1882

Ísafold, 5. apríl 1882, 9. árg., 6. tbl., bls. 22:

Styrkur af landssjóði til brúargjörða.
Af fé því, sem Alþingi í sumar veitti til að styrkja aðgjörðir á sýsluvegum á aðalpóstleiðum, hefir landshöfðinginn 6. febr. þ. á. ákveðið, að verja skuli 2.500 kr. í sumar í norður- og austuramtinu; af þeim fær amtsráðið 1.900 kr til úthlutunar, en 600 kr. hefir hann veitt sem styrk til að brúa Valagilsá í Skagafirði. Slíkar brýr eru einhverjar hinar nytsömustu vegabætur, þar sem þeim verður komið við án of mikils kostnaðar; slæmt er að þurfa að fara um illan veg, en verra er að geta alls eigi komið ferð sinni áfram eða þurfa ef til vill til þess að leggja líf sitt í hættu; og víða eru það aðeins smá-ár, er brúa mætti með litlum kostnaði, sem þessu valda; meðal þeirra eru eflaust engar, er gjöra eins mörgum mönnum farartálma eins og Elliðaárnar, af því umferðin er hvergi eins mikil og þær einatt illar yfirferðar að vetrinum; það er því bæði óskandi og vonandi að sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu sjái sem fyrst um, að þær verði brúaðar og ætti henni að vera það því hægra sem nú mun mega fá til þess mikinn styrk úr landssjóði, því allar aðalpóstleiðirnar liggja yfir ár þessar.


Ísafold, 5. apríl 1882, 9. árg., 6. tbl., bls. 22:

Styrkur af landssjóði til brúargjörða.
Af fé því, sem Alþingi í sumar veitti til að styrkja aðgjörðir á sýsluvegum á aðalpóstleiðum, hefir landshöfðinginn 6. febr. þ. á. ákveðið, að verja skuli 2.500 kr. í sumar í norður- og austuramtinu; af þeim fær amtsráðið 1.900 kr til úthlutunar, en 600 kr. hefir hann veitt sem styrk til að brúa Valagilsá í Skagafirði. Slíkar brýr eru einhverjar hinar nytsömustu vegabætur, þar sem þeim verður komið við án of mikils kostnaðar; slæmt er að þurfa að fara um illan veg, en verra er að geta alls eigi komið ferð sinni áfram eða þurfa ef til vill til þess að leggja líf sitt í hættu; og víða eru það aðeins smá-ár, er brúa mætti með litlum kostnaði, sem þessu valda; meðal þeirra eru eflaust engar, er gjöra eins mörgum mönnum farartálma eins og Elliðaárnar, af því umferðin er hvergi eins mikil og þær einatt illar yfirferðar að vetrinum; það er því bæði óskandi og vonandi að sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu sjái sem fyrst um, að þær verði brúaðar og ætti henni að vera það því hægra sem nú mun mega fá til þess mikinn styrk úr landssjóði, því allar aðalpóstleiðirnar liggja yfir ár þessar.