1893

Ísafold, 30. ágúst 1893, 20. árg., 59. tbl., bls. 235:

Lög frá Alþingi.
Hér birtist enn nokkuð af lögum þeim, er afgreiddust frá þinginu:
XXXIV. Lög um vegi.
I. kafli
Um skipting á vegum.
1. gr. Vegir á Íslandi eru: flutningabrautir, þjóðvegir, fjallvegir, sýsluvegir og hreppsvegir.
2. gr. Flutningabrautir eru þeir vegir, sem aðalvörumagn helstu héraða er flutt um. Þjóðvegir eru þeir vegir, sem aðalpóstleiðir liggja um. Fjallvegir eru þeir vegir yfir fjöll og heiðar, sem eigi teljast til neins annars vegaflokks. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem í kauptún og almenn fiskiver, enda séu það eigi flutningabrautir eða þjóðvegir. Hreppsvegir eru vegir hreppa á milli og um hreppa, sem hvorki eru flutningabrautir, þjóðvegir né sýsluvegir.
3. gr. Flutningabrautir skulu fyrst um sinn vera í þessum héruðum:
1. Frá Reykjavík austur í Rangárvallarsýslu.
2. Frá Reykjavík austur að Geysi.
3. Frá Eyrarbakka upp Árnessýslu.
4. Upp Borgarfjörð.
5. Frá Blönduósi vestur Húnavatnssýslu.
6. Frá Sauðárkrók inn Skagafjörð.
7. Frá Akureyri inn Eyjafjörð.
8. Frá Húsavík inn Reykjadal.
9. Frá Búðareyri við Reyðarfjörð um Fagradal til Lagarfljóts.
4. gr. Landshöfðingi ákveður eftir tillögum sýslunefnda, amtsráða og vegfræðings, hvar leggja skuli flutningabrautir um héruðin.
5. gr. Þjóðvegir eru: 1. frá Reykjavík til Ísafjarðar, 2. frá Reykjavík til Akureyrar, 3. frá Akureyri til Seyðisfjarðar, 4. frá Reykjavík til Prestsbakka, 5. frá Prestsbakka til Eskifjarðar. Liggja skulu vegir þessir um aðalbyggðir landsins, svo beint sem verða má milli endastöðvanna eftir staðháttum.
II. kafli.
Um flutningabrautir, þjóðvegi og fjallvegi.
6. gr. Flutningabrautir, þjóðvegir og fjallvegir eru undir yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landssjóði. Ef þjóðvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegargjalds í þeirri sýslu ganga til póstvegarins.
Það fé, sem gengur til þessara þriggja vegaflokka, skal veita í fjárlögum hvers fjárhagstímabils, og skal hverjum flokki fyrir sig ákveðin viss upphæð.
7. gr. Svo skal vegi gjöra á flutningabrautum, að vel séu akfærir hlöðnum vögnum á sumrum; vegagjörðinni skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns eða verkfræðings landsins, ef slíkur verður skipaður.
8. gr. Á þjóðvegum skal svo bæta torfærur með vegaruðning og brúargjörð, að þeir séu greiðir yfirreiðar. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem mestan farartálma gjöra. Að öðru jöfnu skal fyrir bæta farartálma á fjölförnustu vegum.
9. gr. Rétt er, að fjallvegir séu reiðfærir gjörðir og varðaðir, svo sem nauðsyn ber til.
III. kafli.
Um sýsluvegi.
10. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráðið leggur á það samþykki sitt.
11. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist úr sýsluvegasjóði. Í sýsluvegasjóð greiðir hvert hreppsfélag 1 kr. 25 a. fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum 20-60 ára, í hverri stöðu sem er.
Hreppstjórar skulu á hverju ári fyrir lok marsmánaðar senda sýslumanni nafnaskrár yfir alla verkfæra menn 20-60 ára, sem heimili hafa í hreppum. Eftir skrám þessum ákveður sýslumaður sýsluvegagjald hvers hrepps. Gjaldið skal borgað úr sveitarsjóði og greiðist sýslumanni á manntalsþingi.
12. gr. Fela má sýslunefnd hlutaðeigandi sýslunefndarmanni eða hreppsnefnd umsjón með sýsluvegagjörð, hverjum í sínum hrepp, og ber þeim, sem umsjón er falin, að ráða þann verkstjóra, sem hæfur er til þess starfa.
