1901

Þjóðólfur, 12., 19. júlí og 3. ágúst, 1901, 53. árg., 35., 36. og 39. tbl.:

Sakamálsrannsóknin gegn Einari Finnssyni.
Ég hef lengi ætlað mér að skýra almenningi frá sakamálarannsókn þeirri, er hafin var gegn Einari Finnssyni útaf kæri minni gegn honum 16. desemb. 1899, en mér hefur satt að segja þótt það mál allt svo ljótt og leiðinlegt, að ég hef kynokað mér við að vera að hreyfa við því, en hinsvegar hef ég ekki getað varðið það fyrir samvisku minni að láta kæfa slíkt mál niður eða drepa það með þögninni, og þar sem ég nú nýlega hef stigið hið fyrsta spor í þá áttina að leiða þetta mál fram í ljósið, með því í vetur, þegar ég var í Kaupmannahöfn, að skýra íslenska ráðuneytinu – bæði munnlega og skriflega – frá því og meðferð þess, álít ég tíma til kominn að láta einnig almenning fá nokkra hugmynd um það. – Þetta sem ég hér segi verður því að miklu leyti samhljóða bréfi mínu til ráðuneytisins. –
Í desembermánuði 1899 fékk ég vitneskju um það, að nefndur verkstjóri hefði borgað mörgum verkamönnum, við vegamönnum í Holtunum og Svínahrauni sumarið 1899, minna kaup en stóð á kaupskránum, tveir af verkamönnum (Ólafur Oddsson og Guðmundur Magnússon) sögðu mér, að það væri í almæli meðal verkamanna, að margir þeirra væru “gerðir út” af verkstjóra, bróður hans Högna og mági hans Ólafi Péturssyni, þannig að þeir fengju minna kaup útborgað en stæð á kaupskránum – er landsjóður borgaði eftir – og mismuninum, ágóðanum stingju svo þessir þrír menn í sinn eigin vasa; Ólafur Oddsson var sjálfur einn í þeirra tölu, er minna kaup fengu en á stóð, hann fékk að eins 2 kr. á dag – eins og hann var ráðinn upp á, en stóð á kaupskránum með 2,80 kr.; mismuninn fékk hann þó útborgaðan hjá E. F., er hann kvartaði um þetta á landshöfðingjaskrifstofunni. –
Nú fór ég að rannsaka kaupskránar, sem ég hafði undir höndum og spyrja um dagsverkatölu verkamanna, og varð þá var við, að margir verkamannanna stóðu með fleiri dagsverk á skránum, en þeir í raun og veru höfðu unnið og fengið borgun fyrir; ennfremur var altalað, að einn verkamaður (Sig. Daníelsson), sem hafði leigt landssjóð til vegavinnunar 14 hesta um sumarið, hafði að eins fengið 35 kr. fyrir hvern hest, en eftir kvittuðum reikningunum átti hann að hafa fengið um 65 kr. fyrir hestinn (það verður um 400 kr. munur á þessum eina pósti).
Ég kærði á E.F. skriflega fyrir bæjarfógetanum fyrir sviksamlega meðferð á vegafénu “sér og sínu skyldfólki í hag” og fyrir fölsun á vegareikningunum og færði sem ástæðu fyrir grun mínum frásagnir hinna tveggja áðurnefndu verkamanna, meðala annars skýrði ég frá því, að annar þeirra (G.M.) stæði fast á því, að hann hefði aðeins unnið í 92 daga, en á kaupskránum, sem ég afhenti bæjarfógeta, stóð 121 dagsverk, ennfremur, að bæði þessi vitni mín sögðu að dagsverkatalan, kaupgjaldið og peningaupphæðin, hefðu staðið skrifuð með blýanti á skránum, þegar þeir kvittuðu, enda sást það greinilega á þeim, að skrifað hafði verið með blýandi fyrst, en svo viskað út og skrifað með feitu letri ofan í. – Ég nefndi einnig frásögn vottana um það, að margir af hestunum sérstaklega þessir 14, sem áður voru nefndir og svo eitthvað af hestum verkstjórans hefðu verið svo margir og illa útlítandi, að varla hefði verið hægt að brúka þá framan af. –
Þetta virðast mér nu vera fremur þung ákæra og ég gat ekki hugsað mér annað en verkstjórinn yrði strax tekinn fastur, þar sem hann var kærður fyrir svo stórkostleg fársvik og svo sterkur grunur lá á honum, enda eru mörg dæmi til þess, að menn hafa verið settir í gæsluvarðhald fyrir minni sakir, já, það er óhætt að segja, að slíkt sé einsdæmi, ef menn ekki eru teknir fastir í líkum tilfellum; það hlýtur og að vera hverjum manni skiljanlegt, að illt muni vera að rannsaka svona lagað mál, ef ákærði hefur fullt frelsi og leyfi til þess að vera sig saman við þau vitni, sem yfirheyrð eru eða kunna að verða; ég hef heyrt marga lögfræðinga segja, að það væri yfir höfuð að tala ómögulegt að rannsaka þannig löguð mál til hlítar, nema gæsluvarðhald væri viðhaft.
