1880

Tenging í allt blaðaefni ársins 1880

Ísafold, 17. feb. 1880, 7. árg., 4. tbl., bls. 14:
Á sýslunefndarfundi Gullbringu- og Kjósarsýslu voru ýmis vegamál tekin fyrir.

Sýslunefndarfundur
Á sýslunefndarfundi Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. jan. var, auk afgreiðslu ýmissa smærri mála, ákveðið:
1. Að Kjósarhreppi skyldi veitast allt að 150 kr. til að launa búfræðingi, með því skilyrði, að landssjóður leggi fram hálfu meira fé.
2. Að alþýðuskólanum í Flensborg skyldi veitast 100 kr. gegn tvöföldu framlagi úr landssjóði.
3. Að brýna fyrir hreppsnefndum að sjá um, að þeir sem ekki eiga land utantúns, og svo þurrabúðarmenn komi hrossum sínum fyrir.
4. Að leita samkomulags við sýslunefndir Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu um hestakaup við Enska.
5. Að oddviti og sýslunefndarmaður fyrir Álftanesshrepp safni skýrslum til næsta fundar (í maímánuði) viðvíkjandi skiptingu Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö sýslufélög.
6. Að leggja, að svo stöddu, ekkert fé fram til kvennaskólans í Reykjavík.
7. Að leita samkomulags við sýslunefndirnar í Árness-, Mýra- og Borgarfjarðarsýslum um fjárframlag og samskot til brúargjörðar yfir Elliðaárnar.
8. Að fresta því til næsta fundar að semja fjallskila-reglugjörð.


Ísafold, 7. apríl 1880, 7. árg., 11. tbl., forsíða:
Hér er lýst fyrirhuguðu brúarstæði á Þjórsá.

Þjórsárbrú
Af því nú mun bráðum að því komið, að farið verði að brúa Þjórsá og Ölfusá, svo framarlega sem H. H. konungurinn staðfestir þau lög um þetta málefni, sem Alþingi samdi í sumar er var, virðist tilhlýðilegt, að lýsa hinu fyrirhugaða brúarstæði á Þjórsá eftir kunnugra manna sögusögn. Svo hagar til um stöðvar þessar, að Þjórsá fellur þar við bæinn Þjótanda niður í gljúfur er rennur í því nálægt 1 1/3 mílu vegar með afar miklum straumþunga; má svo heita, að sumstaðar reki þar einn fossinn annan. Við enda gljúfursins að neðan breiðist áin út og verður þar straumlítil og grunn. Þar leggur hana fyrst í frostum, en smátt og smátt nær ísinn lengra upp, eftir öllu gljúfrinu. Áin er þá oftast lítil, og ísskrið að, er hún ber niður fossana, er sem mulið krap; rekur straumurinn það undir lagísinn, og hnoðast það undir hann, svo að á botni stendur (*grunnstingull*); stíflast þá áin og hefst upp, svo að föðmum eða tugum faðma skiptir. Ef menn hugsuðu sér, að sjórinn við Reykjavík hæfist svo, að hann gegni upp eftir brekkunni, upp að mylnu eða hærra, þá væri það sýnishorn af því, hvernig Þjórsá belgist stundum upp á vetrum. Þannig getur staðið um mörg dægur, að hún smáhækkar, þangað til stíflan losnar og hið geysimikla vatnsmegn með íshellunni ryðst nú fram með því heljarafli, að jörðin titrar í kring, stór björg berast eins og fys langar leiðir, og allt, sem fyrir verður, umhverfist, svo að varla er þar fært um að fara á eftir. Enginn, sem hefir verið sjónarvottur að þessum aðförum Þjórsár, mun álíta, að nokkur mannvirki verði hér á landi gjörð svo rammbyggð, að fái staðist þær. Ef þetta er rétt skoðun, þá er það eitt hið fyrsta sem athuga verði við brúargjörðina, að brúin sjálf sé svo há, að áin aldrei, hversu mikið sem hún vex, nái að snerta hana, og að undirstaða brúarinnar til beggja enda sé – ekki stöpull, gjörður af mannahöndum, heldur jarðfast berg. Þessa skoðun hefir samt Vindfeld Hansen, stórsmíðafræðingur, ekki haft, þegar hann valdi brúarstæðið á Þjórsá (sbr. Alþingistíð. 1877, I., bls. 103). Þar sem brúin eftir tilmælum hans á að vera, hagar svo til, að vesturbakki árinnar er hraunberg nál. 15 ál. hátt, og neðan undir því við ána sjálfa stórgrýtisurð mikil, nál. 10 álna há og breið frá bergi að lægsta vatni. Að austanverðu er undirlendi (Fitjar) albreitt, er áin flóir eigi yfir nema í vexti, og gengur það upp að hárri heiði nokkurri (Lónsheiði), er myndar gljúfrið þeim megin. Þar sem brúin á að vera, gengur undirlendið á flatri klöpp harðri fram að sjálfri aðalánni, og er hún þar án efa mjórri (nál. 20-30 faðmar) en á nokkrum öðrum stað. Að þessu leyti virðist því þar hentugt brúarstæði, einkum þegar litið er til þess, að klöppin að austanverðu er traust til undirstöðu, og með því að ryðja frá urðinni að vestan, mundi þar einnig mega fást traust klöpp undir þann brúarsporðinn, og það var þetta, sem kom Vindfeld Hansen til að velja þennan stað. En áin verður oft harla ólík því sem hún var, þá er hann var þar. Þá hittist svo á, að hún var örlítil, og því var klöppin að austan svo vel upp úr. En þegar áin vex til muna, jafnvel á þíðu, flóir hún yfir klöppina og undirlendið fyrir ofan hana; þó er það lítið á þíðu á móti hlaupum þeim, er áður voru nefnd. Nú er það auðsætt, að laga verður stöpul fremst á klöppinni við ána undir eystri brúarsporðinn, hærri en áin nokkru sinni hefur orðið í hlaupum, eða nál. 20 álna háan, og frá honum yrði að hlaða garð yfir allt undirlendið, sem áin flóir yfir, allt upp í heiðina, þar til í bergi stendur; við það þrengist farvegur árinnar (: eins og hann er í vöxtum) um fleiri tugi faðma, en sjálfur brúarstöpullinn verður nálega í miðri á og í harðasta strengnum, og þessi stöpull og þessi landgarður eiga nú að taka móti ánni, þegar hún veltist fram gljúfrið með 10-20 álna þykkri íshellunni, og gengur óbrotin hátt eða hæst upp í stöpulinn. Þá má traustlega byggja, að hann heykist hvergi.
Nokkrum – 40-60 – föðmum ofar er sá staður, sem virðist betur fallinn til brúarstæðis. Þar er sjálf áin reyndar nokkru breiðari; en hún rennur þar á milli hamra svo hárra, að yfir þá hefir hún aldrei flóað í manna minnum; er hún þar því jafnbreið, hvort sem hún er mikil eða lítil, nál. 40 faðmar milli hamrabrúnanna. Bergið að vestan er hraunberg, og ef það þætti sjálft ekki nógu traust fyrir undirstöðu, mætti höggva bás inn í það og múra í hann stöpul, sem þó mætti ekki til muna gnæfa fram úr hamrinum, og ætti svo brúarendinn að hvíla bæði á stöpli þeim og berginu sjálfu. Á þessum stað væri brúnni óhættara en á hinum staðnum, og þó að hún sjálf yrði að vera dálítið lengri, þá væri aftur mikið unnið við það, að losast við garð þann, er þyrfti á hinum staðnum. En höfuðatriðið er, að brúin sé rammgjör, og að henni sé óhætt fyrir sérhverju flugi árinnar.


Norðanfari, 8. apríl 1880, 19. árg., 21. tbl., bls. 45:
Tryggvi Gunnarsson gaf efni í brú á Eyvindará en Austfirðingar virðast ekki hafa rænu á að byggja hana.

