1901

Ísafold, 4. og 8. maí, 1901, 28. árg., 27. og 28. tbl., forsíður:

Vegamálin.
Verkfræðingur landsins lætur uppi sínar skoðanir.
Hvernig vegamálum er nú háttað.
Ísafold hefur vakið máls á því fyrir nokkrum mánuðum, að brýn nauðsyn sé á að koma vegamálum vorum í nýtt horf, að því er að stjórn og eftirliti lýtur. Nú höfum vér átt tal við verkfræðing landsins, hr. Sigurð Thoroddsen. Og vér birtum hér skoðanir hans, eins og þær komu fram í samræðu við Ísafold.
Í utanför sinni hinni síðustu hefur hann lagt þessar skoðanir sínar fyrir ráðuneytið íslenska. En einskis varð hann vísari um, hvern árangur það mundi hafa, með því að ráðuneytið þurfti eðlilega að bera sig saman við landshöfðingja, áður en nokkru yrði til lykta ráðið.
Það er aðallega fyrirkomulagið á vegastjórninni, sem nauðsyn er á að tekið sé til rækilegrar íhugunar á næsta þingi, - sagði verkfræðingurinn. Eins og Ísafold hefur áður tekið fram, er ekki við því að búast, að það fyrirkomulag, sem gat verið gott, þegar aðeins fáum þús. kr. var varið til vegagerða, sé jafn hentugt nú, þegar allt að 100 þús. kr. eru veittar til þeirra umbóta.
Nú er fyrirkomulaginu svo háttað að verkfræðingur landsins og fjöldi verkstjóra standa undir landshöfðingja. Landshöfðingi setur verkstjóra yfir vegagerðir hér og þar úti um landið; þeim er falið að ráða verkamenn til vinnunar, ákveða kaup þeirra og greiða þeim kaupið. Ennfremur eru þeir látnir ráða allri vegagerðinni, hvar og hvernig vegina skuli leggja; í því efni eru þeir einráðir.
Þar á móti er verkfræðingur landsins sendur út um land til þess að mæla vegi og (ólæsileg 2-3 orð) þeim lýtur , svo á hann og að (ólæsilegt orð) hin vandasamari fyrirtæki, aðallega brúargerðir. En verkstjórar standa alls ekki undir honum; þeir skipa að miklu leyti honum jafn háan sess andspænis landshöfðingja; þurfa alls ekki að leita ráða til hans, að því er vegalagningar snertir, og snúa sér til landshöfðingja eins, þegar þeir eru í vafa um eitthvað viðvíkjandi vegagerðinni.
Vegagerðirnar eru því ekki undir handleiðslu neins manns með iðnfræðilegri (tekniskri) menntun. Til þess hefur þó íslenska ráðuneytið ætlast, þegar það setti inn í fjárlagafrumvarpið 1893 sérstaka fjárhæð til verkfræðings “til að standa fyrir vegagerðum” hér á landi. Enda segir ráðuneytið í athugasemdum við þann gjaldalið: “Eftir að vegagerðum hefur þokað svo fram og jafn miklu fé varið til þeirra, eins og nú er komið, mun vera orðin full þörf á því, bæði vegna vegasmíðisins sjálfs og til þess, að fénu verði varið sem best, að vegagerðir allar verði lagðar undir stöðuga umsjón verkfróðs manns”.
Eins og nú er ástatt, verður ekki sagt að verkfræðingur “standi fyrir vegagerðum”. eða að vegagerðir allar séu “lagðar undir stöðuga umsjón” hans. Það verður því ekki með öðru móti en því, að verkfræðingur hafi fullt vald yfir verkstjórunum og öllum framkvæmdum, að því er vegagerð snertir. Nú er verkfræðingurinn skoðaður sem nokkurs konar ráðunautur landshöfðingja og sér aðeins um þau verk, er landshöfðingi felur honum á hendur.