Og sérstaklega var ástæða til varðhalds í þessu máli, þar sem svo á stóð, að rannsóknin varð að mestu leyti – eða því nær eingöngu – að byggjast á yfirheyrslu verkamanna þeirra, er höfðu verið í vegavinnu hjá ákærða og hann hafði gefið atvinnu; þetta voru því allt hans undirmenn; verkstjórinn hefur voðalegt vald yfir þeim; þeir eru honum alveg háðir með tilliti til vegavinnu framvegis; þeir hugsa sem svo, sérstaklega þegar hann er ei tekinn fastur, að þetta sé ekki svo hættulegt fyrir hann, það verði ef til vill ekkert úr þessu máli og hann verði verkstjóri áfram eða þá að minnsta kosti hans hægri hönd við vegagerðirnar, mágur hans Ól. Pétursson – sem og varð – og þá er skiljanlegt, að þeir hugsi sig tvisvar sinnum um, áður en þeir fara að bera nokkuð gegn honum; að minnst kosti er það sterk freisting yfir þá að þegja um mest af því, sem þeir vita. – Einnig virtist í þessu tilfelli sérstök ástæða til húsrannsóknar til þess að sjá uppteiknaðir, reikningsskjöl og – bækur verkstjóra, hvort það stæði heima við kaupskránar; en til þess þurfti auðvitað gæsluvarðhald. –
En bæjarfógeta hefur virst þetta nokkuð á annan veg; honum virtist engin ástæða til gæsluvarðhalds; mönnum úti í frá þótti þetta því undarlegra, sem menn þekktu ekki bæjarfógetann að því, að hann væri sérlega smeikur við að taka menn fasta; menn mundu, að það var ekki svo ýkjalangt síðan, að hann hafði látið taka Sig. Júl. Jóhannesson fastan – á götunni – og gera strax húsrannsókn hjá honum; og hvað hafði svo Sig. Júl. Jóh. gert? Hann hafði verið beðinn fyrir að senda 2-300 kr. upp á Mýrar, en þeir peningar voru ekki komnir til skila og einhverjar vöflur á honum með það, hvernig hann hefði sent þá. Við skulum bera þetta tvennt saman. E. F. er grunaður sterklega um stórkostlega fjársvik og fölsun á vegareikningum; Sig. J. um, ef till vill, að hafa brúkað peninga, sem hann átti að senda. Vitnin, sem þarf að yfirheyra í fyrra málinu, eru mjög svo háð ákærða; í seinna málinu þarf engan að yfirheyra, nema ákærða sjálfan og, ef til vill, 1 eða 2 aðra, sem ákærði getur genginn áhrif haft á. – Í fyrra málinu sýnist afarnauðsynlegt, til þess að komast að sannleikanum, að rannsaka skjöl og reikninga verkstjóra, í seinna málinu er ef til vill nokkur þörf á því, en þó ekki nálægt því eins brýnt og í hinu; samt er Sig. J. strax tekinn fastur og gerð húsrannsókn hjá honum, en Einar F. látinn ganga frí og frjáls, svo að hann hefði vel getað notað tækifærið til þess að hafa áhrif á og rugla vitnin með leyfilegu og óleyfilegu móti. – Er þetta réttvísi? Það skilja fáir. –
Vikutíma eða svo, eftir kæru mína, fór ég til fógeta til þess að spyrja um það, hvort nokkuð hefði komið fram í prófunum – þau voru leynileg – sem studdi grun minn, en bæjarfógeti virtist fremur verja verkstjóra og sagði, að það liti út fyrir að vera aðeins vond reikningsfærsla hjá manninum og óaðgæsla, hann væri auðsjáanlega enginn reikningsmaður, og varaði mig jafnvel við því að fara of freklega út í þetta mál, því að það gæti litið út eins og ég væri að ofsækja manninn af tómu hatri. –
Þegar ég nú sá, að þessir fyrstu kærupunktar, sem ég áleit að myndu vera nægilegir til þess að málið yrði ítarlega rannsakað, ekki hrifu, og það leit út fyrir, að rannsóknardómarinn aðeins tæki fyrir þau atriði sem ég hafði bent á, en reyndi ekki að grennslast eftir meiru, fór ég að rannsaka kaupskrárnar betur og fann margt fleira áhugavert, sem ég tilkynnti bæjarfógeta, og sem ég vil ekki þreyta menn með því að telja upp hér, – en það hafði lítið upp á sig. –
Loks sá ég mig knúin til um veturinn að takast ferð á hendur austur í Holt, þar sem margir af verkamönnum áttu heima, til þess að safna fleiri gögnum og upplýsingum í málinu, þegar ég sá að bæjarfógeti gerði engar ráðstafanir til þess að þessir menn yrðu yfirheyrðir. – Þar kom hið sama í ljós; margir verkamannanna höfðu fengið minna kaup en á stóð á kaupskránum, aðrir sögðust hafa unnið færri daga en skrárnar tiltöku. – Þegar ég kom aftur til Reykjavíkur og hafði fyrir rétti skýrt frá þessum nýju upplýsingum, fékk bæjarfógeti skipun frá amtmanni um að láta hlutaðeigandi sýslumenn yfirheyra þessa verkamenn. – En þá bregður svo undarlega við, að um sama leyti og sýslumennirnir fá tilmæli um það að yfirheyra vitnin fær verkstjórinn leyfi til að fara austur í Árnes- og Rangárvallasýslur – og leyfi hlýtur hann að hafa fengið, því að bæjarfógeti var búinn að segja honum fyrir rétti, að hann mætti ekki fara úr bænum án leyfis – og verkstjórinn er kominn austur að Rangá deginum áður en sýslumaður Rangvellinga fær bréfið frá fógeta; verkstjórinn hefði því vel getað verið búinn að hafa tal af öllum verkamönnunum þar eystra, áður en nokkur próf byrjuðu, og almenningur hlaut að skilja það svo, að meining með ferðalagi verkstjórans væri að tala dálítið við vitnin fyrst. –
Sigurður Thoroddsen.
Sakamálsrannsóknin gegn
Einari Finnssyni
II.
