1887

Þjóðólfur, 2. sept. 1887, 39. árg., 40. tbl., bls. 158:

Lög afgreidd frá þinginu
XXIII.
Lög um vegi.
I. kafli Um skiptingu á vegum.
“1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstvegir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum. Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.
II. kafli. Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagerða og aðgerða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gera mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
III. kafli. Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára í hverri stöðu sem er.
IV. kafli. Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli. Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
VI. kafli. Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gera yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.


Þjóðólfur, 2. sept. 1887, 39. árg., 40. tbl., bls. 158:

Lög afgreidd frá þinginu
XXIII.
Lög um vegi.
I. kafli Um skiptingu á vegum.
“1. gr. Vegir á Íslandi eru: aðalpóstvegir, sýsluvegir, fjallvegir og hreppavegir.
2. gr. Aðalpóstvegir eru þeir vegir, þar sem aðalpóstvegir liggja. Sýsluvegir eru þeir vegir, sem liggja sýslna á milli og um hverja sýslu, þar sem mest er þjóðbraut, svo sem vegir í kaupstaði og almenn fiskiver, enda séu það eigi aðalpóstvegir eða fjallvegir. Fjallvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar, þar sem hvorki eru aðalpóstvegir, sýsluvegir eða hreppavegir. Hreppavegir eru þeir vegir hreppa milli og um hreppa, sem eigi eru aðalpóstvegir, fjallvegir eða sýsluvegir.
3. gr. Aðalpóstvegir eru undir umsjón amtsráðanna og yfirumsjón landshöfðingja, og greiðist kostnaður til þeirra yfir höfuð úr landsjóði. Ef aðalpóstvegur liggur um sýslu endilanga, skal allt að helmingi sýsluvegagjalds í því héraði ganga til aðalpóstvega.
Vegagjörð og vegabót á fjallvegum skal landshöfðingi ráðstafa eftir tillögu vegfróðs manns og amtsráða; en fé það, er til þess gengur, skal veita í fjárlögum hvers fjárlagatímabils.
Sýsluvegir, vegir í kaupstaði og almenn fiskiver eru undir umsjón sýslunefnda og yfirumsjón amtsráða. Þeir eru kostaðir af sýslufélögunum. Hreppavegir eru undir umsjón hreppsnefnda og yfirumsjón sýslunefnda, og kosta hreppafélögin þá.
II. kafli. Um aðalpóstvegi.
4. gr. Aðalpóstvegir skulu, þangað til örðuvísi er ákveðið með lögum, vera:
1. Frá Reykjavík til Ísafjarðar.
2. Frá Reykjavík til Akureyrar.
3. Frá Akureyri til Seyðisfjarðar.
4. Frá Reykjavík til Prestsbakka.
5. Frá Prestsbakka til Eskifjarðar.
5. gr. Ákveða skal í fjárlögunum, hve miklu skuli verja til vegagerða og aðgerða á aðalpóstvegum á hverju fjárhagstímabili. Skal það vera aðalregla, að fyrst séu bættar þær torfærur, sem gera mestan farartálma. Að örðu jöfnu skal fyrst bæta torfærur á fjölförnustu vegum.
III. kafli. Um sýsluvegi.
9. gr. Sýslunefndir semja tillögur um, hverjir skuli vera sýsluvegir í sýslu hverri, en amtsráð leggur á það samþykki sitt.
10. gr. Kostnaður við sýsluvegi greiðist af sýslufélaginu, þannig að hvert hreppsfélag greiðir ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann í hreppnum, frá 20-60 ára í hverri stöðu sem er.
IV. kafli. Um fjallvegi.
14. gr. Því að eins skal bæta fjallvegi, er eigi eru aðalpóstvegir eða sýsluvegir, að brýna nauðsyn beri til.
V. kafli. Um hreppavegi.
15. gr. Hreppsnefnd ákveður, hvar hreppavegir skuli liggja í hreppi hverjum, og leggur ákvæði sitt undir samþykki hlutaðeigandi sýslunefndar.
Skyldur er hver búandi að láta vinna að hreppavegum ½ dagsverk fyrir hvern verkfæran mann 20-60 ára, er hann hefur haft á heimili sínu til næsta hjúaskildaga á undan, og leggja til, auk fæðis, nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Heimilt er þó búanda að leysa sig undan skylduvinnu þessari, og greiði hann þá innan loka hvers fardagaárs svo mikið í peningum, sem nemi hálfu dagsverki eftir verðlagsskrá fyrir hvern verkfæran mann, í sveitarsjóð.
16. gr. Nú er lítið að vinna að hreppavegum í hreppi, má sýslunefnd þá ákveða, að allt að helmingi hreppavegagjalds greiðist í peningum í sýslusjóð til sýsluvega. Sé aftur á móti hreppavegavinna mikil í einhverjum hreppi, af því að aðalpóstvegir eru þar engir eða sýsluvegir, en vegir um hreppinn langir og torfærir, má sýslunefndin ákveða, að helmingur á móts við hreppavegagjald hreppsins greiðist úr vegasjóði sýslunnar.
VI. kafli. Almenn ákvæði.
22. gr. Brýr skal gera yfir ár og læki, þar sem þörf er á, þegar efni og kringumstæður leyfa.
26. gr. Eftir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðingi reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir.
29. gr. Með lögum þessum er tilsk. 15. mars 1861 og lög nr. 19 15. okt. 1875 úr gildi numin.