1893

Ísafold, 15. júlí 1893, 20. árg., 46. tbl., fylgiblað:

Sýslufundargjörðir í Árnessýslu.
Ágrip af sýslufundargjörðum í Árnessýslu
á aðalfundi 25.-27. apríl 1893.
Á fundinum mættu auk oddvita sýslunefndarmenn úr öllum hreppum sýslunnar. Þessi mál veru tekin til meðferðar:
7. Tilkynnt samþykki amtsráðsins til þess að vegurinn frá Þorlákshöfn út í Selvog verði sýsluvegur.
21. Bornar saman skýrslur hreppstjóra og presta um tölu verkfærra manna í hverjum hrepp. Eftir þessum skýrslum og upplýsingum kunnugra nefndarmanna ákvað nefndin tölu verkfærra manna í hverjum hreppi þannig:
Í Selvogshrepp ¿¿¿¿ 30 verkfærir
- Ölfushrepp ¿¿¿¿¿ 143 verkfærir
- Grafningshrepp ¿¿¿. 25 verkfærir
- Þingvallahrepp ¿¿¿.. 35 verkfærir
- Grímsneshrepp ¿¿¿.. 154½ verkfærir
- Biskupstungnahrepp ¿. 132 verkfærir
- Hrunamannahrepp ¿¿. 106 verkfærir
- Gnúpverjahrepp ¿¿¿. 67 verkfærir
- Skeiðahrepp ¿¿¿¿¿ 64 verkfærir
- Villingaholtshrepp ¿¿.. 81½ verkfærir
- Gaulverjabæjarhrepp ¿.. 91 verkfærir
- Hraungerðishrepp ¿¿... 72 verkfærir
- Sandvíkurhrepp ¿¿¿.. 73 verkfærir
- Sokkseyrarhrepp ¿¿¿ 328½ verkfærir
Alls 1.402½ verkfærir.
Þá verða dagsverkin 701¼, hvert á 2 kr. 50 a. Þá verður vegagjald sýslunnar þ. á. 1.753 kr. 13 a.
27. Lögð fram skýrsla Erlendar Zakaríassonar um vegaskoðun hans í sýslunni, samkvæmt tillögum síðasta sýslunefndarfundar. Eftir nokkrar umræður um vegmál sýslunnar í heild sinni varð það niðurstaðan, að kjósa nefnd til að íhuga málið og koma fram með ákveðnar tillögur um það fyrir næsta sýslunefndarfund. Jafnframt var oddvita falið að senda skýrslu Erlendar í hverja sveit sýslunnar, til að fá álit hreppsbúa í öllum hreppum. Þetta álit hreppsbúa skyldu allar hreppsnefndir hafa sent til sýslumanns fyrir næsta nýjár, en hann svo afhenda það nefnd þeirri, er átti að undirbúa málið. Í nefndina voru kosnir nefndarmaður Grímsnesshrepps, nefndarmaður Hrunamannahrepps og Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi.
28. Frá Grímsneshrepp kom bæn til nefndarinnar um að fá styrk til að brúa Sogið, og jafnframt um meðmæli nefndarinnar til alþingis, um að leggja fram aðalkostnaðinn við brúargjörðina. Nefndin vildi lofa að leggja fram 1/6 af kostnaðinum, ef alþingi legði fram 2/3, en hlutaðeigandi sveitir, Grímsnes og Biskupstungur, 1/6. Hin umbeðnu meðmæli veitti nefndin fúslega.
29. Oddvita var falið, að fara þess á leit, að reyna að koma fyrir manni hjá Erlendi Zakaríassyni til að læra vegagjörð, í því skyni að geta staðið fyrir vegagjörðum innansýslu og lofaði, að sjá slíkum manni fyrir vinnu eftirleiðis, ef hann reyndist fær til þessa starfa. Oddvita falið að ráða manninn. Bónarbréf um það skyldu komin til oddvita fyrir miðjan maí.
30. Krafa Jóns Árnasonar í Alviðru um 3 kr. endurgjald fyrir tilhjálp við bátfærslu á Soginu upp að hinu fyrirhugaða brúarstæði færð niður um helming.
31. Eftir ósk oddvita í Ölfushrepp leyft að nema úr sveitarreikningi þess hrepps gamlar eftirstöðvar af kostnaði við vegabót á sýsluvegi, að upphæð 24 kr. 81 e.
32. Samþykkt að greiða 22 kr. 5 a. fyrir bráðabirgða-aðgerð á brúnni yfir Baugstaðaá.
33. Samþykkt svolátandi áætlun um tekjur og gjöld sýsluvegasjóðsins 1893:
Tekjur:
1. Eftirstöðvar frá f. á. ¿¿¿¿¿¿¿¿.¿¿¿ kr. 182,73
2. Sýsluvegagjaldið 1893 ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 1.753,13
3. Tveggja ára vextir af skuld Jóns Magnússonar .. 36,00
Samtals kr. 1.971,86