Þegar meðferð málsins var þannig og rannsókn þess svona léleg, getur maður vel hugsað sér, að það hafi ekki sannast sérlega mikið. – Þegar vinnudagarnir vor of margir á kaupskránum eða peningaupphæðin þar ekki var hin sama og verkamennirnir höfðu fengið útborgað, þá var það eins óaðgæsla og vangá frá verkstjórans hálfu og reikningsfærsla hans – sögðu menn – var mjög léleg og ruglingsleg. –
Nokkrir verkamanna, sem voru grunaðir um að hafa fengið minna kaup en stóð á kaupskránum, sögðu fyrir rétti, að þeir hefðu fengið allt, sem þeir hefðu átt að fá; þannig sagði eitt vitnið (Sig. Ámundsson), sem grunaður var um að hafa fengið aðeins 2 kr. í kaup hjá verkstjóra, að hann hefði fengi 3 kr. á dag, eins og stóð á skránum; annar verkamaður (B. Bj.) bar reyndar fyrir rétti, að Sig. Ám. hefði sagt sér, að hann hefði fengið aðeins 2 kr., en Sig. Ásm. sagðist ekki reka minni til þess; 2 önnur vitni (Ól. Odds. og G. Magn.) sóru það, að bróðir verkstjóra (Högni) hefði sagt sér, að Sig. Ám. hefði aðeins fengið 2 kr. í kaup, en Högni sagðist ei muna það; loks sór Ól. Oddss., að verkstjóri sjálfur hefði sagt sér, að Sig. Ám. fengi aðeins 2 kr., en verkstjóri sagði það ósatt, aðhann hefði talað slíkt. – Þessi mismunandi framburður var nokkuð undarlegur og svo var að sjá, sem einhver þessara 6 hlyti að segja ósatt fyrir rétti, en bæjarfógeti lét nægja þetta og fór ekki að rekast meira í því; ekki skiptir hann sér heldur mikið af því, þótt eitt vitnið (B. Bj.) segði, að það hefði heyrt annan verkamann (Ögmund á Hurðarbaki) segja, að Sig. Ám. hefði aðeins 2 kr. á dag; bæjarfógetinn var ekki að hafa fyrir því að láta yfirheyra Ögmund um slíkt, þótt það virðast hafa verið áríðandi til þess að reyna að komast fyrir sannleikann.
Ennfremur sagði maðurinn með 14 hestana (Sig. Dan.), að hann hefði fengið 65 kr. fyrir hvern hest, en hann varð að játa það, að hann hefði sagt mörgum áður, að hann fengi aðeins 35 kr. fyrir hestinn, en það hafði hann aðeins sagt til þess að bændur þar í sýslu ekki skyldu öfunda sig of mjög af sínu happi. – Annars eru þau eitthvað einkennileg viðskiptin þeirra, verkstjórans og Sig. Dan.; verkstjóranum hefur auðsjáanlega litist vel á þann mann; auk þess sem hann fær hjá honum þessa 14 hesta í vinnuna, felur hann honum að ráða 4 menn til hennar, en allir þessir 4 menn fengu aðeins 2 kr. í kaup (eða minna), en stóðu með 2,75-2,80 kr. á skránum. Verkstjóri segir, að Sig. Dan. og annar verkamaður – sem varð veikur – hafi haft ágóðann af þessum mönnum, nema af einum manninum, þar tók verkstjórinn sjálfur gróðann, og fyrir þetta eina atriði var hann dæmdur af undirdómaranum í 14 daga einfalt fangelsi og málskostnað. –
Þrátt fyrir hina lélegu rannsókn sannaðist það þó um fleiri, að þeir höfðu fengið minna kaup en stóð á kaupskránum, en þá var það annað hvort bróðir verkstjórans (H.F.) eða mágur (Ól. Pj.), sem höfðu haft gott af því. – Þar að auki höfðu náttúrlega verkstjórinn, mágur hans og bræður vinnumenn sína í vegavinnunni með háu kaup. –
Sem dæmi þess, hve ósparir þeir hafa verið á fé landsins, mágarnir E. F og Ól. Pj., má nefna vetrarvinnuna við grjótflutning að Steinslækjarbrúnni í Holtunum; það var veturinn 1898 frá okt. til des. – Verkstjórinn átti að sjá um þetta starf og hann setti til þess 4 menn, mág sinn Ól. Pj. með kaupið 4,20 á dag, bróður sinn Högna með 3,70 á dag, vinnmann bróður síns annars með 2,80 og fjórða mann, Jónas Jónsson með 2,75: þetta varð landsjóður að borga fyrir utan verkstjóri sjálfum 4,50 á dag; þetta virtust nokkuð hádaglaun um háveturinn við svo vandalausa vinnu, því að auðvitað hefur verið hægt að fá nóga menn fyrir 2 kr. á dag og einn með 2,50-3,00 til þess að hafa eftirliti með verkinu, enda gerði ég athugasemd við þetta til landshöfðingja, þegar ég sá reikninginn en E. F. svaraði engu nema ósvífnisorðum um mig. – Þetta svar sá ég fyrst nýlega, einungis af tilviljun, – og við það var látið sitja og reikningurinn ávísaður. – En svo uppgötvast það seinna, að 4. maðurinn Jónas Jónsson, sem átti að hafa 2,75 á dag, fékk í raun og veru aðeins 1 kr. um daginn; Ól. Pét., sem nú er orðinn eftirmaður Einars sem verkstjóri, hefur ráðið manninn fyrir þetta og svo stungið mismuninum í sinn eigin vasa, og auðvitað vissi E. F. vel um þá ráðningu, því að hann borgaði honum nokkuð af þessu kaupi, svo að líklega hafa þeir eitthvað verið saman um þetta. –
Sig. Thoroddsen
Sakamálsrannsóknin gegn
Einari Finnssyni
III.
