1886

Austri, 13. apríl 1886, 3. árg., 9. tbl., forsíða:

Um vegi og verslunarstaði á Austurlandi
“Varðar mest til allra orða,
undirstaðan rétt sé fundin”.
Í 6. bl. “Austra” er grein um “vegi og samgöngur á Austurlandi.” Mér virðist að aðalefni hennar séu tvö atriði. Það fyrst: hvar er aðalverslunarstaður Austurlands best settur? Og svo er hitt sem leiðir af hinu fyrra: á hverjum stað yfir fjöllin milli fjarðanna og Héraðsins ber að leggja þann verslunarveg og póstleið sem mest yrði vandaður hér og dýrastur? Nú með því að sjálft málefnið, verslun, vegir og samgöngur, er svo afar merkilegt og mikilsvert fyrir nútíð og framtíð vor Íslendinga, eins og allir vita, að ekki veitir af að það sé skoðað sem nákvæmast, bæði heild þess og einstakar greinir, til þess að “undirstaða þess yrði sem réttast fundin”. Og með því að nú þegar er búið að kosta svo miklu fé til ýmissa aðgerða á Seyðisfirði og vegagerðar á Vestdalsheiði, að ekki ætti að halda þeim kostnaði áfram, ef svo reyndist, að prófuðu máli, að grundvöllurinn hefði ekki verið rétt lagður. Í þriðja lagi að jafnframt og ég játa að “Dalbúinn” eigi þakkir skilið fyrir að hafa hreift þessu nauðsynjamáli, þá verð ég um leið að segja, að ég hef ekki áður og get ekki enn fallist á skoðun hans um kaupstaðinn og vegagerðina, og skoða það mál á annan hátt; og þar eð skoðanir okkar á þessu velferðarmáli vor Austlendinga eru mjög svo ólíkar, álít ég það skyldu mína gagnvart þeim mönnum sem annt er um málið, að láta í ljósi álit mitt, og með því stuðla til að það verði skoðað frá ýmsum hliðum, áður en lengra er haldið með framkvæmd verksins en komið er.
Þá kemur fyrst spurningin; Hvort er aðalbær og helsti verslunarstaður Austurlands betur settur við Seyðisfjörð eða botn Reyðarfjarðar? Mér virðist sem svarið upp á þessa spurning muni undir eins liggja nokkurn veginn ljóst fyrir, þegar þess er gáð að allar verslanir og flestar húseignir hafa orðið til á Seyðisfirði á því 30 ára tímabili sem liðið er, síðan verslun hér við land var með lögum leyft öllum þjóðum. Frá þeim tíma sem allir Austlendingar voru ekki lengur með lögum bundnir við, að versla aðeins á þrem verslunarstöðum, frá því er straumur verslunarinnar mátti tálmunarlítið af laganna hálfu renna þangað og þaðan sem eðlilegt er, hefur verslunarstaður á Seyðisfirði myndast og eflst sem orðið er á stuttum tíma. Verslunarfrelsisárið 1854 mátti sjá aðeins eitt timburhús, verslunarbúð á Seyðisfirði, þá fyrir skömmu byggt, og í hreppnum voru þá 16 heimili og íbúar ekki 200; en 1883 voru húseignir þar sem virtar voru 68 að tölu og virðingarverð þeirra 191.280 kr. Sama ár voru húseignir á Akureyri, sem þó er miklu eldri bær, ekki nema 46, og virðingarverð þeirra eigna aðeins 140.353 kr. Þetta ár var manntal í Seyðisfjarðarhrepp orðið um eða yfir 700. Ávextir frelsisins sýndu sig hér fljótt, þeir sýndu áþreifanlega, hvar aðalverslunarstaður Austlendinga væri eðlilega settur – á Seyðisfirði og það leiðir beinlínis af legu hans við sjávarsíðuna, og afstöðu sveitanna umhverfis hann. Vegna afstöðunnar hlýtur verslunarmagn allra sjávarsveita allt frá Kollumúla norðan við Héraðsflóa, og suður að Gerpi og allra sveita í Héraði, að Skriðdal ef til vill einum undanskildum, heldur að hneigjast til Seyðisfjarðar en Reyðarfjarðar, og eru það alls 12 eða 13 hreppar, og af þeim eru 9 eða 10 hreppar nær Seyðisfirði en svari 5 mílna fjarlægð, og í þeim tveim sem næstir liggja fyrir ofan fjallið er nægur heyskapur og mætti verða miklu meiri. Í öllum héraðssveitunum er allmikill landbúskapur og gætu kaupstaðarbúar á Seyðisfirði fengið þaðan næga landvöru, hey, ull og