13. gr. Sýsluvegir þeir, sem liggja út frá flutningabrautum eða eru framhald af þeim, skulu gjörast akfærir þar sem því verður við komið. Um vegabætur á sýsluvegum að öðru leyti skipar sýslunefnd fyrir, og gilda um þær sömu reglur, sem um umbætur á þjóðvegum og fjallvegum.
14. gr. Oddviti sýslunefndar skal ár hvert senda amtsráði reikning yfir tekjur og gjöld sýsluvegasjóðsins.
15. gr. Heimilt er sýslunefnd með samþykki amtsráðs að verja sýsluvegagjaldi til að styrkja gufubátsferðir í sýslunni.
IV. kafli.
Um hreppavegi.
16. gr. Hreppsnefnd semur tillögur um, hvar hreppsvegi skuli leggja í hreppi hverjum, og hvernig þeir skuli vera að breidd og ásigkomulagi, og leggur tillögur sínar undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
17. gr. Á vorhreppaskilaþingi skal greiða til kostnaðar við hreppsvegi 1 kr. 25 a. fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum 20-60 ára. Gjald þetta greiðir hver húsbóndi fyrir heimilismenn sína. Ef gjald þetta er eigi unnið upp árlega, leggst afgangurinn í vegasjóð, er hreppsnefndin geymir og hefir ábyrgð á.
18. gr. Nú er lítið að vinna að hreppsvegum, í hreppi: má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppsvegagjalds greiðist í peningum í sýsluvegasjóð. Sé aftur á móti hreppsvegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að þar eru engar flutningabrautir. Þjóðvegir né sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppsvegagjald hreppsins greiðist úr sýsluvegasjóði.
19. gr. Hreppsnefndin hefir umsjón um vinnu og aðgjörð á hreppsvegum, og skal hún skipa umsjónarmann, einn eða fleiri, til að sjá um vinnuna, svo og ráða smið, er brýr skal gjöra.
20. gr. Oddviti hreppsnefndar skal á ári hverju senda sýslunefnd reikning yfir tekjur og gjöld hreppsvegasjóðsins.
XXIV. Lög um vegi.
V. kafli.
Almenn ákvæði.
21. gr. Brýr skal gjöra á ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og ástæður leyfa. Rétt er að reisa sæluhús af vegabótafé, þar sem mikil umferð er á vetrum.
22. gr. Hver landeigandi er skyldur að leyfa, að vegur sé gjörður um land hans, og efni tekið þar sem næst er, án endurgjalds, ef eigi er skemmt tún, engi, yrkt land eða umgirt land. Sé vegur lagður um tún, engi, yrkt land eða umgirt land, svo og ef vegarefni er tekið landeiganda til skaða, skulu fullar bætur fyrir koma, eftir mati dómkvaddra manna. Skaðabætur greiðast úr landssjóði, sé vegurinn flutningabraut eða þjóðvegur, úr sýslusjóði, ef vegurinn er sýsluvegur, og úr hreppsvegasjóði, sé hann hreppsvegur.
23. gr. Hver sem af ásettu ráði skemmir vegi, brýr, vörður, ferjur eða sæluhús, skal sæta hegningu samkvæmt 296. gr. alm. hegningarlaga 25. júní 1869.
24. gr. Brot gegn lögum þessum eru lög nr. 25, 10. nóv. 1887, og lög nr. 11, 7. febr. 1890, úr gildi numin.
XXXIX.
Lög um gæslu og viðhald á brúm yfir Ölfusá og Þjórsá.
1. gr. Landshöfðingi hefir yfirumsjón með brúnni á Ölfusá hjá Selfossi og brúnni á Þjórsá hjá Þjótanda, þegar hún er komin á, kveður á um meðferð þeirra og gæslu og leggur sektir allt að 100 kr. við brotum.
2. gr. Kostnað við gæslu brúnna skal greiða úr sýslusjóðum Árness- og Rangárvallasýslu, og skiptist hann á nefnd sýslufélög eftir hlutfallinu milli samanlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðarhundraða í þeim ár hvert.
3. gr. Allan kostnað, sem viðhald brúnna útheimtir, skal greiða úr landssjóði.


