1898

Ísafold, 24. des. 1898, 25. árg., 79. tbl., forsíða:

Vegagerð 1898
Landsvegagerð eða vegagerð á landssjóðs kostnað ýmist að mestu eða öllu leyti hefir fram farið í 7 héruðum þetta sumar, sem leið. Enda voru í fjárlögunum þetta ár ætlaðar rúmar 117 þús. kr. til vegabóta. Samt mun nokkru af því ekki verða eytt fyr en á næsta ári.
Fyrir 20 árum, eða árið 1878, var vegabótafjárveitingin úr landssjóði 15 þús. kr. Hún hefir því nærri áttfaldast á 20 árum.
Einna mest var unnið að hinni fyrirhuguðu flutningabraut upp Flóann, frá Eyrarbakka að Ölfusárbrúnni hjá Selfossi.
Vegalengdin eru rúmar 11 rastir (11½ )eða að kalla má 1½ míla. Eftir lauslegri áætlun kostar sú braut öll 36.000 kr. og leggur sýslan, Árnessýsla til þriðjung þess kostnaðar, 12.000 kr., en landssjóður hitt, nema ef Lofolii-verslun á Eyrarbakka leggur fram einhvern skerf, 1-2000 kr., svo sem hún kvað hafa veitt ádrátt um, er vegurinn væri fullger.
Tæpan helming var lokið við í sumar af braut þessari, eða rúmar 5 rastir, og kostaði fulla 21 þús. kr. En það var erfiðasti kaflinn, neðri hlutinn, yfir hraun nokkuð, og mjög langt að viða að grjóti og ofaníburði. Var þó gert til sparnaðar, að nota akfæri í fyrra vetur til að koma að grjóti, fyrir hátt á 6. þús. kr. Hefir því hver faðmur í vegi þessum, er gerður var í sumar, kostað nál. 7.500 kr. Enda er vegurinn vel traustur og vandaður, 6 álna breiður, með ½ faðms bekkjum utan með og skurðir þar fyrir utan, 3-6 álna breiðir.
Vegurinn stefnir ekki beint niður á Eyrarbakka, heldur lítið eitt austar, milli Stóra-Hrauns og Litla-Hrauns, til þess að gera Stokkseyrarmönnum hægra fyrir að leggja álmu úr honum austur til sín, sem þeir voru byrjaðir á í sumar á sinn kostnað og sýslusjóðs; áætl. Kostnaður 3.000 kr.
Flutningabrautargerð þessari upp Flóann í sumar stýrði Erlendur Zakaríasson. Vinnulið hans var 37 menn lengstan tímann, 4 mánuði; síðasta hálfa mánuðinn, 1. – 15. okt., ekki nema 9 menn. Flokkstjóra hafði hann sex. Kveðst hafa tekið eftir því að best vinnist, ef samvinnuhóparnir séu ekki of stórir, hest ekki nema 6-9 í hverjum hóp.
Flokkstjórar höfðu 3 kr. 40 a. í kaup á dag, aðrir flestir kr. 2,80 að meðaltali, fáeinir dálítið meira og nokkrir miklu minna. Allur þorrinn vanir vegagerðarmenn og valið lið. Fáeinir daglaunamenn óvanir haust og vor fyrir minna kaup, 2,25-2,50. Engin sunnudagsþóknun.
Stokkseyrarálman var höfð 1 alin mjórri, en jafnvönduð að öðru leyti. Fyrir þeirri vegarlagningu stóð Ketill nokkur Jónasson, við 12. mann. Þeir unnu aðeins 9 vikur, fyrir og eftir slátt.
Þá er Holtavegurinn, hið bráðnauðsynlega framhald þjóðvegarins austur Hellisheiði og Flóann þveran með brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá, skilyrðið fyrir því, að Rangvellingar og Skaftfellingar geti haft full not af þeirri miklu vegagerð.