Þetta fyrirkomulag er að mörgu leyti óhentugt. Fyrir bragðið verður svo mikill skortur á fyrirhyggju og festu í vegagerðum: Hver verkstjóri vinnur í sínu horni, öllum óháður, og leggur vegina eins og honum best líkar, því umsjónin með vinnu þeirra er lítil sem engin. Ekki er ólíklegt að landssjóður verði fyrir allmiklu tjóni fyrir það, að vegirnir eru lagðir skakkt og óhentuglega. Afleiðingin af sjálfræði versktjóra verður og sú, að reynsla fæst ekki fyrir nýjum vegagerðaraðferðum, reynslan yfirleitt öll á dreifingu; en það er einmitt mjög nauðsynlegt í öllum löndum, að vegastjórinn útvegi sér reynslu fyrir því, hvað best hentar hverju landi í það og það skiptið, því að sérhvert land hefur sín frábrigði í því sem öðru. Yfirleitt getur ekki nein heild orðið í vegalagningunni fyrr en öll vegastjórn er lögð undir yfirráð manns með iðnfræðilega menntun.
Mörg eru dæmi þess hér, að vegagerð hefur verið ráðlausleg og fé þann veg á glæ kastað. Hér og þar hafa verið lagðir stuttir vegakaflar, án þess að hugsað hafi verið um, hvort þeir gætu orðið partar af akbraut, sem eftir vegalögunum á að leggja. Svo verða kaflanir ónýtir, þegar farið er að leggja brautina alla. Sumstaðar hafa vegir verið lagðir að vöðum á ám langt frá brúastæðum, svo verður að breyta veginum að ánum á löngum köflum, þegar brýr eiga að koma á þær.
Svo hefur það og sannast við rannsókn gegn einum verkstjóranum, að umsjón með verkstjórum, að því snertir meðferð þeirra á vegfénum, er ekki nægilegt, með því fyrirkomulagi, sem nú er á vegastjórninni. Þess er ekki heldur nein von. Landshöfðingi hefur eðlilega hvorki tíma né tækifæri til þess, að hafa nægilegt eftirlit í því efni.
Sem dæmi um þær misfellur, er eiga sér stað, minntist verkfræðingurinn á það, hvernig hestar væru fengnar til vegagerðarinnar. Verkstjóranum sjálfum er leyft að leigja landssjóði hesta. Fyrir bragðið hafa þeir sérstaka freisting til þess að halda hestaleigunni sem hæstri, að minnsta kosti vel skiljanlegt, að þeir klífi ekki þrítugan hamarinn til þess að fá hesta sem ódýrasta. Sumir verkstjórar hafa nú 7-8 hesta, sem þeir leigja landssjóði á sumrum.
Það er tilgangslaust að hafa nokkurn verkfræðing, ef hann á ekki að vera æðstur maður í vegamálum – auðvitað að undanskildum landshöfðingja, sem er hans sjálfsagður yfirboðari. Nú er það stundum fremur tekið til greina, sem verkstjórar segja, heldur en það, sem hann vill vera láta. Slíkt hlýtur að hnekkja starfi verkfræðings gagnvart verkstjórum og almenningi, og rýra álit hans. Hvering er við því að búast, að hann geti haft nokkurt vald eða ráða yfir verkstjórum, þegar þeir sjá, að þeir þurfa ekki að fara eftir hans ráðum? Þeir þurfa ekki annað en snúa sér til landshöfðingja og reyna að fá hann á sitt mál, í stað þess, sem er sjálfsagður hlutur í öllum menntuðum heimi, að verkstjórar, sem eiga iðnfræðilega menntun hafa fengið, standa beinlínis undir verkfræðingi og eru ráðnir af honum. Verkfræðingurinn á svo að sjálfsögðu að koma með sínar tillögur til landshöfðingja.