Um brúna á Eyvindará.
Það er leiðinlegt og Austfirðingum til mikillar minnkunar ef að brú sú sem Tryggvi Gunnarsson hefir gefið efnið í og flutt kauplaust til Seyðisfjarðar og fara átti á Eyvindará verður flutt burtu án þess að samtök séu gjörð til að flytja hana upp yfir. Mest orsök til þessa mun vera það, að enginn hefir gefið sig fram sem sérstaklega hefir verið falið á hendur að gangast fyrir flutningum og sjá um meðferð á brúarviðnum o.s. frv., og hefði sá maður þurft að hafa góðar kringumstæður til þessa. Ég sting nú upp á því, að menn í þeim sveitum sem næstir eru og sérstaklega þeir sem framvegis hafa not og hagræði af brúnni, ef hún kemst á gangist fyrir samtökum til að flytja hér eitthvað af stjórtrjánum, hverjir eftir sínum liðsafla. Það er svo sem auðséð, að flutningur á brúnni upp yfir verður kostnaðarsamur, en mér hefði þótt mikið tilhlýðilegt að menn hefði unnið að þessum brúarflutningi fyrir sem allra minnsta borgun, því þó óneitanlega sé nauðsynlegt að brúa Eyvindará, þá þarf þó víðar að brúka vegabótasjóð sýslunnar, en til þess fyrirtækis. Það er líka aðgætandi, að Tryggvi af drengskap sínum gefur okkur efnið í brúna og flutning á því til Seyðisfjarðar, en við seljum okkur sjálfir flutning á henni uppyfir og höfum þá margfalt hagræði af brúnni.
Héraðsbúi.


Þjóðólfur, 18. júní 1880, 32. árg., 17. tbl., bls. 66:
Nú á að byggja nýjan veg inn að laugum, svo og skýli fyrir þvottakonur.

Nýr vegur til lauganna.
Að sögn ætla nú eigendur Laugarnessins að fara að leggja hinn eftirþráða veg til lauganna, svo og að byggja þar skjól eða skýli, hvorttveggja einkum fyrir stúlkur þær, sem látnar eru bera þangað þvotta og hingað til hafa orðið að ganga slæman veg og síðan hýma þar við þvotta í hverju sem viðrað hefir. Óskum vér hinum heiðruðu sameignarmönnum og bænum öllum til lukku með það fyrirtæki, því, hvað sem þvottastúlkunum líður, geta laugarnar með því einu móti orðið bænum til gagns og sóma, eins og þær virðast ákvarðaðar til, en reyndar þarf töluvert fé til að leggja, að þær geti orðið fullsæmilegar.


Þjóðólfur, 11. sept. 1880, 32. árg., 24. tbl., bls. 94:
Þjóðólfur birtir hér bréf Jóns Bjarnasonar um dragferjur í stað brúa, sem birtist áður í Ísafold, en það er sjaldgæft að blöðin séu sammála um nokkurn hlut.

Brúa-málið.

Eitt af lögum þeim, frá síðasta þingi voru, sem ekki náðu staðfestingu konungs fyrir þá sök að ráðherrann treystist ekki til að veita þeim meðmæli sitt, eru lögin um brúargjörð á Þjórsá og Ölfusá. Af því vér höfum áður í Þjóðólfi látið þá hugmynd í ljósi, að hafa mundi mega ferjur (dragferjur) á stórám þessum í stað brúa – ferjur, sem kostuðu lítið en dugað gætu eins og brýr, þann tíma ársins, sem vötn eru auð og íslaus, enda mest yfirferð yfir þær – þá setjum vér hér fylgjandi grein séra Jóns Bjarnasonar, eftir Ísafold:
“Herra ritstjóri!
Frá því fyrst að farið var opinberlega að hreyfa nauðsyninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hér á Íslandi, hefir mér sýnst mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndu nokkurn tíma getað borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á Þjórsá og Ölfusá, sýnist mér þetta nú orðið meira en vafasamt. Ég get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eða fólkið í þeim héruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stórmikla kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mér nú sýnist rétt í þessu eða ekki, þá leyfi ég mér að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litlum kostnaði úr örðuleik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá líka margar aðrar hér á landi. Það er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dregin er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eftir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aftrar því þannig, að ferjuna hreki ofan eftir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eftir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sé nema lítinn hluta sumarsins, eins og yfir Þjórsá og Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svo stór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri búið um landtökuna beggja megin árinnar, eins og þyrfti að vera, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfjarnar væru teknar af hestunum, og gætu lestamenn þannig komist yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hverja ferju, og þarf hann náttúrlega að hafa húskofa yfir sig, annaðhvort á ferjunni sjálfri eða þá öðrum hvorum árbakkanum.
Slíkar dragferjur á stóránum 1) hér á landi myndi um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun réttri miklu meira gagn, því ferjurnar, sem kosta svo lítið, mætti hæglega setja allstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartímann yrði ferjum náttúrlega ekki komið við, en vöruflutningar og ferðalög manna á vetrardag yfir árnar hér á landi hlyti líka ávallt að verða minni en svo, að gjörandi væri að brúa árnar þeirra vegna.
Ég vil geta þess, að menn hafa dragferjur á ánum í Ameríku allstaðar þar sem auðsætt er að brýr borgi sig ekki. Sama er víða í öðrum löndum. – Englendingur einn, sem er orðinn heimagangur hér á Íslandi hefir fullyrt, að koma megi upp eins mörgum dragferjum og við þarf á Þjórsá og Ölfusá fyrir minna verð en kosta myndi flutningur frá sjó á efninu á hinni fyrirhugðu brú á aðra ána. Og þessu get ég vel trúað.
1). Flestar árnar í Skaftafellssýslu eru svo lagðar, að þær verða hvorki brúaðar, né heldur verður þar komið við dragferjum.
Rvík í ágúst 1880.
Jón Bjarnason.


Þjóðólfur, 22. sept. 1880, 32. árg., 25. tbl., forsíða:
Árnesingur skrifar m.a. um nauðsyn þess að vegir séu vel skipulagðir og þeir helstu brúaðir.

