1903

Ísafold, 1. ágúst 1903, 30. árg., 49. tbl., bls. 194:

Fjárlaganefndarálit (neðri deildar)
Fjárlaganefndin hefir nýlega lokið við álit sitt.
Breytingarnar eru flestar við útgjaldakaflann, svo sem venja er til.
Vegabótafénu vill nefndin láta verja þannig, að til flutningabrautarinnar á Fagradal sé kostað 30,000 kr., til flutningabrautar í Borgarfirði 15,000 kr. og til viðhalds 12.000 kr. fyrra árið og 700 hið síðara. Fjárveitingu stjórnarinnar til flutningabrauta í Húnavatnssýslu og Skagafirði hefir hún felt burt.
Þjóðvegafénu hefir nefndin skipt þannig milli landsfjórðunganna, að Norðuramtið fái 30 þús. kr., Vesturamtið 20, Austuramtið 12 og Suðuramtið 8 þúsund kr.
Til sýsluvegarins frá Hafnarfirði að Keflavík eru ætlaðar 300 kr. hvort árið, gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar frá, og til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði 50 þús. kr., samkvæmt lögum frá síðasta þingi.
Nefndin vill veita allt að 14,200 kr. til gufubátsferða í Sunnlendingafjórðungi og á Faxaflóa, með því skilyrði, að haldið sé uppi ferðum allt árið milli Reykjavíkur og Borgarness, og ætlast þá til, að landpóstarnir norður og vestur taki sig upp í Borgarnesi.
Nýjar fjárveitingar eru þessar eftir tillögum nefndarinnar, auk þeirra sem þegar eru taldar:
Til Konsúls D. Thomsens í Reykjavík til þess að útvega frá útlöndum mótorvagn og reyna hann á akvegunum hér 2000 kr. fyrra árið.
Til dráttarbrautar í Reykjavík 10.000 kr. fyrra árið.


Ísafold, 1. ágúst 1903, 30. árg., 49. tbl., bls. 194:

Fjárlaganefndarálit (neðri deildar)
Fjárlaganefndin hefir nýlega lokið við álit sitt.
Breytingarnar eru flestar við útgjaldakaflann, svo sem venja er til.
Vegabótafénu vill nefndin láta verja þannig, að til flutningabrautarinnar á Fagradal sé kostað 30,000 kr., til flutningabrautar í Borgarfirði 15,000 kr. og til viðhalds 12.000 kr. fyrra árið og 700 hið síðara. Fjárveitingu stjórnarinnar til flutningabrauta í Húnavatnssýslu og Skagafirði hefir hún felt burt.
Þjóðvegafénu hefir nefndin skipt þannig milli landsfjórðunganna, að Norðuramtið fái 30 þús. kr., Vesturamtið 20, Austuramtið 12 og Suðuramtið 8 þúsund kr.
Til sýsluvegarins frá Hafnarfirði að Keflavík eru ætlaðar 300 kr. hvort árið, gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar frá, og til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði 50 þús. kr., samkvæmt lögum frá síðasta þingi.
Nefndin vill veita allt að 14,200 kr. til gufubátsferða í Sunnlendingafjórðungi og á Faxaflóa, með því skilyrði, að haldið sé uppi ferðum allt árið milli Reykjavíkur og Borgarness, og ætlast þá til, að landpóstarnir norður og vestur taki sig upp í Borgarnesi.
Nýjar fjárveitingar eru þessar eftir tillögum nefndarinnar, auk þeirra sem þegar eru taldar:
Til Konsúls D. Thomsens í Reykjavík til þess að útvega frá útlöndum mótorvagn og reyna hann á akvegunum hér 2000 kr. fyrra árið.
Til dráttarbrautar í Reykjavík 10.000 kr. fyrra árið.