1895

Þjóðólfur, 19. júlí 1895, 47. árg., 86. tbl., bls. 143:

Fáein orð um veginn millum brúnna.
Í 30. nr. "Þjóðólfs" 21. f. m., stendur grein um vegalagningu millum brúnna á Þjórsá og Ölfusá, og má höfundurinn hafa almennings þakkir fyrir að vekja það mál í blöðunum, því það ætti að vera áhugamál þjóðarinnar. Höf. getur þess, að um veginn séu allskiptar skoðanir, en enginn sé svo djarfur, að rita um hann eitt einasta orð. Það er líka satt, og ber vott um mikla deyfð í jafn mikilsverðu máli. Höf. getur þess, að menn megi reka minni til vegarins millum brúnna næstliðið haust. - Það er líka sannmæli, mig rekur einnig minni til hans, því ég var einn með öðrum fleirum úr ýmsum hreppum og öðrum sýslum, sem urðum að forðast sem mest veginn út yfir Flóann. Við urðum að krækja frá brúnni á Hróarsholtslæk, (sem er fyrir utan Gneistastaði), útyfir Hraungerðisheiði fyrir norðan þinghús Hraungerðisheiði fyrir norðan þinghús Hraungerðishreppsmanna, og þar útyfir og út á "Sorta" svo nefndan. Var það lítt farandi með hesta fyrir for og grjóti, en þó var það betra en vegurinn. Síðan urðum við að fara fyrir utan alla Hraungerðisheiði bak við Bollastaði og Krók. Þá var eftir að komast yfir Krókskeldu, sem var ill yfirferðar; þó tókst okkur það um síðir, án þess að skemma hesta okkar. Á þessum vegi gengu vatnsgusurnar jafnhátt mönnunum á hestunum, skemmdu farangur okkar meira og minna og gerðu okkur sjálfa vota. Um annan veg var ekki að tala. Króksbrúin, sem lögð hafa verið í mörg hundruð krónur, var algerlega ófær; þarna höfðum við þó grasrót víðast hvar og hleyptum ei hestum okkar til muna í. Þetta hef ég mörgum sinnum farið á æfi minni í líkum ófærum og í haust, og rekur mig jafnt minni til þess í haust og áður fyrri. Það er ekki af kjarkleysi eða áhugaleysi mínu, að ég hef ekki ritað umnefndan veg fyr; á ég það höfundinum að þakka, að ég fæ nú framkvæmd til þess, og vil benda á nokkur atriði, sem gr. höf. hefur verið því miður ókunnugur. Ég er því samdóma, að hr. Sigurður Thoroddsen sé einfær að ráð því, hvar veginn skuli leggja, en jafnframt ber ég það traust til hans, að hann veiti eftirtekt bendingum kunnugra og greindra manna, hvar hyggilegast væri að leggja veginn fyrir alda og óborna; finnst mér því áríðandi, að þeir menn hefðu það hugfast, að benda S. Thoroddsen þar á veginn, sem heppilegast væri fyrir land og lýð, án þess að hafa eigin hag í fyrirrúmi, og einkum þegar vegfræðingurinn er hér jafnókunnugur þeim áhrifum, er náttúran kann að haf á vegagerðir hér um pláss, flestar ársins tíðir.
Skal ég þá fyrst tala um veginn frá Þjórsárbrú út fyrir "Flatholt". ER þá fyrst: að frá Skálmholti að Dælarétt liggur laut, sem vegurinn yrði að liggja yfir; á þeim vegi ef engin mishæð utan sú, sem Dælarétt stendur á. Þó ver það tíðum við, að vatnsflóðið, sem kemur báðu megin við Skálmholts-holt, flóir yfir þá mishæð, og þá er Skálmholt hólmi innan í vatninu og lítt fært að bænum á neina hlið.
Svo vildi ég minnast á "Launstig" fyrir utan Flatholt, sem vegurinn myndi verða að liggja yfir. Hann verðu lítt fær eða ófær í snjóflóðum og vatnagangi. Á þessum vegi ímynda ég mér, að þyrfti mjög upphleyptan veg, ef duga ætti, og stórar brýr. Hverjar torfærur eru á veginum frá Launstíg út fyrir Ölversholt, er ég ekki svo kunnugur að lýsa, en það rekur mig minni til á fyrri dögum mínum, að ég reið hvergi nærri í sí Flóanum, en frá Ölversholti og upp að Hjálmholti og var það ekki af hlaupi þá úr Hvítá. Ég ímynda mér eins og gr.höf., að veginum verði á þessum stað hætta búin, þegar Flóinn er upphleyptur af snjó og ísalögum og þar á ofan koma þessi stóru hlaup úr Hvítá, sem bæir standa ekki upp úr nema eins og smáhólar og hvergi fært yfir útflóann nema fuglinum fljúgandi. Þar á ofan sýnist mönnum nokkuð öfug stefna frá Þjórsárbr. vestan til á Hestfjall, í stað þess að stefnan milli brúnna er fyrir framan Ingólfsfjall.