Til hans veitti þingið í fyrra 30.000 kr., og ætlaðist til, að lokið yrði við hann í sumar. En ekki entist tíminn til þess. Og ekki heldur nein tiltök að féð endist alla leið, hversu sparlega sem á er haldið. En það sætir mikilli furðu, hve kostnaðarlítill sá hluti vegarins varð, sem gerður var í sumar, ekki nema 3 kr. faðmurinn, sem mun vera hér um bil einsdæmi um almennilegan veg og rétt gerðan, - þó að vísu geymdur væri til næsta sumars ábætir á ofaníburðinn, af ásettu ráði, svo að hann nýttist betur.
Vegalengdin yfir Holtin öll er 18 rastir eða tæp hálf þingmannaleið, frá Þjórsárbrú að Árbæ við Rangá.
Þar af var lokið við í sumar 10 rastir, frá Þjórsá austur fyrir Steinslæk, fyrir ekki helming fjárins, eða 14.700 kr. En ógerð á þeim kafla (austast) ein brú, á Steinslæk, er giskað er á að kosta muni 2.500 kr. Hún á að verða 30 álna löng, á 9 feta háum stöplum. Lækurinn, Steinslækur, er að vísu örmjór, en brúin höfð svona löng, til þess að varast vatnagang, er hann flóir yfir bakka sína. Og svo þarf að gera aðra brú austar, á Rauðalæk, jafnlanga, en nærri stöplalausa, á gljúfri hjá bænum Rauðalæk; giskað á, að til þess muni fara nær 2000 kr. Þegar svo þar leggst ofan á ofaníburðar-ábætirinn á þann kafla vegarins, sem gerður var í sumar, verða ekki eftir af fjárveitingunni nema um 10 þús. kr., og ekki búist við að það hrökkvi í meira en helming þess, sem eftir er austur að Rangá, eða í kaflann milli Steinslækjar og Rauðalækjar, 4 rastir. Þá er eftir kaflinn þaðan að Árbæ, aðrar 4 rastir. Og svo brú yfir Rangá þar, endahnúturinn á Rangárvallaflutningabrautinni frá Reykjavík, hvenær sem hún kemst á.
Fyrir vegagerðinni milli Þjórsár og Steinslækjar í sumar stóð Einar Finnsson. Hann valdi og vegarstæðið, sem mun vera mikið gott og vegurinn fyrir það hafa verið svona ódýr. Liggur vegurinn mestallur á sléttri mýri, með mjög haldgóðum jarðvegi, nærri því reiðingaristu, og gerði hr. E. F. uppþurrkunarskurði langt frá veginum, þar sem mýrin er blautust. Fyrir það hyggur hann veginn öruggan, þótt óvanalega lítið sé í hann borið, bekkir meðfram honum litlir sem engir o.s. frv. Hann er og ekki nema 5 álna breiður, eftir tilætlun Alþingis.
Hr. E. F. hefir verið eystra núna jólaföstuna að undirbúa brúargerðina á Steinslæk; rífa upp grjót í brúarstöplana og koma því að brúarstæðinu o.s. frv.
Þá var haldið áfram þetta ár vegabótinni um Dalina, af Árna Zakaríassyni, við 20. mann eða þar um bil; byrjað laust eftir miðjan maímán. hjá Þorbergsstöðum í Laxárdal og haldið áfram suður fyrir Tunguá, milli Kvennabrekku og Sauðafells; hætt þar 30. sept. Er sú vegarlengd öll rúmar 9 rastir eða nokkuð á aðra mílu. Dálítinn kafla, um 200 faðma, þurfti ekkert að gera við; það voru sléttir melar. Haukadalsá er á þeirri leið; á hana þarf brú, 27 álna langa, sem er ógerð enn. Ekki er þessi vegur 5 álna breiður. En að öðru leyti fullvel vandaður. Meðalkaup á þessari vegavinnu 2,80-3,00 kr. Flokkstjórar 3. Kostnaður allur rúmar 8.000 kr. Eftir að bera ofan í 450 faðma; en aftur lögð undirstaða að dálitlum kafla sunnan Tunguár, nokkuð á 2. hundrað faðma.
