1885

Ísafold, Viðaukablað 2. sept. 1885, 12. árg., 38. tbl., forsíða:

Ágrip
Af sýslufundargjörðum í Árnessýslu 20.-24. apríl 1885.
Á fundinum, sem haldinn var í barnaskólahúsinu á Eyrarbakka, mættu auk oddvita, 12 sýslunefndarmenn; fyrir Selvogshrepp var enginn sýslunefndarmaður til, og kosning sýslunefndarmannsins úr Hrunamannahreppi, sem fyrra ár var skotið undir úrskurð amtsráðsins, en vísað heim aftur, sem heyrandi undir endilegan úrskurð nefndarinnar, var í byrjun fundarins úrskurðuð ógild.
Til skrifara var kosinn nefndarmaður Ölveshrepps¿¿
8. Var samþykkt, eftir samkomulagi við sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu , að fara þess á leit við landshöfðingja, að aukapóstleiðin úr Reykjavík til Keflavíkur verði framlengd þaðan um Hafnir, Grindavík, Krísuvík, Selvog, Þorlákshöfn til Eyrarbakka.
Einnig var samþykkt, að biðja um bréfhirðingarstað á Vorsabæ í Ölvesi.
9. Eftir fyrirlagi sýslunefndarinnar á síðasta fundi hafði oddviti í Biskupstungnahreppi sent álit sitt um haganlegastan ferjustað á Brúará, og samþykkti nefndin, eftir uppástungu hans og sýslunefndarmanns hreppsins, að lögferja verði sett á Böðmóðsstöðum. Beiðni ábúandans þar um styrk til að kaupa ferjubát áleit nefndin sér óviðkomandi, þar sem að hreppavegur getur legið að ferjustaðnum.
24. Samþykkt var, að senda alþingi bænarskrá um, að veita fé til að brúa Ölvesá; nefndinni væri þetta mál hið mesta áhugamál.
26. Sýslunefndarmaður Stokkseyrarhrepps vakti máls á því til athugunar fyrir nefndina síðar meir, að sér væri kunnugt, að kring um árið 1860 hefði verið stofnaður vegabótasjóður fyrir Árnessýslu af erfingjum Johnsens sál. á Ármóti, að upphæð upphaflega 400 rdl., sem síðan hafi verið aukinn með samskotum annarsstaðar frá, og hafi verið undir stjórn og umsjón erfingjans Magnúsar Jónssonar í Bráðræði.
27. Uppástungur þær, sem nefndin, eftir áskorun amtsins, hafði heimtað um, hverjir vera skuli hreppavegir, voru komnar frá öllum hreppum, nema Hrunamannahreppi. Til að samrýma þessar uppástungur hinna ýmsu hreppa var kosin 5 manna nefnd, og laði hún síðar á fundinum fram tillögur sínar, sem voru samþykktar með litlum breytingum. Var síðan amtsráðinu send skrá yfir hreppavegi sýslunnar.
28. Mælt var með að beiðni Selvogshrepp um 100 kr. úr landsjóði til framhalds vegabótum á Grindaskarðavegi.
29. Þá var rætt um sýsluvegi sýslunnar. Þessar breytingar á sýsluvegum voru samþykktar:
a. að vegurinn yfir Grafningsháls, yfir Álftavatn, austur yfir Grímsnes að Spóastaðaferju verði sýsluvegur.
b. að hinn svo nefndi Ásavegur verði framlengdur yfir Merkurhraun að Nautavaði á Þjórsá.
c. að í stað sýsluvegarins frá Gneistastöðum að Egilsstöðum verði framvegis sýslu- og póstvegur vegurinn frá Gneistastöðum frá hjá Villingaholti að Nesferju á Þjórsá.