Bréfkafli frá Árnesingi.
Mikið þykir mér menn gjöra oss sveitabændum rangt, sem halda því fram, að búnaður sé í afturför hjá oss, en þessum mönnum er að því leyti vorkunn, að þeir eru sjálfir ókunnir en byggja allt á skýrslum, sem allir vita að ekkert er að marka. ¿..
¿¿Það sem mér, og óefað mörgum fleirum, þó sárnar mest er það, hve mikinn tíma og kostnað vér verðum að leggja í sölurnar fyrir þessi mjög óhollu viðskipti. Árnessýsla er ein hin hægasta í landinu til aðdrátta og þó kostar það bónda úr miðri sýslu 6 kr. að ná að sér klyfjum á einn hest úr Reykjavík. Á Eyrarbakka, sem er miklu nær, er sjaldnast betra að fara, því versluninni þar þóknast að haga því svo, að bændur séu í efa um hvort betra sé að heimsækja hana eða fara suður og svona munu smákauptúnin víðar gjöra þar sem líkt stendur á. Bændur sem nokkuð eru megnandi eyða því frá 120 kr. til 200 kr. í tóma aðdrætti. Þegar menn bæði líta á þetta og svo verslunarástandið er varla láandi þó við raulum: “Sá hefur best úr býtum, sem búið getur að sínu einn”, álítum allt hollt heima og forðumst sem mest alla verslun og viðskipti, sem þó eru hin helsta auðsuppspretta allra annarra siðaðra þjóða, og meðan engin bót fæst ráðin á þessu skil ég ekki að búskapur vor geti náð nokkrum verulegum blóma. Hin besta hvöt fyrir bóndann til að auka búsafrakstur sinn og langtum betri en öll þessi offur og verðlauna veitingar, sem nú er farið að tíðka, er hægur og notalegur markaður, en þessa hvöt vantar oss Íslendinga með öllu. Vegir þeir sem gjörðir hafa verið hin síðari árin ráða litla sem enga bót á þessu, og er ég viss um að arðurinn af þeim, svarar ekki nærri til kostnaðarins við þá. Meðan bændur þurfa sama hrossa-fjölda og sama ógrynni af áhöldum til aðdrátta sinna og hingað til hefur verið, tel ég litla bót ráðna á þessum miklu vandræðum vorum. Með öðrum orðum, vér þurfum vagnvegi og einkum brúaðar ár, en þessu hefur hvorugu verið gefinn gaumur hingað til; brúagjörðinni yfir Þjórsá og Ölfusá, sem sýslubúar beiddu um í einu hljóði, var dauflega tekið af þinginu, en líklega alveg traðkað af stjórninni. Væri brú komin á Ölfusá væri það meiri léttir fyrir oss Árnesinga við aðdrætti vora frá Reykjavík og vöruflutning vorn þangað en þó leiðin væri stytt um Hellisheiði, og enginn efi er á því að brúin væri oss sveitamönnum langtum hentugri og arðmeiri og öll sú vegabót sem nú er gjörð úr Reykjavík og austur að ánni; en það er ekki von þeir skilji þetta, sem aldrei koma á bak eða fara í neina ferð til annars en til að leika sér. Það sem að minni hyggju mest mælir með brúnum, ekki einungis á Þjórsá og Ölfusá, heldur yfir allar þær ár, sem fjölfarin verslunargata eða þjóðleið liggur yfir, er það, að vegirnir eru ómögulegir án brúnna, en það álít ég lífsspursmál fyrir oss Íslendinga, og að því ætti að hafa í fyrirrúmi fyrir flestum ef ekki öllum nauðsynjum vorum. Með brúnum fengju vegirnir fastari stefnu og fækkuðu svo vegagjörðin yrði yfir höfuð langtum hægri viðfangs. Nú liggja vegirnir á ringulreið hingað og þangað: hreppavegir mætast ekki nærri alténd á hreppamótum og sýsluvegir drukkna í ánum á löggildum ferjustöðum: aðalvegir Árnesinga, sem fjöldi Rangæinga líka fer, til hins eina kauptúns í sýslunni er ýmist drepinn eða vakinn upp aftur og er ekki við góðu að búast meðan slíkt gengur. Sýslunefnd vor Árnesinga á annars litlar þakkir skilið fyrir umráð sín yfir og eftirlit sitt með vegunum, en það er nú ekki tiltökumál, því hún hefur hingað til hvorki þótt stórvirk né vandvirk. Flest af því fáa, sem hún hefur gjört, lýsir að mínu viti ófrelsisanda og næstum ófyrirgefanlegu ráðríki, sem miðar til alls annars en vekja menn til fjörs og framfara. Ef vagnvegir kæmust á mundu menn hafa mjög margt gott af því. Þá mundi hrossafjöldinn hverfa en í hans stað koma arðberandi fénaður, nautgripir og sauðir. Vagna mundu menn þá nota við heyflutning og önnur bústörf, sem væri mikill áhalda og verka sparnaður, og þegar vagnar væru orðnir almennir til sveita, sem ekki mundi langt að bíða ef vegina vantaði ekki, væri fyrst von um verulegar umbætur á byggingum vorum, því þá fyrst væri vinnandi að draga efni til steinbygginga, sem einar mundu reynast varanlegar og vel hafandi. Í hið minnsta í rigningunum á suðurlandi. En það ætlast til að bændur kaupi vagna og við hafi þá til heimilis þarfa, meðan þeir geta ekki notað þá til ferðalaga, er kostnaðarins vegna ofvaxið, og ber eigi heldur hálfan arð hvað þá meira. Eitt af því, sem ég skil ekki af aðgjörðum þingsins og hinnar nýju stjórnar, er hinn mikli áhugi sem lagður er á fjallvegina og tilkostnaðinn til þeirra. Margir af þeim vegum og allir, sem ekki eru verslunargata, en það eru fæstir þeirra, eru svo að segja óþarfir, og missa þýðingu sína að því skapi sem siglingar umhverfis landið aukast, sem óskandi er að verði meir og meir. Vegir yfir mjög marga fjallgarða hjá oss verða aðeins notaðir 3-4 mánuði á árinu einmitt þá sem siglingar eru fjörugastar hjá oss, og að kosta stórfé til slíkra vega einungis vegna pósta eða lausríðandi manna er, eins og ástand vort er enn, grátlegt ef það er ekki hlægilegt; og að tvístra þannig efnum þeim sem ætluð eru til vegagjörðar verður aðeins til þess að allt verður sem hálfverk, jafnvel óunnið. Öll sú vinna og öll þau efni sem nú eru ætluð til hreppavega, sýsluvega og fjallvega, ættu að notast einungis til þess að gjöra góða verslunar-vegi því á þeim ríður öllu fremur. Þann ókost hefur vegagjörð vor líka, að hún er fengin í hendur mönnum, sem aldrei hafa vegi séð og enga hugmynd hafa um að leggja þá þar, sem hentugast er, þeir eru líka sumir (kambavegurinn á Hellisheiði og líklega fleiri) lagðir þannig, að ekki er auðið að breyta þeim í vagnvegi þó menn vildu, sýnir þetta best framsýni og hyggindi hinna ráðandi í þessu efni. Eða er það álit þessara manna að vér getum ekki átt svo góða framtíð í vændum að ferðast á vagni, en eigum um aldur og æfi að hengja alla nauðsyn vora um þvert bak á drógum vorum. Daufar eru horfurnar á þúsund ára öldinni nýju.


Norðanfari, 22. okt. 1880, 19. árg., 61.-62. tbl., forsíða:
Jón Bjarnason telur það varla geta borgað sig að brúa stórárnar. Betra sé að hafa á þeim dragferjur.

Brúa-málið
(Sjá “Þjóðólf”, 24. tbl. 11. sept. 1880).
Herra ritstjóri!
Frá því fyrst að farið var opinberlega að hreyfa nauðsyninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hér á Íslandi, hefir mér sýnst mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndu nokkurn tíma getað borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á Þjórsá og Ölfusá, sýnist mér þetta nú orðið meira en vafasamt. Ég get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eða fólkið í þeim héruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stórmikla kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mér nú sýnist rétt í þessu eða ekki, þá leyfi ég mér að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litlum kostnaði úr örðugleik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá líka margar aðrar hér á landi. Það er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dregin er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eftir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aftrar því þannig, að ferjuna hreki ofan eftir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eftir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sé nema lítinn hluta sumarsins, einsog yfir Þjórsá og Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svo stór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri búið um landtökuna beggja megin árinnar, einsog þyrfti að vera, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfjarnar væru teknar af hestunum, og gætu lestamenn þannig komist yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hverja ferju, og þarf hann náttúrlega að hafa húskofa yfir sig, annaðhvort á ferjunni sjálfri eða þá öðrum hvorum árbakkanum.
Slíkar dragferjur á stóránum 1) hér á landi myndu um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun réttri miklu meira gagn, því ferjurnar, sem kosta svo lítið, mætti hæglega setja allstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartímann yrði ferjum náttúrlega ekki komið við, en vöruflutningar og ferðalög manna á vetrardag yfir árnar hér á landi hlyti líka ávallt að verða minni en svo, að gjöranda væri að brúa árnar þeirra vegna.
Ég vil geta þess, að menn hafa dragferjur á ánum í Ameríku allsstaðar þar sem auðsætt er að brýr borgi sig ekki. Sama er víða í öðrum löndum. – Englendingur einn, sem er orðinn heimagangur hér á Íslandi hefir fullyrt, að koma megi upp eins mörgum dragferjum og við þarf á Þjórsá og Ölfusá fyrir minna verð en kosta myndi flutningur frá sjó á efninu á hinni fyrirhugðu brú á aðra ána. Og þessu get ég vel trúað.
1). Flestar árnar í Skaftafellssýslu eru svo lagðar, að þær verða hvorki brúaðar, né heldur verður þar komið við dragferjum.
Rvík í ágúst 1880.
Jón Bjarnason.


Ísafold, 9. nóv 1880, 7. árg., 28. tbl., bls. 110:
Konungur hefur ekki enn staðfest frumvarp um brúagerð á Þjórsá og Ölfusá, en Ísafold efast reyndar um málið. Betra geti verið að hafa dráttarfleka á stórám.

