1893

Ísa-fold, 12. apríl 1893, 20. árg., 19. tbl., forsíða:

Dragferjur.
Þó að lýst væri stuttlega dragferjunni á Héraðsvötnunum vestari í vetur, mun hinni ýtarlegu lýsingu, er hér fer á eftir, eftir höfuðsmiðinn, hr. Einar B. Guðmundsson á Hraunum, engan veginn of aukið. Hún er svo nákvæm og skilmerkileg, að meðalgreindum mönnum og sæmilega högum er naumast ofætlun að gera dragferjur eftir henni hér um bil hvar sem er, og getur það komið í góðar þarfir víða þar, sem annaðhvort er óbrúandi eða svo kostnaðarsamt, að ókleyft verður í bráð eða lengd.
Þrátt fyrir mikinn áhuga á brúargerð hér á landi nú orðið og sæmilegt örlæti á fjárframlögum til þess af þingsins hálfu, verður þess æðilangt að bíða, að brýr fáist á þau vatnsföll hér á landi, er brýna nauðsyn ber til. En fyr er gilt en valið sé, og virðist engin frágangssök að bjargast við dragferjur eða svifferjur hingað og þangað til bráðabirgða, á þau vatnsföll, er fyrirsjáanlegt er, að ekki muni verða brúuð fyrst um sinn. Verði dragferjan enn nýtileg, er sá tími kemur, að brú fæst á ána, þarf eigi annað en færa hana þá á annað vatnsfall þar nærri, ef við verður komið, eða á annan stað á sömu ánni, og nota hana þannig áfram meðan endist. Dragferjusmíðikostnaðurinn er eigi nema lítið brot af því sem brú kostar, og þó að miklu minna sé gagn að dragferju en brú, þá er samt enn meiri munur á því, hvað dragferjan tekur fram einfaldri ferju. Ókostirnir á dragferjunni eru, að taka verður hana af ánni að haustinu, undir eins og nokkurt ísrek til muna kemur í ána, og verða þá hestarnir að synda eftir sem áður, og það einmitt þegar síst skyldi, að viðhald á þeim er fremur kostnaðarsamt, og að maður verður að fylgja dragferjunni, eins og algengri ferju. En kostirnir eru líka miklir: að þurfa ekki annað, hvort heldur verið er með fé eða hesta eða aðra gripi, en að reka það eða teyma út í ferjuna eins og í rétt og upp úr henni aftur, er að kemur að hinu landinu. Að vetrinum brúar og frostið flestar ár hér á landi vikum og mánuðum saman, en miklum lestaferðum og fjárflutningi að minnsta kosti má sneiða að meiru leyti hjá bæði í leysingum á vorin og eins eftir að ísrek hefst að haustinu. Mjög vænt kvað og Skagfirðingum þykja um þessa dragferju sína; en hún er nú raunar þar, sem alls eigi er hægt að brúa hvort sem er.
Þá kemur hér lýsingin á nefndri dragferju.
Dragferjan á vestri Héraðsvatnaósnum í Skagafirði er 12 ál. lengd að ofan og tæpar 6 ál. á breidd; stefni í báðum endum með nokkrum lotum. Botninn, 10 ál. á lengd og hér um bil 3½ á breidd um miðjuna, er "stokkbyggður" úr 1½ þuml. borðum og "kalfatrað" neðan í allar fellingar með stálbiki yfir (botninn náttúrlega marflatur). Ofan í botninum eru böndin úr 2 þuml. plönkum með fullri breidd. Utan á botninn er svo súðbyrt úr 1¼ þuml. borðum neðst og 1. þuml. borðum að ofan, 7 umför, en töluverð kringing eða áhlaup er á þeim öllum, af því þau eru undin frá báðum endum til að fá útlagið (skábyrðing) sem mest um miðjuna, svo að ferjan yrði skerstöðug; dýptin á sjálfum ferjuskrokknum, þegar lögð er þverslá yfir hann, er þannig ekki meira en nálægt 20 þuml. Böndin í hliðunum eru úr 3 þml. plönkum og ganga allstaðar niður í botnborðin við hlið botnplankanna. Ofan á byrðinginn kemur skjólborð. 