mat, ef þeir aðeins vildu. Verslunarstaður við Reyðarfjarðarbotn yrði þar á mót á mjög afskekktum stað fyrir flestar sveitir hér austanlands; mikils til of langt inn í landi fyrir fjarðasveitirnar – 6-7 mílna fjarlægt við næstu fjörðu -, og að jöfnum verslunarháttum sem á Eskifirði mundu ekki suðurfjarðarmenn versla þar að nokkrum mun og úr norðurfjörðum alls ekki. Yfir Fagradal yrði sá verslunarstaður í fullri 5-6 mílna fjarlægt við næstu héraðssveitir, Valla og Eyðaþinghá. Hinar miklum mun lengra. Úr skriðdal yrði skemmst leið þangað, en yfir Þórdalsheiði en ekki Fagradal. Breiðdælingar gætu náð til verslunar við botn Reyðarfjarðar, en ekki eru líkindi til að þeir mundu nota það mikið. Þareð vegur þar á milli er langur og ekki góður og Breiðdalssveit liggur að sjó, þó mætti helst vænta þess, ef verslunarstaðurinn í Reyðarfirði næði nokkru afli, að hann hefði það einkum af viðskiptum við tvær hinar síðasttöldu sveitir. Þegar líta skal á, hver staðurinn liggi betur fyrir aðdráttum af sjó og aflaföngum, þá hygg ég (ólæsilegt) afspurn, að flóarnir út af norðurfjörðunum (fyrir norðan Gerpi) séu fullt svo fisksælir sem hinir syðri, og það veit ég af sögn áreiðanlegra manna, að einn hinn mesti formaður til hákarlaveiða þar um slóðir, Þórarinn á Vattarnesi – uppi fyrir 1850 – sótti einatt hákarlaföng sín austur á hákarlamið Seyðfirðinga, “Grýtu”, sem var nafnfrægt aflamið fyrir og á þeim tímum, en það mundi hann ekki hafa gert, hefði hann ekki reynt þau miðin fangasælli, því hann var glöggur maður og skynsamur og sjóleið þangað frá Vattarnesi ekkert smáræði. Um veiði innfjarða á smábátum munar oft mikið, meðan á milli fárra er að skipta, og í þeirri grein getur verið að Reyðarfjörður verði drýgri, þó er ekki fyrir því margra ára reynsla. Fyrir 1860 voru Seyðfirðingar miklir aflamenn, og ekki er víst að Reyðarfjörður hefði fætt íbúa sína betur en Seyðisfjörður á því tímabili sem síðan er liðið, ef þeir hefðu þar jafnmargir verið. Engin von er til þess að nokkur kaupstaður hér á landi nái vexti og stöðugum viðgangi, að tómthúsamenn og sjómenn geti almennt þrifist og það ekki fremur á Seyðisfirði en annarstaðar, ef þeir koma sér ekki við til vinnu nema 3-4 mánuði á ári um hásumarið, ef ekki eru til sjósóknar nema smábátar, hvorki stórir bátar sem af beri haustsjó við fiskiveiðar, eða ferðir til hákarlaveiða út á flóana á vorum, og ekkert þilskip, sem leitað geti hákara eða fiskiveiða fyrir utan land á vori og sumri. Meðan velgengni sjómanna er öll komin undir bátafiski á fjörðum eða rétt við land, en hákarlaveiði er alls ekki stunduð og alls engin veiði á þilskipum, þá eru engin líkindi til að nokkurt sjómanna þorp og um leið verslunarstaður hér á landi geti haldið varanlegum þrifum, Höfn eða skipalægi mun ekki síður öruggt á Seyðisfirði en við botn Reyðarfjarðar, og það virðist mér reynsla næst undanfarinna 30 ára sanna, að fleiri skip hafa strandað og skemmst við Reyðarfjörð en Seyðisfjörð. Á vorum þegar hafís liggur fyrir landi bægir hann eigi síður innsiglingu á Reyðarfjörð en Seyðisfjörð. Ég er “Dalbúanum” samþykkur í því að meiri landbúnað megi hafa kringum kaupstað í Reyðarfirði á innsveit þar þótt hann sé lítill nú, heldur en Seyðisfirði; en það mundi fjarri fara að sá peningsauki gæti jafnast á við gagn það sem kaupstaðarbúar og tómthúsmenn á Seyðisfirði hafa haft, og geta framvegis haft af landbúnaði í nærsveitunum þegar þeir læra betur að nota sér það. Nóga staði þar sem hættulaust er að byggja hús, má fá við botn Seyðisfjarðar eða út með firðinum, einkum síðan í haust að kaupstaðarstæðið var stækkað og byggja má um alla Búðareyri.
