1892

Ísafold, 9. apríl 1892, 19. árg., 29. tbl., forsíða:

Hin nýja vegagjörð.
Eftir tvo vegagjörðarmenn.
Það er eflaust mjög langt síðan, að menn fóru að kvarta yfir því, hve samgöngum vorum væri ábótavant, hve erfitt væri um samfundi á ýmsum tímum árs, og þá eigi síður um nauðsynlega aðdrætti, og yfir höfuð, hve örðugt væri, að reka erindi sín við landsbúa í fjarliggjandi héruðum, einkum að vetrinum til. En það er eigi mjög langt síðan, að menn fóru að smíða lykilinn að samgöngunum, nefnil. vegi og brýr, og það lítur jafnvel út fyrir að menn hafi eigi skoðað greiðar og góðar samgöngur mjög svo þýðingarmiklar fyrir þjóðmegun vora, allt til nálægs tíma. Það mun eigi vera meira en svo sem 15-20 ár, síðan verulega sterkur áhugi vaknaði hjá oss á þessu þýðingarmikla velferðarmáli, og eigi getur heitið, að nein viðleitni í þá átt hafi komið að verulegum notum, fyr en Norðmenn fóru að stjórna hér vegagjörð, og kenna eða sýna landsbúum hvernig vegir ættu að vera.
Þessi nýja vegagerðaraðferð Norðmanna var að vísu mjög mikil umbót á vegargjörðar-káki því, sem þangað til hafði verið notað hér á landi; en, sem við var að búast, var þar með eigi ráðin bót á vanþekkingu vorri, eins og hinn svo nefndi Svínahraunsvegur, eða vegurinn frá Reykjavík upp að Svínahrauni, hefir sýnt, sem þó var að mestu leyti gjörður eingöngu undir umsjón Norðmanna. Það var og naumast við að búast, að Norðmenn, menn úr öðru landi, alveg ókunnugir hér, gætu gjört svo vegi hér, að þeim væri fullkomlega óhætt fyrir öllum áhrifum náttúrunnar, einkum vetur og vor, þegar vegunum einmitt er mest hætta búin.
Við höfum verið við vegagjörð hér á landi í nokkur ár, síðan vegagjörðaraðferð Norðmanna fór að tíðkast hér, við höfum því haft tækifæri til að kynnast vegum þeim, er þegar hafa verið lagðir hér á suðurlandi, bæði jafnóðum og þeir hafa verið lagðir, og einnig eftir það.
Reynslan hefir nú þegar sýnt, að vegir þeir, er hingað til hafa verið lagðir, eru hvergi nærri eins traustir og þeir þyrftu og ættu að vera. Auðvitað yrðu vegirnir dýrari, eftir því sem þeir væru traustari, eða með öðrum orðum; þeir yrðu styttri fyrir sömu fjárupphæð; en sá munur yrði eigi eins mikill, eins og kostnaðaraukinn við að endurbæta vegina, jafnvel á hverju ári, og það stundum máske að stórum mun.
Þetta má að nokkru leyti kenna þjóðinni, er eigi hefir látið óskir sínar í þá átt lúta að öðru en því, að fá vegina sem allra fljótast gjörða; en fjárveitingarvaldið hefir aftur orðið að sporna á móti þessari kröfu þjóðarinnar, með mjög takmörkuðum fjárframlögum. Það er því auðséð, að eigi varð annað gjört til að gjöra að vilja þjóðarinnar, en að gjöra vegina sem allra dýrasta að unnt var.
Það hefir t. d. hingað til verið látið duga, líklega helst kostnaðarins vegna, að gjöra vegarjaðrana eingöngu úr mold og þekja þá svo með torfi; en þannig lagaðir eru þeir miklu ótraustari, heldur en ef þeir væru hlaðnir upp úr sniddu eða steinlagðir, þar sem torf er ekki að fá. Auk þess þyrftu þeir að vera miklu óbrattari en þeir eru vanalega látnir vera. En einkum er það þó ofaníburðurinn, sem þyrfti að vera miklu þykkri en hann hefir verið hafður víðast hvar.