Flestir óska, að vegurinn yrði lagður skammt fyrir utan Urriðafoss, nokkuð fyrir framan Kampholt og Hnaus, framan Hurðarbak og útyfir mynnið á Orustudal, - sem liggur ofan í Hurðarbaksdal - útyfir Hróarholtslæk fyrir ofan Hróarsholt og framan Vola, þaðan nálægt Sölvholtsholti; þar mun útflóinn liggja hæst; er þá farið að drag úr afli hlaupanna. - Nú sjá allir menn, að með þessum vegi eru gerðir 2 vegir undir eins, eins og höf. bendir til. Á þessum vegi þyrfti ekki stórkostlegar brýr nema á Hróarsh.læk og dálitla brú á Fosslæk. Mishæðir eru ekki miklar á þessum vegi 2-3 holt, sem eru lág. Mér finnst vegurinn á þessum stað styttri og kostnaðarminni og eins og ég áður gat um, eru 2 vegir gerðir með sömu krónunni frá Þjórsárbrú útfyrir Orustudal - fyrir norðan Önundarholt. - Einnig er það hugsandi, að hægara verði með áfangastaði á þessum vegi, fremur en hinum. Svo er ég sannfærður um, að þessi vegur yrði miklu varanlegri en sá áður nefndi, því vel get ég hugsað, að hann (efri vegurinn) yrði ófær eftir fá ár, af öflum náttúrunnar, þegar ferðamönnum lægi mest á, eins og þrátt og oft hefur komið fyrir á undanfarandi tíð.
Urriðafossi 5. júlí 1895.
Einar Einarsson.


Þjóðólfur, 19. júlí 1895, 47. árg., 86. tbl., bls. 143:

Fáein orð um veginn millum brúnna.
Í 30. nr. "Þjóðólfs" 21. f. m., stendur grein um vegalagningu millum brúnna á Þjórsá og Ölfusá, og má höfundurinn hafa almennings þakkir fyrir að vekja það mál í blöðunum, því það ætti að vera áhugamál þjóðarinnar. Höf. getur þess, að um veginn séu allskiptar skoðanir, en enginn sé svo djarfur, að rita um hann eitt einasta orð. Það er líka satt, og ber vott um mikla deyfð í jafn mikilsverðu máli. Höf. getur þess, að menn megi reka minni til vegarins millum brúnna næstliðið haust. - Það er líka sannmæli, mig rekur einnig minni til hans, því ég var einn með öðrum fleirum úr ýmsum hreppum og öðrum sýslum, sem urðum að forðast sem mest veginn út yfir Flóann. Við urðum að krækja frá brúnni á Hróarsholtslæk, (sem er fyrir utan Gneistastaði), útyfir Hraungerðisheiði fyrir norðan þinghús Hraungerðisheiði fyrir norðan þinghús Hraungerðishreppsmanna, og þar útyfir og út á "Sorta" svo nefndan. Var það lítt farandi með hesta fyrir for og grjóti, en þó var það betra en vegurinn. Síðan urðum við að fara fyrir utan alla Hraungerðisheiði bak við Bollastaði og Krók. Þá var eftir að komast yfir Krókskeldu, sem var ill yfirferðar; þó tókst okkur það um síðir, án þess að skemma hesta okkar. Á þessum vegi gengu vatnsgusurnar jafnhátt mönnunum á hestunum, skemmdu farangur okkar meira og minna og gerðu okkur sjálfa vota. Um annan veg var ekki að tala. Króksbrúin, sem lögð hafa verið í mörg hundruð krónur, var algerlega ófær; þarna höfðum við þó grasrót víðast hvar og hleyptum ei hestum okkar til muna í. Þetta hef ég mörgum sinnum farið á æfi minni í líkum ófærum og í haust, og rekur mig jafnt minni til þess í haust og áður fyrri. Það er ekki af kjarkleysi eða áhugaleysi mínu, að ég hef ekki ritað umnefndan veg fyr; á ég það höfundinum að þakka, að ég fæ nú framkvæmd til þess, og vil benda á nokkur atriði, sem gr. höf. hefur verið því miður ókunnugur. Ég er því samdóma, að hr. Sigurður Thoroddsen sé einfær að ráð því, hvar veginn skuli leggja, en jafnframt ber ég það traust til hans, að hann veiti eftirtekt bendingum kunnugra og greindra manna, hvar hyggilegast væri að leggja veginn fyrir alda og óborna; finnst mér því áríðandi, að þeir menn hefðu það hugfast, að benda S. Thoroddsen þar á veginn, sem heppilegast væri fyrir land og lýð, án þess að hafa eigin hag í fyrirrúmi, og einkum þegar vegfræðingurinn er hér jafnókunnugur þeim áhrifum, er náttúran kann að haf á vegagerðir hér um pláss, flestar ársins tíðir.
