1892

Þjóðólfur, 1. jan. 1892, 44. árg., 1. tbl., bls. 2:

Árið 1891,
sem nú er um garð gengið, hefur að mörgu leyti verið hagsældarár fyrir land vort, einkum fyrir sveitabændur, þar eð veðuráttan var einhver hin hagstæðasta allt árið, veturinn ómunalega góður og skepnuhöld því almennt ágæt; þó gjörði bráðapest allmikið tjón á sumum stöðum, einkum um efri hluta Árnessýslu. Sumarveðuráttan var einkar hagstæð og grasvöxtur óvenjulega góður. Varð því heyskapur mjög mikill víðast hvar um land allt.
¿
Árið sem leið hefur ennfremur verið allmikið framfaraár. Er fyrst og fremst að geta þess, að Ölfusárbrúin, hin fyrsta hengibrú, er gjörð hefur verið hér á landi, var smíðuð og fullgjör næstliðið sumar, og opnuð til almennrar umferðar 8. september. Þessi brú er hið stórkostlegasta samgöngumannvirki, er hingað til hefur verið unnið hér á landi og er vonandi, að mörg slík fari þar á eftir, enda verður allt auðveldara, þegar fyrsta sporið er stigið bæði í þessu sem öðru. Innan skamms verður eflaust Þjórsá brúuð og sjálfsagt fleiri stórár þegar fram líða stundir. Ölfusárbrúin mun jafnan halda uppi minningu ársins 1891 ekki aðeins sem merkisárs í sögu þjóðar vorrar yfir höfuð, heldur og sem merkisárs fyrir nýtt tímabil verklegra framfara á landi voru.


Þjóðólfur, 1. jan. 1892, 44. árg., 1. tbl., bls. 2:

Árið 1891,
sem nú er um garð gengið, hefur að mörgu leyti verið hagsældarár fyrir land vort, einkum fyrir sveitabændur, þar eð veðuráttan var einhver hin hagstæðasta allt árið, veturinn ómunalega góður og skepnuhöld því almennt ágæt; þó gjörði bráðapest allmikið tjón á sumum stöðum, einkum um efri hluta Árnessýslu. Sumarveðuráttan var einkar hagstæð og grasvöxtur óvenjulega góður. Varð því heyskapur mjög mikill víðast hvar um land allt.
¿
Árið sem leið hefur ennfremur verið allmikið framfaraár. Er fyrst og fremst að geta þess, að Ölfusárbrúin, hin fyrsta hengibrú, er gjörð hefur verið hér á landi, var smíðuð og fullgjör næstliðið sumar, og opnuð til almennrar umferðar 8. september. Þessi brú er hið stórkostlegasta samgöngumannvirki, er hingað til hefur verið unnið hér á landi og er vonandi, að mörg slík fari þar á eftir, enda verður allt auðveldara, þegar fyrsta sporið er stigið bæði í þessu sem öðru. Innan skamms verður eflaust Þjórsá brúuð og sjálfsagt fleiri stórár þegar fram líða stundir. Ölfusárbrúin mun jafnan halda uppi minningu ársins 1891 ekki aðeins sem merkisárs í sögu þjóðar vorrar yfir höfuð, heldur og sem merkisárs fyrir nýtt tímabil verklegra framfara á landi voru.