1900

Ísafold, 7 nóvember, 1900, 27. árg., 68. tbl., bls. 271:

Rannsóknarferðir mannvirkjafræðingsins.
Mannvirkjafræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, hefur mikið ferðast í sumar og er nú nýkominn heim til fulls og alls fyrir veturinn.
.. En skömmu síðar, í áliðnum júní, fór hann austur í Vestur-Skaftafellssýslu út af ágreiningi þar eystra um vegarstefnu (ólæsileg tvö orð) verið veitt af landssjóði til póstleiðar milli Víkur og Steigarháls, og út af þeirri vegarlagningu skiftust héraðsmenn í tvo flokka. Annar hélt fram “nyrðri leiðinni”, sem svo er nefnd, upp Víkurdal; - hinum leist best á “syðri leiðina”, beint yfir Reynisfjall frá Vík. Erlendur Zakaríasson hafði farið austur, skoðað vegarstæðin fyrirhuguðu og litist betur á nyrðri leiðina. En héraðsbúar vildu ekki hlíta hans dómi og fóru þess á leit við landshöfðingja, að mannvirkjafræðingurinn væri látinn skera úr deilunni. Hann varð E.Z. sammála; syðri leiðin meðal annars brött og vegur dýr eftir henni. Að þeirri skoðun lokinni kom hann aftur til Reykjavíkur.
Svo lagði hann af stað 12. júlí norður og austur um land. Í Hörgárdal þurfti hann að koma við til þess að undirbúa þar starf við brúarlagningu, er fram átti að fara síðar á sumrinu, og hafði þar ofurlitla viðdvöl.
Þaðan hélt hann austur í Múlasýslur, til þess að rannsaka, samkvæmt ályktun Alþingis, vegarstæði milli Fjarða og Fljótsdalshéraðs, sérstaklega hvort hentugra mundi að leggja veginn um Fjarðarheiði eða Fagradal. Hann mældi þær leiðir báðar. En ekki vill hann að svo stöddu láta uppi, hvora leiðina hann leggi til að vegurinn yrði lagður. Fjarðarheiði er brattari og snjóþyngri, en jafnframt styttri.
Auk þess hafði þingið lagt svo fyrir, að hann skyldi skoða, hvort unnt væri að bæta innsiglingu í Lagarfljótsós. En til þess vannst honum eigi tími, með því að hann varð að vera kominn aftur í Hörgárdalinn á ákveðnum tíma. En eftir öllum þeim fregnum, sem hann fékk af ósnum, duldist honum ekki, að því aðeins yrði við hann gert, að stórfé væri til hans kostað. Ekki virtist honum heldur mikið á slíkri viðgerð að græða, með því að þar fyrir ofan eru miklir tálmar á flutningum eftir fljótinu, steinboginn og Kirkjubæjarfoss, og þyrfti mikinn kostnað nýjan til að gera fyrir þeim, annað hvort með vegalagningum eða flóðgáttum. Eðlilegast þótti honum, að góð akbraut yrði lögð milli Fjarðanna og Lagarfljótsbrúarinnar við Egilsstaði, og frá brúnni fari svo fram flutningar, bæði ofan eftir fljótinu að Kirkjubæjarfossi og upp eftir því. Af þeim flutningum hefði allt Héraðið gagn.
Úr Múlasýslum fór hann til Akureyrar með Ceres í miðjum ágúst. Þá var ákveðið, að halda áfram starfinu við Hörgárbrúarlagninguna. Aðal verkið þar var að hlaða stöpul á eyri einni í ánni, og var þar sérstök nauðsyn á vandaðri undirstöðu, 30 staurar reknir þar niður, 8 álna langir, pallur lagður þar ofan á og múrstöpull upp af honum. Áður höfðu þrír stöplar að miklu leyti verið fullhlaðnir. En verkið sóttist ógreiðlega í spetembermánuði vegna óvenjulegra rigninga og vatnavaxta. Í október var því haldið áfram, en ekki tókst að ljúka því, eitthvað mánaðarvinna eftir, og verður tekið til hennar svo snemma að vorinu, sem því verður við komið. Brúin er að hálfu leyti kostuð af landssjóði, en að hálfu leyti af sýslunni, og verður járnhengibrú með líkri gerð og Þjórsárbrúin og Örnólfsdalsbrúin. Járnið er komið á staðinn, og brúin verður lögð þegar hleðslunni er lokið.