(Síðasti kafli)
Þótt koma mætti með ótal dæmi, er köstuðu nokkuð einkennilegu ljósi fyrir rannsóknina við undirréttinn í þessu máli, vil ég að þessu sinni láta mér nægja að koma með tvö:
Annað er þannig; Einn verkamaðurinn (Guðm. M.) hafði unnið í rétta 92 daga, en á kaupskránum stóð hann með 121 dagsverk. Það voru tvær kaupskrár fyrir allt sumarið, nefnilega 1 kaupskrá fyrir vinnuna í Holtunum og þar stóð G.M. með 88 dagsverk, og ein kaupskrá fyrir vinnuna í Svínahrauni og þar stóð hann með 33 dagsverk, til samans 121 dagsv., það var þannig 29 dagsverkum of mikið hjá G. M. – Verkstjórinn segir nú, að það sé ritvilla 88 dagsverk, það hafi átt að standa 58, og G. M. hafi hlotið að vinna aðeins 91 dagsverk en ekki 92, því að þá kemur það rétt út; 58+33=91.

Dags-
Nöfn: v.tala á dag verður Kvittun
Guðm. Magnúss 88,00 2,60 228,80 G. Magnúss
(58) (2,60) (150,80)

Verkstjóri segist nefnilega fyrst hafa skrifað kaupskárnar með blýanti, bæði dagsverkatölu, daglaun og kaupgjalds upphæðina, og verkamenn hafi kvittað á skrána ritaða með blýanti. – Þá hefur eftir því staðið á skránni 150 kr. 80, eins og verkamaðurinn (G. M.) fékk útborgað; – en svo segir verkstjóri, að í ógáti hafi skrifast 88 í stað 58, þegar ritað var ofan í blýantsskriftina með bleki; þetta tekur dómarinn fyrir góða og gilda vöru, en ekki dettur honum í hug að spyrja, hvernig jafnframt því að 58 breytast í 88, 150,80 fara í ógáti að breytast í 288,80, því að það sýnist næsta undarlegt.
Hitt dæmið er þannig; Einn verkamaður (Grímur Ásgr.) stóð á Svínahrauns-kaupskránni með 41 dagsverk, en það komst upp, að hann hefur alls eigi unnið þar eitt dagsverk og hefur auðvitað heldur eigi fengið neina borgun fyrir vinnu þar. — Verkstjóri getur eigi borið annað fyrir sig, en að hann sé ófullkominn í reikningsfærslu, og hann getur eigi gefið aðra skýringu á þessu en þá, að hann hafi í ógáti og hugsunarleysi “fært inn dagsverk og kaup hjá Grími, eins og hjá manninum næst fyrir ofan” á kaupskránni. Bæjarfógeta virðist þessi skýring ekki ósennileg, þar á móti sýnist yfirréttinum þessi viðbára næsta ólíkleg, enda er ómögulegt að hugsa sér annað, en að verkstjóri, þegar hann færir inn dagsverkin í kaupskránar, skrifi þau upp úr einhverjum blöðum eða bók, en ekki bara í blindni; svo hefur Grímur, og sá sem næst er á undan, alls eigi sama kaup; Grímur hafði 2,75 en hinn 2,80 um daginn; hvers vegna skrifaði hann þá ekki í ógáti 2,80 hjá Grími, úr því hann skrifaði sömu dagsverkatöluna hjá hinum? –
Það er hálf undarlegt að heyra alltaf þá viðbáru, að E. F. sé ekki svo fullkominn í reikningsfærslu sem skyldi, en svo er samt mest að athuga við síðasta ársreikninga hans, en miklu færri vitleysur í fyrri ára reikningum. Það er því svo að sjá sem þessi verkstjóri sé ólíkur öðrum mönnum í því, að honum getur ekki farið fram við æfinguna, nei, honum hrífer aftur og verður því verri og verri í reikningsfærslu, sem hann fær meiri æfingu og reynslu í einni
Einnig er það hálfundarlegt, þegar ákærði segir, að hann hafi skrifað vinnudaga verkamannana upp á laus blöð – sem hann svo samdi kaupskrárnar eftir – og hann sé búinn að glata, því að fyrst og fremst er enginn sá verkstjóri til – það ég veit – svo aumur, að hann ekki skrifi vinnudagana í bækur eða strikaðar kompur, og svo veit ég það, að E. F. pantaði fyrir landsjóð árið 1894 frá Noregi 4 prentaðar daglaunabækur í sterku leðurbandi – eins og þær tíðkast við vegagerðirnar í Noregi – og af þessum bókum fékk hann eina og 3 aðrir verkstjórar hinar; nú eru þessi 3 verkstjórar ekki enn búnir að skrifa út sínar bækur, og svo veit ég það, að E.F. hefur nýlega pantað frá Noregi daglaunabók fyrir annan verkstjóra, svo að hann hefur átt góðan aðgang að því að útvega sér bók, ef hann hefur verið búinn með hina; og svo er það hálfótrúlegt, að hann skuli byrja á því að skrifa vinnudagana inn í bók og gera það í nokkur ár, en hætta því svo skyndilega og fara að skrifa á laus blöð, sem hann kastar svo í burtu, eða því skyldi hann gera það? –
Ekki hefur bæjarfógeti grennslast mikið eftir þessu atriði, hann virðist taka allt trúanlegt sem E. F. segir. –
Eins og menn vita dæmdi yfirrétturinn í þessu máli 7. nóv. f. á og komst að sömu niðurstöðu, hvað hegninguna snertir, en gat þess jafnframt, að málið væri fyrir undirrétti eigi rannsakað svo vel sem skyldi, en hann vildi þó eigi vísa málinu heim aftur vegna þess, að hann hélt að ný rannsókn, svo seint, yrði árangurslaus. –
Til hæstaréttar var málinu eigi áfrýjað. –
Talsvert meira mætti segja um þetta mál, en það getur beðið betri tíma. –
Mörðuvöllum í Hörgárdal 18. júní 1901
Sig. Thoroddsen.


