1885

Þjóðólfur, 27. júní 1885, 37. árg., 25. tbl., forsíða:

Þjórsá og Ölvesá.
(Áskorun frá alþ.m. Sighvati Árnasyni).
Sundár þessar eru sá “Þrándur í götu” sem ekki má yfirgefa og yfirvinna.
Engum sem hafa séð og reynt árangurinn af góðum vegagjörðum og greiðum samgöngum yfir höfuð, mun blandast hugur um það, að slíkt eigi hiklaust að ganga á undan öðru til umbóta. Er því auðsætt, að landinu muni verða erfitt til þrifa án þess að leggja allt kapp á að ryðja því úr vegi, sem mest hindrar samgöngur og viðskipti manna, sem er nú hér svo margt og mikið, fjöll og firnindi, sundár og fl. Víðsvegar um landið. Það er að vísu byrjað mikið á því að leggja talsvert fé í sölurnar til að bæta úr þessu, en bæði er það, að féð er of lítið sem fram er lagt, til þess á geti séð, og í öðru lagi að það hefir ekki orðið að tilætluðum notum sökum vankunnáttu og verkfæraleysis. Til gufuskipanna er sérstaklega lagt úr landssjóði á hverjum 2 árum 36 þús. kr. og til fjallvega og annarra vegabóta 40 þús. kr., alls 76 þús. kr. Þetta t.a.m. kostar landssjóð á hverjum 10 árum 380 þús. kr. og á tvennum 10 árum 760.000 kr. Þetta er nú gott og blessað, ef vel væri á haldið, fyrir alla þá sem njóta, og hina að því leyti, sem hið sérstaka gagn þess eftir hag alls þjóðfélagsins. Sérstök not alls þessa fjár eru því nær engin fyrir allar þrjár sýslurnar hér austanfjalls, Skaftaf.. Rangárv. og Árness., allt svo lengi að ekki eru brúaðar sundárnar. Öllum þessum sýslum, sem eru mestur hluti sunnlendinga fjórðungs, gagna lítið gufuskip, fjallvegagjörðir eða vegagjörðir yfir höfuð án brúnna, því maður verður að komast úr bæjardyrunum til að geta fært sér í nyt stíginn sem þá tekur við. Íbúum þessara sýslna er fjallvegagjörðin því aðeins til nota, að þeir brjótist yfir árnar, og vegagjörðir innan sýslnanna verða reikandi og lítilsvirði á meðan það haft er á vegunum fyrir brúarleysið á ánum, sem gjörir þá sundurslitna og ófullkomna, hversu góðir sem þeir væru í sjálfu sér. Aðdrættir og öll viðskipti eru á meðan allt of kostbær, stirð og þunglamaleg, svo viðskiptaeyrir manna fer í sjálfan sig. Sýslur þessar eru einangraðar yfir höfuð út af sundánum, svo að þeim er engin framfara von nema því aðeins að árnar séu brúaðar. Verslanir þær sem til er sótt einangrast, sveitarverslanir þær, sem myndast hafa, einangrast, og okra, því allt er innilokað frá almennum viðskiptum og aðalmarkaði landsins. Öllu þessu eru menn nú farnir að veita betri eftirtekt en áður, enda hefir á þessum árum færst talsvert líf og fjör í verslun landsmanna, svo að menn smátt og smátt skoða betur og vetur hvað til hags og umbóta horfir og kleyft er að gjöra til að ryðja þeim torfærum úr vegi, sem mest standa fyrir þrifum. Áður eða hingað til hafa menn í sýslum þessum verið svo háðir vananum innan náttúrunnar takmarka, að þeir hafa ekki veitt því næga eftirtekt, sem við á, til að ryðja sýslunum braut til betri kjara. Til þess að sýslur þessar getir átt von á því að vera ekki háðar hungri og harðrétti í hvert einasta skipti, sem árferðinu hallar, eins og ávallt hefir gengið og gengur enn þann dag í dag, til þess er eina ráðið að brúa sundárnar.
Hagurinn af brúnum yrði auðvitað mestur fyrir áðurtaldar sýslur, en hann yrði líka ómetanlega mikill fyrir Gullbringusýslu og Reykjavík, sem nytu þá samskiptanna við allar sýslurnar austanfjalls.
Það er vonandi að Alþingi sannfærist betur og betur um nauðsyn þessa fyrirtækis og að ekki dragist til lengdar, að það láti til sín taka um slíkt mál, sem heilum landsfjórðungi stendur fyrir þrifum; og yfir höfuð að það sjái þann kost bestan að ryðja sem best samskiptunum braut, hvar sem vera skal á landinu. Þinginu, með landsjóð í hendi sér, ber að ríða hér á vaðið ekki síður en með fjallvegina, því séu þeir ókleyfir til umbóta fyrir hlutaðeigandi héruð, er ég alls eigi að neita, þá eru sundárnar það, því getur enginn neitað.
Í móts við áður áminnsta upphæð 380 þús. kr., sem landsjóður leggur til gufuskipanna og vegabóta á 5 fjárhagsárum eða 10 árum, þyrfti aðeins 1/5 eða 76 þús. kr. til að brúa með aðra ána, og það í eitt skipti fyrir öll; svo þegar á þetta er litið, þarf engum að vaxa um of í augum þetta framlag úr landssjóði sem til brúnna þyrfti, og því síður sem fyrirtækið er hið mesta framfarastig, sem hugsast getur fyrir allan sunnlendingafjórðung, og ætti að vera hans fyrsta mál á dagskrá, hvað sem öllu öðru líður.
Banki mundi að vísu undir góðri stjórn mikið gott af sér leiða, þó efast ég um gagn hans fyrir þessar sýslur án brúnna, því að t. d. þar sem hann gjörði mönnum hægra fyrir að hafa peninga handa í milli til ýmsra hluta, mundi ávöxturinn eða ágóðinn af þeim peningum verða hér takmarkaðir og tvísýnn eins og af hverju öðru, þar sem samgöngurnar eru teftar.
Að lyktum er það mín áskorun:
1. Að öll þau héruð, sem eiga hlut að þessu brúarmáli, láti ekki hjá líða að skora á í hönd farandi alþingi að leggja fé til brúargjörðar á Þjórsá og Ölvesá og annast um framkvæmd fyrirtækisins svo fljótt sem verða má.
2. Ef Þingvallafundur verður haldinn á undan alþingi, að notað sé það tækifæri til samtaka um að útbúa brúarmálið á fundinum og afgreiða það þar fyrir héraðanna hönd til þingsins.