Til þess að trygging fáist fyrir, að vegirnir séu áreiðanlega traustir, þarf sá, sem verkinu stjórnar, að ferðast um og skoða vegarstæðið að vetrinum til, áður en vegurinn á að leggjast, víst einu sinni, ef ekki tvisvar, þegar mest eru snjóa- eða ísalög, og svo að vorinu til, þegar leysingar eru miklar, eins og tíðkast erlendis nálega alstaðar, þar sem vegir eru lagðir. Þá þyrfti sá, er vegagjörðinni ræður, ekki eingöngu að styðjast við sögusögn annarra, sem oft og tíðum reynist mjög misjafnlega áreiðanleg og stundum verri en engin. Veldur því bæði vanþekking manna, og ef til vill stundum líka hlutdrægni; því, sem eðlilegt er, vilja flestir helst, að vegirnir liggi nærri sér, eða sem næst sér, og benda því máske þar á vegarstæðið, sem það er miður vel valið, þrátt fyrir betri vitund; og hlýtur slíkt að hafa mjög óheillríkar afleiðingar í för með sér.
Enn fremur þarf sá, sem veginn hefir gjört, að ganga um hann eða skoða hann iðulega veturinn og vorið eftir að hann er lagður, til þess að aðgæta nákvæmlega, hvort ekki þarf að fjölga þverrennum eða stækka þær, dýpka þær eða gjöra langrennur, grafa fráveituskurði eða annað því um líkt; því þótt vegurinn kunni að standa fyrsta veturinn af, er þar með eigi fengin vissa fyrir, að hann standi af næsta vetur á eftir.
Þó að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, yrði hann þó margfalt minni ein hitt, að gjöra alveg aftur af nýju lengri eða skemmri kafla, sem sópast hefði burt í leysingum og vatnavöxtum, eins og dæmi Svínahraunsvegarins hefir einnig sýnt. Enda myndi þessi siður, sem hér er á bent, eigi vera tíðkaður erlendis, ef hann þætti eigi fullvel tilvinnandi og alveg nauðsynlegur.
En þessu þarf nú eigi að kasta upp á þjóðina; það er landsstjórnarinnar, að sjá um, að fé því, sem þingið veitir til almenningsþarfa, hvort heldur er til vegagjörðar eða annars, sé vel og skynsamlega varið, eða eigi kastað á glæ. Það er hennar, að sjá um viðhald veganna, en það verður aldrei viðunanlega annast, fyr en tekið er upp þetta vetrar-eftirlit, er aðrar þjóðir, með margfalt meiri þekkingu og reynslu í þeim efnum heldur en vér, leggja svo mikla áherslu á og telja allsendis ómissandi.
Það er vonandi, að landshöfðingi vor, sem svo mjög hefir verið hvetjandi og styðjandi að þessu þýðingarmikla og afarnauðsynlega samgöngumáli voru, láti sér nú framvegis um það annt, að mönnum þeim, sem eiga að standa fyrir vegum, gefist kostur á, að kynna sér sem allra best fyrirhuguð vegarstæði veturinn áður en veginn á að leggja, svo að þeir geti vitað svo nákvæmlega sem unnt er, bæði hvernig ís og snjóar liggja þar á vetrum, og hvernig og hve mikið vatn geti komið þar í leysingum á vorin, hvernig það hagi sér o. s. frv.; því "það þarf vel að vanda, sem lengi á að standa". Þar þyrfti og nauðsynlega eftir að fara sams konar eftirlit veturinn eftir að vegurinn er lagður, til þess að geta umbætt í tíma hvað lítið sem þá kynni að sýna sig að umbóta þyrfti við. Að bíða eftir meiri skemmdum verður margfalt kostnaðarsamara.