Skýrslur prestanna um verkfæra menn, sem eftir ákvæðum nefndarinnar á síðasta fundi áttu að leggjast sem fylgiskjöl með hreppstjóraskýrslum, vantaði alveg frá Gnúpverja- og Selvogs-hreppum og Hrepphólasókn í Hrunamannahreppi. Úr Biskupstungnahreppi vantaði allar verkfærraskýrslur. Nefndin fól oddvita, að ganga ríkt eftir, að hinar vantandi prestaskýrslur verði sendar, og rannsaka eftir þeim skýrslur hreppstjóra, en byggja fyrst um sinn, hvað Biskupstungur snertir, á fyrra árs skýrslu, sem svo leiðréttist síðar. Nefndin bætti 6 mönnum inn í skýrslur hreppstjóranna.
Sýsluvegabótagjald sýslunnar þetta ár er. ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. c. kr. 1.612,00
Eftirstöðvar af f. á. veggjaldi ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 247,80
= 1.859,80
Auk þess sótti nefndin um úr landssjóði til póstvega:
a. það sem óunnið var fyrir af þeim 1.000 kr., sem fyrra ár
voru veittar til póstvega ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. 487,47
b. að nýju fyrir þetta ár ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. 1.000,00
Þessum samtals ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 3,347,27
samþykkti nefndir að verja þannig, ef hinn umbeðni styrkur fæst:
Kr.
a. til aðgjörðar á póstvegunum frá Torfeyri að Laugardælum ¿¿¿ 150.00
b. til vegarins frá Torfeyri að Kotferju-ferjustað ¿¿¿¿¿¿¿¿ 100.00
c. til vegarins yfir Þurármýri ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.¿.. 60.00
d. til framhalds vegarins í Grímslækjarhrauni ¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 60.00
e. til Melabrúarinnar (nl. Eftirstöðvar f. á. 247 kr. 80 a.
og að nýju 500 kr.)
f. til vegarins frá Óseyrarnesi að Baugstaðasíki ¿¿¿¿¿¿¿¿. 317.00
g. til vegarins frá Baugstaðasíki að Sandhólaferjustað ¿¿¿¿¿. 150.00
h. til Ósavegarins (þar í fólgin endurborgun á láni f. á. 35.95) ¿¿.. 289.95
i. til Kárastígs í Þingvallasveit ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿... 320.00
j. til ruðnings frá Gjábakka austur á Hrafnabjargaháls ¿¿¿¿¿¿ 30.00
k. til endurborgunar á láni f. á. til íburðar í Neðridalsá o.fl. ¿¿¿¿ 24.00
l. til ruðnings á Grafningshálsi 25 kr. verstu kafla yfir Grímsnes
til Spóastaðaferju 25 kr. ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. 50.00
m. til ruðnings á Merkurhauni ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 40.00
n. til timburflaka fyrir framan Bitru ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 20.00
o. til póstvegarins frá Laugardælaferju að Gneistastöðum:
1. til fullkomnunar veginum fyrir framan Krókskot ¿¿¿¿¿¿... 430.00
2. til smábrúa hjá Gneistastöðum ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 46.00
3. til framhalds veginum frá Laugardælum að Hraungerði ¿¿¿¿ 861,47
= 3.696.22
Hinn síðast nefndi vegur skal veða út undan, verði landssjóðsstyrkurinn minni, en um er beðið.
Þær 348 kr. 95 a., sem hinar áætluðu vegagjörðir nema meira, en vegagjaldið, sem von er um, var ákveðið að taka að láni upp á endurborgun næsta ár. Þar sem engri af þessum vegabótum mætti fresta, vegna ótíðarinnar næstl. Haust.
30. Hreppsnefnd Grímsneshrepps hafði leitað liðsinnis nefndarinnar, til að koma brú á Sogið. Nefndin sinnti þessari beiðni á þann hátt, að hún veitti allt að 150 kr. til að útvega skoðunargjörð á brúarstæðinu og áætlun um kostnað af brúnni, og fól nefndarmanni Stokkseyrarhrepps að útvega þetta.
31. Björn bóndi Jörgensson á Þurá í Ölvesi hafði kvartað yfir skemmdum á Þurármýri, þar sem sýsluvegur liggur yfir og hún er óbrúuð, og beðið um brú yfir þetta svæði. Þar sem mál þetta var alveg óundirbúið, hafði ekki verið borið undir hreppsnefnd og engin áætlun gjörð, sinnti nefndin því ekki að öðru en því, að gefa hlutaðeigandi hreppsnefnd leyfi til að taka allt að 30 kr. lán upp á sýslusjóðinn, til að brúa hinar verstu keldur á nefndu svæði.