Frumvarp til laga um brúargjörð yfir Þjórsá og Ölfusá
Frumvarp til laga um brúargjörð yfir Þjórsá og Ölfusá hefir enn sem komið er ekki náð staðfestingu konungs, svo menn viti, og verði það ekki staðfest fyrir næsta þing, þá nær það ekki lagagildi að svo stöddu. Vér þorum ekki að fullyrða, að með því sé nokkur skaði skeður. Skýringar síra Jóns Bjarnasonar í Ísafold hafa vakið efa hjá mörgum, hvort ekki eigi víðast hvar hér á landi betur við, eins og það er stórum kostnaðarminna, að hafa líkt og í Vesturheimi dráttarfleka á stórám, sem ekki eru því straumharðari; á þeim má flytja hesta með klyfjum og heilar lestir, án þess ofan sé tekið, og jafnvel vagna, ef þeir kæmust á með tímanum, sem reyndar lítur út fyrir, að langt muni eiga í land. Hver sem hefir farið nýja veginn yfir Kamba, og þó Lágskarð sé, mun, ef hann þekkir vagna og vagnbrautir, efast um, að akandi sé upp og ofan þessa fjallvegi, eins og þeir nú eru sneiddir. Það yrði þá fyrst að breyta þeim og skásneiða þá miklu meir; nú er annar vegurinn nýlagður, og væri þar fé lógað til lítils, ef ætti um hæl að fara að leggja hann um. Talsverður kostnaður yrði einnig fyrir sjálf sýslufélögin samfara öllum þeim nýju vegagjörðum, sem nauðsynlegar yrðu, ef brýrnar yrðu lagðar á þeim brúastæðum, sem um hefir verið talað, og sem sumir einnig vefengja að óyggjandi séu. Að öllu samtöldu virðist því hentugra, að yfirvega þetta málefni á ný, og búa það betur undir næsta þing. Sér í lagi væri æskilegt, að sýslunefndir þær, sem hlut eiga að máli, vildu leggja niður fyrir sér, vort ekki væri haganlegast, að sætta sig við dráttarfleka-ferjur á hinum núverandi ferjustöðum, eður að minnsta kosti á þeim helstu: Egilsstöðum, Sandhólaferju, Laugardælum og Óseyri. Til þessa myndi eigi útheimtast þriðjungur af því stórfé, sem lagafrumvarpið gjörði ráð fyrir, auk þess sem sýslufélögin myndu spara í nýjum vegagjörðum. Og væri ekki ólíklegt, að löggjafarvaldið til þessa fyrirkomulags reyndist fúsara á að gjöra sýslufélögunum hin greiðustu kjör, heldur en til að telja út hundruð þúsunda af krónum til brúnna. Vér leyfum oss að vekja máls á þessu, af því ósýnt er, að næsta þing verði fáanlegt til að endurtaka hið fyrra lagafrumvarp, ef það deyr útaf; en hart væri fyrir þær sýslur, sem nú hafa lifað 1 ½ ár í voninni, enga endurbót að sjá innan skamms á samgöngum sínum.


Ísafold, 21. des. 1880, 7. árg., 32. tbl., bls. 126:
Ísafold segir það ranga skoðun sumra þingmanna, að ekki þurfi að bæta einnig þá fjallvegi sem ekki eru póstvegir.

Fjallvegir
Það er vafalaust rétt af síðasta þingi að skipa fyrir, að vegabætur á póstvegum, sem jafnframt eru fjallvegir, eigi að ganga fyrir öðrum vegbótum. En aftur á móti virðist sú skoðun ekki alls kostar rétt, sem sumir þingmenn létu í ljósi, að lítil eða engin þörf væri á að ryðja eður bæta þá fjallvegu, sem ekki eru póstvegir, síst eftir það, að strandsiglingar umhverfis landið eru á komnar. Því bæði er það, að síst er fyrir að synja, hverjir fjallvegir með tímanum gætu orðið póstvegir, væru þeir vel ruddir, sæluhús komin á o.s.frv. – þótt ekki verði þeir notaðir á vetrardag – enda eru vegir fleirum ætlaðir, en póstum. Heyrt höfum vér fundið að því, að gjört hefir verið við Grímstunguheiði; en varla trúum vér því, að kaupafólk á haustdag eða fjárrekstrarmenn að norðan álíti þetta fyrirtæki vítavert. Þeir tímar geta komið, að afli verði lítill norðanlands, eins og átti sér stað fram á miðja þessa öld, þegar títt var að fara skreiðarferðir suður, bæði Sprengisand, Vatnahjalla (Eyfirðingaveg) og Stórasand (Skagfirðingaveg), og myndi það þá koma sér vel, að vegir væru færir og glöggir. Sama er að segja, að á sumardag myndi margur maður, innlendur og útlendur, fara vegi þessa, bæði sér til gagns og skemmtunar, ef vegir væru. Eða á haustdag um göngur, myndi það ekki koma gangnamönnum vel, ef sem flestir fjallvegir væru greiðir, sæluhús og fjárborgir sem víðast o.s. frv.? Þetta var eitt af því, sem Eysteinn Noregskonungur taldi sér helst til gildis, að hann hefði frelsað líf og heilsu margs manns með góðum fjallvegum og sæluhúsum. Og á síðari tímum hafa Norðmenn ekki látið staðar nema við járnbrautir, strandsiglingar og póstvegu. Í fáum löndum eru fleiri, og betri fjallvegir, en einmitt þar, og óvíða jafnmiklu til kostað. – Hvernig eiga landsbúar að geta kannað og kynnt sér landið, allt miðbik þess, nema þeir fjölgi fjallvegum eða að minnsta kosti haldi þeim fornu vegum við. Skulum vér til dæmis taka Fjallabaks- eða Goðalandsveginn úr Skaftártungum og ofan á Rangárvelli. Eftir því sem Njála segir frá, fór Flosi þennan veg í hvert sinn austan frá Svínafelli í Öræfum og á Þríhyrningshálsa; þennan veg fara nú Skaftfellingar jafnaðarlega kaupstaðarferðir á Eyrarbakka, Hafnarfjörð og Reykjavík, og þar eru hausleitir Rangvellinga; með því móti sneiða menn hjá vondum og mannskæðum vatnsföllum, svo sem Hólmsá, Kúðafljóti, Múlakvísl, Sandvatninu, Jökulsá á Sólheimasandi og Markarfljóti; vegurinn er 14 tíma reið fyrir lausríðandi mann, tveir áfangar með áburði; en hann er óruddur, og á einum stað, í Kaldaklofi, illfær fyrir leirbleytu; hvergi er sæluhúskofi, og má þó nærri því geta, að á vegi, sem liggur milli Torfajökuls að norðanverðu og Mýrdals, Goðalands og Eyjafjallajökuls að sunnanverðu, muni allra veðra von jafnvel á sumardegi, enda hefir margur maður orðið þar úti. Þennan veg er sjálfsögð skylda hins opinbera að gera góðan; enda er það hægt, því það má víða skeiðríða hann, t.d. allan Mælifellssand, þótt kaflar séu seinfarnir; en þar þarf sæluhúss, t.d. í Hvannagili, einum skásta áfangastaðnum og jafnvel víðar. Sama má segja um ýmsa aðra fjallvegi. Tökum Sprengisandsveginn. Hér að sunnan liggja afréttir hreppa og landmanna o.fl. allt norður að Tungnaá og norður fyrir Tungnaá upp á Hestatorfu, Klofshagavelli, upp á Þúfuver og jafnvel allt upp undir Köldukvíslabotna. Að norðan úr Þingeyjarsýslu er leitað upp á Austurfjöll, upp undir Herðubreið og upp í Ódáðahraun og langt suður og austur fyrir Kiðagil. Er hér engin þörf á vegum og sæluhúsum? Líkt mun eiga sér stað með Vatnahjalla (Eyfirðinga) veg og Kjalveg; hagar eru á þeirri leið, bæði í Pollum og Gránunesi, og síst fyrir að synja, að fé flækist þangað á haustdag. Menn kvarta yfir illum heimtum á hverju ári, en vilja þó ekki hafa fjallvegi! – Jafnvel Vatnajökulsveg eða Bárðargötu milli Árness- og Suðurmúlasýslu vildum vér óska eitthvað væri gjört við, þó aldrei væri nema til að kanna hagana í norðanverðum jöklinum og Hvannalindum, þar sem Þingeyingar í sumar er leið fundu tóftina. Yfir höfuð er það bæði smán og tjón fyrir hverja þjóð, sem sjálf ræður hag sínum, að líða það, að fornir vegir leggist af, án þess nýir komi í þeirra stað, og láta ¾ af landinu vera vegaleysu. Útilegumannatrúin er hinn besti vottur um ástandið. Landsbúum þykir hægra að róa á rúmstokknum og smíða sér hugarburð um ókunnar byggðir í afdölum, heldur en að kanna óbyggðirnar og sannfærast um, hver fótur sé undir trúnni. En til þess að komast í óbyggðirnar, þarf vegu, og til vegagjörðar þarf vinnukraft og fé.