Ísafold, 15. júlí 1893, 20. árg., 46. tbl., fylgiblað:

Sýslufundargjörðir í Árnessýslu.
Ágrip af sýslufundargjörðum í Árnessýslu
á aðalfundi 25.-27. apríl 1893.
Á fundinum mættu auk oddvita sýslunefndarmenn úr öllum hreppum sýslunnar. Þessi mál veru tekin til meðferðar:
7. Tilkynnt samþykki amtsráðsins til þess að vegurinn frá Þorlákshöfn út í Selvog verði sýsluvegur.
21. Bornar saman skýrslur hreppstjóra og presta um tölu verkfærra manna í hverjum hrepp. Eftir þessum skýrslum og upplýsingum kunnugra nefndarmanna ákvað nefndin tölu verkfærra manna í hverjum hreppi þannig:
Í Selvogshrepp ¿¿¿¿ 30 verkfærir
- Ölfushrepp ¿¿¿¿¿ 143 verkfærir
- Grafningshrepp ¿¿¿. 25 verkfærir
- Þingvallahrepp ¿¿¿.. 35 verkfærir
- Grímsneshrepp ¿¿¿.. 154½ verkfærir
- Biskupstungnahrepp ¿. 132 verkfærir
- Hrunamannahrepp ¿¿. 106 verkfærir
- Gnúpverjahrepp ¿¿¿. 67 verkfærir
- Skeiðahrepp ¿¿¿¿¿ 64 verkfærir
- Villingaholtshrepp ¿¿.. 81½ verkfærir
- Gaulverjabæjarhrepp ¿.. 91 verkfærir
- Hraungerðishrepp ¿¿... 72 verkfærir
- Sandvíkurhrepp ¿¿¿.. 73 verkfærir
- Sokkseyrarhrepp ¿¿¿ 328½ verkfærir
Alls 1.402½ verkfærir.
Þá verða dagsverkin 701¼, hvert á 2 kr. 50 a. Þá verður vegagjald sýslunnar þ. á. 1.753 kr. 13 a.
27. Lögð fram skýrsla Erlendar Zakaríassonar um vegaskoðun hans í sýslunni, samkvæmt tillögum síðasta sýslunefndarfundar. Eftir nokkrar umræður um vegmál sýslunnar í heild sinni varð það niðurstaðan, að kjósa nefnd til að íhuga málið og koma fram með ákveðnar tillögur um það fyrir næsta sýslunefndarfund. Jafnframt var oddvita falið að senda skýrslu Erlendar í hverja sveit sýslunnar, til að fá álit hreppsbúa í öllum hreppum. Þetta álit hreppsbúa skyldu allar hreppsnefndir hafa sent til sýslumanns fyrir næsta nýjár, en hann svo afhenda það nefnd þeirri, er átti að undirbúa málið. Í nefndina voru kosnir nefndarmaður Grímsnesshrepps, nefndarmaður Hrunamannahrepps og Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi.
28. Frá Grímsneshrepp kom bæn til nefndarinnar um að fá styrk til að brúa Sogið, og jafnframt um meðmæli nefndarinnar til alþingis, um að leggja fram aðalkostnaðinn við brúargjörðina. Nefndin vildi lofa að leggja fram 1/6 af kostnaðinum, ef alþingi legði fram 2/3, en hlutaðeigandi sveitir, Grímsnes og Biskupstungur, 1/6. Hin umbeðnu meðmæli veitti nefndin fúslega.
29. Oddvita var falið, að fara þess á leit, að reyna að koma fyrir manni hjá Erlendi Zakaríassyni til að læra vegagjörð, í því skyni að geta staðið fyrir vegagjörðum innansýslu og lofaði, að sjá slíkum manni fyrir vinnu eftirleiðis, ef hann reyndist fær til þessa starfa. Oddvita falið að ráða manninn. Bónarbréf um það skyldu komin til oddvita fyrir miðjan maí.
30. Krafa Jóns Árnasonar í Alviðru um 3 kr. endurgjald fyrir tilhjálp við bátfærslu á Soginu upp að hinu fyrirhugaða brúarstæði færð niður um helming.
31. Eftir ósk oddvita í Ölfushrepp leyft að nema úr sveitarreikningi þess hrepps gamlar eftirstöðvar af kostnaði við vegabót á sýsluvegi, að upphæð 24 kr. 81 e.
32. Samþykkt að greiða 22 kr. 5 a. fyrir bráðabirgða-aðgerð á brúnni yfir Baugstaðaá.
33. Samþykkt svolátandi áætlun um tekjur og gjöld sýsluvegasjóðsins 1893:
Tekjur:
1. Eftirstöðvar frá f. á. ¿¿¿¿¿¿¿¿.¿¿¿ kr. 182,73
2. Sýsluvegagjaldið 1893 ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 1.753,13
3. Tveggja ára vextir af skuld Jóns Magnússonar .. 36,00
Samtals kr. 1.971,86