32. Um framkvæmd sýsluvegavinnunnar var þetta ákveðið:
að vinna að Melabrú, Kárastaðastíg og ruðningur frá Gjábakka verði boðið upp einnig utansýslumönnum á almennu undirboðsþingi, sem haldið sé seinast í maímánuði og birt af oddvita;
að vinnan á póstveginum í Hraungerðis- og Villingaholts-hreppum verði boðin upp að Hraungerði 19. júní á sama hátt.
Til aðstoðar oddvita við þessa undirboðsþing voru kosnir nefndarmennirnir úr Sandvíkur- Hraungerðis- og Þingvalla-hreppum.
Til umsjónar og framkvæmdar vinnunni að Melabrú voru kosnir nefndarmenn Stokkseyrar- Sandvíkur og Ölves-hreppa.
Aðrar vegabætur skyldu verða boðnar upp á manntalsþingum, en framkvæmdar með daglaunavinnu, ef eigi fengist viðunanleg undirboð.
Nefndin samþykkti sölu á eign Skeiðahrepps í jörðinni Skeiðháholti.
Nefndinni hafði borist, að búendur í Flóagaflshverfi og nokkrir búendur í Kaldaðarneshverfi hefðu á útlíðanda slætti f. á. í ruðningahátíð teppt í aðalvatnsrúmið á Melabrú og með því skemmt brúna að miklum mun, og sannaðist nú að þetta væri satt. Nefndin lét í ljósi megna óánægju yfir, að þetta hefði átt sér stað óátalið undir handarjaðri lögreglustjórans, en lét sér þetta sinn lynda, að hinir seku inni af hendi 25 dagsverk í vinnu að Melabrúnni og lýsi sekt sinni yfir í blaðinu “Ísafold”. Nefndarmaður Sandvíkurhrepps hefir ábyrgð á, að þessu sé fullnægt.


Ísafold, Viðaukablað 2. sept. 1885, 12. árg., 38. tbl., forsíða:

Ágrip
Af sýslufundargjörðum í Árnessýslu 20.-24. apríl 1885.
Á fundinum, sem haldinn var í barnaskólahúsinu á Eyrarbakka, mættu auk oddvita, 12 sýslunefndarmenn; fyrir Selvogshrepp var enginn sýslunefndarmaður til, og kosning sýslunefndarmannsins úr Hrunamannahreppi, sem fyrra ár var skotið undir úrskurð amtsráðsins, en vísað heim aftur, sem heyrandi undir endilegan úrskurð nefndarinnar, var í byrjun fundarins úrskurðuð ógild.
Til skrifara var kosinn nefndarmaður Ölveshrepps¿¿
8. Var samþykkt, eftir samkomulagi við sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu , að fara þess á leit við landshöfðingja, að aukapóstleiðin úr Reykjavík til Keflavíkur verði framlengd þaðan um Hafnir, Grindavík, Krísuvík, Selvog, Þorlákshöfn til Eyrarbakka.
Einnig var samþykkt, að biðja um bréfhirðingarstað á Vorsabæ í Ölvesi.
9. Eftir fyrirlagi sýslunefndarinnar á síðasta fundi hafði oddviti í Biskupstungnahreppi sent álit sitt um haganlegastan ferjustað á Brúará, og samþykkti nefndin, eftir uppástungu hans og sýslunefndarmanns hreppsins, að lögferja verði sett á Böðmóðsstöðum. Beiðni ábúandans þar um styrk til að kaupa ferjubát áleit nefndin sér óviðkomandi, þar sem að hreppavegur getur legið að ferjustaðnum.
24. Samþykkt var, að senda alþingi bænarskrá um, að veita fé til að brúa Ölvesá; nefndinni væri þetta mál hið mesta áhugamál.