Tenging í allt blaðaefni ársins 1880

Ísafold, 17. feb. 1880, 7. árg., 4. tbl., bls. 14:
Á sýslunefndarfundi Gullbringu- og Kjósarsýslu voru ýmis vegamál tekin fyrir.

Sýslunefndarfundur
Á sýslunefndarfundi Gullbringu- og Kjósarsýslu 24. jan. var, auk afgreiðslu ýmissa smærri mála, ákveðið:
1. Að Kjósarhreppi skyldi veitast allt að 150 kr. til að launa búfræðingi, með því skilyrði, að landssjóður leggi fram hálfu meira fé.
2. Að alþýðuskólanum í Flensborg skyldi veitast 100 kr. gegn tvöföldu framlagi úr landssjóði.
3. Að brýna fyrir hreppsnefndum að sjá um, að þeir sem ekki eiga land utantúns, og svo þurrabúðarmenn komi hrossum sínum fyrir.
4. Að leita samkomulags við sýslunefndir Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu um hestakaup við Enska.
5. Að oddviti og sýslunefndarmaður fyrir Álftanesshrepp safni skýrslum til næsta fundar (í maímánuði) viðvíkjandi skiptingu Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö sýslufélög.
6. Að leggja, að svo stöddu, ekkert fé fram til kvennaskólans í Reykjavík.
7. Að leita samkomulags við sýslunefndirnar í Árness-, Mýra- og Borgarfjarðarsýslum um fjárframlag og samskot til brúargjörðar yfir Elliðaárnar.
8. Að fresta því til næsta fundar að semja fjallskila-reglugjörð.


Ísafold, 7. apríl 1880, 7. árg., 11. tbl., forsíða:
Hér er lýst fyrirhuguðu brúarstæði á Þjórsá.

Þjórsárbrú
Af því nú mun bráðum að því komið, að farið verði að brúa Þjórsá og Ölfusá, svo framarlega sem H. H. konungurinn staðfestir þau lög um þetta málefni, sem Alþingi samdi í sumar er var, virðist tilhlýðilegt, að lýsa hinu fyrirhugaða brúarstæði á Þjórsá eftir kunnugra manna sögusögn. Svo hagar til um stöðvar þessar, að Þjórsá fellur þar við bæinn Þjótanda niður í gljúfur er rennur í því nálægt 1 1/3 mílu vegar með afar miklum straumþunga; má svo heita, að sumstaðar reki þar einn fossinn annan. Við enda gljúfursins að neðan breiðist áin út og verður þar straumlítil og grunn. Þar leggur hana fyrst í frostum, en smátt og smátt nær ísinn lengra upp, eftir öllu gljúfrinu. Áin er þá oftast lítil, og ísskrið að, er hún ber niður fossana, er sem mulið krap; rekur straumurinn það undir lagísinn, og hnoðast það undir hann, svo að á botni stendur (*grunnstingull*); stíflast þá áin og hefst upp, svo að föðmum eða tugum faðma skiptir. Ef menn hugsuðu sér, að sjórinn við Reykjavík hæfist svo, að hann gegni upp eftir brekkunni, upp að mylnu eða hærra, þá væri það sýnishorn af því, hvernig Þjórsá belgist stundum upp á vetrum. Þannig getur staðið um mörg dægur, að hún smáhækkar, þangað til stíflan losnar og hið geysimikla vatnsmegn með íshellunni ryðst nú fram með því heljarafli, að jörðin titrar í kring, stór björg berast eins og fys langar leiðir, og allt, sem fyrir verður, umhverfist, svo að varla er þar fært um að fara á eftir. Enginn, sem hefir verið sjónarvottur að þessum aðförum Þjórsár, mun álíta, að nokkur mannvirki verði hér á landi gjörð svo rammbyggð, að fái staðist þær. Ef þetta er rétt skoðun, þá er það eitt hið fyrsta sem athuga verði við brúargjörðina, að brúin sjálf sé svo há, að áin aldrei, hversu mikið sem hún vex, nái að snerta hana, og að undirstaða brúarinnar til beggja enda sé – ekki stöpull, gjörður af mannahöndum, heldur jarðfast berg. Þessa skoðun hefir samt Vindfeld Hansen, stórsmíðafræðingur, ekki haft, þegar hann valdi brúarstæðið á Þjórsá (sbr. Alþingistíð. 1877, I., bls. 103). Þar sem brúin eftir tilmælum hans á að vera, hagar svo til, að vesturbakki árinnar er hraunberg nál. 15 ál. hátt, og neðan undir því við ána sjálfa stórgrýtisurð mikil, nál. 10 álna há og breið frá bergi að lægsta vatni. Að austanverðu er undirlendi (Fitjar) albreitt, er áin flóir eigi yfir nema í vexti, og gengur það upp að hárri heiði nokkurri (Lónsheiði), er myndar gljúfrið þeim megin. Þar sem brúin á að vera, gengur undirlendið á flatri klöpp harðri fram að sjálfri aðalánni, og er hún þar án efa mjórri (nál. 20-30 faðmar) en á nokkrum öðrum stað. Að þessu leyti virðist því þar hentugt brúarstæði, einkum þegar litið er til þess, að klöppin að austanverðu er traust til undirstöðu, og með því að ryðja frá urðinni að vestan, mundi þar einnig mega fást traust klöpp undir þann brúarsporðinn, og það var þetta, sem kom Vindfeld Hansen til að velja þennan stað. En áin verður oft harla ólík því sem hún var, þá er hann var þar. Þá hittist svo á, að hún var örlítil, og því var klöppin að austan svo vel upp úr. En þegar áin vex til muna, jafnvel á þíðu, flóir hún yfir klöppina og undirlendið fyrir ofan hana; þó er það lítið á þíðu á móti hlaupum þeim, er áður voru nefnd. Nú er það auðsætt, að laga verður stöpul fremst á klöppinni við ána undir eystri brúarsporðinn, hærri en áin nokkru sinni hefur orðið í hlaupum, eða nál. 20 álna háan, og frá honum yrði að hlaða garð yfir allt undirlendið, sem áin flóir yfir, allt upp í heiðina, þar til í bergi stendur; við það þrengist farvegur árinnar (: eins og hann er í vöxtum) um fleiri tugi faðma, en sjálfur brúarstöpullinn verður nálega í miðri á og í harðasta strengnum, og þessi stöpull og þessi landgarður eiga nú að taka móti ánni, þegar hún veltist fram gljúfrið með 10-20 álna þykkri íshellunni, og gengur óbrotin hátt eða hæst upp í stöpulinn. Þá má traustlega byggja, að hann heykist hvergi.
Nokkrum – 40-60 – föðmum ofar er sá staður, sem virðist betur fallinn til brúarstæðis. Þar er sjálf áin reyndar nokkru breiðari; en hún rennur þar á milli hamra svo hárra, að yfir þá hefir hún aldrei flóað í manna minnum; er hún þar því jafnbreið, hvort sem hún er mikil eða lítil, nál. 40 faðmar milli hamrabrúnanna. Bergið að vestan er hraunberg, og ef það þætti sjálft ekki nógu traust fyrir undirstöðu, mætti höggva bás inn í það og múra í hann stöpul, sem þó mætti ekki til muna gnæfa fram úr hamrinum, og ætti svo brúarendinn að hvíla bæði á stöpli þeim og berginu sjálfu. Á þessum stað væri brúnni óhættara en á hinum staðnum, og þó að hún sjálf yrði að vera dálítið lengri, þá væri aftur mikið unnið við það, að losast við garð þann, er þyrfti á hinum staðnum. En höfuðatriðið er, að brúin sé rammgjör, og að henni sé óhætt fyrir sérhverju flugi árinnar.


Norðanfari, 8. apríl 1880, 19. árg., 21. tbl., bls. 45:
Tryggvi Gunnarsson gaf efni í brú á Eyvindará en Austfirðingar virðast ekki hafa rænu á að byggja hana.