Ég hef með undanfarandi athugasemdum borið saman hugmyndina um aðalverslunarbæ Austurlandsins við Reyðarfjarðarbotn – eins og ég lít á hana – við þann verslunarstað sem nú er á Seyðisfirði, og sem er orðinn þar til á einum 80 árum fyrir frjálsa og eðlilega rás atburðanna. Nú er hégómi að hugsa sér hann fluttan suður að botni Reyðarfjarðar, þótt þaðan mætti verða auðveldara að fá akbraut og ekki mun gott að minnka hann eða sundra honum. Mér virðist að við ættum miklu heldur að hlynna að þeim stað, og efla hann, sem best er settur hjá oss sem aðalstöð verslunar og framfara; því meir sem styrkur hans eykst, því meiri von er þess að verslun þar og aðrar sannar framfarir eflist og hafi betrandi áhrif á önnur héruð Austurlandsins, eins og hingað til hefur verið með kaupskap og vöruverð. Þar sem mest samkeppni, og þar hlýtur mönnum yfir höfuð að takast best kaup og sala. Sömuleiðis eru öll líkindi til, þegar verslunarstaðnum eykst aldur og þroski, muni leggjast niður þeir barnabrestir sem nú eru þar, og í þeirra stað koma bindindi og manndáð, og “eftir höfðinu dansa limirnir”.
Nú er eftir sem snöggvast að líta á hinn ímyndaða veg á Fagradal og Vestdalsheiði. Þann af þessum vegum sem almennt yrði álitið að gagnlegri mundi verða, er auðvitað að sem best ætti að vanda, þar eða hann yrði aðal aðflutninga og mannferðar til og frá verslunarstaðnum, og ekki horfa í fáeinar þúsund krónur, ef hann fyrir þær yrði í raun og veru betri og varanlegri. Það yrði aðalmeinið á verslunarstað við Reyðarfjarðarbotn, eins og áður er drepið á, og vegagerð á Fagradal, að hvorttveggja yrði mjög afskekkt og lægi mílu lengra frá og horfði ver við verslun úr flestum fjarða- og héraðssveitum, heldur en verslun á Seyðisfirði og vegur þangað.
Eins og margir vita liggur Fagridalur gegnum fjarðafjöllin. Frá Áreyjum innsta bæ í Reyðarfirði, og sker þaðan langsetis beint í norðaustur fjallgarðinn milli Héraðs og Reyðarfjarðar, kemur saman við Eyvindardal þegar út eftir dregur, og endar síðan þessi hinn langi dalur á móts við Dalhús í Eyðaþinghá, sem stendur yst í honum; ég hef ætíð heyrt að lengd hans væri ein þingmannaleið. Leiðin öll frá Reyðarfjarðarbotni að Lagarfljóti hlýtur víst að reynast 6 mílur eða hálfu lengra en hin mælda leið á Vestdalsheiði. Þessi Fagradalsvegur stefnir svo: Frá fjarðarbotni fyrst eina mílu í suðvestur inn fyrir Grænafell móts við Áreyjar, og síðan alla leið í norðaustur, 4-5 mílur milli byggða út undir takmörk Valla og Eyðaþinghár. Eggi get ég sagt hvað dalurinn liggur hátt, en það hygg ég að skakkt muni vera í grein “Dalbúans” að Skriðuhóll, “sem hæst liggur” sé ekki nema 90-120 fet yfir sjávarmál, og hallinn talsvert öðruvísi en þar er skýrt frá*. Mjög er leið á Fagradal illviðrasöm og mundu menn mjög komast að raun um það ef hún væri fjölfarin, en það er allsjaldan að menn fara þar um, og lengi munu menn hér í sveitum muna skaðana, sem þar urðu haustið 1858, snemma í okt. Slíkir hafa ekki orðið á Seyðisfjarðarheiðum á haustdögum. Hvað kemur til að svo góður vegur og hallalítill sem á Smjörvatnsheiði er, skuli nú vera vanræktur æ meir síðan verslun varð til á Seyðisfirði? Mun það ekki vera af því að sá staður, er hagkvæmur og verslun þar þess vegna meiri og betri; fjallvegur þangað einnig mikið styttri og fjölfarnari, sem er mikill kostur, einkum í haust og vetrarferðum. Setjum að verslunarstaður væri við Reyðarfjarðar botn, og dýrkeyptur góður vegur á Fagradal, og sú leið væri farin; leiðin til uppsveita Héraðsins mundi þá fyrst liggja eina mílu til suðvesturs, þar næst 4 mílur til norðausturs og seinast 1 til 5 mílur í suðvestur, og auka um 2-3 mílur kaupstaðarleiðina sem nú er.
Flutningar eftir Lagarfljóti standa ekki fremur í sambandi við flutningsveg eftir Fagradal en Seyðisfjarðarheiðar. Úthéraðsmenn mundu aldrei – fremur en Norðurfjarðarmenn – versa við Reyðarfjarðarbotn, meðan nokkur verslunarkytra væri á Seyðisfirði, enda yrði leiðin þeim þangað 4 til 6 mílum lengri og að sama skaði örðugri, því þá akbraut væri eftir Fagradal, mundi leiðin samt verða jafnlöng, illviðrasöm og liggja í öfuga átt, og seint mun liggja vagnbrautir heim að hverjum bæ á Héraðinu, eða ekki get ég rýnt svo langt fram í tímann að ég sjái þær.