Norðanlands stóð Páll Jónsson fyrir vegabót á Vatnsskarði, eða veginum frá Vallhólmi (Húseyjarkvísl) að Bólstaðarhlíð, nál. 19 röstum, er hann átti ekki eftir af í haust nema 3, vestast. Af þeirri 16 rasta vegabót var tæpur helmingur alveg úr vegur, en hitt ruðningur og önnur viðgerð á eldra vegi. Vegabreiddin ekki nema 4 ½ alin. Bratti mest 1:8. Vinnuliðið 12 um sláttinn, þar af 10 sunnlenskir vegamenn vanir; en miklu fleiri fyrir og eftir slátt, stundum allt að 40. Kostnaður um 8.000 kr. Tvær brýr þarf að gera á þessari leið, á Valadalsá og Hlíðará, 20 álna langa hvora.
Eyfirðingar fengu veittar í fyrra 14.000 kr. til flutningabrautar fram það hérað frá Akureyri, og var lokið við í sumar 7 rastir eða tæpa mílu. En 15 rastir er vegarlengdin frá Akureyri fram að Grund: lengra ekki hugsað í bráð. Sá vegur er frekar 6 álnir á breidd, fullkominn akvegur, gerður undir stjórn sjálfs landsmannvirkjafræðingsins, hr. Sigurðar Thoroddsen.

Þrjár sýslur fengu á síðasta alþingi nokkurn styrk til vegabóta á sýsluvegum, með þeim skilyrðum, að sýslubúar legði tl fé, er næmi að minnsta kosti helmingi styrksins auk þess, er sýsluvegasjóður leggur til og að fyrir vegagjörðinni stæði verkstjóri, er ráðinn væri með samþykki landshöfðingja.
Af því fé eiga Austur-Skaftfellingar ónotaðar enn sínar 2.000 kr. (ekki 1000 kr.) til vegagerðar á sýsluveginum frá Hólum að Höfn. En Strandamenn og Snæfellingar unnu sinn hluta upp í sumar.
Strandamenn höfðu Tómas Petersen fyrir verkstjóra. Þeir höfðu 5.000 kr. landssjóðsstyrk úr að spila, auk innanhéraðstillagsins, um 3.000 kr. Fór nokkuð af því til vegavinnutóla til handa sýslunni, vagna o.fl. Lengstur vegarkafli nýr var gerður á Bitruhálsi, milli Bitru og Kollafjarðar, nokkuð á 4. röst. Þá annar á Stikuhálsi, milli Hrútafjarðar og Bitru, rúmar 2 rastir. Bratti mest 1:10. Vegarbreidd aðeins 4 álnir. Auk þess var gert við nál. 400 faðma kafla innan til við Borðeyri, og lögð 1 röst af nýjum veg utanvert við það kauptún. Unnið var hátt á 5. mánuð. Veralið nál. 20; þar af 5 Reykvíkingar, hinir innan sýslu.
Loks vörðu Snæfellingar sínum 2000 kr. landssjóðsstyrk, að viðbættum 1000 kr. innanhéraðs, til þess að láta gera við hjá sér á 4 stöðum. Þar á meðal var fullgerður Arnarstaðavegur svonefndur, í Helgafellssveit, 736 faðmar; 4 álna breiður. Þá ver gert lítils háttar við vegakafla í Stykkishólmshreppi. Enn fremur lagður grundvöllur til vegar yfir Hjarðarfellsflóa í Miklaholtshreppi, 1260 fðm. Og loks lagðir dálitlir vegspottar tveir í Ólafsvík.
Vegagerði þessari í Snæfellssýslu stýrði Pétur Þorsteinsson, Reykvíkingur, eins og hinir verkstjórarnir allir framangreindir.
