1889

Ísafold, 13. apríl 1889, 16. árg., 30. tbl., forsíða:

Um gufubátsferðir á Faxaflóa
Ætli nú þessi góðæri hér á Suðurlandi verði látið líða svo hjá, að enginn hreifi hönd né fót til að reyna að koma á gufubátsferðum hér um flóann?
Það er ugglaust meir en mannsaldur síðan, að gufubátsferðir voru orðnar algengar um hvern smáfjörð að kalla má í Noregi t.a.m. En hér er ekki ein gufufleyta til í fjölbyggðasta sjávarplássi landsins, með 4-5 verslunarstöðum á litlu svæði, frá Borgarfirði suður undir Garðskaga, og einu af hinum meiri fiskiplássum í heimi. Er þetta nú einleikið, annað eins herfilegt framafaraleysi, þrátt fyrir allt framfara-hjalið?
Flutningar eru nú orðnir ákaflega miklir hér um flóann sunnanverðan fram og aftur, milli kaupstaðanna einkanlega og fiskveranna, og það um meiri hluta árs. Tíðast eru höfð til þess opin skip og bátar, en nokkuð farið samt að nota þiljubáta, auk milliferða kaupskipanna í sumar-kauptíðinni. En hvort sem heldur er til þeirra notað, þá er kostnaðurinn margfalt meir en ef hafður væri gufubátur til þeirra, ef rétt er reiknað, þótt vel gangi hvað þá heldur þegar út af því ber og heilum skipshöfnum legast dögum saman í einni snattferð; eða þá að þessar þiljubátanefnur, sem eru að skjökta fram og aftur, verða að liggja veðurtepptir jafnvel vikum saman líka í sömu víkinni, ýmist vegna logns eða stórvirðis.
Það er illt og broslegt; að horfa á aðrar eins aðfarir og annað eins búskaparlag.
Það eru nú bráðum 5 ár síðan, að hér var komið á flugstíg með að stofna hlutafélag til að koma á gufubátsferðum hér um flóann og meðfram vesturströndum landsins. Þá var og ritað nokkuð um málið í blaði þessu, og var gerður að því góður rómur. En þá komu fiskileysisárin hvort ofan í annað, og þá var búið með það.
Því ekki var annarsstaðar verulegs liðs að leita en meðal alþýðu, einkanlega hér í sjávarsveitunum; en hennar máttur er nær allur undir jónum kominn. Embættismenn eru fæstir aflögufærir til muna, og þeim þykir, sem við er að búast, öðrum standa nær að beitast fyrir og bera veg og vanda af þess konar atvinnufyrirtækjum. En kaupmenn, sú stétt sem í öðrum löndum er jafnaðarlegast aðalfrumkvöðull og forvígi slíkra fyrirtækja, þeir eru suður í Kaupmannahöfn velflestir, eða þeir sem mestan hafa máttinn, og renna sjaldan huga hingað til annars en að leggja saman eftirtekjuna frá selráðskonunum sínum hérna, verslunarstjórunum, með gömlu búskaparaðferðinni, sem þeir hafa þegir að erfðum mann fram af manni.
Um vel flesta þeirra er það svona. En það er þó eins og eitthvað sé að færast í annað horf í því efni. Það er þó nú farið að færast nokkur máttur í fáeina innlenda kaupmenn hér um slóðir, sem hafa innlendan framfarahug og framtakssemi. Það er eitthvað af þeim hér í öllum kaupstöðunum, er fyr voru nefndir, nema Keflavík (?). Þjóðkunnastur þeirra er G. Zöega, með sinn sérlega virðingarverða þilskipaútveg, sem fer nú óðum vaxandi. Annar íslenskur kaupmaður hér í Reykjavík, sem mikið hefir umleikis og sýnir talsverða nýbreytinga- og framfaraviðleitni, er Jón O. V. Jónsson. Eyþór Felixson hefir og bein í hendi til að styðja, svo um muni, veruleg framfarafyrirtæki; hann er óefað orðinn vel fjáður maður. Sömuleiðis má nefna N. Zimsen konsúl, sem er innlendur kaupmaður, þótt útlendur sé að uppruna. Að ógleymdum Þorl. Ó. Johnson, sem er íslenskari í lund en allt sem íslenskt er, og jafnan er boðinn og búinn til að vera með, með lífi og sál, hvenær sem brotið er upp á einhverju, er til framfara horfir landi og lýð. Í Hafnarfirði er Þ. Egilsson alkunnur að miklum áhuga á sjávarútveg vorum og sérlega góðri þekkingu á þeirri atvinnu, enda hefir hann ekki látið sitt eftir liggja að efla hana eftir mætti. Þar er og annar innlendur kaupmaður efnilegur, C. Zimsen, sem hefir næga andlega atgerfi til að vera að góðu liði við nytsöm framfarafyrirtæki. Á Akranesi eru þeir bærður Þorvaldssynir, Snæbjörn og Böðvar, uppgangsmenn og fjörmenn, sem hafa óefað fullan vilja á að láta gott af sér leiða til almennra framfarafyrirtækja.