Skal ég þá fyrst tala um veginn frá Þjórsárbrú út fyrir "Flatholt". ER þá fyrst: að frá Skálmholti að Dælarétt liggur laut, sem vegurinn yrði að liggja yfir; á þeim vegi ef engin mishæð utan sú, sem Dælarétt stendur á. Þó ver það tíðum við, að vatnsflóðið, sem kemur báðu megin við Skálmholts-holt, flóir yfir þá mishæð, og þá er Skálmholt hólmi innan í vatninu og lítt fært að bænum á neina hlið.
Svo vildi ég minnast á "Launstig" fyrir utan Flatholt, sem vegurinn myndi verða að liggja yfir. Hann verðu lítt fær eða ófær í snjóflóðum og vatnagangi. Á þessum vegi ímynda ég mér, að þyrfti mjög upphleyptan veg, ef duga ætti, og stórar brýr. Hverjar torfærur eru á veginum frá Launstíg út fyrir Ölversholt, er ég ekki svo kunnugur að lýsa, en það rekur mig minni til á fyrri dögum mínum, að ég reið hvergi nærri í sí Flóanum, en frá Ölversholti og upp að Hjálmholti og var það ekki af hlaupi þá úr Hvítá. Ég ímynda mér eins og gr.höf., að veginum verði á þessum stað hætta búin, þegar Flóinn er upphleyptur af snjó og ísalögum og þar á ofan koma þessi stóru hlaup úr Hvítá, sem bæir standa ekki upp úr nema eins og smáhólar og hvergi fært yfir útflóann nema fuglinum fljúgandi. Þar á ofan sýnist mönnum nokkuð öfug stefna frá Þjórsárbr. vestan til á Hestfjall, í stað þess að stefnan milli brúnna er fyrir framan Ingólfsfjall.
Flestir óska, að vegurinn yrði lagður skammt fyrir utan Urriðafoss, nokkuð fyrir framan Kampholt og Hnaus, framan Hurðarbak og útyfir mynnið á Orustudal, - sem liggur ofan í Hurðarbaksdal - útyfir Hróarholtslæk fyrir ofan Hróarsholt og framan Vola, þaðan nálægt Sölvholtsholti; þar mun útflóinn liggja hæst; er þá farið að drag úr afli hlaupanna. - Nú sjá allir menn, að með þessum vegi eru gerðir 2 vegir undir eins, eins og höf. bendir til. Á þessum vegi þyrfti ekki stórkostlegar brýr nema á Hróarsh.læk og dálitla brú á Fosslæk. Mishæðir eru ekki miklar á þessum vegi 2-3 holt, sem eru lág. Mér finnst vegurinn á þessum stað styttri og kostnaðarminni og eins og ég áður gat um, eru 2 vegir gerðir með sömu krónunni frá Þjórsárbrú útfyrir Orustudal - fyrir norðan Önundarholt. - Einnig er það hugsandi, að hægara verði með áfangastaði á þessum vegi, fremur en hinum. Svo er ég sannfærður um, að þessi vegur yrði miklu varanlegri en sá áður nefndi, því vel get ég hugsað, að hann (efri vegurinn) yrði ófær eftir fá ár, af öflum náttúrunnar, þegar ferðamönnum lægi mest á, eins og þrátt og oft hefur komið fyrir á undanfarandi tíð.
Urriðafossi 5. júlí 1895.
Einar Einarsson.