1896

Ísafold, 1. júlí 1896, 23. árg., 45. tbl., bls. 179:

Álit P. Feilbergs um framfarir landsins.
-----
Brýr og vegir. Járnbrautir.
Hér var minnst í sumar ofurlítið á ferð hins þjóðkunna danska búfræðings og ágæta Íslandsvinar, P. Feilbergs; en ekki verið tími eða rúm til að skýra frá mikið fróðlegu tali, er hann átti við ritstjóra "Ísafoldar", áður en hann fór héðan, og laut að ferðalagi hans hér og því hvernig honum hefði nú litist á sig, 20 árum eftir að hann kom hér í fyrra skiptið.
Hann sagði, að þá 1876, hefði öll búnaðarframfarviðleitni og aðrir viðreisnaratburðir þjóðarinnar verið í byrjun, ekki nema tvö ár liðin frá því er vér fengum stjórnarskrána, sem hefði veitt oss frjálsari hendur til alþjóðlegra framkvæmda en áður hefði verið. Kvað hann furðumikinn mun sýnilegan á mörgu hér, við það, sem þá var, og hann mjög gleðilegan. Vér veittum því ef til veill ekki svo mikla eftirtekt sjálfir, en gests-augað væri glöggvara. Nefndi þar til fyrst og fremst vegina nýju og brýrnar. T. d. hefði þá engin brú verið til í Skagafirði, en nú væri þær orðnar 9. Og svo væri þessar ljómandi fallegu og vönduðu brýr yfir Ölfusá og Þjórsá. Kambaveginn kvað hann og mundu þykja snilldarverk hvar sem væri.
Rétt að leggja sem mest kapp á að bæta vegina. Góðir reiðvegir væri járnbrautir Íslands. Þegar vér hefðum lokið við jafngóðan veg héðan til Akureyrar eins og austur í Flóann, væri að sínu leyti jafnmikið þrekvirki unnið af oss til samgöngubóta, eins og af Bandaríkjunum í Ameríku, er þeir höfðu lokið við Kyrrahafsjárnbrautina fyrstu. Vegna strjálbyggðarinnar og fámennisins á hverjum bæ yrðu akbrautir oss of kostnaðarsamar, hvað þá heldur járnbrautir. Með 100 þús. kr. fjárveiting á ári til vegabóta mætti takast að leggja ágæta reiðvegi um mikinn hluta landsins á ekki mjög löngum tíma; en sama fjárveiting mundi ekki meira en svo hrökkva til viðhalds miklum akvegum, hvað þá heldur til þess að standa straum af járnbrautum.
Spurningunni um, hvort ekki mundi mega bæta svo landið, þar sem það væri best til þess lagað, t.d. á nokkrum hluta Suðurlands-undirlendisins, að afurðir þess gætu skapað járnbrautum nóg að vinna og orðið arðsöm útflutningsvara, svaraði hann svo, að þess væri engin von, vegna samkeppni annarra landa, sem nær lægi heimsmarkaðinum, og miklu betur stæði að vígi að öðru leyti. "Oss Dönum veitir fullt í fangi", sagði hann, "að standa í Hollendingum, ekki einungis vegna þess, að þeirra land liggur nokkuð nær enska markaðinum, heldur eigi hvað síst þess vegna, að þar eru sumardagarnir hundraði fleiri heldur en í Danmörku. Þeir eru í Danmörku 150, en í Hollandi 250. En því færri sem sumardagarnir eru, því lengri verður búpeningsgjafatíminn og fénaðarafurðir þeim munkostnaðarsamari. Svo örðugt sem vér eigum með að keppa við Hollendinga, þá standa Svíar og Norðmenn enn verr að vígi í því efni, og þér Íslendingar svo illa, að það er sama sem frágangssök. Hér fara sumardagarnir varla fram úr 100 að jafnaði, og hvað vel sem t. d. Flóinn væri ræktaður, og þó að þangað væri lögð járnbraut, þá yrði flutningskostnaðurinn á útlendan markað samt sem áður svo mikill, að ekki yrði undir risið. Munur í Ameríku, þar sem sumarhitinn er svo megn, að hvers konar gróður þýtur upp á skömmum tíma; þar geta járnbrautir um strjálbyggð héruð eða ónumin svarað kostnaði".