Ef þessir menn legðust nú á eitt með hinum öflugri bændum í þessum héruðum, og svo þar á ofan nokkrir verslunarstjórar hinna útlendu verslana, sem margir eru mikið nýtir menn, með íslenskan framfarahug, tækist að laða sína voldugu húsbændur til að láta svo lítið að rétta sinn litla fingur til stuðnings svona fyrirtæki, er það þá svo voðalegt stórvirki, að lengi þurfi nú að bræða það eða skoða huga sinn um, að koma því á, byrja á því hiklaust og orðalaust?
Reynsluleysið með slík fyrirtæki hér á landi veldur því, að valt er að ætla sér að ábyrgjast, að þetta gefi mikinn arð af sér eða jafnvel svari kostnaði fyrst framan af, meðan almenningur er að venjast á að hagnýta sér nýbreytni þessa og leggja niður gamla lagið. Þess vegna er forsjálast, að margar hendur vinni létt verk, - að margir leggi saman um það, og það helst þeir, sem mega við því, þótt gróðinn yrði lítill eða enginn. En satt að segja er þó ekki annað sýnilegt, en að gufubátur hlyti að fá nóg að gjöra, þótt honum væri ekki ætlað stærra svæði til umferðar að staðaldri en Faxaflói sunnanverður. Það mætti láta hann skreppa í viðlögum vestur á hina firðina, og það gæti komið sér mikið vel, t. d. þegar þar væri vöruskortur. Þá gæti Reykjavík orðið aðalvöruforðabúr vesturkaupstaðanna, til viðlaganna. Báturinn þyrfti hvort sem er að vera svo stór, að hann væri í það leggjandi hér um bil á hverjum tíma árs sem er. Til þess að geta gjört verulegt gagn, tekið nokkuð margt ferðafólk o. s. frv., má hann hvort sem er ekki vera öllu minni en fram undir 100 smálestir. Að byrja með hálfónýtt kák er verra en ógert.
Fyrir úrtölu-átyllu kynni það að verða haft meðal annars, að vöruskip kaupmanna gjöri hvort sem er ekkert gagn meðan þau eru hér um sumartímann annað en að vera í milliflutningum, og því sé engin ástæða fyrir kaupmenn að vera að leggja í sérstakan kostnað til gufubátsferða í þeirra stað. En það yrði ekki í þeirra stað, heldur þeim til stuðnings og uppbótar. Flutningaþörfin fyrir menn og varning ykist stórum undir eins og kostur yrði á hentugum og þægilegum tækjum til þess, en það eru gufubátar. Væri ekki hlunnindi að því líka, að geta látið gufubát daga seglskip út og inn af höfnum, þegar svo ber undir, eða fiskiskútur út og inn af miðum hér á flóanum? Þau sem verða að liggja hér inn á höfnum dögum saman stundum, af því þau komast ekki út fyrir logni, þótt hlaðfiski sé fyrir utan. Eða þá hitt, að láta gufubát sækja aflann út í þau, þar sem þau liggja á miðunum, og láta þau ekki þurfa að vera að tefja sig á að flytja hann á land, og færa þeim vistir um leið, einsog tíðkast annarsstaðar, t. d. í Englandshafi.
- Að lifa og deyja frægðarlaus þótti forfeðrum vorum vera einhver hinn mesti auðnubrestur. Þá var frægðarleiðin sú helst, að vinna hreystiverk í hernaði. Nú er sú tíð löngu horfin; en frægðarhugmyndin lifir jafnt sem áður, munurinn er sá, að nú er leiðin önnur til að öðlast hana. Nú er hún sú einna helst, að láta sem mest gott af sér leiða til almenningsheilla. Að safna auð eingöngu fyrir sig og sína nánustu vandamenn er síðúr en eigi ámælisvert. Auðlegð er þannig varið nú á tímum, að hún hlýtur að verða almenningi að einhverju liði, beinlínis eða óbeinlínis, nærri því hvort sem eigandinn vill eða ekki. En smá verður frægðin, sem því fylgir í samanburði við hitt, að taka sjálfkrafa, af ásettu ráði og með fullu fylgi og ráðdeild öflugan þátt í því, að lyfta heilli þjóð, hvort sem hún er smá eða stór, á hærra framfarastig en áður. Þeirri hugsun eiga þeir að ljá rúm með sjálfum sér, sem nokkurs eru megnugir, ekki síður hér en annarsstaðar, og láta hana bera ávöxt.