Ísafold, 30. ágúst 1893, 20. árg., 59. tbl., bls. 235:

Lög frá Alþingi.
Hér birtist enn nokkuð af lögum þeim, er afgreiddust frá þinginu:
XXXIV. Lög um vegi.
I. kafli
Um skipting á vegum.
1. gr. Vegir á Íslandi eru: flutningabrautir, þjóðvegir, fjallvegir, sýsluvegir og hreppsvegir.
2. gr. Flutningabrautir eru þeir vegir, sem aðalvörumagn helstu héraða er flutt um. Þjóðvegir eru þeir vegir, sem aðalpóstleiðir liggja um. Fjallvegir eru þeir vegir yfir fjöll og heiðar, sem eigi teljast til neins annars vegaflokks. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem í kauptún og almenn fiskiver, enda séu það eigi flutningabrautir eða þjóðvegir. Hreppsvegir eru vegir hreppa á milli og um hreppa, sem hvorki eru flutningabrautir, þjóðvegir né sýsluvegir.
3. gr. Flutningabrautir skulu fyrst um sinn vera í þessum héruðum:
1. Frá Reykjavík austur í Rangárvallarsýslu.
2. Frá Reykjavík austur að Geysi.
3. Frá Eyrarbakka upp Árnessýslu.
4. Upp Borgarfjörð.
5. Frá Blönduósi vestur Húnavatnssýslu.
6. Frá Sauðárkrók inn Skagafjörð.
7. Frá Akureyri inn Eyjafjörð.
8. Frá Húsavík inn Reykjadal.
9. Frá Búðareyri við Reyðarfjörð um Fagradal til Lagarfljóts.
4. gr. Landshöfðingi ákveður eftir tillögum sýslunefnda, amtsráða og vegfræðings, hvar leggja skuli flutningabrautir um héruðin.
5. gr. Þjóðvegir eru: 1. frá Reykjavík til Ísafjarðar, 2. frá Reykjavík til Akureyrar, 3. frá Akureyri til Seyðisfjarðar, 4. frá Reykjavík til Prestsbakka, 5. frá Prestsbakka til Eskifjarðar. Liggja skulu vegir þessir um aðalbyggðir landsins, svo beint sem verða má milli endastöðvanna eftir staðháttum.
II. kafli.
Um flutningabrautir, þjóðvegi og fjallvegi.
6. gr. Flutningabrautir, þjóðvegir og fjallvegir eru undir yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landssjóði. Ef þjóðvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegargjalds í þeirri sýslu ganga til póstvegarins.
Það fé, sem gengur til þessara þriggja vegaflokka, skal veita í fjárlögum hvers fjárhagstímabils, og skal hverjum flokki fyrir sig ákveðin viss upphæð.
7. gr. Svo skal vegi gjöra á flutningabrautum, að vel séu akfærir hlöðnum vögnum á sumrum; vegagjörðinni skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns eða verkfræðings landsins, ef slíkur verður skipaður.
8. gr. Á þjóðvegum skal svo bæta torfærur með vegaruðning og brúargjörð, að þeir séu greiðir yfirreiðar. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem mestan farartálma gjöra. Að öðru jöfnu skal fyrir bæta farartálma á fjölförnustu vegum.
9. gr. Rétt er, að fjallvegir séu reiðfærir gjörðir og varðaðir, svo sem nauðsyn ber til.
III. kafli.
Um sýsluvegi.
10. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráðið leggur á það samþykki sitt.
11. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist úr sýsluvegasjóði. Í sýsluvegasjóð greiðir hvert hreppsfélag 1 kr. 25 a. fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum 20-60 ára, í hverri stöðu sem er.
Hreppstjórar skulu á hverju ári fyrir lok marsmánaðar senda sýslumanni nafnaskrár yfir alla verkfæra menn 20-60 ára, sem heimili hafa í hreppum. Eftir skrám þessum ákveður sýslumaður sýsluvegagjald hvers hrepps. Gjaldið skal borgað úr sveitarsjóði og greiðist sýslumanni á manntalsþingi.
12. gr. Fela má sýslunefnd hlutaðeigandi sýslunefndarmanni eða hreppsnefnd umsjón með sýsluvegagjörð, hverjum í sínum hrepp, og ber þeim, sem umsjón er falin, að ráða þann verkstjóra, sem hæfur er til þess starfa.