Þjóðólfur, 12., 19. júlí og 3. ágúst, 1901, 53. árg., 35., 36. og 39. tbl.:

Sakamálsrannsóknin gegn Einari Finnssyni.
Ég hef lengi ætlað mér að skýra almenningi frá sakamálarannsókn þeirri, er hafin var gegn Einari Finnssyni útaf kæri minni gegn honum 16. desemb. 1899, en mér hefur satt að segja þótt það mál allt svo ljótt og leiðinlegt, að ég hef kynokað mér við að vera að hreyfa við því, en hinsvegar hef ég ekki getað varðið það fyrir samvisku minni að láta kæfa slíkt mál niður eða drepa það með þögninni, og þar sem ég nú nýlega hef stigið hið fyrsta spor í þá áttina að leiða þetta mál fram í ljósið, með því í vetur, þegar ég var í Kaupmannahöfn, að skýra íslenska ráðuneytinu – bæði munnlega og skriflega – frá því og meðferð þess, álít ég tíma til kominn að láta einnig almenning fá nokkra hugmynd um það. – Þetta sem ég hér segi verður því að miklu leyti samhljóða bréfi mínu til ráðuneytisins. –
Í desembermánuði 1899 fékk ég vitneskju um það, að nefndur verkstjóri hefði borgað mörgum verkamönnum, við vegamönnum í Holtunum og Svínahrauni sumarið 1899, minna kaup en stóð á kaupskránum, tveir af verkamönnum (Ólafur Oddsson og Guðmundur Magnússon) sögðu mér, að það væri í almæli meðal verkamanna, að margir þeirra væru “gerðir út” af verkstjóra, bróður hans Högna og mági hans Ólafi Péturssyni, þannig að þeir fengju minna kaup útborgað en stæð á kaupskránum – er landsjóður borgaði eftir – og mismuninum, ágóðanum stingju svo þessir þrír menn í sinn eigin vasa; Ólafur Oddsson var sjálfur einn í þeirra tölu, er minna kaup fengu en á stóð, hann fékk að eins 2 kr. á dag – eins og hann var ráðinn upp á, en stóð á kaupskránum með 2,80 kr.; mismuninn fékk hann þó útborgaðan hjá E. F., er hann kvartaði um þetta á landshöfðingjaskrifstofunni. –
Nú fór ég að rannsaka kaupskránar, sem ég hafði undir höndum og spyrja um dagsverkatölu verkamanna, og varð þá var við, að margir verkamannanna stóðu með fleiri dagsverk á skránum, en þeir í raun og veru höfðu unnið og fengið borgun fyrir; ennfremur var altalað, að einn verkamaður (Sig. Daníelsson), sem hafði leigt landssjóð til vegavinnunar 14 hesta um sumarið, hafði að eins fengið 35 kr. fyrir hvern hest, en eftir kvittuðum reikningunum átti hann að hafa fengið um 65 kr. fyrir hestinn (það verður um 400 kr. munur á þessum eina pósti).
Ég kærði á E.F. skriflega fyrir bæjarfógetanum fyrir sviksamlega meðferð á vegafénu “sér og sínu skyldfólki í hag” og fyrir fölsun á vegareikningunum og færði sem ástæðu fyrir grun mínum frásagnir hinna tveggja áðurnefndu verkamanna, meðala annars skýrði ég frá því, að annar þeirra (G.M.) stæði fast á því, að hann hefði aðeins unnið í 92 daga, en á kaupskránum, sem ég afhenti bæjarfógeta, stóð 121 dagsverk, ennfremur, að bæði þessi vitni mín sögðu að dagsverkatalan, kaupgjaldið og peningaupphæðin, hefðu staðið skrifuð með blýanti á skránum, þegar þeir kvittuðu, enda sást það greinilega á þeim, að skrifað hafði verið með blýandi fyrst, en svo viskað út og skrifað með feitu letri ofan í. – Ég nefndi einnig frásögn vottana um það, að margir af hestunum sérstaklega þessir 14, sem áður voru nefndir og svo eitthvað af hestum verkstjórans hefðu verið svo margir og illa útlítandi, að varla hefði verið hægt að brúka þá framan af. –
Þetta virðast mér nu vera fremur þung ákæra og ég gat ekki hugsað mér annað en verkstjórinn yrði strax tekinn fastur, þar sem hann var kærður fyrir svo stórkostleg fársvik og svo sterkur grunur lá á honum, enda eru mörg dæmi til þess, að menn hafa verið settir í gæsluvarðhald fyrir minni sakir, já, það er óhætt að segja, að slíkt sé einsdæmi, ef menn ekki eru teknir fastir í líkum tilfellum; það hlýtur og að vera hverjum manni skiljanlegt, að illt muni vera að rannsaka svona lagað mál, ef ákærði hefur fullt frelsi og leyfi til þess að vera sig saman við þau vitni, sem yfirheyrð eru eða kunna að verða; ég hef heyrt marga lögfræðinga segja, að það væri yfir höfuð að tala ómögulegt að rannsaka þannig löguð mál til hlítar, nema gæsluvarðhald væri viðhaft.