Ekki er það heldur óskiljanlegt, að verkfræðingur nái ekki að njóta síns til fulls með því fyrirkomulagi, sem nú er. Hann kveinkar sér ef til vill oft við, að koma fram með tillögur og ráðleggingar, þegar hann sér, að ekki er eftir þeim farið, og hann hefur ekki vald til að koma þeim í framkvæmd – getur jafnvel búist við, að verkstjórar verði spurðir um, hvort ráðlegt muni og hyggilegt, að fara að hans ráðum.
___________________

Hvernig vegamálunum ætti að vera fyrir komið.
Til þess að koma vegamálunum í betra horf, væri auðvitað besta að setja á stofn sérstaka vegamálaskrifstofu, eins og tíðkast í öllum öðrum löndum, með einum eða tveimur iðnfræðilega menntuðum aðstoðarmönnum og slíkri skrifstofu hlýtur að verða komið upp. Svo framarlega, sem landið á nokkurra sæmilega framtíð fyrir höndum, hlýtur mönnum að skiljast nauðsynlegt á henni. Allar þjóðir hafa smátt og smátt komist á það skoðun, að vel lagðir vegir séu þeim óhjákvæmilegt þroska- og framfaraskilyrði, og því fer fjarri, að þeim peningum yrði á glæ kastað, sem til þess yrði varið, að menn, sem því eru vaxtir, hefðu betra eftirlit með lagning vega og með ferð vegafárinu. Miklu fremur ætti það að vera margfaldur gróði fyrir landið.
Í Noregi er vegamálastjórninni svo fyrir komið, að einn vegameistari (Vejdirektörs) er settur yfir alla vegagerð ríkisins. Hann stendur beint undir mannvirkja-ráðuneytinu og hefur skrifstofu í Kristjaníu. Þar eru auk hans 5 verkfræðingar (ingeniörer) og nokkrir skrifarar, úti um landið, eru alls 51 verkfræðingar undir vegameistara, svo að verkfræðingar, sem að eins fást við vegagerðir og vegamál og launaðir eru af ríkinu, eru 57. Nú eru Norðmenn um 2 milljónir, svo einn vegaverkfræðingur kemur á hverja 35 þús. landsmanna. Eftir því ættum vér að hafa að minnsta kosti 2 verkfræðinga til vegagerðar. En svo er þess gætandi, hve miklu strjálbyggðara þetta land er en Noregur og hve miklu erfiðari ferðalögin eru hér. Hlutfallið verður þá allt annað, ef flatarmálið er lagt til grundvallar. Noregur er um 6000 ferh.mílur, og hefur því allt að því einn verkfræðing á hverja 100 ferh.mílur. Eftir því ættu að vera á Íslandi 18 verkfræðingar við vegagerðir. Vitanlega næði það engri átt. En ekki er sú tilgáta ósennileg, að eftir ein 30-40 ár verði kominn einn verkfræðingur í hvern landsfjórðung, og að þessir 4 verkfræðingar standi undir vegameistara, sem hefði skrifstofu sína í Reykjavík.
Yrði nú skrifstofa sett á stofn hér, með t.d. einum iðnfræðilega menntuðum aðstoðarmanni og einum skrifara, þá ætti fyrirkomulagið að vera á þann veg, að öll vegamál, er að einhverju leyti kæmi landssjóði við, væru send vegameistara, sem veitti skrifstofunni forstöðu. Hann ætti svo að láta undirbúa málin, fá umsagnir hlutaðeigenda, láta mæla vegarstæði o.s.frv., og senda svo tillögur sínar til landshöfðingja. Vegameistari ætti auðvitað að ráða verkstjóra, sjá um allar framkvæmdir á vegagerðum og öðru, er að þeim lýtur, og bera ábyrgð á. Hann gerði verkstjórum starf þeirra, ljóst og gæi þeim fyrirskipanir um, hvernig ætti að leggja vegina. Þá ætti að aldrei að geta komið fyrir, að menn færu að deilda um vegastefnur um það leyti, sem byrja ætti á vegunum; slíkt ætti að vera svo vel undirbúið að rætt, að fullráðið væri hvar vegina ætti að leggja áður en tekið er til starfa við vegagerðina. En einn aðalagnúinn á því fyrirkomulagi, sem nú er, er einmitt sá, að málin eru ekki nægilega undirbúin og rædd af réttum hlutaðeigendum.
