1901

Þjóðólfur, 30. apríl, 1901, 53. árg., 21. tbl., bls. 82:

Skýrsla frá sýslufundi Árnesinga 1901.
16. Borin upp tillaga frá sýslunefndarmanni Grímsneshrepps, er fór fram á, að gæslulaun væru tekin af báðum brúnum á Ölfusá og Þjórsá, og þær látnar eiga sig að öðru en því, að landsjóður kostaði viðhaldið. Eftir 50-60 ár mætti grípa til launa Ölfusárbrúarvarðarins, er ætlast var til að geymd væru á vöxtum, og byggja þá nýja brú, ef með þyrfti; ekkert á það minnst þótt brúin bilaði fyrr. – Hugmynd þessi, svo hyggileg sem hún kann að vera, þótti nokkuð draslkennd og ekki vel löguð til að spara fé sýslunnar, ef svo skildi fyrir koma, að einkum Árnessýsla ein yrði að byggja vandaðri brú síðar og mikið dýrari; var því tillaga þessi ekki borin undir atkvæði.
17. Sökum hinna sívaxandi útgjalda í sýslunni til vega og hafnagerða o.fl. var þingmönnum falið að flytja frumvarp til laga á næsta þingi, að lántaka sýslunnar til Ölfusárbrúar byggingarinnar mætti falla niður, og landssjóður ætti einn brúna, sem aðrar brýr á aðalpóstleiðum.
18. Þingmönnum sýslunnar falið að flytja frumvarp til laga á næsta þingi, þess efnis, að landssjóður annist brúargæslu brúnna, og hún þá heldur aukin.


Þjóðólfur, 30. apríl, 1901, 53. árg., 21. tbl., bls. 82:

Skýrsla frá sýslufundi Árnesinga 1901.
16. Borin upp tillaga frá sýslunefndarmanni Grímsneshrepps, er fór fram á, að gæslulaun væru tekin af báðum brúnum á Ölfusá og Þjórsá, og þær látnar eiga sig að öðru en því, að landsjóður kostaði viðhaldið. Eftir 50-60 ár mætti grípa til launa Ölfusárbrúarvarðarins, er ætlast var til að geymd væru á vöxtum, og byggja þá nýja brú, ef með þyrfti; ekkert á það minnst þótt brúin bilaði fyrr. – Hugmynd þessi, svo hyggileg sem hún kann að vera, þótti nokkuð draslkennd og ekki vel löguð til að spara fé sýslunnar, ef svo skildi fyrir koma, að einkum Árnessýsla ein yrði að byggja vandaðri brú síðar og mikið dýrari; var því tillaga þessi ekki borin undir atkvæði.
17. Sökum hinna sívaxandi útgjalda í sýslunni til vega og hafnagerða o.fl. var þingmönnum falið að flytja frumvarp til laga á næsta þingi, að lántaka sýslunnar til Ölfusárbrúar byggingarinnar mætti falla niður, og landssjóður ætti einn brúna, sem aðrar brýr á aðalpóstleiðum.
18. Þingmönnum sýslunnar falið að flytja frumvarp til laga á næsta þingi, þess efnis, að landssjóður annist brúargæslu brúnna, og hún þá heldur aukin.