Og sérstaklega var ástæða til varðhalds í þessu máli, þar sem svo á stóð, að rannsóknin varð að mestu leyti – eða því nær eingöngu – að byggjast á yfirheyrslu verkamanna þeirra, er höfðu verið í vegavinnu hjá ákærða og hann hafði gefið atvinnu; þetta voru því allt hans undirmenn; verkstjórinn hefur voðalegt vald yfir þeim; þeir eru honum alveg háðir með tilliti til vegavinnu framvegis; þeir hugsa sem svo, sérstaklega þegar hann er ei tekinn fastur, að þetta sé ekki svo hættulegt fyrir hann, það verði ef til vill ekkert úr þessu máli og hann verði verkstjóri áfram eða þá að minnsta kosti hans hægri hönd við vegagerðirnar, mágur hans Ól. Pétursson – sem og varð – og þá er skiljanlegt, að þeir hugsi sig tvisvar sinnum um, áður en þeir fara að bera nokkuð gegn honum; að minnst kosti er það sterk freisting yfir þá að þegja um mest af því, sem þeir vita. – Einnig virtist í þessu tilfelli sérstök ástæða til húsrannsóknar til þess að sjá uppteiknaðir, reikningsskjöl og – bækur verkstjóra, hvort það stæði heima við kaupskránar; en til þess þurfti auðvitað gæsluvarðhald. –
En bæjarfógeta hefur virst þetta nokkuð á annan veg; honum virtist engin ástæða til gæsluvarðhalds; mönnum úti í frá þótti þetta því undarlegra, sem menn þekktu ekki bæjarfógetann að því, að hann væri sérlega smeikur við að taka menn fasta; menn mundu, að það var ekki svo ýkjalangt síðan, að hann hafði látið taka Sig. Júl. Jóhannesson fastan – á götunni – og gera strax húsrannsókn hjá honum; og hvað hafði svo Sig. Júl. Jóh. gert? Hann hafði verið beðinn fyrir að senda 2-300 kr. upp á Mýrar, en þeir peningar voru ekki komnir til skila og einhverjar vöflur á honum með það, hvernig hann hefði sent þá. Við skulum bera þetta tvennt saman. E. F. er grunaður sterklega um stórkostlega fjársvik og fölsun á vegareikningum; Sig. J. um, ef till vill, að hafa brúkað peninga, sem hann átti að senda. Vitnin, sem þarf að yfirheyra í fyrra málinu, eru mjög svo háð ákærða; í seinna málinu þarf engan að yfirheyra, nema ákærða sjálfan og, ef til vill, 1 eða 2 aðra, sem ákærði getur genginn áhrif haft á. – Í fyrra málinu sýnist afarnauðsynlegt, til þess að komast að sannleikanum, að rannsaka skjöl og reikninga verkstjóra, í seinna málinu er ef til vill nokkur þörf á því, en þó ekki nálægt því eins brýnt og í hinu; samt er Sig. J. strax tekinn fastur og gerð húsrannsókn hjá honum, en Einar F. látinn ganga frí og frjáls, svo að hann hefði vel getað notað tækifærið til þess að hafa áhrif á og rugla vitnin með leyfilegu og óleyfilegu móti. – Er þetta réttvísi? Það skilja fáir. –
Vikutíma eða svo, eftir kæru mína, fór ég til fógeta til þess að spyrja um það, hvort nokkuð hefði komið fram í prófunum – þau voru leynileg – sem studdi grun minn, en bæjarfógeti virtist fremur verja verkstjóra og sagði, að það liti út fyrir að vera aðeins vond reikningsfærsla hjá manninum og óaðgæsla, hann væri auðsjáanlega enginn reikningsmaður, og varaði mig jafnvel við því að fara of freklega út í þetta mál, því að það gæti litið út eins og ég væri að ofsækja manninn af tómu hatri. –
Þegar ég nú sá, að þessir fyrstu kærupunktar, sem ég áleit að myndu vera nægilegir til þess að málið yrði ítarlega rannsakað, ekki hrifu, og það leit út fyrir, að rannsóknardómarinn aðeins tæki fyrir þau atriði sem ég hafði bent á, en reyndi ekki að grennslast eftir meiru, fór ég að rannsaka kaupskrárnar betur og fann margt fleira áhugavert, sem ég tilkynnti bæjarfógeta, og sem ég vil ekki þreyta menn með því að telja upp hér, – en það hafði lítið upp á sig. –
Loks sá ég mig knúin til um veturinn að takast ferð á hendur austur í Holt, þar sem margir af verkamönnum áttu heima, til þess að safna fleiri gögnum og upplýsingum í málinu, þegar ég sá að bæjarfógeti gerði engar ráðstafanir til þess að þessir menn yrðu yfirheyrðir. – Þar kom hið sama í ljós; margir verkamannanna höfðu fengið minna kaup en á stóð á kaupskránum, aðrir sögðust hafa unnið færri daga en skrárnar tiltöku. – Þegar ég kom aftur til Reykjavíkur og hafði fyrir rétti skýrt frá þessum nýju upplýsingum, fékk bæjarfógeti skipun frá amtmanni um að láta hlutaðeigandi sýslumenn yfirheyra þessa verkamenn. – En þá bregður svo undarlega við, að um sama leyti og sýslumennirnir fá tilmæli um það að yfirheyra vitnin fær verkstjórinn leyfi til að fara austur í Árnes- og Rangárvallasýslur – og leyfi hlýtur hann að hafa fengið, því að bæjarfógeti var búinn að segja honum fyrir rétti, að hann mætti ekki fara úr bænum án leyfis – og verkstjórinn er kominn austur að Rangá deginum áður en sýslumaður Rangvellinga fær bréfið frá fógeta; verkstjórinn hefði því vel getað verið búinn að hafa tal af öllum verkamönnunum þar eystra, áður en nokkur próf byrjuðu, og almenningur hlaut að skilja það svo, að meining með ferðalagi verkstjórans væri að tala dálítið við vitnin fyrst. –
Sigurður Thoroddsen.
Sakamálsrannsóknin gegn
Einari Finnssyni
II.
