs.
Fjárlögin. Fjárlaganefnd n.d. hefur nú komið fram með álit sitt. Hér skulu nefndar nokkrar breytingar, sem hún vill gera á frv. stjórnarinnar.
Þá leggur nefndin til að taka upp í frv. ýmsar nýjar fjárveitingar:
50 þús. kr. til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði.
Ennfremur leggur nefndin til, að hækka og lækka ýmsa liði í frv. Meðal annars leggur hún til, að lækka þessar fjárveitingar: Viðhaldskostnað við flutningabrautir síðara árið úr 12.000 niður í 7.000.
Þessar fjárveitingar leggur nefndin meðal annars til að hækka: Veitinguna til flutningabrauta um 5.000 kr. og því einungis skipt í tvo staði, til flutningabrautar upp frá Borgarnesi (15 þús.) og á Fagradal (30 þús.), til þjóðvega um 2.000 kr.


Þjóðólfur, 31. júlí 1903, 55. árg., 31. tbl., bls. 122:

Alþingi.
Vegir. Vegafrv. Er nú samþykkt af n.d. með töluverðum breytingum. Nú hljóðar það svo:
1. gr. Viðhald flutningabrautarinnar frá Reykjavík austur að Geysi hvílir á landsjóði að öllu leyti, svo og viðhald annara flutningabrauta, að svo miklu leyti, sem þær liggja um fjöll eða óbyggðir. Viðhaldskostnað flutningabrauta, sem í byggð liggja, skal greiða að hálfu leyti úr landsjóði, en að hálfu leyti úr sýslusjóði eða sýsluvegasjóði þeirrar sýslu, sem sá hluti flutningabrautarinnar, sem gert er við, liggur í.
2. gr. Flutningabrautir þær, sem sýslusjóðir að sýsluvegasjóðir eiga að kosta viðhald á til móts við landsjóð, skulu, áður en sú breyting, er ræðir um í 1. gr., kemst á, vera skoðaðar af verkfróðum manni, er landstjórnin tilnefnir, og tveim mönnum kosnum af hlutaðeigandi sýslunefnd, og teljist brautirnar ekki í gildu standi, skal gera að þeim, sem þarf, á kostnað landssjóðs.
Fjárlögin. Fjárlaganefnd n.d. hefur nú komið fram með álit sitt. Hér skulu nefndar nokkrar breytingar, sem hún vill gera á frv. stjórnarinnar.
Þá leggur nefndin til að taka upp í frv. ýmsar nýjar fjárveitingar:
50 þús. kr. til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði.
Ennfremur leggur nefndin til, að hækka og lækka ýmsa liði í frv. Meðal annars leggur hún til, að lækka þessar fjárveitingar: Viðhaldskostnað við flutningabrautir síðara árið úr 12.000 niður í 7.000.
Þessar fjárveitingar leggur nefndin meðal annars til að hækka: Veitinguna til flutningabrauta um 5.000 kr. og því einungis skipt í tvo staði, til flutningabrautar upp frá Borgarnesi (15 þús.) og á Fagradal (30 þús.), til þjóðvega um 2.000 kr.