Ísafold, 13. apríl 1889, 16. árg., 30. tbl., forsíða:

Um gufubátsferðir á Faxaflóa
Ætli nú þessi góðæri hér á Suðurlandi verði látið líða svo hjá, að enginn hreifi hönd né fót til að reyna að koma á gufubátsferðum hér um flóann?
Það er ugglaust meir en mannsaldur síðan, að gufubátsferðir voru orðnar algengar um hvern smáfjörð að kalla má í Noregi t.a.m. En hér er ekki ein gufufleyta til í fjölbyggðasta sjávarplássi landsins, með 4-5 verslunarstöðum á litlu svæði, frá Borgarfirði suður undir Garðskaga, og einu af hinum meiri fiskiplássum í heimi. Er þetta nú einleikið, annað eins herfilegt framafaraleysi, þrátt fyrir allt framfara-hjalið?
Flutningar eru nú orðnir ákaflega miklir hér um flóann sunnanverðan fram og aftur, milli kaupstaðanna einkanlega og fiskveranna, og það um meiri hluta árs. Tíðast eru höfð til þess opin skip og bátar, en nokkuð farið samt að nota þiljubáta, auk milliferða kaupskipanna í sumar-kauptíðinni. En hvort sem heldur er til þeirra notað, þá er kostnaðurinn margfalt meir en ef hafður væri gufubátur til þeirra, ef rétt er reiknað, þótt vel gangi hvað þá heldur þegar út af því ber og heilum skipshöfnum legast dögum saman í einni snattferð; eða þá að þessar þiljubátanefnur, sem eru að skjökta fram og aftur, verða að liggja veðurtepptir jafnvel vikum saman líka í sömu víkinni, ýmist vegna logns eða stórvirðis.
Það er illt og broslegt; að horfa á aðrar eins aðfarir og annað eins búskaparlag.
Það eru nú bráðum 5 ár síðan, að hér var komið á flugstíg með að stofna hlutafélag til að koma á gufubátsferðum hér um flóann og meðfram vesturströndum landsins. Þá var og ritað nokkuð um málið í blaði þessu, og var gerður að því góður rómur. En þá komu fiskileysisárin hvort ofan í annað, og þá var búið með það.
Því ekki var annarsstaðar verulegs liðs að leita en meðal alþýðu, einkanlega hér í sjávarsveitunum; en hennar máttur er nær allur undir jónum kominn. Embættismenn eru fæstir aflögufærir til muna, og þeim þykir, sem við er að búast, öðrum standa nær að beitast fyrir og bera veg og vanda af þess konar atvinnufyrirtækjum. En kaupmenn, sú stétt sem í öðrum löndum er jafnaðarlegast aðalfrumkvöðull og forvígi slíkra fyrirtækja, þeir eru suður í Kaupmannahöfn velflestir, eða þeir sem mestan hafa máttinn, og renna sjaldan huga hingað til annars en að leggja saman eftirtekjuna frá selráðskonunum sínum hérna, verslunarstjórunum, með gömlu búskaparaðferðinni, sem þeir hafa þegir að erfðum mann fram af manni.
Um vel flesta þeirra er það svona. En það er þó eins og eitthvað sé að færast í annað horf í því efni. Það er þó nú farið að færast nokkur máttur í fáeina innlenda kaupmenn hér um slóðir, sem hafa innlendan framfarahug og framtakssemi. Það er eitthvað af þeim hér í öllum kaupstöðunum, er fyr voru nefndir, nema Keflavík (?). Þjóðkunnastur þeirra er G. Zöega, með sinn sérlega virðingarverða þilskipaútveg, sem fer nú óðum vaxandi. Annar íslenskur kaupmaður hér í Reykjavík, sem mikið hefir umleikis og sýnir talsverða nýbreytinga- og framfaraviðleitni, er Jón O. V. Jónsson. Eyþór Felixson hefir og bein í hendi til að styðja, svo um muni, veruleg framfarafyrirtæki; hann er óefað orðinn vel fjáður maður. Sömuleiðis má nefna N. Zimsen konsúl, sem er innlendur kaupmaður, þótt útlendur sé að uppruna. Að ógleymdum Þorl. Ó. Johnson, sem er íslenskari í lund en allt sem íslenskt er, og jafnan er boðinn og búinn til að vera með, með lífi og sál, hvenær sem brotið er upp á einhverju, er til framfara horfir landi og lýð. Í Hafnarfirði er Þ. Egilsson alkunnur að miklum áhuga á sjávarútveg vorum og sérlega góðri þekkingu á þeirri atvinnu, enda hefir hann ekki látið sitt eftir liggja að efla hana eftir mætti. Þar er og annar innlendur kaupmaður efnilegur, C. Zimsen, sem hefir næga andlega atgerfi til að vera að góðu liði við nytsöm framfarafyrirtæki. Á Akranesi eru þeir bærður Þorvaldssynir, Snæbjörn og Böðvar, uppgangsmenn og fjörmenn, sem hafa óefað fullan vilja á að láta gott af sér leiða til almennra framfarafyrirtækja.