Þegar meðferð málsins var þannig og rannsókn þess svona léleg, getur maður vel hugsað sér, að það hafi ekki sannast sérlega mikið. – Þegar vinnudagarnir vor of margir á kaupskránum eða peningaupphæðin þar ekki var hin sama og verkamennirnir höfðu fengið útborgað, þá var það eins óaðgæsla og vangá frá verkstjórans hálfu og reikningsfærsla hans – sögðu menn – var mjög léleg og ruglingsleg. –
Nokkrir verkamanna, sem voru grunaðir um að hafa fengið minna kaup en stóð á kaupskránum, sögðu fyrir rétti, að þeir hefðu fengið allt, sem þeir hefðu átt að fá; þannig sagði eitt vitnið (Sig. Ámundsson), sem grunaður var um að hafa fengið aðeins 2 kr. í kaup hjá verkstjóra, að hann hefði fengi 3 kr. á dag, eins og stóð á skránum; annar verkamaður (B. Bj.) bar reyndar fyrir rétti, að Sig. Ám. hefði sagt sér, að hann hefði fengið aðeins 2 kr., en Sig. Ásm. sagðist ekki reka minni til þess; 2 önnur vitni (Ól. Odds. og G. Magn.) sóru það, að bróðir verkstjóra (Högni) hefði sagt sér, að Sig. Ám. hefði aðeins fengið 2 kr. í kaup, en Högni sagðist ei muna það; loks sór Ól. Oddss., að verkstjóri sjálfur hefði sagt sér, að Sig. Ám. fengi aðeins 2 kr., en verkstjóri sagði það ósatt, aðhann hefði talað slíkt. – Þessi mismunandi framburður var nokkuð undarlegur og svo var að sjá, sem einhver þessara 6 hlyti að segja ósatt fyrir rétti, en bæjarfógeti lét nægja þetta og fór ekki að rekast meira í því; ekki skiptir hann sér heldur mikið af því, þótt eitt vitnið (B. Bj.) segði, að það hefði heyrt annan verkamann (Ögmund á Hurðarbaki) segja, að Sig. Ám. hefði aðeins 2 kr. á dag; bæjarfógetinn var ekki að hafa fyrir því að láta yfirheyra Ögmund um slíkt, þótt það virðast hafa verið áríðandi til þess að reyna að komast fyrir sannleikann.
Ennfremur sagði maðurinn með 14 hestana (Sig. Dan.), að hann hefði fengið 65 kr. fyrir hvern hest, en hann varð að játa það, að hann hefði sagt mörgum áður, að hann fengi aðeins 35 kr. fyrir hestinn, en það hafði hann aðeins sagt til þess að bændur þar í sýslu ekki skyldu öfunda sig of mjög af sínu happi. – Annars eru þau eitthvað einkennileg viðskiptin þeirra, verkstjórans og Sig. Dan.; verkstjóranum hefur auðsjáanlega litist vel á þann mann; auk þess sem hann fær hjá honum þessa 14 hesta í vinnuna, felur hann honum að ráða 4 menn til hennar, en allir þessir 4 menn fengu aðeins 2 kr. í kaup (eða minna), en stóðu með 2,75-2,80 kr. á skránum. Verkstjóri segir, að Sig. Dan. og annar verkamaður – sem varð veikur – hafi haft ágóðann af þessum mönnum, nema af einum manninum, þar tók verkstjórinn sjálfur gróðann, og fyrir þetta eina atriði var hann dæmdur af undirdómaranum í 14 daga einfalt fangelsi og málskostnað. –
Þrátt fyrir hina lélegu rannsókn sannaðist það þó um fleiri, að þeir höfðu fengið minna kaup en stóð á kaupskránum, en þá var það annað hvort bróðir verkstjórans (H.F.) eða mágur (Ól. Pj.), sem höfðu haft gott af því. – Þar að auki höfðu náttúrlega verkstjórinn, mágur hans og bræður vinnumenn sína í vegavinnunni með háu kaup. –
Sem dæmi þess, hve ósparir þeir hafa verið á fé landsins, mágarnir E. F og Ól. Pj., má nefna vetrarvinnuna við grjótflutning að Steinslækjarbrúnni í Holtunum; það var veturinn 1898 frá okt. til des. – Verkstjórinn átti að sjá um þetta starf og hann setti til þess 4 menn, mág sinn Ól. Pj. með kaupið 4,20 á dag, bróður sinn Högna með 3,70 á dag, vinnmann bróður síns annars með 2,80 og fjórða mann, Jónas Jónsson með 2,75: þetta varð landsjóður að borga fyrir utan verkstjóri sjálfum 4,50 á dag; þetta virtust nokkuð hádaglaun um háveturinn við svo vandalausa vinnu, því að auðvitað hefur verið hægt að fá nóga menn fyrir 2 kr. á dag og einn með 2,50-3,00 til þess að hafa eftirliti með verkinu, enda gerði ég athugasemd við þetta til landshöfðingja, þegar ég sá reikninginn en E. F. svaraði engu nema ósvífnisorðum um mig. – Þetta svar sá ég fyrst nýlega, einungis af tilviljun, – og við það var látið sitja og reikningurinn ávísaður. – En svo uppgötvast það seinna, að 4. maðurinn Jónas Jónsson, sem átti að hafa 2,75 á dag, fékk í raun og veru aðeins 1 kr. um daginn; Ól. Pét., sem nú er orðinn eftirmaður Einars sem verkstjóri, hefur ráðið manninn fyrir þetta og svo stungið mismuninum í sinn eigin vasa, og auðvitað vissi E. F. vel um þá ráðningu, því að hann borgaði honum nokkuð af þessu kaupi, svo að líklega hafa þeir eitthvað verið saman um þetta. –
Sig. Thoroddsen
Sakamálsrannsóknin gegn
Einari Finnssyni
III.
