1881

Ísafold, 11. júní 1881, 8. árg., 13. tbl., bls. 50:

Brúin yfir Skjálfandafljót
Brúin yfir Skjálfandafljót á að leggjast í sumar, og hefir amtsráð norður- og austuramtsins falið herra Bald, sem nú stendur fyrir þinghússbyggingunni, að vera einnig þar fyrir verkum. Þetta er heppilega valið, því það mun sannast, að þinghúsið lofar meistarann. Það mun eiga að byrja á brúargjörðinni á mánaðamótum, eða fyrst í júlímánuði; á að byggja stöpul að minnsta kosti undir annan brúarsporðinn. Fáum vér nú reynslu fyrir, hvernig þessi brú gefst í vatnavöxtum og jakaburði, og er gott að hafa fengið þessa reynslu, áður en byrjað er á stærri og dýrri brúargjörðum. Brúin á að leggjast skammt frá Goðafossi.


Ísafold, 11. júní 1881, 8. árg., 13. tbl., bls. 50:

Brúin yfir Skjálfandafljót
Brúin yfir Skjálfandafljót á að leggjast í sumar, og hefir amtsráð norður- og austuramtsins falið herra Bald, sem nú stendur fyrir þinghússbyggingunni, að vera einnig þar fyrir verkum. Þetta er heppilega valið, því það mun sannast, að þinghúsið lofar meistarann. Það mun eiga að byrja á brúargjörðinni á mánaðamótum, eða fyrst í júlímánuði; á að byggja stöpul að minnsta kosti undir annan brúarsporðinn. Fáum vér nú reynslu fyrir, hvernig þessi brú gefst í vatnavöxtum og jakaburði, og er gott að hafa fengið þessa reynslu, áður en byrjað er á stærri og dýrri brúargjörðum. Brúin á að leggjast skammt frá Goðafossi.