1898

Þjóðólfur, 11. febrúar 1898, 50. árg., 8. tbl., forsíða:

Úr Mosfellssveit, 2. febr.
Að fregnbréf eru sjaldnar rituð blöðum hér úr næstu sveitum við útkomustað þeirra, en lengra að, kemur víst til af því, að mönnum finnst ekkert í frásögur færandi úr næsta nágrenni, en þess má þó gæta, að úti um landið lengra frá, eru frásagnir úr nágrenninu við útkomustaði blaðanna, eins nýnæmislegar, eins og fréttir úr fjarlægari sveitum. Og því ætla ég að færa í letur það sem mér virðist frásagnarverðast hér úr sveitinni.
¿¿¿
Eitt atriði enn vildi ég minnast á. Þó um undanfarin ár hafi verið unnið talsvert að vegabygging hér á Suðurlandi, er þessi næsta sveit við höfuðstaðinn þó veglaus enn, því svo aðdáanlega hefur verið sneitt hjá byggðinni með þessa tvo vegi austur yfir heiðar, að það eru aðeins 3-4 bæir í Mosfellssveit, sem geta notað þá með vagn. Það þyrfti hið fyrsta að leggja akveg norður að Esju. Sá vegur kæmi meiri hluta Mosfellssveitar að notum og þeim hluta Kjalarneshrepps, er síst getur notað sjóveginn. Þessi vegarspotti mætti einnig heita gerður fyrir Reykjavík. Hún þarf nú orðið daglegra viðskipta við næstu sveitirnar. Þar er og mest von umferðar útlendra ferðamanna, sem um stuttan tíma dvelja í bænum. Er því bæði hagur og sómi þjóðarinnar undir því kominn, að bæta vegina út frá höfuðstaðnum. – Að vísu má búast við því, ef farið væri fram á fjárveiting til þessa vegarspotta, og telja ótilhlýðilegt að hrúga svo miklu af vegabótafénu niður á einn hluta landsins, en þess ber öllum skynsömum mönnum að gæta, að þar sem þjóðfélaginu í heild sinni er mest arðsvon að einu fyrirtæki, á það að ganga fyrir öðru. Eða hvenær hafa tær og fingur líkamans öfundað nefið af því, að njóta ánægju manarinnar?
Vegur lagður frá Elliðaám að Leirvogsárbrú, hlyti að liggja skammt frá hinum álitlegustu vatnsaflsnotkunarstöðum á ánum, er ég nefndi, og greiða fyrir iðnaðarstofnunum við þær, og hann lægi skammt frá Álafossi, til stórhagræðis fyrir marga, er nota vinnuvélanna þar.
B.


Þjóðólfur, 11. febrúar 1898, 50. árg., 8. tbl., forsíða:

Úr Mosfellssveit, 2. febr.
Að fregnbréf eru sjaldnar rituð blöðum hér úr næstu sveitum við útkomustað þeirra, en lengra að, kemur víst til af því, að mönnum finnst ekkert í frásögur færandi úr næsta nágrenni, en þess má þó gæta, að úti um landið lengra frá, eru frásagnir úr nágrenninu við útkomustaði blaðanna, eins nýnæmislegar, eins og fréttir úr fjarlægari sveitum. Og því ætla ég að færa í letur það sem mér virðist frásagnarverðast hér úr sveitinni.
¿¿¿
Eitt atriði enn vildi ég minnast á. Þó um undanfarin ár hafi verið unnið talsvert að vegabygging hér á Suðurlandi, er þessi næsta sveit við höfuðstaðinn þó veglaus enn, því svo aðdáanlega hefur verið sneitt hjá byggðinni með þessa tvo vegi austur yfir heiðar, að það eru aðeins 3-4 bæir í Mosfellssveit, sem geta notað þá með vagn. Það þyrfti hið fyrsta að leggja akveg norður að Esju. Sá vegur kæmi meiri hluta Mosfellssveitar að notum og þeim hluta Kjalarneshrepps, er síst getur notað sjóveginn. Þessi vegarspotti mætti einnig heita gerður fyrir Reykjavík. Hún þarf nú orðið daglegra viðskipta við næstu sveitirnar. Þar er og mest von umferðar útlendra ferðamanna, sem um stuttan tíma dvelja í bænum. Er því bæði hagur og sómi þjóðarinnar undir því kominn, að bæta vegina út frá höfuðstaðnum. – Að vísu má búast við því, ef farið væri fram á fjárveiting til þessa vegarspotta, og telja ótilhlýðilegt að hrúga svo miklu af vegabótafénu niður á einn hluta landsins, en þess ber öllum skynsömum mönnum að gæta, að þar sem þjóðfélaginu í heild sinni er mest arðsvon að einu fyrirtæki, á það að ganga fyrir öðru. Eða hvenær hafa tær og fingur líkamans öfundað nefið af því, að njóta ánægju manarinnar?
Vegur lagður frá Elliðaám að Leirvogsárbrú, hlyti að liggja skammt frá hinum álitlegustu vatnsaflsnotkunarstöðum á ánum, er ég nefndi, og greiða fyrir iðnaðarstofnunum við þær, og hann lægi skammt frá Álafossi, til stórhagræðis fyrir marga, er nota vinnuvélanna þar.
B.