Ísafold, 9. apríl 1892, 19. árg., 29. tbl., forsíða:

Hin nýja vegagjörð.
Eftir tvo vegagjörðarmenn.
Það er eflaust mjög langt síðan, að menn fóru að kvarta yfir því, hve samgöngum vorum væri ábótavant, hve erfitt væri um samfundi á ýmsum tímum árs, og þá eigi síður um nauðsynlega aðdrætti, og yfir höfuð, hve örðugt væri, að reka erindi sín við landsbúa í fjarliggjandi héruðum, einkum að vetrinum til. En það er eigi mjög langt síðan, að menn fóru að smíða lykilinn að samgöngunum, nefnil. vegi og brýr, og það lítur jafnvel út fyrir að menn hafi eigi skoðað greiðar og góðar samgöngur mjög svo þýðingarmiklar fyrir þjóðmegun vora, allt til nálægs tíma. Það mun eigi vera meira en svo sem 15-20 ár, síðan verulega sterkur áhugi vaknaði hjá oss á þessu þýðingarmikla velferðarmáli, og eigi getur heitið, að nein viðleitni í þá átt hafi komið að verulegum notum, fyr en Norðmenn fóru að stjórna hér vegagjörð, og kenna eða sýna landsbúum hvernig vegir ættu að vera.
Þessi nýja vegagerðaraðferð Norðmanna var að vísu mjög mikil umbót á vegargjörðar-káki því, sem þangað til hafði verið notað hér á landi; en, sem við var að búast, var þar með eigi ráðin bót á vanþekkingu vorri, eins og hinn svo nefndi Svínahraunsvegur, eða vegurinn frá Reykjavík upp að Svínahrauni, hefir sýnt, sem þó var að mestu leyti gjörður eingöngu undir umsjón Norðmanna. Það var og naumast við að búast, að Norðmenn, menn úr öðru landi, alveg ókunnugir hér, gætu gjört svo vegi hér, að þeim væri fullkomlega óhætt fyrir öllum áhrifum náttúrunnar, einkum vetur og vor, þegar vegunum einmitt er mest hætta búin.
Við höfum verið við vegagjörð hér á landi í nokkur ár, síðan vegagjörðaraðferð Norðmanna fór að tíðkast hér, við höfum því haft tækifæri til að kynnast vegum þeim, er þegar hafa verið lagðir hér á suðurlandi, bæði jafnóðum og þeir hafa verið lagðir, og einnig eftir það.
Reynslan hefir nú þegar sýnt, að vegir þeir, er hingað til hafa verið lagðir, eru hvergi nærri eins traustir og þeir þyrftu og ættu að vera. Auðvitað yrðu vegirnir dýrari, eftir því sem þeir væru traustari, eða með öðrum orðum; þeir yrðu styttri fyrir sömu fjárupphæð; en sá munur yrði eigi eins mikill, eins og kostnaðaraukinn við að endurbæta vegina, jafnvel á hverju ári, og það stundum máske að stórum mun.
Þetta má að nokkru leyti kenna þjóðinni, er eigi hefir látið óskir sínar í þá átt lúta að öðru en því, að fá vegina sem allra fljótast gjörða; en fjárveitingarvaldið hefir aftur orðið að sporna á móti þessari kröfu þjóðarinnar, með mjög takmörkuðum fjárframlögum. Það er því auðséð, að eigi varð annað gjört til að gjöra að vilja þjóðarinnar, en að gjöra vegina sem allra dýrasta að unnt var.
Það hefir t. d. hingað til verið látið duga, líklega helst kostnaðarins vegna, að gjöra vegarjaðrana eingöngu úr mold og þekja þá svo með torfi; en þannig lagaðir eru þeir miklu ótraustari, heldur en ef þeir væru hlaðnir upp úr sniddu eða steinlagðir, þar sem torf er ekki að fá. Auk þess þyrftu þeir að vera miklu óbrattari en þeir eru vanalega látnir vera. En einkum er það þó ofaníburðurinn, sem þyrfti að vera miklu þykkri en hann hefir verið hafður víðast hvar.