3 borðbreiddir eru flettu, og ganga stytturnar innan í því niður í byrðinginn eins og á þilskipum. Skjólborð þetta stendur mikið til lóðrétt upp og eru í báðum hliðum um miðjuna dyr í gegn um það með vel sterkum stuðlum (fullkomin plankabreidd) til beggja hliða, er ná nokkuð upp fyrir skjólborðið, og eru í dyr þessar gerðir hlerar, tæpar 2 ál. á hæð, sem leika á þreföldum, mjög sterkum járnhjörum að neðan. Þegar hlerum þessum er hleypt niður, mynda þeir bryggju til að fara á upp í ferjuna og út úr henni við bæði löndin, en meðan yfrum er dregið, er þeim krókað upp að dyrastuðlunum. Nálægt endanum á hlerum þessum er lítið hjól í annarri röðinni, er trássa leikur í, svo léttara sé fyrir ferjumanninn, að draga hlerann upp og hleypa honum niður. Í framstafni ferjunnar er vinda og 1 sveif á afturenda hennar, sem snúið er til beggja hliða, eftir því, hvort farið er austur eða vestur yfir ósinn. Vinda þessi er upphækkandi til beggja enda, með 2 brögðum utan um sig af dráttarfærinu, og hlaupa brögðin jafnhraðan að miðjunni þegar snúið er, en dráttarfærið leikur í hjólum ofan á keipnum báðum megin við, eða réttara sagt milli tveggja hjóla hvoru megin, sem liggja lárétt á keipnum og snúa röðunum saman innan í hlýranum, svo þó ferjan dragist hálf-skakkt yfir - sem að öðru leyti horfir beint í strauminn þegar hún liggur kyrr - þá liggja þó brögðin beint frá vindunni út á keipinn. Á báðum löndum eru 3 ál. háir trébúkkar og í þá er dráttarfærið fest; aftur af þessum búkkum, sem þá að öðru leyti eru fylltir með grjóti, eru 2 stagir úr járnþráðakaðli, 5 faðma langir hvorum megin, er liggja á ská, svo þeir halda á móti átakinu af dráttarkaðlinum, hvort sem það kemur ofan frá eða neðan frá (það kemur nefnilega oft mikill innstraumur í ósinn), en endarnir á þessum vírstögum eru þannig festir í sandinum, að grafin eru niður þvertré, sem þeir standa í gegnum, og borið grjót á þau að ofan. Stagir þessir mega ekki vera úr hampkaðli, af því væta og þurrkur hefur svo mikil áhrif á, að gera hann slakan og stirðan. Dálítið fram í vötnin er lagt akkeri með hlekkjum og kaðli við; kaðlinum er haldið ofan á vatninu með duflum, og er sá kaðall ætíð fastur í ferjunni, þegar hún ekki er brúkuð, til að varna því, að hún fari út úr ósnum, ef dráttarfærið kynni að bila, og fleira er gert til tryggingar, t.d. að ræði eru á ferjunni og árar til taks að bjarga sér að landi með, ef dráttarfærið kynni að bila, meðan verið er að ferja. - Dráttarfærið er 2 þuml. kaðall, og var áformið upphaflega að það yrði tvöfalt, þannig, að endarnir væru festir í stefnið á ferjunni frá báðum hliðum og það léki svo í blökkum á búkkunum, en straumþunginn lagðist þá svo mikið í kaðalinn, að erfitt var að snúa sig yfir með vindunni, enda þykir það nú helsti ókosturinn, að nokkuð er þungt að snúa sig yfir með vindunni, þó að dráttarkaðallinn sé að eins einfaldur, og er því búið að fá spilhjól með "drífara", er verður sett í ferjuna á næsta vori. - Í afturendanum er dálítið upphækkað innra fóðrið og þar eru bekkir settir til að sitja á, en allur miðpartur ferjunnar er ætlaður fyrir hestana, og voru þeir hafðir þar 8 í einu, þegar mikið var að flytja, enda var það sögn ferjumannanna, að umferðin hefði verið þar fullum helmingi meiri yfir ósinn næstliðið sumar en nokkurn tíma hefði áður verið. Allt járn í ferjunni og umbúnaðinum er galvaníserað.
Hraunum 23. febr. 1893.