Hann sýnir fram á í skýrslu sinni með greinilegum reikningi, að ofaníburður í Arnarstaða-vegspottann (736 fðm.) hafi orðið 50% dýrari vegna verkfæraskorts, og að fyrir þann kostnaðarmun, hátt á 3. hundrað krónu, hefði sýslan getað eignast 2 ágæta vagna (á 100 kr. hvorn) og 1 vegavinnutjald. Er það góð hugvekja fyrir alla þá, er ráða fyrir vegabótarstörfum.
Loks hefir verið þetta ár unnið að brúargerð yfir 2 meiriháttar vatnsföll, Örnólfsdalsá (Þverá) í Borgarfirði beint á landssjóðs kostnað – stöplarnir hlaðnir – og Hörgá við Eyjafjörð, með styrk að 2/3 af landssjóði. Komast brýr þessar því líklega á næsta sumar. Umsjón með þessu starfi hefir hr. Sigurður Thoroddsen haft.
Þá var og að síðustu samkvæmt ráðstöfun Alþingis í fyrra fenginn hingað norskur vegfræðingur til að kanna brúarstæði og gera uppdrætti og áætlanir um kostnað við brúargerð á Jökulsá í Axarfirði og á Héraðsvötnum hjá Ökrum.
Stöku sýslumaður er tekinn til að koma af gamla laginu, eða ólaginu, réttara sagt, á meðferð sýsluvegafjár – úthlutun þess á meðal sýslunefndarmanna til framkvæmdar vegabótum hvers í sínum hrepp eftir sinni kunnáttu – gersamlegu og eðlilegu kunnáttuleysi oftast nær. T. d. hafði sýslumaður Mýramanna og Borgfirðinga í sumar með ráði sýslunefndanna kunnandi vegabótamann til að standa fyrir vegabótum í því héraði (Gísla Arnbjarnarson) og keypti sýslunum nauðsynleg vegavinnutól, bæði vagna og annað.


Ísafold, 24. des. 1898, 25. árg., 79. tbl., forsíða:

Vegagerð 1898
Landsvegagerð eða vegagerð á landssjóðs kostnað ýmist að mestu eða öllu leyti hefir fram farið í 7 héruðum þetta sumar, sem leið. Enda voru í fjárlögunum þetta ár ætlaðar rúmar 117 þús. kr. til vegabóta. Samt mun nokkru af því ekki verða eytt fyr en á næsta ári.
Fyrir 20 árum, eða árið 1878, var vegabótafjárveitingin úr landssjóði 15 þús. kr. Hún hefir því nærri áttfaldast á 20 árum.
Einna mest var unnið að hinni fyrirhuguðu flutningabraut upp Flóann, frá Eyrarbakka að Ölfusárbrúnni hjá Selfossi.
Vegalengdin eru rúmar 11 rastir (11½ )eða að kalla má 1½ míla. Eftir lauslegri áætlun kostar sú braut öll 36.000 kr. og leggur sýslan, Árnessýsla til þriðjung þess kostnaðar, 12.000 kr., en landssjóður hitt, nema ef Lofolii-verslun á Eyrarbakka leggur fram einhvern skerf, 1-2000 kr., svo sem hún kvað hafa veitt ádrátt um, er vegurinn væri fullger.
Tæpan helming var lokið við í sumar af braut þessari, eða rúmar 5 rastir, og kostaði fulla 21 þús. kr. En það var erfiðasti kaflinn, neðri hlutinn, yfir hraun nokkuð, og mjög langt að viða að grjóti og ofaníburði. Var þó gert til sparnaðar, að nota akfæri í fyrra vetur til að koma að grjóti, fyrir hátt á 6. þús. kr. Hefir því hver faðmur í vegi þessum, er gerður var í sumar, kostað nál. 7.500 kr. Enda er vegurinn vel traustur og vandaður, 6 álna breiður, með ½ faðms bekkjum utan með og skurðir þar fyrir utan, 3-6 álna breiðir.