Ef þessir menn legðust nú á eitt með hinum öflugri bændum í þessum héruðum, og svo þar á ofan nokkrir verslunarstjórar hinna útlendu verslana, sem margir eru mikið nýtir menn, með íslenskan framfarahug, tækist að laða sína voldugu húsbændur til að láta svo lítið að rétta sinn litla fingur til stuðnings svona fyrirtæki, er það þá svo voðalegt stórvirki, að lengi þurfi nú að bræða það eða skoða huga sinn um, að koma því á, byrja á því hiklaust og orðalaust?
Reynsluleysið með slík fyrirtæki hér á landi veldur því, að valt er að ætla sér að ábyrgjast, að þetta gefi mikinn arð af sér eða jafnvel svari kostnaði fyrst framan af, meðan almenningur er að venjast á að hagnýta sér nýbreytni þessa og leggja niður gamla lagið. Þess vegna er forsjálast, að margar hendur vinni létt verk, - að margir leggi saman um það, og það helst þeir, sem mega við því, þótt gróðinn yrði lítill eða enginn. En satt að segja er þó ekki annað sýnilegt, en að gufubátur hlyti að fá nóg að gjöra, þótt honum væri ekki ætlað stærra svæði til umferðar að staðaldri en Faxaflói sunnanverður. Það mætti láta hann skreppa í viðlögum vestur á hina firðina, og það gæti komið sér mikið vel, t. d. þegar þar væri vöruskortur. Þá gæti Reykjavík orðið aðalvöruforðabúr vesturkaupstaðanna, til viðlaganna. Báturinn þyrfti hvort sem er að vera svo stór, að hann væri í það leggjandi hér um bil á hverjum tíma árs sem er. Til þess að geta gjört verulegt gagn, tekið nokkuð margt ferðafólk o. s. frv., má hann hvort sem er ekki vera öllu minni en fram undir 100 smálestir. Að byrja með hálfónýtt kák er verra en ógert.
Fyrir úrtölu-átyllu kynni það að verða haft meðal annars, að vöruskip kaupmanna gjöri hvort sem er ekkert gagn meðan þau eru hér um sumartímann annað en að vera í milliflutningum, og því sé engin ástæða fyrir kaupmenn að vera að leggja í sérstakan kostnað til gufubátsferða í þeirra stað. En það yrði ekki í þeirra stað, heldur þeim til stuðnings og uppbótar. Flutningaþörfin fyrir menn og varning ykist stórum undir eins og kostur yrði á hentugum og þægilegum tækjum til þess, en það eru gufubátar. Væri ekki hlunnindi að því líka, að geta látið gufubát daga seglskip út og inn af höfnum, þegar svo ber undir, eða fiskiskútur út og inn af miðum hér á flóanum? Þau sem verða að liggja hér inn á höfnum dögum saman stundum, af því þau komast ekki út fyrir logni, þótt hlaðfiski sé fyrir utan. Eða þá hitt, að láta gufubát sækja aflann út í þau, þar sem þau liggja á miðunum, og láta þau ekki þurfa að vera að tefja sig á að flytja hann á land, og færa þeim vistir um leið, einsog tíðkast annarsstaðar, t. d. í Englandshafi.
- Að lifa og deyja frægðarlaus þótti forfeðrum vorum vera einhver hinn mesti auðnubrestur. Þá var frægðarleiðin sú helst, að vinna hreystiverk í hernaði. Nú er sú tíð löngu horfin; en frægðarhugmyndin lifir jafnt sem áður, munurinn er sá, að nú er leiðin önnur til að öðlast hana. Nú er hún sú einna helst, að láta sem mest gott af sér leiða til almenningsheilla. Að safna auð eingöngu fyrir sig og sína nánustu vandamenn er síðúr en eigi ámælisvert. Auðlegð er þannig varið nú á tímum, að hún hlýtur að verða almenningi að einhverju liði, beinlínis eða óbeinlínis, nærri því hvort sem eigandinn vill eða ekki. En smá verður frægðin, sem því fylgir í samanburði við hitt, að taka sjálfkrafa, af ásettu ráði og með fullu fylgi og ráðdeild öflugan þátt í því, að lyfta heilli þjóð, hvort sem hún er smá eða stór, á hærra framfarastig en áður. Þeirri hugsun eiga þeir að ljá rúm með sjálfum sér, sem nokkurs eru megnugir, ekki síður hér en annarsstaðar, og láta hana bera ávöxt.