E. B. Guðmundsson.


Ísa-fold, 12. apríl 1893, 20. árg., 19. tbl., forsíða:

Dragferjur.
Þó að lýst væri stuttlega dragferjunni á Héraðsvötnunum vestari í vetur, mun hinni ýtarlegu lýsingu, er hér fer á eftir, eftir höfuðsmiðinn, hr. Einar B. Guðmundsson á Hraunum, engan veginn of aukið. Hún er svo nákvæm og skilmerkileg, að meðalgreindum mönnum og sæmilega högum er naumast ofætlun að gera dragferjur eftir henni hér um bil hvar sem er, og getur það komið í góðar þarfir víða þar, sem annaðhvort er óbrúandi eða svo kostnaðarsamt, að ókleyft verður í bráð eða lengd.
Þrátt fyrir mikinn áhuga á brúargerð hér á landi nú orðið og sæmilegt örlæti á fjárframlögum til þess af þingsins hálfu, verður þess æðilangt að bíða, að brýr fáist á þau vatnsföll hér á landi, er brýna nauðsyn ber til. En fyr er gilt en valið sé, og virðist engin frágangssök að bjargast við dragferjur eða svifferjur hingað og þangað til bráðabirgða, á þau vatnsföll, er fyrirsjáanlegt er, að ekki muni verða brúuð fyrst um sinn. Verði dragferjan enn nýtileg, er sá tími kemur, að brú fæst á ána, þarf eigi annað en færa hana þá á annað vatnsfall þar nærri, ef við verður komið, eða á annan stað á sömu ánni, og nota hana þannig áfram meðan endist. Dragferjusmíðikostnaðurinn er eigi nema lítið brot af því sem brú kostar, og þó að miklu minna sé gagn að dragferju en brú, þá er samt enn meiri munur á því, hvað dragferjan tekur fram einfaldri ferju. Ókostirnir á dragferjunni eru, að taka verður hana af ánni að haustinu, undir eins og nokkurt ísrek til muna kemur í ána, og verða þá hestarnir að synda eftir sem áður, og það einmitt þegar síst skyldi, að viðhald á þeim er fremur kostnaðarsamt, og að maður verður að fylgja dragferjunni, eins og algengri ferju. En kostirnir eru líka miklir: að þurfa ekki annað, hvort heldur verið er með fé eða hesta eða aðra gripi, en að reka það eða teyma út í ferjuna eins og í rétt og upp úr henni aftur, er að kemur að hinu landinu. Að vetrinum brúar og frostið flestar ár hér á landi vikum og mánuðum saman, en miklum lestaferðum og fjárflutningi að minnsta kosti má sneiða að meiru leyti hjá bæði í leysingum á vorin og eins eftir að ísrek hefst að haustinu. Mjög vænt kvað og Skagfirðingum þykja um þessa dragferju sína; en hún er nú raunar þar, sem alls eigi er hægt að brúa hvort sem er.
Þá kemur hér lýsingin á nefndri dragferju.
Dragferjan á vestri Héraðsvatnaósnum í Skagafirði er 12 ál. lengd að ofan og tæpar 6 ál. á breidd; stefni í báðum endum með nokkrum lotum. Botninn, 10 ál. á lengd og hér um bil 3½ á breidd um miðjuna, er "stokkbyggður" úr 1½ þuml. borðum og "kalfatrað" neðan í allar fellingar með stálbiki yfir (botninn náttúrlega marflatur). Ofan í botninum eru böndin úr 2 þuml. plönkum með fullri breidd. Utan á botninn er svo súðbyrt úr 1¼ þuml. borðum neðst og 1. þuml. borðum að ofan, 7 umför, en töluverð kringing eða áhlaup er á þeim öllum, af því þau eru undin frá báðum endum til að fá útlagið (skábyrðing) sem mest um miðjuna, svo að ferjan yrði skerstöðug; dýptin á sjálfum ferjuskrokknum, þegar lögð er þverslá yfir hann, er þannig ekki meira en nálægt 20 þuml. Böndin í hliðunum eru úr 3 þml. plönkum og ganga allstaðar niður í botnborðin við hlið botnplankanna. Ofan á byrðinginn kemur skjólborð. 