Vegurinn stefnir ekki beint niður á Eyrarbakka, heldur lítið eitt austar, milli Stóra-Hrauns og Litla-Hrauns, til þess að gera Stokkseyrarmönnum hægra fyrir að leggja álmu úr honum austur til sín, sem þeir voru byrjaðir á í sumar á sinn kostnað og sýslusjóðs; áætl. Kostnaður 3.000 kr.
Flutningabrautargerð þessari upp Flóann í sumar stýrði Erlendur Zakaríasson. Vinnulið hans var 37 menn lengstan tímann, 4 mánuði; síðasta hálfa mánuðinn, 1. – 15. okt., ekki nema 9 menn. Flokkstjóra hafði hann sex. Kveðst hafa tekið eftir því að best vinnist, ef samvinnuhóparnir séu ekki of stórir, hest ekki nema 6-9 í hverjum hóp.
Flokkstjórar höfðu 3 kr. 40 a. í kaup á dag, aðrir flestir kr. 2,80 að meðaltali, fáeinir dálítið meira og nokkrir miklu minna. Allur þorrinn vanir vegagerðarmenn og valið lið. Fáeinir daglaunamenn óvanir haust og vor fyrir minna kaup, 2,25-2,50. Engin sunnudagsþóknun.
Stokkseyrarálman var höfð 1 alin mjórri, en jafnvönduð að öðru leyti. Fyrir þeirri vegarlagningu stóð Ketill nokkur Jónasson, við 12. mann. Þeir unnu aðeins 9 vikur, fyrir og eftir slátt.
Þá er Holtavegurinn, hið bráðnauðsynlega framhald þjóðvegarins austur Hellisheiði og Flóann þveran með brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá, skilyrðið fyrir því, að Rangvellingar og Skaftfellingar geti haft full not af þeirri miklu vegagerð.
Til hans veitti þingið í fyrra 30.000 kr., og ætlaðist til, að lokið yrði við hann í sumar. En ekki entist tíminn til þess. Og ekki heldur nein tiltök að féð endist alla leið, hversu sparlega sem á er haldið. En það sætir mikilli furðu, hve kostnaðarlítill sá hluti vegarins varð, sem gerður var í sumar, ekki nema 3 kr. faðmurinn, sem mun vera hér um bil einsdæmi um almennilegan veg og rétt gerðan, - þó að vísu geymdur væri til næsta sumars ábætir á ofaníburðinn, af ásettu ráði, svo að hann nýttist betur.
Vegalengdin yfir Holtin öll er 18 rastir eða tæp hálf þingmannaleið, frá Þjórsárbrú að Árbæ við Rangá.
Þar af var lokið við í sumar 10 rastir, frá Þjórsá austur fyrir Steinslæk, fyrir ekki helming fjárins, eða 14.700 kr. En ógerð á þeim kafla (austast) ein brú, á Steinslæk, er giskað er á að kosta muni 2.500 kr. Hún á að verða 30 álna löng, á 9 feta háum stöplum. Lækurinn, Steinslækur, er að vísu örmjór, en brúin höfð svona löng, til þess að varast vatnagang, er hann flóir yfir bakka sína. Og svo þarf að gera aðra brú austar, á Rauðalæk, jafnlanga, en nærri stöplalausa, á gljúfri hjá bænum Rauðalæk; giskað á, að til þess muni fara nær 2000 kr. Þegar svo þar leggst ofan á ofaníburðar-ábætirinn á þann kafla vegarins, sem gerður var í sumar, verða ekki eftir af fjárveitingunni nema um 10 þús. kr., og ekki búist við að það hrökkvi í meira en helming þess, sem eftir er austur að Rangá, eða í kaflann milli Steinslækjar og Rauðalækjar, 4 rastir. Þá er eftir kaflinn þaðan að Árbæ, aðrar 4 rastir. Og svo brú yfir Rangá þar, endahnúturinn á Rangárvallaflutningabrautinni frá Reykjavík, hvenær sem hún kemst á.