Mér virðist enn sem fyrri tómt mál um akbraut að Reyðarfirði, þar eð vér höfum þaðan nær því ekki neitt að flytja og leiðin liggur öfugt fyrir oss. Það eru ekki nú þeir tímar, að nokkur getið boðið verslunarstaðnum á Seyðisfirði að taka sig upp og setjast niður við Reyðarfjörð. Eða því mundi ekki verslunarstaður hafa myndast þar, þegar lög bönnuðu það ekki, ef þar er hagkvæmur staður?
Eða mun það stoða oss, og getur það samrýmst kröfum núlega tímans og þörf vorri á framför, að byggður sé vegur fyrir 40-50.000 kr. þangað sem ekki standa nema fáein býli og lítið sem ekkert er að taka til flutnings, og valla hægt að sjá að verði meira síðar, en hætta við vegagerð á þeim vegi sem þegar er byrjaður, og ætla má að fluttur sé yfir árlega nálægt 1000 lesta þungi, og liggur að hinum helsta verslunarbæ vorum. Um veg á Vestdalsheiði á ekki hér að rita, hann hafa nú skoðað og álitið merkir menn og látið það álit sitt í ljósi með prentaðri skýrslu.
Nú hefur ekki náttúran brotið þar hlið á fjallgarðinn, og vér höfum ekki megn svo mikið, en eigum vér þar fyrir ekki að gera þar veg svo traustan og hagkvæman sem unnt er? Oss vantar öll tæki til þess að flytja þungar byrðar sem ekki verða lagðar á hesta í Héraði. Ef skipalægi hefði fengist við Lagarfljótsós, mundi ráð til þess hafa verið fundið, en tilraunir í þá átt eru nú fyrst um sinn strandaðar. Reikningur Dalbúans um flutning á hestum er eftirtektaverður, og mikið væri unnið að framför með því, ef hestahöld vor yrði almennt ódýrri en nú er; en ennþá vantar öldungis alla reikningslega áætlun um hvað varnar kosta, eða flutningur á þeim, og hvort það yrði mannsparnaður að flytja á þann hátt eða hverjir ættu að eiga slíka flutningsvagna? Ólíklegt er að Dalbúinn hafi hugsað sér að hver Héraðsbóndi ætti vagn á braut á Fagradal eins og hesta til heimavinnu og annarra aðdrátta, og mestan hlut leiðarinnar þyrfti þó að flytja á klakknum, meðan enginn brautarstúfur er til í öllu Héraðinu og örfáar kerrur.
Vegurinn yfir Vestdalsheiði þarf að komast á sem allra fyrst einsog ætlað hefur verið, og það sem vönduðust akbraut. Vagnarnir ættu ef til vill að vera svo eða svo margir, t.d. 3-4 sameiginleg eign hvers hrepps, eða allir þeirra hreppanna sem næst liggja fjallveginum, brautin að liggja að Lagarfljóti í miðju Héraði og þaðan frá duglegir flutningsbátar eftir því. Jafnframt þessu ættum vér svo sem unnt er aðkoma oss upp kerrum og venja oss við að nota þær sem allra mest til heimavinnu, flytja á þeim áburð á tún, hey af túnum, mó frá gröfum, hey af engjum og sem flest annað sem flytja þarf, og mun það reynast mikill tímasparnaður og kostnaðarléttir. Jafnhliða því sem vér temjum oss þessa flutningsaðferð, þyrftum vér sem mest að leggja niður þá aðferð á verslun og flutningum sem nú er, að versla í kaupstöðum á öllum tímum árs, og flytja jafnoft varninginn yfir fjallveginn. Hversu mikið manntjón og fartjón höfum vér ekki beðið af þeirri aðferð? Og hvenær sjáum vér fram úr því sem af henni hefur hlotist? – Þá mundu ekki peningarnir sem varið er til vegabóta, vera grafnir undir fönn þegar vér þyrftum að nota þá, því vér versluðum ekki að mun nema sumar og haust þegar vegir eru auðir og þurrir, og flyttum þá ef tími væri naumur, aðeins yfir fjallveginn og í geymsluhús vor, og síðan við hentugt tækifæri á bátum, sleðum, eða hestum, til heimkynna vorra.
S. E.
*) Tvær villur leiðinlegar eru í Austragreininni “um vegi”, báðar í örðum dálki. Hin fyrri 400 pd. Hin síðari: frá Reyðarfirði að Lagarfljótsbotni nálægt 20 faðmar. Talan á líklega að vera 1400 pd. Ekki 400, og hin síðari 2000, en ekki 20.