Um brúna á Eyvindará.
Það er leiðinlegt og Austfirðingum til mikillar minnkunar ef að brú sú sem Tryggvi Gunnarsson hefir gefið efnið í og flutt kauplaust til Seyðisfjarðar og fara átti á Eyvindará verður flutt burtu án þess að samtök séu gjörð til að flytja hana upp yfir. Mest orsök til þessa mun vera það, að enginn hefir gefið sig fram sem sérstaklega hefir verið falið á hendur að gangast fyrir flutningum og sjá um meðferð á brúarviðnum o.s. frv., og hefði sá maður þurft að hafa góðar kringumstæður til þessa. Ég sting nú upp á því, að menn í þeim sveitum sem næstir eru og sérstaklega þeir sem framvegis hafa not og hagræði af brúnni, ef hún kemst á gangist fyrir samtökum til að flytja hér eitthvað af stjórtrjánum, hverjir eftir sínum liðsafla. Það er svo sem auðséð, að flutningur á brúnni upp yfir verður kostnaðarsamur, en mér hefði þótt mikið tilhlýðilegt að menn hefði unnið að þessum brúarflutningi fyrir sem allra minnsta borgun, því þó óneitanlega sé nauðsynlegt að brúa Eyvindará, þá þarf þó víðar að brúka vegabótasjóð sýslunnar, en til þess fyrirtækis. Það er líka aðgætandi, að Tryggvi af drengskap sínum gefur okkur efnið í brúna og flutning á því til Seyðisfjarðar, en við seljum okkur sjálfir flutning á henni uppyfir og höfum þá margfalt hagræði af brúnni.
Héraðsbúi.


Þjóðólfur, 18. júní 1880, 32. árg., 17. tbl., bls. 66:
Nú á að byggja nýjan veg inn að laugum, svo og skýli fyrir þvottakonur.

Nýr vegur til lauganna.
Að sögn ætla nú eigendur Laugarnessins að fara að leggja hinn eftirþráða veg til lauganna, svo og að byggja þar skjól eða skýli, hvorttveggja einkum fyrir stúlkur þær, sem látnar eru bera þangað þvotta og hingað til hafa orðið að ganga slæman veg og síðan hýma þar við þvotta í hverju sem viðrað hefir. Óskum vér hinum heiðruðu sameignarmönnum og bænum öllum til lukku með það fyrirtæki, því, hvað sem þvottastúlkunum líður, geta laugarnar með því einu móti orðið bænum til gagns og sóma, eins og þær virðast ákvarðaðar til, en reyndar þarf töluvert fé til að leggja, að þær geti orðið fullsæmilegar.


Þjóðólfur, 11. sept. 1880, 32. árg., 24. tbl., bls. 94:
Þjóðólfur birtir hér bréf Jóns Bjarnasonar um dragferjur í stað brúa, sem birtist áður í Ísafold, en það er sjaldgæft að blöðin séu sammála um nokkurn hlut.

Brúa-málið.

Eitt af lögum þeim, frá síðasta þingi voru, sem ekki náðu staðfestingu konungs fyrir þá sök að ráðherrann treystist ekki til að veita þeim meðmæli sitt, eru lögin um brúargjörð á Þjórsá og Ölfusá. Af því vér höfum áður í Þjóðólfi látið þá hugmynd í ljósi, að hafa mundi mega ferjur (dragferjur) á stórám þessum í stað brúa – ferjur, sem kostuðu lítið en dugað gætu eins og brýr, þann tíma ársins, sem vötn eru auð og íslaus, enda mest yfirferð yfir þær – þá setjum vér hér fylgjandi grein séra Jóns Bjarnasonar, eftir Ísafold:
“Herra ritstjóri!
Frá því fyrst að farið var opinberlega að hreyfa nauðsyninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hér á Íslandi, hefir mér sýnst mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndu nokkurn tíma getað borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á Þjórsá og Ölfusá, sýnist mér þetta nú orðið meira en vafasamt. Ég get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eða fólkið í þeim héruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stórmikla kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mér nú sýnist rétt í þessu eða ekki, þá leyfi ég mér að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litlum kostnaði úr örðuleik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá líka margar aðrar hér á landi. Það er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dregin er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eftir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aftrar því þannig, að ferjuna hreki ofan eftir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eftir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sé nema lítinn hluta sumarsins, eins og yfir Þjórsá og Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svo stór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri búið um landtökuna beggja megin árinnar, eins og þyrfti að vera, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfjarnar væru teknar af hestunum, og gætu lestamenn þannig komist yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hverja ferju, og þarf hann náttúrlega að hafa húskofa yfir sig, annaðhvort á ferjunni sjálfri eða þá öðrum hvorum árbakkanum.
Slíkar dragferjur á stóránum 1) hér á landi myndi um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun réttri miklu meira gagn, því ferjurnar, sem kosta svo lítið, mætti hæglega setja allstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartímann yrði ferjum náttúrlega ekki komið við, en vöruflutningar og ferðalög manna á vetrardag yfir árnar hér á landi hlyti líka ávallt að verða minni en svo, að gjörandi væri að brúa árnar þeirra vegna.
Ég vil geta þess, að menn hafa dragferjur á ánum í Ameríku allstaðar þar sem auðsætt er að brýr borgi sig ekki. Sama er víða í öðrum löndum. – Englendingur einn, sem er orðinn heimagangur hér á Íslandi hefir fullyrt, að koma megi upp eins mörgum dragferjum og við þarf á Þjórsá og Ölfusá fyrir minna verð en kosta myndi flutningur frá sjó á efninu á hinni fyrirhugðu brú á aðra ána. Og þessu get ég vel trúað.
1). Flestar árnar í Skaftafellssýslu eru svo lagðar, að þær verða hvorki brúaðar, né heldur verður þar komið við dragferjum.
Rvík í ágúst 1880.
Jón Bjarnason.


Þjóðólfur, 22. sept. 1880, 32. árg., 25. tbl., forsíða:
Árnesingur skrifar m.a. um nauðsyn þess að vegir séu vel skipulagðir og þeir helstu brúaðir.