Fyrir vegagerðinni milli Þjórsár og Steinslækjar í sumar stóð Einar Finnsson. Hann valdi og vegarstæðið, sem mun vera mikið gott og vegurinn fyrir það hafa verið svona ódýr. Liggur vegurinn mestallur á sléttri mýri, með mjög haldgóðum jarðvegi, nærri því reiðingaristu, og gerði hr. E. F. uppþurrkunarskurði langt frá veginum, þar sem mýrin er blautust. Fyrir það hyggur hann veginn öruggan, þótt óvanalega lítið sé í hann borið, bekkir meðfram honum litlir sem engir o.s. frv. Hann er og ekki nema 5 álna breiður, eftir tilætlun Alþingis.
Hr. E. F. hefir verið eystra núna jólaföstuna að undirbúa brúargerðina á Steinslæk; rífa upp grjót í brúarstöplana og koma því að brúarstæðinu o.s. frv.
Þá var haldið áfram þetta ár vegabótinni um Dalina, af Árna Zakaríassyni, við 20. mann eða þar um bil; byrjað laust eftir miðjan maímán. hjá Þorbergsstöðum í Laxárdal og haldið áfram suður fyrir Tunguá, milli Kvennabrekku og Sauðafells; hætt þar 30. sept. Er sú vegarlengd öll rúmar 9 rastir eða nokkuð á aðra mílu. Dálítinn kafla, um 200 faðma, þurfti ekkert að gera við; það voru sléttir melar. Haukadalsá er á þeirri leið; á hana þarf brú, 27 álna langa, sem er ógerð enn. Ekki er þessi vegur 5 álna breiður. En að öðru leyti fullvel vandaður. Meðalkaup á þessari vegavinnu 2,80-3,00 kr. Flokkstjórar 3. Kostnaður allur rúmar 8.000 kr. Eftir að bera ofan í 450 faðma; en aftur lögð undirstaða að dálitlum kafla sunnan Tunguár, nokkuð á 2. hundrað faðma.
Norðanlands stóð Páll Jónsson fyrir vegabót á Vatnsskarði, eða veginum frá Vallhólmi (Húseyjarkvísl) að Bólstaðarhlíð, nál. 19 röstum, er hann átti ekki eftir af í haust nema 3, vestast. Af þeirri 16 rasta vegabót var tæpur helmingur alveg úr vegur, en hitt ruðningur og önnur viðgerð á eldra vegi. Vegabreiddin ekki nema 4 ½ alin. Bratti mest 1:8. Vinnuliðið 12 um sláttinn, þar af 10 sunnlenskir vegamenn vanir; en miklu fleiri fyrir og eftir slátt, stundum allt að 40. Kostnaður um 8.000 kr. Tvær brýr þarf að gera á þessari leið, á Valadalsá og Hlíðará, 20 álna langa hvora.
Eyfirðingar fengu veittar í fyrra 14.000 kr. til flutningabrautar fram það hérað frá Akureyri, og var lokið við í sumar 7 rastir eða tæpa mílu. En 15 rastir er vegarlengdin frá Akureyri fram að Grund: lengra ekki hugsað í bráð. Sá vegur er frekar 6 álnir á breidd, fullkominn akvegur, gerður undir stjórn sjálfs landsmannvirkjafræðingsins, hr. Sigurðar Thoroddsen.

Þrjár sýslur fengu á síðasta alþingi nokkurn styrk til vegabóta á sýsluvegum, með þeim skilyrðum, að sýslubúar legði tl fé, er næmi að minnsta kosti helmingi styrksins auk þess, er sýsluvegasjóður leggur til og að fyrir vegagjörðinni stæði verkstjóri, er ráðinn væri með samþykki landshöfðingja.