13. gr. Sýsluvegir þeir, sem liggja út frá flutningabrautum eða eru framhald af þeim, skulu gjörast akfærir þar sem því verður við komið. Um vegabætur á sýsluvegum að öðru leyti skipar sýslunefnd fyrir, og gilda um þær sömu reglur, sem um umbætur á þjóðvegum og fjallvegum.
14. gr. Oddviti sýslunefndar skal ár hvert senda amtsráði reikning yfir tekjur og gjöld sýsluvegasjóðsins.
15. gr. Heimilt er sýslunefnd með samþykki amtsráðs að verja sýsluvegagjaldi til að styrkja gufubátsferðir í sýslunni.
IV. kafli.
Um hreppavegi.
16. gr. Hreppsnefnd semur tillögur um, hvar hreppsvegi skuli leggja í hreppi hverjum, og hvernig þeir skuli vera að breidd og ásigkomulagi, og leggur tillögur sínar undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
17. gr. Á vorhreppaskilaþingi skal greiða til kostnaðar við hreppsvegi 1 kr. 25 a. fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum 20-60 ára. Gjald þetta greiðir hver húsbóndi fyrir heimilismenn sína. Ef gjald þetta er eigi unnið upp árlega, leggst afgangurinn í vegasjóð, er hreppsnefndin geymir og hefir ábyrgð á.
18. gr. Nú er lítið að vinna að hreppsvegum, í hreppi: má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppsvegagjalds greiðist í peningum í sýsluvegasjóð. Sé aftur á móti hreppsvegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að þar eru engar flutningabrautir. Þjóðvegir né sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppsvegagjald hreppsins greiðist úr sýsluvegasjóði.
19. gr. Hreppsnefndin hefir umsjón um vinnu og aðgjörð á hreppsvegum, og skal hún skipa umsjónarmann, einn eða fleiri, til að sjá um vinnuna, svo og ráða smið, er brýr skal gjöra.
20. gr. Oddviti hreppsnefndar skal á ári hverju senda sýslunefnd reikning yfir tekjur og gjöld hreppsvegasjóðsins.
XXIV. Lög um vegi.
V. kafli.
Almenn ákvæði.
21. gr. Brýr skal gjöra á ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og ástæður leyfa. Rétt er að reisa sæluhús af vegabótafé, þar sem mikil umferð er á vetrum.
22. gr. Hver landeigandi er skyldur að leyfa, að vegur sé gjörður um land hans, og efni tekið þar sem næst er, án endurgjalds, ef eigi er skemmt tún, engi, yrkt land eða umgirt land. Sé vegur lagður um tún, engi, yrkt land eða umgirt land, svo og ef vegarefni er tekið landeiganda til skaða, skulu fullar bætur fyrir koma, eftir mati dómkvaddra manna. Skaðabætur greiðast úr landssjóði, sé vegurinn flutningabraut eða þjóðvegur, úr sýslusjóði, ef vegurinn er sýsluvegur, og úr hreppsvegasjóði, sé hann hreppsvegur.
23. gr. Hver sem af ásettu ráði skemmir vegi, brýr, vörður, ferjur eða sæluhús, skal sæta hegningu samkvæmt 296. gr. alm. hegningarlaga 25. júní 1869.
24. gr. Brot gegn lögum þessum eru lög nr. 25, 10. nóv. 1887, og lög nr. 11, 7. febr. 1890, úr gildi numin.
XXXIX.
Lög um gæslu og viðhald á brúm yfir Ölfusá og Þjórsá.
1. gr. Landshöfðingi hefir yfirumsjón með brúnni á Ölfusá hjá Selfossi og brúnni á Þjórsá hjá Þjótanda, þegar hún er komin á, kveður á um meðferð þeirra og gæslu og leggur sektir allt að 100 kr. við brotum.
2. gr. Kostnað við gæslu brúnna skal greiða úr sýslusjóðum Árness- og Rangárvallasýslu, og skiptist hann á nefnd sýslufélög eftir hlutfallinu milli samanlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðarhundraða í þeim ár hvert.
3. gr. Allan kostnað, sem viðhald brúnna útheimtir, skal greiða úr landssjóði.