Ísafold, 1. júlí 1896, 23. árg., 45. tbl., bls. 179:

Álit P. Feilbergs um framfarir landsins.
-----
Brýr og vegir. Járnbrautir.
Hér var minnst í sumar ofurlítið á ferð hins þjóðkunna danska búfræðings og ágæta Íslandsvinar, P. Feilbergs; en ekki verið tími eða rúm til að skýra frá mikið fróðlegu tali, er hann átti við ritstjóra "Ísafoldar", áður en hann fór héðan, og laut að ferðalagi hans hér og því hvernig honum hefði nú litist á sig, 20 árum eftir að hann kom hér í fyrra skiptið.
Hann sagði, að þá 1876, hefði öll búnaðarframfarviðleitni og aðrir viðreisnaratburðir þjóðarinnar verið í byrjun, ekki nema tvö ár liðin frá því er vér fengum stjórnarskrána, sem hefði veitt oss frjálsari hendur til alþjóðlegra framkvæmda en áður hefði verið. Kvað hann furðumikinn mun sýnilegan á mörgu hér, við það, sem þá var, og hann mjög gleðilegan. Vér veittum því ef til veill ekki svo mikla eftirtekt sjálfir, en gests-augað væri glöggvara. Nefndi þar til fyrst og fremst vegina nýju og brýrnar. T. d. hefði þá engin brú verið til í Skagafirði, en nú væri þær orðnar 9. Og svo væri þessar ljómandi fallegu og vönduðu brýr yfir Ölfusá og Þjórsá. Kambaveginn kvað hann og mundu þykja snilldarverk hvar sem væri.
Rétt að leggja sem mest kapp á að bæta vegina. Góðir reiðvegir væri járnbrautir Íslands. Þegar vér hefðum lokið við jafngóðan veg héðan til Akureyrar eins og austur í Flóann, væri að sínu leyti jafnmikið þrekvirki unnið af oss til samgöngubóta, eins og af Bandaríkjunum í Ameríku, er þeir höfðu lokið við Kyrrahafsjárnbrautina fyrstu. Vegna strjálbyggðarinnar og fámennisins á hverjum bæ yrðu akbrautir oss of kostnaðarsamar, hvað þá heldur járnbrautir. Með 100 þús. kr. fjárveiting á ári til vegabóta mætti takast að leggja ágæta reiðvegi um mikinn hluta landsins á ekki mjög löngum tíma; en sama fjárveiting mundi ekki meira en svo hrökkva til viðhalds miklum akvegum, hvað þá heldur til þess að standa straum af járnbrautum.
Spurningunni um, hvort ekki mundi mega bæta svo landið, þar sem það væri best til þess lagað, t.d. á nokkrum hluta Suðurlands-undirlendisins, að afurðir þess gætu skapað járnbrautum nóg að vinna og orðið arðsöm útflutningsvara, svaraði hann svo, að þess væri engin von, vegna samkeppni annarra landa, sem nær lægi heimsmarkaðinum, og miklu betur stæði að vígi að öðru leyti. "Oss Dönum veitir fullt í fangi", sagði hann, "að standa í Hollendingum, ekki einungis vegna þess, að þeirra land liggur nokkuð nær enska markaðinum, heldur eigi hvað síst þess vegna, að þar eru sumardagarnir hundraði fleiri heldur en í Danmörku. Þeir eru í Danmörku 150, en í Hollandi 250. En því færri sem sumardagarnir eru, því lengri verður búpeningsgjafatíminn og fénaðarafurðir þeim munkostnaðarsamari. Svo örðugt sem vér eigum með að keppa við Hollendinga, þá standa Svíar og Norðmenn enn verr að vígi í því efni, og þér Íslendingar svo illa, að það er sama sem frágangssök. Hér fara sumardagarnir varla fram úr 100 að jafnaði, og hvað vel sem t. d. Flóinn væri ræktaður, og þó að þangað væri lögð járnbraut, þá yrði flutningskostnaðurinn á útlendan markað samt sem áður svo mikill, að ekki yrði undir risið. Munur í Ameríku, þar sem sumarhitinn er svo megn, að hvers konar gróður þýtur upp á skömmum tíma; þar geta járnbrautir um strjálbyggð héruð eða ónumin svarað kostnaði".