Þá ætti heldur ekki að vera neitt bætt við óráðvandilegri meðferð vegafjársins af hendi verkstjóranna. Vegamálaskrifstofan yrði að hafa gott eftirlit með mannaráðningum ekki síður en, öðru og fjárgreiðslum öllum, og láta gera sem greinilegust eyðublöð fyrir útborganir. Vel virðist og til fallið, að skrifstofan ávísaði sýslumönnum í þeirri sýslu, þar sem vegavinnan færi fram, fjárhæðir til útborgunar verkstjórunum, eftir því sem þeir þyrftu á að halda. Þá mætti komast hjá því, að þeir hefðu mikla peninga undir höndum í einu. Verkstjórar gætu komið til sýslumanna einu sinni eða tvisvar í mánuði, sýnt þeim þá reikninga, sem þeir þyrftu að borga, og fengið peninga til þess. Svo ættu þeir að sýna sýslumanni reikningana kvittaða, þegar þeir kæmu næst.
Af kostnaðaratriðinu er það að segja, að auðvitað yrði þetta kostnaðarauki í orði kveðnu; en í raun og veru yrði það sjálfsagt ágóði fyrir landið. Kostnaðaraukinn mundi nema um 4.000 kr. á ári, ef aðstoðarmaður með iðnfræðilegri menntun yrði skipaður, þ.e. 2.500 kr. handa aðstoðarmanni og 1.500 kr. til skrifstofuhalds. Yrði þar á móti enginn aðstoðarmaður skipaður, en vegamálaskrifstofa samt stofnuð, mundi þurfa til hennar um 1.500 kr. árlega og annar væri kostnaðaraukinn þá ekki.


Ísafold, 4. og 8. maí, 1901, 28. árg., 27. og 28. tbl., forsíður:

Vegamálin.
Verkfræðingur landsins lætur uppi sínar skoðanir.
Hvernig vegamálum er nú háttað.
Ísafold hefur vakið máls á því fyrir nokkrum mánuðum, að brýn nauðsyn sé á að koma vegamálum vorum í nýtt horf, að því er að stjórn og eftirliti lýtur. Nú höfum vér átt tal við verkfræðing landsins, hr. Sigurð Thoroddsen. Og vér birtum hér skoðanir hans, eins og þær komu fram í samræðu við Ísafold.
Í utanför sinni hinni síðustu hefur hann lagt þessar skoðanir sínar fyrir ráðuneytið íslenska. En einskis varð hann vísari um, hvern árangur það mundi hafa, með því að ráðuneytið þurfti eðlilega að bera sig saman við landshöfðingja, áður en nokkru yrði til lykta ráðið.
Það er aðallega fyrirkomulagið á vegastjórninni, sem nauðsyn er á að tekið sé til rækilegrar íhugunar á næsta þingi, - sagði verkfræðingurinn. Eins og Ísafold hefur áður tekið fram, er ekki við því að búast, að það fyrirkomulag, sem gat verið gott, þegar aðeins fáum þús. kr. var varið til vegagerða, sé jafn hentugt nú, þegar allt að 100 þús. kr. eru veittar til þeirra umbóta.
Nú er fyrirkomulaginu svo háttað að verkfræðingur landsins og fjöldi verkstjóra standa undir landshöfðingja. Landshöfðingi setur verkstjóra yfir vegagerðir hér og þar úti um landið; þeim er falið að ráða verkamenn til vinnunar, ákveða kaup þeirra og greiða þeim kaupið. Ennfremur eru þeir látnir ráða allri vegagerðinni, hvar og hvernig vegina skuli leggja; í því efni eru þeir einráðir.