26. Sýslunefndarmaður Stokkseyrarhrepps vakti máls á því til athugunar fyrir nefndina síðar meir, að sér væri kunnugt, að kring um árið 1860 hefði verið stofnaður vegabótasjóður fyrir Árnessýslu af erfingjum Johnsens sál. á Ármóti, að upphæð upphaflega 400 rdl., sem síðan hafi verið aukinn með samskotum annarsstaðar frá, og hafi verið undir stjórn og umsjón erfingjans Magnúsar Jónssonar í Bráðræði.
27. Uppástungur þær, sem nefndin, eftir áskorun amtsins, hafði heimtað um, hverjir vera skuli hreppavegir, voru komnar frá öllum hreppum, nema Hrunamannahreppi. Til að samrýma þessar uppástungur hinna ýmsu hreppa var kosin 5 manna nefnd, og laði hún síðar á fundinum fram tillögur sínar, sem voru samþykktar með litlum breytingum. Var síðan amtsráðinu send skrá yfir hreppavegi sýslunnar.
28. Mælt var með að beiðni Selvogshrepp um 100 kr. úr landsjóði til framhalds vegabótum á Grindaskarðavegi.
29. Þá var rætt um sýsluvegi sýslunnar. Þessar breytingar á sýsluvegum voru samþykktar:
a. að vegurinn yfir Grafningsháls, yfir Álftavatn, austur yfir Grímsnes að Spóastaðaferju verði sýsluvegur.
b. að hinn svo nefndi Ásavegur verði framlengdur yfir Merkurhraun að Nautavaði á Þjórsá.
c. að í stað sýsluvegarins frá Gneistastöðum að Egilsstöðum verði framvegis sýslu- og póstvegur vegurinn frá Gneistastöðum frá hjá Villingaholti að Nesferju á Þjórsá.
Skýrslur prestanna um verkfæra menn, sem eftir ákvæðum nefndarinnar á síðasta fundi áttu að leggjast sem fylgiskjöl með hreppstjóraskýrslum, vantaði alveg frá Gnúpverja- og Selvogs-hreppum og Hrepphólasókn í Hrunamannahreppi. Úr Biskupstungnahreppi vantaði allar verkfærraskýrslur. Nefndin fól oddvita, að ganga ríkt eftir, að hinar vantandi prestaskýrslur verði sendar, og rannsaka eftir þeim skýrslur hreppstjóra, en byggja fyrst um sinn, hvað Biskupstungur snertir, á fyrra árs skýrslu, sem svo leiðréttist síðar. Nefndin bætti 6 mönnum inn í skýrslur hreppstjóranna.
Sýsluvegabótagjald sýslunnar þetta ár er. ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. c. kr. 1.612,00
Eftirstöðvar af f. á. veggjaldi ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 247,80
= 1.859,80
Auk þess sótti nefndin um úr landssjóði til póstvega:
a. það sem óunnið var fyrir af þeim 1.000 kr., sem fyrra ár
voru veittar til póstvega ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. 487,47
b. að nýju fyrir þetta ár ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. 1.000,00
Þessum samtals ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. kr. 3,347,27
samþykkti nefndir að verja þannig, ef hinn umbeðni styrkur fæst:
Kr.
a. til aðgjörðar á póstvegunum frá Torfeyri að Laugardælum ¿¿¿ 150.00
b. til vegarins frá Torfeyri að Kotferju-ferjustað ¿¿¿¿¿¿¿¿ 100.00
c. til vegarins yfir Þurármýri ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.¿.. 60.00
d. til framhalds vegarins í Grímslækjarhrauni ¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 60.00
e. til Melabrúarinnar (nl. Eftirstöðvar f. á. 247 kr. 80 a.
og að nýju 500 kr.)
