1892

Austri, 8. nóv 1892, 2. árg., 30. tbl., forsíða:

Útskrift úr gjörðabók sýslunefndar Suðurmúlasýslu.
Árið 1892, föstudaginn 16. sept., hélt sýslunefnd Suðurmúlasýslu fund á Egilsstöðum að Völlum, voru mættir auk sýslumanns allir sýslunefndarmennirnir nema úr Berunes-, Fáskrúðsfjarðar-, og Reyðarfjarðahreppi. Á Vallahreppsmanntalsþingi var kosinn sýslunefndarmaður Guttormur Vigfússon á Strönd og í Norðfjarðarhreppi endurkosinn Sveinn Sigfússon á Nesi.
Sýslumaður tilkynnti þessi bréf amtsins:
Dags. 17. maí 1892 um vegavinnu á aðalpóstleið í sýslunni.
Dags. 20. júlí 1892, um endurskoðun á sýslusjóðsreikningum 1891: Um að leggja 250 kr. til gufuferju á Lagarfljóti, og um að samþykkja niðurjöfnun sem gjörð var vorið 1892 til sýslusjóðs; - Athugasemdir við sýsluvegasjóðsreikning 1891.
12. Var rætt um lögferjuna á Hvammi, Vallanesi og Egilsstöðum, á þessa 3 staði eru nú komnir ferjubátar. Presturinn að Vallanesi, sem staddur var á fundinum, álítur lögferju frá Vallanesi að Ási allsendis óþarfa og óskar að sýslunefndin taki aftur þá ákvörðun sína að hafa lögferju að Vallanesi. Við atkvæðagreiðslu varð sú niðurstaða, að 5 atkv. voru með að lögferjan verði sett að Vallanesi, eitt atkv. var á móti og einn greiddi ekki atkv. - Presturinn neitar að þessi kvöð verði lögð á Vallanesprestinn, þar sem hann sem embættismaður verði varla bundinn við ferjuskyldur, en verði ferjan með skyldu sett á jarðir prestakallsins, þá verði hún sett á kirkjujörðina Strönd, sem liggi fullt eins vel við til að vera ferjustaður móti Ási, en stendur að öðru leyti töluvert nær fljótinu.
Sýslunefndin felur Jóni Bergssyni á Egilsstöðum, síra Magnúsi Blöndal í Vallanesi og Guttormi á Strönd að gjöra uppástungu til ferjulaga fyrir hinar 3 lögferjur, sem ákveðnar eru í Vallahreppi og senda sýslumanni uppástungur svo snemma að þær verði lagðar fyrir næsta sýslunefndarfund. Ferjur þessar eiga með löglegri úttekt að afhendast þeim, sem sýslunefndin í bráðina hefir falið að takast lögferjuna á hendur.
Sýslunefndin ákveður að borga í þetta skipti nauðsynlega aðgjörð á ferjunum á Egilsstöðum og Hvammi.


Austri, 8. nóv 1892, 2. árg., 30. tbl., forsíða:

Útskrift úr gjörðabók sýslunefndar Suðurmúlasýslu.
Árið 1892, föstudaginn 16. sept., hélt sýslunefnd Suðurmúlasýslu fund á Egilsstöðum að Völlum, voru mættir auk sýslumanns allir sýslunefndarmennirnir nema úr Berunes-, Fáskrúðsfjarðar-, og Reyðarfjarðahreppi. Á Vallahreppsmanntalsþingi var kosinn sýslunefndarmaður Guttormur Vigfússon á Strönd og í Norðfjarðarhreppi endurkosinn Sveinn Sigfússon á Nesi.
Sýslumaður tilkynnti þessi bréf amtsins:
Dags. 17. maí 1892 um vegavinnu á aðalpóstleið í sýslunni.
Dags. 20. júlí 1892, um endurskoðun á sýslusjóðsreikningum 1891: Um að leggja 250 kr. til gufuferju á Lagarfljóti, og um að samþykkja niðurjöfnun sem gjörð var vorið 1892 til sýslusjóðs; - Athugasemdir við sýsluvegasjóðsreikning 1891.
12. Var rætt um lögferjuna á Hvammi, Vallanesi og Egilsstöðum, á þessa 3 staði eru nú komnir ferjubátar. Presturinn að Vallanesi, sem staddur var á fundinum, álítur lögferju frá Vallanesi að Ási allsendis óþarfa og óskar að sýslunefndin taki aftur þá ákvörðun sína að hafa lögferju að Vallanesi. Við atkvæðagreiðslu varð sú niðurstaða, að 5 atkv. voru með að lögferjan verði sett að Vallanesi, eitt atkv. var á móti og einn greiddi ekki atkv. - Presturinn neitar að þessi kvöð verði lögð á Vallanesprestinn, þar sem hann sem embættismaður verði varla bundinn við ferjuskyldur, en verði ferjan með skyldu sett á jarðir prestakallsins, þá verði hún sett á kirkjujörðina Strönd, sem liggi fullt eins vel við til að vera ferjustaður móti Ási, en stendur að öðru leyti töluvert nær fljótinu.
Sýslunefndin felur Jóni Bergssyni á Egilsstöðum, síra Magnúsi Blöndal í Vallanesi og Guttormi á Strönd að gjöra uppástungu til ferjulaga fyrir hinar 3 lögferjur, sem ákveðnar eru í Vallahreppi og senda sýslumanni uppástungur svo snemma að þær verði lagðar fyrir næsta sýslunefndarfund. Ferjur þessar eiga með löglegri úttekt að afhendast þeim, sem sýslunefndin í bráðina hefir falið að takast lögferjuna á hendur.
Sýslunefndin ákveður að borga í þetta skipti nauðsynlega aðgjörð á ferjunum á Egilsstöðum og Hvammi.