Ísafold, 7 nóvember, 1900, 27. árg., 68. tbl., bls. 271:

Rannsóknarferðir mannvirkjafræðingsins.
Mannvirkjafræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, hefur mikið ferðast í sumar og er nú nýkominn heim til fulls og alls fyrir veturinn.
.. En skömmu síðar, í áliðnum júní, fór hann austur í Vestur-Skaftafellssýslu út af ágreiningi þar eystra um vegarstefnu (ólæsileg tvö orð) verið veitt af landssjóði til póstleiðar milli Víkur og Steigarháls, og út af þeirri vegarlagningu skiftust héraðsmenn í tvo flokka. Annar hélt fram “nyrðri leiðinni”, sem svo er nefnd, upp Víkurdal; - hinum leist best á “syðri leiðina”, beint yfir Reynisfjall frá Vík. Erlendur Zakaríasson hafði farið austur, skoðað vegarstæðin fyrirhuguðu og litist betur á nyrðri leiðina. En héraðsbúar vildu ekki hlíta hans dómi og fóru þess á leit við landshöfðingja, að mannvirkjafræðingurinn væri látinn skera úr deilunni. Hann varð E.Z. sammála; syðri leiðin meðal annars brött og vegur dýr eftir henni. Að þeirri skoðun lokinni kom hann aftur til Reykjavíkur.
Svo lagði hann af stað 12. júlí norður og austur um land. Í Hörgárdal þurfti hann að koma við til þess að undirbúa þar starf við brúarlagningu, er fram átti að fara síðar á sumrinu, og hafði þar ofurlitla viðdvöl.
Þaðan hélt hann austur í Múlasýslur, til þess að rannsaka, samkvæmt ályktun Alþingis, vegarstæði milli Fjarða og Fljótsdalshéraðs, sérstaklega hvort hentugra mundi að leggja veginn um Fjarðarheiði eða Fagradal. Hann mældi þær leiðir báðar. En ekki vill hann að svo stöddu láta uppi, hvora leiðina hann leggi til að vegurinn yrði lagður. Fjarðarheiði er brattari og snjóþyngri, en jafnframt styttri.
Auk þess hafði þingið lagt svo fyrir, að hann skyldi skoða, hvort unnt væri að bæta innsiglingu í Lagarfljótsós. En til þess vannst honum eigi tími, með því að hann varð að vera kominn aftur í Hörgárdalinn á ákveðnum tíma. En eftir öllum þeim fregnum, sem hann fékk af ósnum, duldist honum ekki, að því aðeins yrði við hann gert, að stórfé væri til hans kostað. Ekki virtist honum heldur mikið á slíkri viðgerð að græða, með því að þar fyrir ofan eru miklir tálmar á flutningum eftir fljótinu, steinboginn og Kirkjubæjarfoss, og þyrfti mikinn kostnað nýjan til að gera fyrir þeim, annað hvort með vegalagningum eða flóðgáttum. Eðlilegast þótti honum, að góð akbraut yrði lögð milli Fjarðanna og Lagarfljótsbrúarinnar við Egilsstaði, og frá brúnni fari svo fram flutningar, bæði ofan eftir fljótinu að Kirkjubæjarfossi og upp eftir því. Af þeim flutningum hefði allt Héraðið gagn.
Úr Múlasýslum fór hann til Akureyrar með Ceres í miðjum ágúst. Þá var ákveðið, að halda áfram starfinu við Hörgárbrúarlagninguna. Aðal verkið þar var að hlaða stöpul á eyri einni í ánni, og var þar sérstök nauðsyn á vandaðri undirstöðu, 30 staurar reknir þar niður, 8 álna langir, pallur lagður þar ofan á og múrstöpull upp af honum. Áður höfðu þrír stöplar að miklu leyti verið fullhlaðnir. En verkið sóttist ógreiðlega í spetembermánuði vegna óvenjulegra rigninga og vatnavaxta. Í október var því haldið áfram, en ekki tókst að ljúka því, eitthvað mánaðarvinna eftir, og verður tekið til hennar svo snemma að vorinu, sem því verður við komið. Brúin er að hálfu leyti kostuð af landssjóði, en að hálfu leyti af sýslunni, og verður járnhengibrú með líkri gerð og Þjórsárbrúin og Örnólfsdalsbrúin. Járnið er komið á staðinn, og brúin verður lögð þegar hleðslunni er lokið.