(Síðasti kafli)
Þótt koma mætti með ótal dæmi, er köstuðu nokkuð einkennilegu ljósi fyrir rannsóknina við undirréttinn í þessu máli, vil ég að þessu sinni láta mér nægja að koma með tvö:
Annað er þannig; Einn verkamaðurinn (Guðm. M.) hafði unnið í rétta 92 daga, en á kaupskránum stóð hann með 121 dagsverk. Það voru tvær kaupskrár fyrir allt sumarið, nefnilega 1 kaupskrá fyrir vinnuna í Holtunum og þar stóð G.M. með 88 dagsverk, og ein kaupskrá fyrir vinnuna í Svínahrauni og þar stóð hann með 33 dagsverk, til samans 121 dagsv., það var þannig 29 dagsverkum of mikið hjá G. M. – Verkstjórinn segir nú, að það sé ritvilla 88 dagsverk, það hafi átt að standa 58, og G. M. hafi hlotið að vinna aðeins 91 dagsverk en ekki 92, því að þá kemur það rétt út; 58+33=91.

Dags-
Nöfn: v.tala á dag verður Kvittun
Guðm. Magnúss 88,00 2,60 228,80 G. Magnúss
(58) (2,60) (150,80)

Verkstjóri segist nefnilega fyrst hafa skrifað kaupskárnar með blýanti, bæði dagsverkatölu, daglaun og kaupgjalds upphæðina, og verkamenn hafi kvittað á skrána ritaða með blýanti. – Þá hefur eftir því staðið á skránni 150 kr. 80, eins og verkamaðurinn (G. M.) fékk útborgað; – en svo segir verkstjóri, að í ógáti hafi skrifast 88 í stað 58, þegar ritað var ofan í blýantsskriftina með bleki; þetta tekur dómarinn fyrir góða og gilda vöru, en ekki dettur honum í hug að spyrja, hvernig jafnframt því að 58 breytast í 88, 150,80 fara í ógáti að breytast í 288,80, því að það sýnist næsta undarlegt.
Hitt dæmið er þannig; Einn verkamaður (Grímur Ásgr.) stóð á Svínahrauns-kaupskránni með 41 dagsverk, en það komst upp, að hann hefur alls eigi unnið þar eitt dagsverk og hefur auðvitað heldur eigi fengið neina borgun fyrir vinnu þar. — Verkstjóri getur eigi borið annað fyrir sig, en að hann sé ófullkominn í reikningsfærslu, og hann getur eigi gefið aðra skýringu á þessu en þá, að hann hafi í ógáti og hugsunarleysi “fært inn dagsverk og kaup hjá Grími, eins og hjá manninum næst fyrir ofan” á kaupskránni. Bæjarfógeta virðist þessi skýring ekki ósennileg, þar á móti sýnist yfirréttinum þessi viðbára næsta ólíkleg, enda er ómögulegt að hugsa sér annað, en að verkstjóri, þegar hann færir inn dagsverkin í kaupskránar, skrifi þau upp úr einhverjum blöðum eða bók, en ekki bara í blindni; svo hefur Grímur, og sá sem næst er á undan, alls eigi sama kaup; Grímur hafði 2,75 en hinn 2,80 um daginn; hvers vegna skrifaði hann þá ekki í ógáti 2,80 hjá Grími, úr því hann skrifaði sömu dagsverkatöluna hjá hinum? –
Það er hálf undarlegt að heyra alltaf þá viðbáru, að E. F. sé ekki svo fullkominn í reikningsfærslu sem skyldi, en svo er samt mest að athuga við síðasta ársreikninga hans, en miklu færri vitleysur í fyrri ára reikningum. Það er því svo að sjá sem þessi verkstjóri sé ólíkur öðrum mönnum í því, að honum getur ekki farið fram við æfinguna, nei, honum hrífer aftur og verður því verri og verri í reikningsfærslu, sem hann fær meiri æfingu og reynslu í einni
Einnig er það hálfundarlegt, þegar ákærði segir, að hann hafi skrifað vinnudaga verkamannana upp á laus blöð – sem hann svo samdi kaupskrárnar eftir – og hann sé búinn að glata, því að fyrst og fremst er enginn sá verkstjóri til – það ég veit – svo aumur, að hann ekki skrifi vinnudagana í bækur eða strikaðar kompur, og svo veit ég það, að E. F. pantaði fyrir landsjóð árið 1894 frá Noregi 4 prentaðar daglaunabækur í sterku leðurbandi – eins og þær tíðkast við vegagerðirnar í Noregi – og af þessum bókum fékk hann eina og 3 aðrir verkstjórar hinar; nú eru þessi 3 verkstjórar ekki enn búnir að skrifa út sínar bækur, og svo veit ég það, að E.F. hefur nýlega pantað frá Noregi daglaunabók fyrir annan verkstjóra, svo að hann hefur átt góðan aðgang að því að útvega sér bók, ef hann hefur verið búinn með hina; og svo er það hálfótrúlegt, að hann skuli byrja á því að skrifa vinnudagana inn í bók og gera það í nokkur ár, en hætta því svo skyndilega og fara að skrifa á laus blöð, sem hann kastar svo í burtu, eða því skyldi hann gera það? –
Ekki hefur bæjarfógeti grennslast mikið eftir þessu atriði, hann virðist taka allt trúanlegt sem E. F. segir. –
Eins og menn vita dæmdi yfirrétturinn í þessu máli 7. nóv. f. á og komst að sömu niðurstöðu, hvað hegninguna snertir, en gat þess jafnframt, að málið væri fyrir undirrétti eigi rannsakað svo vel sem skyldi, en hann vildi þó eigi vísa málinu heim aftur vegna þess, að hann hélt að ný rannsókn, svo seint, yrði árangurslaus. –
Til hæstaréttar var málinu eigi áfrýjað. –
Talsvert meira mætti segja um þetta mál, en það getur beðið betri tíma. –
Mörðuvöllum í Hörgárdal 18. júní 1901
Sig. Thoroddsen.