f. til vegarins frá Óseyrarnesi að Baugstaðasíki ¿¿¿¿¿¿¿¿. 317.00
g. til vegarins frá Baugstaðasíki að Sandhólaferjustað ¿¿¿¿¿. 150.00
h. til Ósavegarins (þar í fólgin endurborgun á láni f. á. 35.95) ¿¿.. 289.95
i. til Kárastígs í Þingvallasveit ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿... 320.00
j. til ruðnings frá Gjábakka austur á Hrafnabjargaháls ¿¿¿¿¿¿ 30.00
k. til endurborgunar á láni f. á. til íburðar í Neðridalsá o.fl. ¿¿¿¿ 24.00
l. til ruðnings á Grafningshálsi 25 kr. verstu kafla yfir Grímsnes
til Spóastaðaferju 25 kr. ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿.. 50.00
m. til ruðnings á Merkurhauni ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿. 40.00
n. til timburflaka fyrir framan Bitru ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 20.00
o. til póstvegarins frá Laugardælaferju að Gneistastöðum:
1. til fullkomnunar veginum fyrir framan Krókskot ¿¿¿¿¿¿... 430.00
2. til smábrúa hjá Gneistastöðum ¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿¿ 46.00
3. til framhalds veginum frá Laugardælum að Hraungerði ¿¿¿¿ 861,47
= 3.696.22
Hinn síðast nefndi vegur skal veða út undan, verði landssjóðsstyrkurinn minni, en um er beðið.
Þær 348 kr. 95 a., sem hinar áætluðu vegagjörðir nema meira, en vegagjaldið, sem von er um, var ákveðið að taka að láni upp á endurborgun næsta ár. Þar sem engri af þessum vegabótum mætti fresta, vegna ótíðarinnar næstl. Haust.
30. Hreppsnefnd Grímsneshrepps hafði leitað liðsinnis nefndarinnar, til að koma brú á Sogið. Nefndin sinnti þessari beiðni á þann hátt, að hún veitti allt að 150 kr. til að útvega skoðunargjörð á brúarstæðinu og áætlun um kostnað af brúnni, og fól nefndarmanni Stokkseyrarhrepps að útvega þetta.
31. Björn bóndi Jörgensson á Þurá í Ölvesi hafði kvartað yfir skemmdum á Þurármýri, þar sem sýsluvegur liggur yfir og hún er óbrúuð, og beðið um brú yfir þetta svæði. Þar sem mál þetta var alveg óundirbúið, hafði ekki verið borið undir hreppsnefnd og engin áætlun gjörð, sinnti nefndin því ekki að öðru en því, að gefa hlutaðeigandi hreppsnefnd leyfi til að taka allt að 30 kr. lán upp á sýslusjóðinn, til að brúa hinar verstu keldur á nefndu svæði.
32. Um framkvæmd sýsluvegavinnunnar var þetta ákveðið:
að vinna að Melabrú, Kárastaðastíg og ruðningur frá Gjábakka verði boðið upp einnig utansýslumönnum á almennu undirboðsþingi, sem haldið sé seinast í maímánuði og birt af oddvita;
að vinnan á póstveginum í Hraungerðis- og Villingaholts-hreppum verði boðin upp að Hraungerði 19. júní á sama hátt.
Til aðstoðar oddvita við þessa undirboðsþing voru kosnir nefndarmennirnir úr Sandvíkur- Hraungerðis- og Þingvalla-hreppum.
Til umsjónar og framkvæmdar vinnunni að Melabrú voru kosnir nefndarmenn Stokkseyrar- Sandvíkur og Ölves-hreppa.
Aðrar vegabætur skyldu verða boðnar upp á manntalsþingum, en framkvæmdar með daglaunavinnu, ef eigi fengist viðunanleg undirboð.
Nefndin samþykkti sölu á eign Skeiðahrepps í jörðinni Skeiðháholti.
Nefndinni hafði borist, að búendur í Flóagaflshverfi og nokkrir búendur í Kaldaðarneshverfi hefðu á útlíðanda slætti f. á. í ruðningahátíð teppt í aðalvatnsrúmið á Melabrú og með því skemmt brúna að miklum mun, og sannaðist nú að þetta væri satt. Nefndin lét í ljósi megna óánægju yfir, að þetta hefði átt sér stað óátalið undir handarjaðri lögreglustjórans, en lét sér þetta sinn lynda, að hinir seku inni af hendi 25 dagsverk í vinnu að Melabrúnni og lýsi sekt sinni yfir í blaðinu “Ísafold”. Nefndarmaður Sandvíkurhrepps hefir ábyrgð á, að þessu sé fullnægt.