Til þess að trygging fáist fyrir, að vegirnir séu áreiðanlega traustir, þarf sá, sem verkinu stjórnar, að ferðast um og skoða vegarstæðið að vetrinum til, áður en vegurinn á að leggjast, víst einu sinni, ef ekki tvisvar, þegar mest eru snjóa- eða ísalög, og svo að vorinu til, þegar leysingar eru miklar, eins og tíðkast erlendis nálega alstaðar, þar sem vegir eru lagðir. Þá þyrfti sá, er vegagjörðinni ræður, ekki eingöngu að styðjast við sögusögn annarra, sem oft og tíðum reynist mjög misjafnlega áreiðanleg og stundum verri en engin. Veldur því bæði vanþekking manna, og ef til vill stundum líka hlutdrægni; því, sem eðlilegt er, vilja flestir helst, að vegirnir liggi nærri sér, eða sem næst sér, og benda því máske þar á vegarstæðið, sem það er miður vel valið, þrátt fyrir betri vitund; og hlýtur slíkt að hafa mjög óheillríkar afleiðingar í för með sér.
Enn fremur þarf sá, sem veginn hefir gjört, að ganga um hann eða skoða hann iðulega veturinn og vorið eftir að hann er lagður, til þess að aðgæta nákvæmlega, hvort ekki þarf að fjölga þverrennum eða stækka þær, dýpka þær eða gjöra langrennur, grafa fráveituskurði eða annað því um líkt; því þótt vegurinn kunni að standa fyrsta veturinn af, er þar með eigi fengin vissa fyrir, að hann standi af næsta vetur á eftir.
Þó að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, yrði hann þó margfalt minni ein hitt, að gjöra alveg aftur af nýju lengri eða skemmri kafla, sem sópast hefði burt í leysingum og vatnavöxtum, eins og dæmi Svínahraunsvegarins hefir einnig sýnt. Enda myndi þessi siður, sem hér er á bent, eigi vera tíðkaður erlendis, ef hann þætti eigi fullvel tilvinnandi og alveg nauðsynlegur.
En þessu þarf nú eigi að kasta upp á þjóðina; það er landsstjórnarinnar, að sjá um, að fé því, sem þingið veitir til almenningsþarfa, hvort heldur er til vegagjörðar eða annars, sé vel og skynsamlega varið, eða eigi kastað á glæ. Það er hennar, að sjá um viðhald veganna, en það verður aldrei viðunanlega annast, fyr en tekið er upp þetta vetrar-eftirlit, er aðrar þjóðir, með margfalt meiri þekkingu og reynslu í þeim efnum heldur en vér, leggja svo mikla áherslu á og telja allsendis ómissandi.
Það er vonandi, að landshöfðingi vor, sem svo mjög hefir verið hvetjandi og styðjandi að þessu þýðingarmikla og afarnauðsynlega samgöngumáli voru, láti sér nú framvegis um það annt, að mönnum þeim, sem eiga að standa fyrir vegum, gefist kostur á, að kynna sér sem allra best fyrirhuguð vegarstæði veturinn áður en veginn á að leggja, svo að þeir geti vitað svo nákvæmlega sem unnt er, bæði hvernig ís og snjóar liggja þar á vetrum, og hvernig og hve mikið vatn geti komið þar í leysingum á vorin, hvernig það hagi sér o. s. frv.; því "það þarf vel að vanda, sem lengi á að standa". Þar þyrfti og nauðsynlega eftir að fara sams konar eftirlit veturinn eftir að vegurinn er lagður, til þess að geta umbætt í tíma hvað lítið sem þá kynni að sýna sig að umbóta þyrfti við. Að bíða eftir meiri skemmdum verður margfalt kostnaðarsamara.