Austri, 13. apríl 1886, 3. árg., 9. tbl., forsíða:

Um vegi og verslunarstaði á Austurlandi
“Varðar mest til allra orða,
undirstaðan rétt sé fundin”.
Í 6. bl. “Austra” er grein um “vegi og samgöngur á Austurlandi.” Mér virðist að aðalefni hennar séu tvö atriði. Það fyrst: hvar er aðalverslunarstaður Austurlands best settur? Og svo er hitt sem leiðir af hinu fyrra: á hverjum stað yfir fjöllin milli fjarðanna og Héraðsins ber að leggja þann verslunarveg og póstleið sem mest yrði vandaður hér og dýrastur? Nú með því að sjálft málefnið, verslun, vegir og samgöngur, er svo afar merkilegt og mikilsvert fyrir nútíð og framtíð vor Íslendinga, eins og allir vita, að ekki veitir af að það sé skoðað sem nákvæmast, bæði heild þess og einstakar greinir, til þess að “undirstaða þess yrði sem réttast fundin”. Og með því að nú þegar er búið að kosta svo miklu fé til ýmissa aðgerða á Seyðisfirði og vegagerðar á Vestdalsheiði, að ekki ætti að halda þeim kostnaði áfram, ef svo reyndist, að prófuðu máli, að grundvöllurinn hefði ekki verið rétt lagður. Í þriðja lagi að jafnframt og ég játa að “Dalbúinn” eigi þakkir skilið fyrir að hafa hreift þessu nauðsynjamáli, þá verð ég um leið að segja, að ég hef ekki áður og get ekki enn fallist á skoðun hans um kaupstaðinn og vegagerðina, og skoða það mál á annan hátt; og þar eð skoðanir okkar á þessu velferðarmáli vor Austlendinga eru mjög svo ólíkar, álít ég það skyldu mína gagnvart þeim mönnum sem annt er um málið, að láta í ljósi álit mitt, og með því stuðla til að það verði skoðað frá ýmsum hliðum, áður en lengra er haldið með framkvæmd verksins en komið er.
Þá kemur fyrst spurningin; Hvort er aðalbær og helsti verslunarstaður Austurlands betur settur við Seyðisfjörð eða botn Reyðarfjarðar? Mér virðist sem svarið upp á þessa spurning muni undir eins liggja nokkurn veginn ljóst fyrir, þegar þess er gáð að allar verslanir og flestar húseignir hafa orðið til á Seyðisfirði á því 30 ára tímabili sem liðið er, síðan verslun hér við land var með lögum leyft öllum þjóðum. Frá þeim tíma sem allir Austlendingar voru ekki lengur með lögum bundnir við, að versla aðeins á þrem verslunarstöðum, frá því er straumur verslunarinnar mátti tálmunarlítið af laganna hálfu renna þangað og þaðan sem eðlilegt er, hefur verslunarstaður á Seyðisfirði myndast og eflst sem orðið er á stuttum tíma. Verslunarfrelsisárið 1854 mátti sjá aðeins eitt timburhús, verslunarbúð á Seyðisfirði, þá fyrir skömmu byggt, og í hreppnum voru þá 16 heimili og íbúar ekki 200; en 1883 voru húseignir þar sem virtar voru 68 að tölu og virðingarverð þeirra 191.280 kr. Sama ár voru húseignir á Akureyri, sem þó er miklu eldri bær, ekki nema 46, og virðingarverð þeirra eigna aðeins 140.353 kr. Þetta ár var manntal í Seyðisfjarðarhrepp orðið um eða yfir 700. Ávextir frelsisins sýndu sig hér fljótt, þeir sýndu áþreifanlega, hvar aðalverslunarstaður Austlendinga væri eðlilega settur – á Seyðisfirði og það leiðir beinlínis af legu hans við sjávarsíðuna, og afstöðu sveitanna umhverfis hann. Vegna afstöðunnar hlýtur verslunarmagn allra sjávarsveita allt frá Kollumúla norðan við Héraðsflóa, og suður að Gerpi og allra sveita í Héraði, að Skriðdal ef til vill einum undanskildum, heldur að hneigjast til Seyðisfjarðar en Reyðarfjarðar, og eru það alls 12 eða 13 hreppar, og af þeim eru 9 eða 10 hreppar nær Seyðisfirði en svari 5 mílna fjarlægð, og í þeim tveim sem næstir liggja fyrir ofan fjallið er nægur heyskapur og mætti verða miklu meiri. Í öllum héraðssveitunum er allmikill landbúskapur og gætu kaupstaðarbúar á Seyðisfirði fengið þaðan næga landvöru, hey, ull og