Eyvindarholti í apríl 1885
Sighv. Árnason



Þjóðólfur, 27. júní 1885, 37. árg., 25. tbl., forsíða:

Þjórsá og Ölvesá.
(Áskorun frá alþ.m. Sighvati Árnasyni).
Sundár þessar eru sá “Þrándur í götu” sem ekki má yfirgefa og yfirvinna.
Engum sem hafa séð og reynt árangurinn af góðum vegagjörðum og greiðum samgöngum yfir höfuð, mun blandast hugur um það, að slíkt eigi hiklaust að ganga á undan öðru til umbóta. Er því auðsætt, að landinu muni verða erfitt til þrifa án þess að leggja allt kapp á að ryðja því úr vegi, sem mest hindrar samgöngur og viðskipti manna, sem er nú hér svo margt og mikið, fjöll og firnindi, sundár og fl. Víðsvegar um landið. Það er að vísu byrjað mikið á því að leggja talsvert fé í sölurnar til að bæta úr þessu, en bæði er það, að féð er of lítið sem fram er lagt, til þess á geti séð, og í öðru lagi að það hefir ekki orðið að tilætluðum notum sökum vankunnáttu og verkfæraleysis. Til gufuskipanna er sérstaklega lagt úr landssjóði á hverjum 2 árum 36 þús. kr. og til fjallvega og annarra vegabóta 40 þús. kr., alls 76 þús. kr. Þetta t.a.m. kostar landssjóð á hverjum 10 árum 380 þús. kr. og á tvennum 10 árum 760.000 kr. Þetta er nú gott og blessað, ef vel væri á haldið, fyrir alla þá sem njóta, og hina að því leyti, sem hið sérstaka gagn þess eftir hag alls þjóðfélagsins. Sérstök not alls þessa fjár eru því nær engin fyrir allar þrjár sýslurnar hér austanfjalls, Skaftaf.. Rangárv. og Árness., allt svo lengi að ekki eru brúaðar sundárnar. Öllum þessum sýslum, sem eru mestur hluti sunnlendinga fjórðungs, gagna lítið gufuskip, fjallvegagjörðir eða vegagjörðir yfir höfuð án brúnna, því maður verður að komast úr bæjardyrunum til að geta fært sér í nyt stíginn sem þá tekur við. Íbúum þessara sýslna er fjallvegagjörðin því aðeins til nota, að þeir brjótist yfir árnar, og vegagjörðir innan sýslnanna verða reikandi og lítilsvirði á meðan það haft er á vegunum fyrir brúarleysið á ánum, sem gjörir þá sundurslitna og ófullkomna, hversu góðir sem þeir væru í sjálfu sér. Aðdrættir og öll viðskipti eru á meðan allt of kostbær, stirð og þunglamaleg, svo viðskiptaeyrir manna fer í sjálfan sig. Sýslur þessar eru einangraðar yfir höfuð út af sundánum, svo að þeim er engin framfara von nema því aðeins að árnar séu brúaðar. Verslanir þær sem til er sótt einangrast, sveitarverslanir þær, sem myndast hafa, einangrast, og okra, því allt er innilokað frá almennum viðskiptum og aðalmarkaði landsins. Öllu þessu eru menn nú farnir að veita betri eftirtekt en áður, enda hefir á þessum árum færst talsvert líf og fjör í verslun landsmanna, svo að menn smátt og smátt skoða betur og