1897

Þjóðólfur, 3. maí 1897. 49. árg. 22. tbl. , bls. 86:

Sýslufundur Árnesinga
Sýslufundur Árnesinga var haldinn dagana 6. - 8. f. m. Um 60-70 mál voru þar rædd, og voru þessi hin helstu, samkvæmt eftirfarandi skýrslu, dags, á Eyrarbakka 11. f. m.:
¿.
8. Ítrekaðar voru bænir um, að 4 brúarstæði verði skoðuð og flutningabrautin verði ákveðin, og áætlaður kostnaður til þess hluta hennar, sem liggja á frá Eyrarbakka til Ölfusárbrúarinnar, sem virðist sjálfsagður og bráðnauðsynlegur. - Var samþykkt; að vegasjóður sýslunnar leggi allt að helming kostnaðar, eða allt að 12.000 kr., til þessarar vegagerðar, gegn því, að landssjóður kosti hitt, og ef ákveðið verði, að lokið sé við veg þennan fyrir næstu aldamót. - Þetta er að líkindum eitthvert fyrsta tilboð um að styrkja að vegagerð með landssjóði; er því mjög líklegt, að tilboði þessu verði síður hafnað.


Þjóðólfur, 3. maí 1897. 49. árg. 22. tbl. , bls. 86:

Sýslufundur Árnesinga
Sýslufundur Árnesinga var haldinn dagana 6. - 8. f. m. Um 60-70 mál voru þar rædd, og voru þessi hin helstu, samkvæmt eftirfarandi skýrslu, dags, á Eyrarbakka 11. f. m.:
¿.
8. Ítrekaðar voru bænir um, að 4 brúarstæði verði skoðuð og flutningabrautin verði ákveðin, og áætlaður kostnaður til þess hluta hennar, sem liggja á frá Eyrarbakka til Ölfusárbrúarinnar, sem virðist sjálfsagður og bráðnauðsynlegur. - Var samþykkt; að vegasjóður sýslunnar leggi allt að helming kostnaðar, eða allt að 12.000 kr., til þessarar vegagerðar, gegn því, að landssjóður kosti hitt, og ef ákveðið verði, að lokið sé við veg þennan fyrir næstu aldamót. - Þetta er að líkindum eitthvert fyrsta tilboð um að styrkja að vegagerð með landssjóði; er því mjög líklegt, að tilboði þessu verði síður hafnað.