Af því fé eiga Austur-Skaftfellingar ónotaðar enn sínar 2.000 kr. (ekki 1000 kr.) til vegagerðar á sýsluveginum frá Hólum að Höfn. En Strandamenn og Snæfellingar unnu sinn hluta upp í sumar.
Strandamenn höfðu Tómas Petersen fyrir verkstjóra. Þeir höfðu 5.000 kr. landssjóðsstyrk úr að spila, auk innanhéraðstillagsins, um 3.000 kr. Fór nokkuð af því til vegavinnutóla til handa sýslunni, vagna o.fl. Lengstur vegarkafli nýr var gerður á Bitruhálsi, milli Bitru og Kollafjarðar, nokkuð á 4. röst. Þá annar á Stikuhálsi, milli Hrútafjarðar og Bitru, rúmar 2 rastir. Bratti mest 1:10. Vegarbreidd aðeins 4 álnir. Auk þess var gert við nál. 400 faðma kafla innan til við Borðeyri, og lögð 1 röst af nýjum veg utanvert við það kauptún. Unnið var hátt á 5. mánuð. Veralið nál. 20; þar af 5 Reykvíkingar, hinir innan sýslu.
Loks vörðu Snæfellingar sínum 2000 kr. landssjóðsstyrk, að viðbættum 1000 kr. innanhéraðs, til þess að láta gera við hjá sér á 4 stöðum. Þar á meðal var fullgerður Arnarstaðavegur svonefndur, í Helgafellssveit, 736 faðmar; 4 álna breiður. Þá ver gert lítils háttar við vegakafla í Stykkishólmshreppi. Enn fremur lagður grundvöllur til vegar yfir Hjarðarfellsflóa í Miklaholtshreppi, 1260 fðm. Og loks lagðir dálitlir vegspottar tveir í Ólafsvík.
Vegagerði þessari í Snæfellssýslu stýrði Pétur Þorsteinsson, Reykvíkingur, eins og hinir verkstjórarnir allir framangreindir.
Hann sýnir fram á í skýrslu sinni með greinilegum reikningi, að ofaníburður í Arnarstaða-vegspottann (736 fðm.) hafi orðið 50% dýrari vegna verkfæraskorts, og að fyrir þann kostnaðarmun, hátt á 3. hundrað krónu, hefði sýslan getað eignast 2 ágæta vagna (á 100 kr. hvorn) og 1 vegavinnutjald. Er það góð hugvekja fyrir alla þá, er ráða fyrir vegabótarstörfum.
Loks hefir verið þetta ár unnið að brúargerð yfir 2 meiriháttar vatnsföll, Örnólfsdalsá (Þverá) í Borgarfirði beint á landssjóðs kostnað – stöplarnir hlaðnir – og Hörgá við Eyjafjörð, með styrk að 2/3 af landssjóði. Komast brýr þessar því líklega á næsta sumar. Umsjón með þessu starfi hefir hr. Sigurður Thoroddsen haft.
Þá var og að síðustu samkvæmt ráðstöfun Alþingis í fyrra fenginn hingað norskur vegfræðingur til að kanna brúarstæði og gera uppdrætti og áætlanir um kostnað við brúargerð á Jökulsá í Axarfirði og á Héraðsvötnum hjá Ökrum.
Stöku sýslumaður er tekinn til að koma af gamla laginu, eða ólaginu, réttara sagt, á meðferð sýsluvegafjár – úthlutun þess á meðal sýslunefndarmanna til framkvæmdar vegabótum hvers í sínum hrepp eftir sinni kunnáttu – gersamlegu og eðlilegu kunnáttuleysi oftast nær. T. d. hafði sýslumaður Mýramanna og Borgfirðinga í sumar með ráði sýslunefndanna kunnandi vegabótamann til að standa fyrir vegabótum í því héraði (Gísla Arnbjarnarson) og keypti sýslunum nauðsynleg vegavinnutól, bæði vagna og annað.