mat, ef þeir aðeins vildu. Verslunarstaður við Reyðarfjarðarbotn yrði þar á mót á mjög afskekktum stað fyrir flestar sveitir hér austanlands; mikils til of langt inn í landi fyrir fjarðasveitirnar – 6-7 mílna fjarlægt við næstu fjörðu -, og að jöfnum verslunarháttum sem á Eskifirði mundu ekki suðurfjarðarmenn versla þar að nokkrum mun og úr norðurfjörðum alls ekki. Yfir Fagradal yrði sá verslunarstaður í fullri 5-6 mílna fjarlægt við næstu héraðssveitir, Valla og Eyðaþinghá. Hinar miklum mun lengra. Úr skriðdal yrði skemmst leið þangað, en yfir Þórdalsheiði en ekki Fagradal. Breiðdælingar gætu náð til verslunar við botn Reyðarfjarðar, en ekki eru líkindi til að þeir mundu nota það mikið. Þareð vegur þar á milli er langur og ekki góður og Breiðdalssveit liggur að sjó, þó mætti helst vænta þess, ef verslunarstaðurinn í Reyðarfirði næði nokkru afli, að hann hefði það einkum af viðskiptum við tvær hinar síðasttöldu sveitir. Þegar líta skal á, hver staðurinn liggi betur fyrir aðdráttum af sjó og aflaföngum, þá hygg ég (ólæsilegt) afspurn, að flóarnir út af norðurfjörðunum (fyrir norðan Gerpi) séu fullt svo fisksælir sem hinir syðri, og það veit ég af sögn áreiðanlegra manna, að einn hinn mesti formaður til hákarlaveiða þar um slóðir, Þórarinn á Vattarnesi – uppi fyrir 1850 – sótti einatt hákarlaföng sín austur á hákarlamið Seyðfirðinga, “Grýtu”, sem var nafnfrægt aflamið fyrir og á þeim tímum, en það mundi hann ekki hafa gert, hefði hann ekki reynt þau miðin fangasælli, því hann var glöggur maður og skynsamur og sjóleið þangað frá Vattarnesi ekkert smáræði. Um veiði innfjarða á smábátum munar oft mikið, meðan á milli fárra er að skipta, og í þeirri grein getur verið að Reyðarfjörður verði drýgri, þó er ekki fyrir því margra ára reynsla. Fyrir 1860 voru Seyðfirðingar miklir aflamenn, og ekki er víst að Reyðarfjörður hefði fætt íbúa sína betur en Seyðisfjörður á því tímabili sem síðan er liðið, ef þeir hefðu þar jafnmargir verið. Engin von er til þess að nokkur kaupstaður hér á landi nái vexti og stöðugum viðgangi, að tómthúsamenn og sjómenn geti almennt þrifist og það ekki fremur á Seyðisfirði en annarstaðar, ef þeir koma sér ekki við til vinnu nema 3-4 mánuði á ári um hásumarið, ef ekki eru til sjósóknar nema smábátar, hvorki stórir bátar sem af beri haustsjó við fiskiveiðar, eða ferðir til hákarlaveiða út á flóana á vorum, og ekkert þilskip, sem leitað geti hákara eða fiskiveiða fyrir utan land á vori og sumri. Meðan velgengni sjómanna er öll komin undir bátafiski á fjörðum eða rétt við land, en hákarlaveiði er alls ekki stunduð og alls engin veiði á þilskipum, þá eru engin líkindi til að nokkurt sjómanna þorp og um leið verslunarstaður hér á landi geti haldið varanlegum þrifum, Höfn eða skipalægi mun ekki síður öruggt á Seyðisfirði en við botn Reyðarfjarðar, og það virðist mér reynsla næst undanfarinna 30 ára sanna, að fleiri skip hafa strandað og skemmst við Reyðarfjörð en Seyðisfjörð. Á vorum þegar hafís liggur fyrir landi bægir hann eigi síður innsiglingu á Reyðarfjörð en Seyðisfjörð. Ég er “Dalbúanum” samþykkur í því að meiri landbúnað megi hafa kringum kaupstað í Reyðarfirði á innsveit þar þótt hann sé lítill nú, heldur en Seyðisfirði; en það mundi fjarri fara að sá peningsauki gæti jafnast á við gagn það sem kaupstaðarbúar og tómthúsmenn á Seyðisfirði hafa haft, og geta framvegis haft af landbúnaði í nærsveitunum þegar þeir læra betur að nota sér það. Nóga staði þar sem hættulaust er að byggja hús, má fá við botn Seyðisfjarðar eða út með firðinum, einkum síðan í haust að kaupstaðarstæðið var stækkað og byggja má um alla Búðareyri.