Bréfkafli frá Árnesingi.
Mikið þykir mér menn gjöra oss sveitabændum rangt, sem halda því fram, að búnaður sé í afturför hjá oss, en þessum mönnum er að því leyti vorkunn, að þeir eru sjálfir ókunnir en byggja allt á skýrslum, sem allir vita að ekkert er að marka. ¿..
¿¿Það sem mér, og óefað mörgum fleirum, þó sárnar mest er það, hve mikinn tíma og kostnað vér verðum að leggja í sölurnar fyrir þessi mjög óhollu viðskipti. Árnessýsla er ein hin hægasta í landinu til aðdrátta og þó kostar það bónda úr miðri sýslu 6 kr. að ná að sér klyfjum á einn hest úr Reykjavík. Á Eyrarbakka, sem er miklu nær, er sjaldnast betra að fara, því versluninni þar þóknast að haga því svo, að bændur séu í efa um hvort betra sé að heimsækja hana eða fara suður og svona munu smákauptúnin víðar gjöra þar sem líkt stendur á. Bændur sem nokkuð eru megnandi eyða því frá 120 kr. til 200 kr. í tóma aðdrætti. Þegar menn bæði líta á þetta og svo verslunarástandið er varla láandi þó við raulum: “Sá hefur best úr býtum, sem búið getur að sínu einn”, álítum allt hollt heima og forðumst sem mest alla verslun og viðskipti, sem þó eru hin helsta auðsuppspretta allra annarra siðaðra þjóða, og meðan engin bót fæst ráðin á þessu skil ég ekki að búskapur vor geti náð nokkrum verulegum blóma. Hin besta hvöt fyrir bóndann til að auka búsafrakstur sinn og langtum betri en öll þessi offur og verðlauna veitingar, sem nú er farið að tíðka, er hægur og notalegur markaður, en þessa hvöt vantar oss Íslendinga með öllu. Vegir þeir sem gjörðir hafa verið hin síðari árin ráða litla sem enga bót á þessu, og er ég viss um að arðurinn af þeim, svarar ekki nærri til kostnaðarins við þá. Meðan bændur þurfa sama hrossa-fjölda og sama ógrynni af áhöldum til aðdrátta sinna og hingað til hefur verið, tel ég litla bót ráðna á þessum miklu vandræðum vorum. Með öðrum orðum, vér þurfum vagnvegi og einkum brúaðar ár, en þessu hefur hvorugu verið gefinn gaumur hingað til; brúagjörðinni yfir Þjórsá og Ölfusá, sem sýslubúar beiddu um í einu hljóði, var dauflega tekið af þinginu, en líklega alveg traðkað af stjórninni. Væri brú komin á Ölfusá væri það meiri léttir fyrir oss Árnesinga við aðdrætti vora frá Reykjavík og vöruflutning vorn þangað en þó leiðin væri stytt um Hellisheiði, og enginn efi er á því að brúin væri oss sveitamönnum langtum hentugri og arðmeiri og öll sú vegabót sem nú er gjörð úr Reykjavík og austur að ánni; en það er ekki von þeir skilji þetta, sem aldrei koma á bak eða fara í neina ferð til annars en til að leika sér. Það sem að minni hyggju mest mælir með brúnum, ekki einungis á Þjórsá og Ölfusá, heldur yfir allar þær ár, sem fjölfarin verslunargata eða þjóðleið liggur yfir, er það, að vegirnir eru ómögulegir án brúnna, en það álít ég lífsspursmál fyrir oss Íslendinga, og að því ætti að hafa í fyrirrúmi fyrir flestum ef ekki öllum nauðsynjum vorum. Með brúnum fengju vegirnir fastari stefnu og fækkuðu svo vegagjörðin yrði yfir höfuð langtum hægri viðfangs. Nú liggja vegirnir á ringulreið hingað og þangað: hreppavegir mætast ekki nærri alténd á hreppamótum og sýsluvegir drukkna í ánum á löggildum ferjustöðum: aðalvegir Árnesinga, sem fjöldi Rangæinga líka fer, til hins eina kauptúns í sýslunni er ýmist drepinn eða vakinn upp aftur og er ekki við góðu að búast meðan slíkt gengur. Sýslunefnd vor Árnesinga á annars litlar þakkir skilið fyrir umráð sín yfir og eftirlit sitt með vegunum, en það er nú ekki tiltökumál, því hún hefur hingað til hvorki þótt stórvirk né vandvirk. Flest af því fáa, sem hún hefur gjört, lýsir að mínu viti ófrelsisanda og næstum ófyrirgefanlegu ráðríki, sem miðar til alls annars en vekja menn til fjörs og framfara. Ef vagnvegir kæmust á mundu menn hafa mjög margt gott af því. Þá mundi hrossafjöldinn hverfa en í hans stað koma arðberandi fénaður, nautgripir og sauðir. Vagna mundu menn þá nota við heyflutning og önnur bústörf, sem væri mikill áhalda og verka sparnaður, og þegar vagnar væru orðnir almennir til sveita, sem ekki mundi langt að bíða ef vegina vantaði ekki, væri fyrst von um verulegar umbætur á byggingum vorum, því þá fyrst væri vinnandi að draga efni til steinbygginga, sem einar mundu reynast varanlegar og vel hafandi. Í hið minnsta í rigningunum á suðurlandi. En það ætlast til að bændur kaupi vagna og við hafi þá til heimilis þarfa, meðan þeir geta ekki notað þá til ferðalaga, er kostnaðarins vegna ofvaxið, og ber eigi heldur hálfan arð hvað þá meira. Eitt af því, sem ég skil ekki af aðgjörðum þingsins og hinnar nýju stjórnar, er hinn mikli áhugi sem lagður er á fjallvegina og tilkostnaðinn til þeirra. Margir af þeim vegum og allir, sem ekki eru verslunargata, en það eru fæstir þeirra, eru svo að segja óþarfir, og missa þýðingu sína að því skapi sem siglingar umhverfis landið aukast, sem óskandi er að verði meir og meir. Vegir yfir mjög marga fjallgarða hjá oss verða aðeins notaðir 3-4 mánuði á árinu einmitt þá sem siglingar eru fjörugastar hjá oss, og að kosta stórfé til slíkra vega einungis vegna pósta eða lausríðandi manna er, eins og ástand vort er enn, grátlegt ef það er ekki hlægilegt; og að tvístra þannig efnum þeim sem ætluð eru til vegagjörðar verður aðeins til þess að allt verður sem hálfverk, jafnvel óunnið. Öll sú vinna og öll þau efni sem nú eru ætluð til hreppavega, sýsluvega og fjallvega, ættu að notast einungis til þess að gjöra góða verslunar-vegi því á þeim ríður öllu fremur. Þann ókost hefur vegagjörð vor líka, að hún er fengin í hendur mönnum, sem aldrei hafa vegi séð og enga hugmynd hafa um að leggja þá þar, sem hentugast er, þeir eru líka sumir (kambavegurinn á Hellisheiði og líklega fleiri) lagðir þannig, að ekki er auðið að breyta þeim í vagnvegi þó menn vildu, sýnir þetta best framsýni og hyggindi hinna ráðandi í þessu efni. Eða er það álit þessara manna að vér getum ekki átt svo góða framtíð í vændum að ferðast á vagni, en eigum um aldur og æfi að hengja alla nauðsyn vora um þvert bak á drógum vorum. Daufar eru horfurnar á þúsund ára öldinni nýju.


Norðanfari, 22. okt. 1880, 19. árg., 61.-62. tbl., forsíða:
Jón Bjarnason telur það varla geta borgað sig að brúa stórárnar. Betra sé að hafa á þeim dragferjur.

Brúa-málið
(Sjá “Þjóðólf”, 24. tbl. 11. sept. 1880).
Herra ritstjóri!
Frá því fyrst að farið var opinberlega að hreyfa nauðsyninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hér á Íslandi, hefir mér sýnst mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndu nokkurn tíma getað borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á Þjórsá og Ölfusá, sýnist mér þetta nú orðið meira en vafasamt. Ég get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eða fólkið í þeim héruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stórmikla kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mér nú sýnist rétt í þessu eða ekki, þá leyfi ég mér að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litlum kostnaði úr örðugleik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá líka margar aðrar hér á landi. Það er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dregin er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eftir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aftrar því þannig, að ferjuna hreki ofan eftir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eftir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sé nema lítinn hluta sumarsins, einsog yfir Þjórsá og Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svo stór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri búið um landtökuna beggja megin árinnar, einsog þyrfti að vera, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfjarnar væru teknar af hestunum, og gætu lestamenn þannig komist yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hverja ferju, og þarf hann náttúrlega að hafa húskofa yfir sig, annaðhvort á ferjunni sjálfri eða þá öðrum hvorum árbakkanum.
Slíkar dragferjur á stóránum 1) hér á landi myndu um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun réttri miklu meira gagn, því ferjurnar, sem kosta svo lítið, mætti hæglega setja allstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartímann yrði ferjum náttúrlega ekki komið við, en vöruflutningar og ferðalög manna á vetrardag yfir árnar hér á landi hlyti líka ávallt að verða minni en svo, að gjöranda væri að brúa árnar þeirra vegna.
Ég vil geta þess, að menn hafa dragferjur á ánum í Ameríku allsstaðar þar sem auðsætt er að brýr borgi sig ekki. Sama er víða í öðrum löndum. – Englendingur einn, sem er orðinn heimagangur hér á Íslandi hefir fullyrt, að koma megi upp eins mörgum dragferjum og við þarf á Þjórsá og Ölfusá fyrir minna verð en kosta myndi flutningur frá sjó á efninu á hinni fyrirhugðu brú á aðra ána. Og þessu get ég vel trúað.
1). Flestar árnar í Skaftafellssýslu eru svo lagðar, að þær verða hvorki brúaðar, né heldur verður þar komið við dragferjum.
Rvík í ágúst 1880.
Jón Bjarnason.


Ísafold, 9. nóv 1880, 7. árg., 28. tbl., bls. 110:
Konungur hefur ekki enn staðfest frumvarp um brúagerð á Þjórsá og Ölfusá, en Ísafold efast reyndar um málið. Betra geti verið að hafa dráttarfleka á stórám.

