1882

Þjóðólfur, 18. nóv. 1882, 34. árg., 27. tbl., bls. 108:

Brú á Elliðaánum.
Vér getum nú glatt marga ferðamenn með því, að segja frá því, að sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir af ráðið að leggja brú yfir Elliðaárnar, og á nefndin þakkir skilið fyrir það, að hún nú ætlar að ganga skörulega fram í mál þetta. Það er altalað, að skoðun hr. Balds á ánum í fyrra sumar hafi til einskis leitt, og að í Rvík sé jafnvel fleiri en einn, sem vilji takast verk þetta á hendur, enda höfum vér frétt að áreiðanlegur smiður hafi boðist til þess að ganga frá brúnum og leggja allt til í þær fyrir 12-1300 kr. að fráskilinni hleðslu á stöplunum undir þær, en hvað hún mundi kosta, höfum vér eigi heyrt.


Þjóðólfur, 18. nóv. 1882, 34. árg., 27. tbl., bls. 108:

Brú á Elliðaánum.
Vér getum nú glatt marga ferðamenn með því, að segja frá því, að sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir af ráðið að leggja brú yfir Elliðaárnar, og á nefndin þakkir skilið fyrir það, að hún nú ætlar að ganga skörulega fram í mál þetta. Það er altalað, að skoðun hr. Balds á ánum í fyrra sumar hafi til einskis leitt, og að í Rvík sé jafnvel fleiri en einn, sem vilji takast verk þetta á hendur, enda höfum vér frétt að áreiðanlegur smiður hafi boðist til þess að ganga frá brúnum og leggja allt til í þær fyrir 12-1300 kr. að fráskilinni hleðslu á stöplunum undir þær, en hvað hún mundi kosta, höfum vér eigi heyrt.