Ég hef með undanfarandi athugasemdum borið saman hugmyndina um aðalverslunarbæ Austurlandsins við Reyðarfjarðarbotn – eins og ég lít á hana – við þann verslunarstað sem nú er á Seyðisfirði, og sem er orðinn þar til á einum 80 árum fyrir frjálsa og eðlilega rás atburðanna. Nú er hégómi að hugsa sér hann fluttan suður að botni Reyðarfjarðar, þótt þaðan mætti verða auðveldara að fá akbraut og ekki mun gott að minnka hann eða sundra honum. Mér virðist að við ættum miklu heldur að hlynna að þeim stað, og efla hann, sem best er settur hjá oss sem aðalstöð verslunar og framfara; því meir sem styrkur hans eykst, því meiri von er þess að verslun þar og aðrar sannar framfarir eflist og hafi betrandi áhrif á önnur héruð Austurlandsins, eins og hingað til hefur verið með kaupskap og vöruverð. Þar sem mest samkeppni, og þar hlýtur mönnum yfir höfuð að takast best kaup og sala. Sömuleiðis eru öll líkindi til, þegar verslunarstaðnum eykst aldur og þroski, muni leggjast niður þeir barnabrestir sem nú eru þar, og í þeirra stað koma bindindi og manndáð, og “eftir höfðinu dansa limirnir”.
Nú er eftir sem snöggvast að líta á hinn ímyndaða veg á Fagradal og Vestdalsheiði. Þann af þessum vegum sem almennt yrði álitið að gagnlegri mundi verða, er auðvitað að sem best ætti að vanda, þar eða hann yrði aðal aðflutninga og mannferðar til og frá verslunarstaðnum, og ekki horfa í fáeinar þúsund krónur, ef hann fyrir þær yrði í raun og veru betri og varanlegri. Það yrði aðalmeinið á verslunarstað við Reyðarfjarðarbotn, eins og áður er drepið á, og vegagerð á Fagradal, að hvorttveggja yrði mjög afskekkt og lægi mílu lengra frá og horfði ver við verslun úr flestum fjarða- og héraðssveitum, heldur en verslun á Seyðisfirði og vegur þangað.
Eins og margir vita liggur Fagridalur gegnum fjarðafjöllin. Frá Áreyjum innsta bæ í Reyðarfirði, og sker þaðan langsetis beint í norðaustur fjallgarðinn milli Héraðs og Reyðarfjarðar, kemur saman við Eyvindardal þegar út eftir dregur, og endar síðan þessi hinn langi dalur á móts við Dalhús í Eyðaþinghá, sem stendur yst í honum; ég hef ætíð heyrt að lengd hans væri ein þingmannaleið. Leiðin öll frá Reyðarfjarðarbotni að Lagarfljóti hlýtur víst að reynast 6 mílur eða hálfu lengra en hin mælda leið á Vestdalsheiði. Þessi Fagradalsvegur stefnir svo: Frá fjarðarbotni fyrst eina mílu í suðvestur inn fyrir Grænafell móts við Áreyjar, og síðan alla leið í norðaustur, 4-5 mílur milli byggða út undir takmörk Valla og Eyðaþinghár. Eggi get ég sagt hvað dalurinn liggur hátt, en það hygg ég að skakkt muni vera í grein “Dalbúans” að Skriðuhóll, “sem hæst liggur” sé ekki nema 90-120 fet yfir sjávarmál, og hallinn talsvert öðruvísi en þar er skýrt frá*. Mjög er leið á Fagradal illviðrasöm og mundu menn mjög komast að raun um það ef hún væri fjölfarin, en það er allsjaldan að menn fara þar um, og lengi munu menn hér í sveitum muna skaðana, sem þar urðu haustið 1858, snemma í okt. Slíkir hafa ekki orðið á Seyðisfjarðarheiðum á haustdögum. Hvað kemur til að svo góður vegur og hallalítill sem á Smjörvatnsheiði er, skuli nú vera vanræktur æ meir síðan verslun varð til á Seyðisfirði? Mun það ekki vera af því að sá staður, er hagkvæmur og verslun þar þess vegna meiri og betri; fjallvegur þangað einnig mikið styttri og fjölfarnari, sem er mikill kostur, einkum í haust og vetrarferðum. Setjum að verslunarstaður væri við Reyðarfjarðar botn, og dýrkeyptur góður vegur á Fagradal, og sú leið væri farin; leiðin til uppsveita Héraðsins mundi þá fyrst liggja eina mílu til suðvesturs, þar næst 4 mílur til norðausturs og seinast 1 til 5 mílur í suðvestur, og auka um 2-3 mílur kaupstaðarleiðina sem nú er.
Flutningar eftir Lagarfljóti standa ekki fremur í sambandi við flutningsveg eftir Fagradal en Seyðisfjarðarheiðar. Úthéraðsmenn mundu aldrei – fremur en Norðurfjarðarmenn – versa við Reyðarfjarðarbotn, meðan nokkur verslunarkytra væri á Seyðisfirði, enda yrði leiðin þeim þangað 4 til 6 mílum lengri og að sama skaði örðugri, því þá akbraut væri eftir Fagradal, mundi leiðin samt verða jafnlöng, illviðrasöm og liggja í öfuga átt, og seint mun liggja vagnbrautir heim að hverjum bæ á Héraðinu, eða ekki get ég rýnt svo langt fram í tímann að ég sjái þær.