Þar á móti er verkfræðingur landsins sendur út um land til þess að mæla vegi og (ólæsileg 2-3 orð) þeim lýtur , svo á hann og að (ólæsilegt orð) hin vandasamari fyrirtæki, aðallega brúargerðir. En verkstjórar standa alls ekki undir honum; þeir skipa að miklu leyti honum jafn háan sess andspænis landshöfðingja; þurfa alls ekki að leita ráða til hans, að því er vegalagningar snertir, og snúa sér til landshöfðingja eins, þegar þeir eru í vafa um eitthvað viðvíkjandi vegagerðinni.
Vegagerðirnar eru því ekki undir handleiðslu neins manns með iðnfræðilegri (tekniskri) menntun. Til þess hefur þó íslenska ráðuneytið ætlast, þegar það setti inn í fjárlagafrumvarpið 1893 sérstaka fjárhæð til verkfræðings “til að standa fyrir vegagerðum” hér á landi. Enda segir ráðuneytið í athugasemdum við þann gjaldalið: “Eftir að vegagerðum hefur þokað svo fram og jafn miklu fé varið til þeirra, eins og nú er komið, mun vera orðin full þörf á því, bæði vegna vegasmíðisins sjálfs og til þess, að fénu verði varið sem best, að vegagerðir allar verði lagðar undir stöðuga umsjón verkfróðs manns”.
Eins og nú er ástatt, verður ekki sagt að verkfræðingur “standi fyrir vegagerðum”. eða að vegagerðir allar séu “lagðar undir stöðuga umsjón” hans. Það verður því ekki með öðru móti en því, að verkfræðingur hafi fullt vald yfir verkstjórunum og öllum framkvæmdum, að því er vegagerð snertir. Nú er verkfræðingurinn skoðaður sem nokkurs konar ráðunautur landshöfðingja og sér aðeins um þau verk, er landshöfðingi felur honum á hendur.
Þetta fyrirkomulag er að mörgu leyti óhentugt. Fyrir bragðið verður svo mikill skortur á fyrirhyggju og festu í vegagerðum: Hver verkstjóri vinnur í sínu horni, öllum óháður, og leggur vegina eins og honum best líkar, því umsjónin með vinnu þeirra er lítil sem engin. Ekki er ólíklegt að landssjóður verði fyrir allmiklu tjóni fyrir það, að vegirnir eru lagðir skakkt og óhentuglega. Afleiðingin af sjálfræði versktjóra verður og sú, að reynsla fæst ekki fyrir nýjum vegagerðaraðferðum, reynslan yfirleitt öll á dreifingu; en það er einmitt mjög nauðsynlegt í öllum löndum, að vegastjórinn útvegi sér reynslu fyrir því, hvað best hentar hverju landi í það og það skiptið, því að sérhvert land hefur sín frábrigði í því sem öðru. Yfirleitt getur ekki nein heild orðið í vegalagningunni fyrr en öll vegastjórn er lögð undir yfirráð manns með iðnfræðilega menntun.
Mörg eru dæmi þess hér, að vegagerð hefur verið ráðlausleg og fé þann veg á glæ kastað. Hér og þar hafa verið lagðir stuttir vegakaflar, án þess að hugsað hafi verið um, hvort þeir gætu orðið partar af akbraut, sem eftir vegalögunum á að leggja. Svo verða kaflanir ónýtir, þegar farið er að leggja brautina alla. Sumstaðar hafa vegir verið lagðir að vöðum á ám langt frá brúastæðum, svo verður að breyta veginum að ánum á löngum köflum, þegar brýr eiga að koma á þær.
Svo hefur það og sannast við rannsókn gegn einum verkstjóranum, að umsjón með verkstjórum, að því snertir meðferð þeirra á vegfénum, er ekki nægilegt, með því fyrirkomulagi, sem nú er á vegastjórninni. Þess er ekki heldur nein von. Landshöfðingi hefur eðlilega hvorki tíma né tækifæri til þess, að hafa nægilegt eftirlit í því efni.
