1891

Ísafold, 2. sept. 1891, 18. árg., 70. tbl., bls. 278:

Brú á Leirvogsá.
Sú brú er nú fullger fyrir nokkru, milli bæjanna Leirvogstungu í Mosfellssveit og Varmalands í Kjalarneshrepp. Það er trébrú, um 22 álnir á lengd og 4 á breidd, og nær 2 álna háu riði til beggja handa. Brúarsporðarnir liggja á grjótstöplum, 6 álna háum og 6 álna breiðum að framan; eru þeir sérlega vel hlaðnir úr höggnu grjóti og vel felldu, en ólímdir, - eins og Norðmenn hafa kennt að hlaða brúarstöpla; hefir Erlendur Zakaríasson staðið fyrir því verki að mestu leyti, en Þorkell Gíslason smíðað sjálfa brúna. Brúin er gerð á landssjóðs kostnað - á aðalpóstleið - og mun kosta nálægt 3.000 kr.


Ísafold, 2. sept. 1891, 18. árg., 70. tbl., bls. 278:

Brú á Leirvogsá.
Sú brú er nú fullger fyrir nokkru, milli bæjanna Leirvogstungu í Mosfellssveit og Varmalands í Kjalarneshrepp. Það er trébrú, um 22 álnir á lengd og 4 á breidd, og nær 2 álna háu riði til beggja handa. Brúarsporðarnir liggja á grjótstöplum, 6 álna háum og 6 álna breiðum að framan; eru þeir sérlega vel hlaðnir úr höggnu grjóti og vel felldu, en ólímdir, - eins og Norðmenn hafa kennt að hlaða brúarstöpla; hefir Erlendur Zakaríasson staðið fyrir því verki að mestu leyti, en Þorkell Gíslason smíðað sjálfa brúna. Brúin er gerð á landssjóðs kostnað - á aðalpóstleið - og mun kosta nálægt 3.000 kr.