3 borðbreiddir eru flettu, og ganga stytturnar innan í því niður í byrðinginn eins og á þilskipum. Skjólborð þetta stendur mikið til lóðrétt upp og eru í báðum hliðum um miðjuna dyr í gegn um það með vel sterkum stuðlum (fullkomin plankabreidd) til beggja hliða, er ná nokkuð upp fyrir skjólborðið, og eru í dyr þessar gerðir hlerar, tæpar 2 ál. á hæð, sem leika á þreföldum, mjög sterkum járnhjörum að neðan. Þegar hlerum þessum er hleypt niður, mynda þeir bryggju til að fara á upp í ferjuna og út úr henni við bæði löndin, en meðan yfrum er dregið, er þeim krókað upp að dyrastuðlunum. Nálægt endanum á hlerum þessum er lítið hjól í annarri röðinni, er trássa leikur í, svo léttara sé fyrir ferjumanninn, að draga hlerann upp og hleypa honum niður. Í framstafni ferjunnar er vinda og 1 sveif á afturenda hennar, sem snúið er til beggja hliða, eftir því, hvort farið er austur eða vestur yfir ósinn. Vinda þessi er upphækkandi til beggja enda, með 2 brögðum utan um sig af dráttarfærinu, og hlaupa brögðin jafnhraðan að miðjunni þegar snúið er, en dráttarfærið leikur í hjólum ofan á keipnum báðum megin við, eða réttara sagt milli tveggja hjóla hvoru megin, sem liggja lárétt á keipnum og snúa röðunum saman innan í hlýranum, svo þó ferjan dragist hálf-skakkt yfir - sem að öðru leyti horfir beint í strauminn þegar hún liggur kyrr - þá liggja þó brögðin beint frá vindunni út á keipinn. Á báðum löndum eru 3 ál. háir trébúkkar og í þá er dráttarfærið fest; aftur af þessum búkkum, sem þá að öðru leyti eru fylltir með grjóti, eru 2 stagir úr járnþráðakaðli, 5 faðma langir hvorum megin, er liggja á ská, svo þeir halda á móti átakinu af dráttarkaðlinum, hvort sem það kemur ofan frá eða neðan frá (það kemur nefnilega oft mikill innstraumur í ósinn), en endarnir á þessum vírstögum eru þannig festir í sandinum, að grafin eru niður þvertré, sem þeir standa í gegnum, og borið grjót á þau að ofan. Stagir þessir mega ekki vera úr hampkaðli, af því væta og þurrkur hefur svo mikil áhrif á, að gera hann slakan og stirðan. Dálítið fram í vötnin er lagt akkeri með hlekkjum og kaðli við; kaðlinum er haldið ofan á vatninu með duflum, og er sá kaðall ætíð fastur í ferjunni, þegar hún ekki er brúkuð, til að varna því, að hún fari út úr ósnum, ef dráttarfærið kynni að bila, og fleira er gert til tryggingar, t.d. að ræði eru á ferjunni og árar til taks að bjarga sér að landi með, ef dráttarfærið kynni að bila, meðan verið er að ferja. - Dráttarfærið er 2 þuml. kaðall, og var áformið upphaflega að það yrði tvöfalt, þannig, að endarnir væru festir í stefnið á ferjunni frá báðum hliðum og það léki svo í blökkum á búkkunum, en straumþunginn lagðist þá svo mikið í kaðalinn, að erfitt var að snúa sig yfir með vindunni, enda þykir það nú helsti ókosturinn, að nokkuð er þungt að snúa sig yfir með vindunni, þó að dráttarkaðallinn sé að eins einfaldur, og er því búið að fá spilhjól með "drífara", er verður sett í ferjuna á næsta vori. - Í afturendanum er dálítið upphækkað innra fóðrið og þar eru bekkir settir til að sitja á, en allur miðpartur ferjunnar er ætlaður fyrir hestana, og voru þeir hafðir þar 8 í einu, þegar mikið var að flytja, enda var það sögn ferjumannanna, að umferðin hefði verið þar fullum helmingi meiri yfir ósinn næstliðið sumar en nokkurn tíma hefði áður verið. Allt járn í ferjunni og umbúnaðinum er galvaníserað.
Hraunum 23. febr. 1893.
E. B. Guðmundsson.