Sem dæmi um þær misfellur, er eiga sér stað, minntist verkfræðingurinn á það, hvernig hestar væru fengnar til vegagerðarinnar. Verkstjóranum sjálfum er leyft að leigja landssjóði hesta. Fyrir bragðið hafa þeir sérstaka freisting til þess að halda hestaleigunni sem hæstri, að minnsta kosti vel skiljanlegt, að þeir klífi ekki þrítugan hamarinn til þess að fá hesta sem ódýrasta. Sumir verkstjórar hafa nú 7-8 hesta, sem þeir leigja landssjóði á sumrum.
Það er tilgangslaust að hafa nokkurn verkfræðing, ef hann á ekki að vera æðstur maður í vegamálum – auðvitað að undanskildum landshöfðingja, sem er hans sjálfsagður yfirboðari. Nú er það stundum fremur tekið til greina, sem verkstjórar segja, heldur en það, sem hann vill vera láta. Slíkt hlýtur að hnekkja starfi verkfræðings gagnvart verkstjórum og almenningi, og rýra álit hans. Hvering er við því að búast, að hann geti haft nokkurt vald eða ráða yfir verkstjórum, þegar þeir sjá, að þeir þurfa ekki að fara eftir hans ráðum? Þeir þurfa ekki annað en snúa sér til landshöfðingja og reyna að fá hann á sitt mál, í stað þess, sem er sjálfsagður hlutur í öllum menntuðum heimi, að verkstjórar, sem eiga iðnfræðilega menntun hafa fengið, standa beinlínis undir verkfræðingi og eru ráðnir af honum. Verkfræðingurinn á svo að sjálfsögðu að koma með sínar tillögur til landshöfðingja.
Ekki er það heldur óskiljanlegt, að verkfræðingur nái ekki að njóta síns til fulls með því fyrirkomulagi, sem nú er. Hann kveinkar sér ef til vill oft við, að koma fram með tillögur og ráðleggingar, þegar hann sér, að ekki er eftir þeim farið, og hann hefur ekki vald til að koma þeim í framkvæmd – getur jafnvel búist við, að verkstjórar verði spurðir um, hvort ráðlegt muni og hyggilegt, að fara að hans ráðum.
___________________

Hvernig vegamálunum ætti að vera fyrir komið.
Til þess að koma vegamálunum í betra horf, væri auðvitað besta að setja á stofn sérstaka vegamálaskrifstofu, eins og tíðkast í öllum öðrum löndum, með einum eða tveimur iðnfræðilega menntuðum aðstoðarmönnum og slíkri skrifstofu hlýtur að verða komið upp. Svo framarlega, sem landið á nokkurra sæmilega framtíð fyrir höndum, hlýtur mönnum að skiljast nauðsynlegt á henni. Allar þjóðir hafa smátt og smátt komist á það skoðun, að vel lagðir vegir séu þeim óhjákvæmilegt þroska- og framfaraskilyrði, og því fer fjarri, að þeim peningum yrði á glæ kastað, sem til þess yrði varið, að menn, sem því eru vaxtir, hefðu betra eftirlit með lagning vega og með ferð vegafárinu. Miklu fremur ætti það að vera margfaldur gróði fyrir landið.