Mér virðist enn sem fyrri tómt mál um akbraut að Reyðarfirði, þar eð vér höfum þaðan nær því ekki neitt að flytja og leiðin liggur öfugt fyrir oss. Það eru ekki nú þeir tímar, að nokkur getið boðið verslunarstaðnum á Seyðisfirði að taka sig upp og setjast niður við Reyðarfjörð. Eða því mundi ekki verslunarstaður hafa myndast þar, þegar lög bönnuðu það ekki, ef þar er hagkvæmur staður?
Eða mun það stoða oss, og getur það samrýmst kröfum núlega tímans og þörf vorri á framför, að byggður sé vegur fyrir 40-50.000 kr. þangað sem ekki standa nema fáein býli og lítið sem ekkert er að taka til flutnings, og valla hægt að sjá að verði meira síðar, en hætta við vegagerð á þeim vegi sem þegar er byrjaður, og ætla má að fluttur sé yfir árlega nálægt 1000 lesta þungi, og liggur að hinum helsta verslunarbæ vorum. Um veg á Vestdalsheiði á ekki hér að rita, hann hafa nú skoðað og álitið merkir menn og látið það álit sitt í ljósi með prentaðri skýrslu.
Nú hefur ekki náttúran brotið þar hlið á fjallgarðinn, og vér höfum ekki megn svo mikið, en eigum vér þar fyrir ekki að gera þar veg svo traustan og hagkvæman sem unnt er? Oss vantar öll tæki til þess að flytja þungar byrðar sem ekki verða lagðar á hesta í Héraði. Ef skipalægi hefði fengist við Lagarfljótsós, mundi ráð til þess hafa verið fundið, en tilraunir í þá átt eru nú fyrst um sinn strandaðar. Reikningur Dalbúans um flutning á hestum er eftirtektaverður, og mikið væri unnið að framför með því, ef hestahöld vor yrði almennt ódýrri en nú er; en ennþá vantar öldungis alla reikningslega áætlun um hvað varnar kosta, eða flutningur á þeim, og hvort það yrði mannsparnaður að flytja á þann hátt eða hverjir ættu að eiga slíka flutningsvagna? Ólíklegt er að Dalbúinn hafi hugsað sér að hver Héraðsbóndi ætti vagn á braut á Fagradal eins og hesta til heimavinnu og annarra aðdrátta, og mestan hlut leiðarinnar þyrfti þó að flytja á klakknum, meðan enginn brautarstúfur er til í öllu Héraðinu og örfáar kerrur.
Vegurinn yfir Vestdalsheiði þarf að komast á sem allra fyrst einsog ætlað hefur verið, og það sem vönduðust akbraut. Vagnarnir ættu ef til vill að vera svo eða svo margir, t.d. 3-4 sameiginleg eign hvers hrepps, eða allir þeirra hreppanna sem næst liggja fjallveginum, brautin að liggja að Lagarfljóti í miðju Héraði og þaðan frá duglegir flutningsbátar eftir því. Jafnframt þessu ættum vér svo sem unnt er aðkoma oss upp kerrum og venja oss við að nota þær sem allra mest til heimavinnu, flytja á þeim áburð á tún, hey af túnum, mó frá gröfum, hey af engjum og sem flest annað sem flytja þarf, og mun það reynast mikill tímasparnaður og kostnaðarléttir. Jafnhliða því sem vér temjum oss þessa flutningsaðferð, þyrftum vér sem mest að leggja niður þá aðferð á verslun og flutningum sem nú er, að versla í kaupstöðum á öllum tímum árs, og flytja jafnoft varninginn yfir fjallveginn. Hversu mikið manntjón og fartjón höfum vér ekki beðið af þeirri aðferð? Og hvenær sjáum vér fram úr því sem af henni hefur hlotist? – Þá mundu ekki peningarnir sem varið er til vegabóta, vera grafnir undir fönn þegar vér þyrftum að nota þá, því vér versluðum ekki að mun nema sumar og haust þegar vegir eru auðir og þurrir, og flyttum þá ef tími væri naumur, aðeins yfir fjallveginn og í geymsluhús vor, og síðan við hentugt tækifæri á bátum, sleðum, eða hestum, til heimkynna vorra.
S. E.
*) Tvær villur leiðinlegar eru í Austragreininni “um vegi”, báðar í örðum dálki. Hin fyrri 400 pd. Hin síðari: frá Reyðarfirði að Lagarfljótsbotni nálægt 20 faðmar. Talan á líklega að vera 1400 pd. Ekki 400, og hin síðari 2000, en ekki 20.