1895

Þjóðólfur, 19. júlí 1895, 47. árg., 86. tbl., bls. 143:

Þjórsárbrúin.
Úr Árnessýslu er ritað 14. þ.m.; "Eins og minnst var á í Þjóðólfi í vetur var eystri stöpullinn lægri en hinn, vestan megin árinnar. Þennan halla hefur brúarsmiðurinn látið laga að ráði landshöfðingja, er fór þangað austur í því skyni, þá er smíði byrjaði. Sjálfri brúarsmíðinni miðar mjög vel áfram og er talið, að hún verði langt komin um lok þessa mánaðar. Það sem einkum flýtir fyrir verkinu er, að allar súlnagrindur eru skrúfaðar saman, en ekki hnoðaðar, eins og á Ölfusárbrúnni, enda tafði það þar mjög fyrir smíðinni. Þegar verið var að draga einn af uppihaldsstrengjum brúarinnar bilaði krókur, er hélt uppi þyngri hluta strengsins, en við það misstu fleiri taksins af honum, og féll hann við það ofan í gljúfrið. Með því að strengurinn mun vera eitthvað um 5-6000 pd. leist mönnum ekki á blikuna. Allt fór samt vel, því eftir 1 ½ dag var búið að ná honum upp úr alveg óskemmdum, og höfðu verkamenn sýnt við það mikið lag og dugnað. Að fráteknum 1 eða 2 eru verksmenn hinir sömu og við Ölfusárbrúna; 3 Englendingar vinna að smíðinni, en brúarsmiður Vaughan segir fyrir verkum".


Þjóðólfur, 19. júlí 1895, 47. árg., 86. tbl., bls. 143:

Þjórsárbrúin.
Úr Árnessýslu er ritað 14. þ.m.; "Eins og minnst var á í Þjóðólfi í vetur var eystri stöpullinn lægri en hinn, vestan megin árinnar. Þennan halla hefur brúarsmiðurinn látið laga að ráði landshöfðingja, er fór þangað austur í því skyni, þá er smíði byrjaði. Sjálfri brúarsmíðinni miðar mjög vel áfram og er talið, að hún verði langt komin um lok þessa mánaðar. Það sem einkum flýtir fyrir verkinu er, að allar súlnagrindur eru skrúfaðar saman, en ekki hnoðaðar, eins og á Ölfusárbrúnni, enda tafði það þar mjög fyrir smíðinni. Þegar verið var að draga einn af uppihaldsstrengjum brúarinnar bilaði krókur, er hélt uppi þyngri hluta strengsins, en við það misstu fleiri taksins af honum, og féll hann við það ofan í gljúfrið. Með því að strengurinn mun vera eitthvað um 5-6000 pd. leist mönnum ekki á blikuna. Allt fór samt vel, því eftir 1 ½ dag var búið að ná honum upp úr alveg óskemmdum, og höfðu verkamenn sýnt við það mikið lag og dugnað. Að fráteknum 1 eða 2 eru verksmenn hinir sömu og við Ölfusárbrúna; 3 Englendingar vinna að smíðinni, en brúarsmiður Vaughan segir fyrir verkum".