1900

Austri, 10. mars, 1900, 10. árg., 8. tbl., forsíða:

Tuliníus skrifar.
Í tilefni af greinum í Bjarka, sem í seinni tíð hafa birst, og sem ganga út á að reyna að spilla fyrir því, að akbraut verði lögð gegnum Fagradal til þess að samtengja Héraðið og Firðina, skal ég leyfa mér að biðja um pláss fyrir fáeinar línur í yðar heiðraða blaði Austra.
Í lögum nr. 8, 13. apríl 1894, 3. gr. stendur, að flutningsbraut skuli vera frá Búðareyri við Reyðarfjörð um Fagradal til Lagarfljóts.
Þessi ákvörðun í lögunum er auðvitað tekin eftir nákvæma athugun þingsins og eftir að kostir og ókostir á Fagradal og öðrum vegum milli Héraðs og Fjarða höfðu verið vigtaðir hver á móti öðrum.
Það hefur því ekki verið álit manna, að frekar þyrfti að ræða um, hvar brautin ætti að liggja, einungis hafa menn beðið eftir fjárveitingu þingsins til vegarins, sem eigi gat orðið fyrr en í fyrsta lagi á síðasta þingi, af því þessi akbraut er sú síðasta í röðinni, sem talin er upp í lögunum.
Á síðasta þingi virðist áskorunin um þessa fjárveitingu hafa komið of seint, svo hún verður að bíða næsta þings og verður maður þá að álíta sjálfsagt að féð verði veitt, ef “ingeniör” sá, sem á að rannsaka dalinn, sem líklegt er, verður á sama máli sem Páll vegfræðingur Jónsson, sem mældi hann í sumar sem leið, nefnilega að Fagridalur sé einasta heppilega akvegarstæðið milli Fjarða og Héraðs á Austurlandi.
Eins og menn því sjá er gengið fram í þessu máli með stillingu og hægð af hendi Alþingis og ber öllum reyndum og skynsömum mönnum, sem eru vinir Austurlandsins og óska að framfaramál þau, sem geta orðið landinu að gagni, eigi að hafa framgang, - saman um, að vegurinn til þess sé, að láta menn sem vit og kunnáttu hafa á þess háttar fjalla um málið, en ofsóknir ókunnugra og ófróðra manna um vegalagningar eins og Guðmundur Hávarðsson hlýtur maður að virða að vettugi, og vona ég að almenningur geri hið sama, svo að annað eins velferðarmál Austurlandsins eins og akbraut milli Héraðs og Fjarða drukkni ekki í “gemeinni” hreppapólitík.
Bíðum því rólegir dóms “ingeniörsins” um hvert hið ofurháa fjall, sem mest allt árið liggur undir snjó sé heppilegra fyrir akbraut en hinn lárétti dalur, sem ætíð er fær vetur sem sumar, sem er styttri en heiðin (Héraðið byrjar þegar út úr dalnum er komið milli Þuríðarstaða og Dalhúsa, en ekki við Miðhús, eins og sumir ókunnugir virðast halda) og sem er svo vel lagaður fyrir akveg, að Páll vegfræðingur í mælingu sinni á Fagradal, sem ég citeraði áðan, skýrir frá, að frá Búðareyri við Reyðarfjörð og á brún á Fagradal Héraðsmeginn verði vegurinn alla leið svo láréttur, að ekki á einum einasta stað þurfi að skáskera hann til þess að taka af bratta og er þó brattinn hvergi meira en heppilegast er, þ.e.a.s. 1 móti 15.
Eskifirði 17. febr. 1900.
Virðingarfyllst
A.V. Tuliníus.


Austri, 10. mars, 1900, 10. árg., 8. tbl., forsíða:

Tuliníus skrifar.
Í tilefni af greinum í Bjarka, sem í seinni tíð hafa birst, og sem ganga út á að reyna að spilla fyrir því, að akbraut verði lögð gegnum Fagradal til þess að samtengja Héraðið og Firðina, skal ég leyfa mér að biðja um pláss fyrir fáeinar línur í yðar heiðraða blaði Austra.
Í lögum nr. 8, 13. apríl 1894, 3. gr. stendur, að flutningsbraut skuli vera frá Búðareyri við Reyðarfjörð um Fagradal til Lagarfljóts.
Þessi ákvörðun í lögunum er auðvitað tekin eftir nákvæma athugun þingsins og eftir að kostir og ókostir á Fagradal og öðrum vegum milli Héraðs og Fjarða höfðu verið vigtaðir hver á móti öðrum.
Það hefur því ekki verið álit manna, að frekar þyrfti að ræða um, hvar brautin ætti að liggja, einungis hafa menn beðið eftir fjárveitingu þingsins til vegarins, sem eigi gat orðið fyrr en í fyrsta lagi á síðasta þingi, af því þessi akbraut er sú síðasta í röðinni, sem talin er upp í lögunum.
Á síðasta þingi virðist áskorunin um þessa fjárveitingu hafa komið of seint, svo hún verður að bíða næsta þings og verður maður þá að álíta sjálfsagt að féð verði veitt, ef “ingeniör” sá, sem á að rannsaka dalinn, sem líklegt er, verður á sama máli sem Páll vegfræðingur Jónsson, sem mældi hann í sumar sem leið, nefnilega að Fagridalur sé einasta heppilega akvegarstæðið milli Fjarða og Héraðs á Austurlandi.
Eins og menn því sjá er gengið fram í þessu máli með stillingu og hægð af hendi Alþingis og ber öllum reyndum og skynsömum mönnum, sem eru vinir Austurlandsins og óska að framfaramál þau, sem geta orðið landinu að gagni, eigi að hafa framgang, - saman um, að vegurinn til þess sé, að láta menn sem vit og kunnáttu hafa á þess háttar fjalla um málið, en ofsóknir ókunnugra og ófróðra manna um vegalagningar eins og Guðmundur Hávarðsson hlýtur maður að virða að vettugi, og vona ég að almenningur geri hið sama, svo að annað eins velferðarmál Austurlandsins eins og akbraut milli Héraðs og Fjarða drukkni ekki í “gemeinni” hreppapólitík.
Bíðum því rólegir dóms “ingeniörsins” um hvert hið ofurháa fjall, sem mest allt árið liggur undir snjó sé heppilegra fyrir akbraut en hinn lárétti dalur, sem ætíð er fær vetur sem sumar, sem er styttri en heiðin (Héraðið byrjar þegar út úr dalnum er komið milli Þuríðarstaða og Dalhúsa, en ekki við Miðhús, eins og sumir ókunnugir virðast halda) og sem er svo vel lagaður fyrir akveg, að Páll vegfræðingur í mælingu sinni á Fagradal, sem ég citeraði áðan, skýrir frá, að frá Búðareyri við Reyðarfjörð og á brún á Fagradal Héraðsmeginn verði vegurinn alla leið svo láréttur, að ekki á einum einasta stað þurfi að skáskera hann til þess að taka af bratta og er þó brattinn hvergi meira en heppilegast er, þ.e.a.s. 1 móti 15.
Eskifirði 17. febr. 1900.
Virðingarfyllst
A.V. Tuliníus.