Í Noregi er vegamálastjórninni svo fyrir komið, að einn vegameistari (Vejdirektörs) er settur yfir alla vegagerð ríkisins. Hann stendur beint undir mannvirkja-ráðuneytinu og hefur skrifstofu í Kristjaníu. Þar eru auk hans 5 verkfræðingar (ingeniörer) og nokkrir skrifarar, úti um landið, eru alls 51 verkfræðingar undir vegameistara, svo að verkfræðingar, sem að eins fást við vegagerðir og vegamál og launaðir eru af ríkinu, eru 57. Nú eru Norðmenn um 2 milljónir, svo einn vegaverkfræðingur kemur á hverja 35 þús. landsmanna. Eftir því ættum vér að hafa að minnsta kosti 2 verkfræðinga til vegagerðar. En svo er þess gætandi, hve miklu strjálbyggðara þetta land er en Noregur og hve miklu erfiðari ferðalögin eru hér. Hlutfallið verður þá allt annað, ef flatarmálið er lagt til grundvallar. Noregur er um 6000 ferh.mílur, og hefur því allt að því einn verkfræðing á hverja 100 ferh.mílur. Eftir því ættu að vera á Íslandi 18 verkfræðingar við vegagerðir. Vitanlega næði það engri átt. En ekki er sú tilgáta ósennileg, að eftir ein 30-40 ár verði kominn einn verkfræðingur í hvern landsfjórðung, og að þessir 4 verkfræðingar standi undir vegameistara, sem hefði skrifstofu sína í Reykjavík.
Yrði nú skrifstofa sett á stofn hér, með t.d. einum iðnfræðilega menntuðum aðstoðarmanni og einum skrifara, þá ætti fyrirkomulagið að vera á þann veg, að öll vegamál, er að einhverju leyti kæmi landssjóði við, væru send vegameistara, sem veitti skrifstofunni forstöðu. Hann ætti svo að láta undirbúa málin, fá umsagnir hlutaðeigenda, láta mæla vegarstæði o.s.frv., og senda svo tillögur sínar til landshöfðingja. Vegameistari ætti auðvitað að ráða verkstjóra, sjá um allar framkvæmdir á vegagerðum og öðru, er að þeim lýtur, og bera ábyrgð á. Hann gerði verkstjórum starf þeirra, ljóst og gæi þeim fyrirskipanir um, hvernig ætti að leggja vegina. Þá ætti að aldrei að geta komið fyrir, að menn færu að deilda um vegastefnur um það leyti, sem byrja ætti á vegunum; slíkt ætti að vera svo vel undirbúið að rætt, að fullráðið væri hvar vegina ætti að leggja áður en tekið er til starfa við vegagerðina. En einn aðalagnúinn á því fyrirkomulagi, sem nú er, er einmitt sá, að málin eru ekki nægilega undirbúin og rædd af réttum hlutaðeigendum.
Þá ætti heldur ekki að vera neitt bætt við óráðvandilegri meðferð vegafjársins af hendi verkstjóranna. Vegamálaskrifstofan yrði að hafa gott eftirlit með mannaráðningum ekki síður en, öðru og fjárgreiðslum öllum, og láta gera sem greinilegust eyðublöð fyrir útborganir. Vel virðist og til fallið, að skrifstofan ávísaði sýslumönnum í þeirri sýslu, þar sem vegavinnan færi fram, fjárhæðir til útborgunar verkstjórunum, eftir því sem þeir þyrftu á að halda. Þá mætti komast hjá því, að þeir hefðu mikla peninga undir höndum í einu. Verkstjórar gætu komið til sýslumanna einu sinni eða tvisvar í mánuði, sýnt þeim þá reikninga, sem þeir þyrftu að borga, og fengið peninga til þess. Svo ættu þeir að sýna sýslumanni reikningana kvittaða, þegar þeir kæmu næst.
Af kostnaðaratriðinu er það að segja, að auðvitað yrði þetta kostnaðarauki í orði kveðnu; en í raun og veru yrði það sjálfsagt ágóði fyrir landið. Kostnaðaraukinn mundi nema um 4.000 kr. á ári, ef aðstoðarmaður með iðnfræðilegri menntun yrði skipaður, þ.e. 2.500 kr. handa aðstoðarmanni og 1.500 kr. til skrifstofuhalds. Yrði þar á móti enginn aðstoðarmaður skipaður, en vegamálaskrifstofa samt stofnuð, mundi þurfa til hennar um 1.500 kr. árlega og annar væri kostnaðaraukinn þá ekki.