vetur hvað til hags og umbóta horfir og kleyft er að gjöra til að ryðja þeim torfærum úr vegi, sem mest standa fyrir þrifum. Áður eða hingað til hafa menn í sýslum þessum verið svo háðir vananum innan náttúrunnar takmarka, að þeir hafa ekki veitt því næga eftirtekt, sem við á, til að ryðja sýslunum braut til betri kjara. Til þess að sýslur þessar getir átt von á því að vera ekki háðar hungri og harðrétti í hvert einasta skipti, sem árferðinu hallar, eins og ávallt hefir gengið og gengur enn þann dag í dag, til þess er eina ráðið að brúa sundárnar.
Hagurinn af brúnum yrði auðvitað mestur fyrir áðurtaldar sýslur, en hann yrði líka ómetanlega mikill fyrir Gullbringusýslu og Reykjavík, sem nytu þá samskiptanna við allar sýslurnar austanfjalls.
Það er vonandi að Alþingi sannfærist betur og betur um nauðsyn þessa fyrirtækis og að ekki dragist til lengdar, að það láti til sín taka um slíkt mál, sem heilum landsfjórðungi stendur fyrir þrifum; og yfir höfuð að það sjái þann kost bestan að ryðja sem best samskiptunum braut, hvar sem vera skal á landinu. Þinginu, með landsjóð í hendi sér, ber að ríða hér á vaðið ekki síður en með fjallvegina, því séu þeir ókleyfir til umbóta fyrir hlutaðeigandi héruð, er ég alls eigi að neita, þá eru sundárnar það, því getur enginn neitað.
Í móts við áður áminnsta upphæð 380 þús. kr., sem landsjóður leggur til gufuskipanna og vegabóta á 5 fjárhagsárum eða 10 árum, þyrfti aðeins 1/5 eða 76 þús. kr. til að brúa með aðra ána, og það í eitt skipti fyrir öll; svo þegar á þetta er litið, þarf engum að vaxa um of í augum þetta framlag úr landssjóði sem til brúnna þyrfti, og því síður sem fyrirtækið er hið mesta framfarastig, sem hugsast getur fyrir allan sunnlendingafjórðung, og ætti að vera hans fyrsta mál á dagskrá, hvað sem öllu öðru líður.
Banki mundi að vísu undir góðri stjórn mikið gott af sér leiða, þó efast ég um gagn hans fyrir þessar sýslur án brúnna, því að t. d. þar sem hann gjörði mönnum hægra fyrir að hafa peninga handa í milli til ýmsra hluta, mundi ávöxturinn eða ágóðinn af þeim peningum verða hér takmarkaðir og tvísýnn eins og af hverju öðru, þar sem samgöngurnar eru teftar.
Að lyktum er það mín áskorun:
1. Að öll þau héruð, sem eiga hlut að þessu brúarmáli, láti ekki hjá líða að skora á í hönd farandi alþingi að leggja fé til brúargjörðar á Þjórsá og Ölvesá og annast um framkvæmd fyrirtækisins svo fljótt sem verða má.
2. Ef Þingvallafundur verður haldinn á undan alþingi, að notað sé það tækifæri til samtaka um að útbúa brúarmálið á fundinum og afgreiða það þar fyrir héraðanna hönd til þingsins.

Eyvindarholti í apríl 1885
Sighv. Árnason