Frumvarp til laga um brúargjörð yfir Þjórsá og Ölfusá
Frumvarp til laga um brúargjörð yfir Þjórsá og Ölfusá hefir enn sem komið er ekki náð staðfestingu konungs, svo menn viti, og verði það ekki staðfest fyrir næsta þing, þá nær það ekki lagagildi að svo stöddu. Vér þorum ekki að fullyrða, að með því sé nokkur skaði skeður. Skýringar síra Jóns Bjarnasonar í Ísafold hafa vakið efa hjá mörgum, hvort ekki eigi víðast hvar hér á landi betur við, eins og það er stórum kostnaðarminna, að hafa líkt og í Vesturheimi dráttarfleka á stórám, sem ekki eru því straumharðari; á þeim má flytja hesta með klyfjum og heilar lestir, án þess ofan sé tekið, og jafnvel vagna, ef þeir kæmust á með tímanum, sem reyndar lítur út fyrir, að langt muni eiga í land. Hver sem hefir farið nýja veginn yfir Kamba, og þó Lágskarð sé, mun, ef hann þekkir vagna og vagnbrautir, efast um, að akandi sé upp og ofan þessa fjallvegi, eins og þeir nú eru sneiddir. Það yrði þá fyrst að breyta þeim og skásneiða þá miklu meir; nú er annar vegurinn nýlagður, og væri þar fé lógað til lítils, ef ætti um hæl að fara að leggja hann um. Talsverður kostnaður yrði einnig fyrir sjálf sýslufélögin samfara öllum þeim nýju vegagjörðum, sem nauðsynlegar yrðu, ef brýrnar yrðu lagðar á þeim brúastæðum, sem um hefir verið talað, og sem sumir einnig vefengja að óyggjandi séu. Að öllu samtöldu virðist því hentugra, að yfirvega þetta málefni á ný, og búa það betur undir næsta þing. Sér í lagi væri æskilegt, að sýslunefndir þær, sem hlut eiga að máli, vildu leggja niður fyrir sér, vort ekki væri haganlegast, að sætta sig við dráttarfleka-ferjur á hinum núverandi ferjustöðum, eður að minnsta kosti á þeim helstu: Egilsstöðum, Sandhólaferju, Laugardælum og Óseyri. Til þessa myndi eigi útheimtast þriðjungur af því stórfé, sem lagafrumvarpið gjörði ráð fyrir, auk þess sem sýslufélögin myndu spara í nýjum vegagjörðum. Og væri ekki ólíklegt, að löggjafarvaldið til þessa fyrirkomulags reyndist fúsara á að gjöra sýslufélögunum hin greiðustu kjör, heldur en til að telja út hundruð þúsunda af krónum til brúnna. Vér leyfum oss að vekja máls á þessu, af því ósýnt er, að næsta þing verði fáanlegt til að endurtaka hið fyrra lagafrumvarp, ef það deyr útaf; en hart væri fyrir þær sýslur, sem nú hafa lifað 1 ½ ár í voninni, enga endurbót að sjá innan skamms á samgöngum sínum.


Ísafold, 21. des. 1880, 7. árg., 32. tbl., bls. 126:
Ísafold segir það ranga skoðun sumra þingmanna, að ekki þurfi að bæta einnig þá fjallvegi sem ekki eru póstvegir.

Fjallvegir
Það er vafalaust rétt af síðasta þingi að skipa fyrir, að vegabætur á póstvegum, sem jafnframt eru fjallvegir, eigi að ganga fyrir öðrum vegbótum. En aftur á móti virðist sú skoðun ekki alls kostar rétt, sem sumir þingmenn létu í ljósi, að lítil eða engin þörf væri á að ryðja eður bæta þá fjallvegu, sem ekki eru póstvegir, síst eftir það, að strandsiglingar umhverfis landið eru á komnar. Því bæði er það, að síst er fyrir að synja, hverjir fjallvegir með tímanum gætu orðið póstvegir, væru þeir vel ruddir, sæluhús komin á o.s.frv. – þótt ekki verði þeir notaðir á vetrardag – enda eru vegir fleirum ætlaðir, en póstum. Heyrt höfum vér fundið að því, að gjört hefir verið við Grímstunguheiði; en varla trúum vér því, að kaupafólk á haustdag eða fjárrekstrarmenn að norðan álíti þetta fyrirtæki vítavert. Þeir tímar geta komið, að afli verði lítill norðanlands, eins og átti sér stað fram á miðja þessa öld, þegar títt var að fara skreiðarferðir suður, bæði Sprengisand, Vatnahjalla (Eyfirðingaveg) og Stórasand (Skagfirðingaveg), og myndi það þá koma sér vel, að vegir væru færir og glöggir. Sama er að segja, að á sumardag myndi margur maður, innlendur og útlendur, fara vegi þessa, bæði sér til gagns og skemmtunar, ef vegir væru. Eða á haustdag um göngur, myndi það ekki koma gangnamönnum vel, ef sem flestir fjallvegir væru greiðir, sæluhús og fjárborgir sem víðast o.s. frv.? Þetta var eitt af því, sem Eysteinn Noregskonungur taldi sér helst til gildis, að hann hefði frelsað líf og heilsu margs manns með góðum fjallvegum og sæluhúsum. Og á síðari tímum hafa Norðmenn ekki látið staðar nema við járnbrautir, strandsiglingar og póstvegu. Í fáum löndum eru fleiri, og betri fjallvegir, en einmitt þar, og óvíða jafnmiklu til kostað. – Hvernig eiga landsbúar að geta kannað og kynnt sér landið, allt miðbik þess, nema þeir fjölgi fjallvegum eða að minnsta kosti haldi þeim fornu vegum við. Skulum vér til dæmis taka Fjallabaks- eða Goðalandsveginn úr Skaftártungum og ofan á Rangárvelli. Eftir því sem Njála segir frá, fór Flosi þennan veg í hvert sinn austan frá Svínafelli í Öræfum og á Þríhyrningshálsa; þennan veg fara nú Skaftfellingar jafnaðarlega kaupstaðarferðir á Eyrarbakka, Hafnarfjörð og Reykjavík, og þar eru hausleitir Rangvellinga; með því móti sneiða menn hjá vondum og mannskæðum vatnsföllum, svo sem Hólmsá, Kúðafljóti, Múlakvísl, Sandvatninu, Jökulsá á Sólheimasandi og Markarfljóti; vegurinn er 14 tíma reið fyrir lausríðandi mann, tveir áfangar með áburði; en hann er óruddur, og á einum stað, í Kaldaklofi, illfær fyrir leirbleytu; hvergi er sæluhúskofi, og má þó nærri því geta, að á vegi, sem liggur milli Torfajökuls að norðanverðu og Mýrdals, Goðalands og Eyjafjallajökuls að sunnanverðu, muni allra veðra von jafnvel á sumardegi, enda hefir margur maður orðið þar úti. Þennan veg er sjálfsögð skylda hins opinbera að gera góðan; enda er það hægt, því það má víða skeiðríða hann, t.d. allan Mælifellssand, þótt kaflar séu seinfarnir; en þar þarf sæluhúss, t.d. í Hvannagili, einum skásta áfangastaðnum og jafnvel víðar. Sama má segja um ýmsa aðra fjallvegi. Tökum Sprengisandsveginn. Hér að sunnan liggja afréttir hreppa og landmanna o.fl. allt norður að Tungnaá og norður fyrir Tungnaá upp á Hestatorfu, Klofshagavelli, upp á Þúfuver og jafnvel allt upp undir Köldukvíslabotna. Að norðan úr Þingeyjarsýslu er leitað upp á Austurfjöll, upp undir Herðubreið og upp í Ódáðahraun og langt suður og austur fyrir Kiðagil. Er hér engin þörf á vegum og sæluhúsum? Líkt mun eiga sér stað með Vatnahjalla (Eyfirðinga) veg og Kjalveg; hagar eru á þeirri leið, bæði í Pollum og Gránunesi, og síst fyrir að synja, að fé flækist þangað á haustdag. Menn kvarta yfir illum heimtum á hverju ári, en vilja þó ekki hafa fjallvegi! – Jafnvel Vatnajökulsveg eða Bárðargötu milli Árness- og Suðurmúlasýslu vildum vér óska eitthvað væri gjört við, þó aldrei væri nema til að kanna hagana í norðanverðum jöklinum og Hvannalindum, þar sem Þingeyingar í sumar er leið fundu tóftina. Yfir höfuð er það bæði smán og tjón fyrir hverja þjóð, sem sjálf ræður hag sínum, að líða það, að fornir vegir leggist af, án þess nýir komi í þeirra stað, og láta ¾ af landinu vera vegaleysu. Útilegumannatrúin er hinn besti vottur um ástandið. Landsbúum þykir hægra að róa á rúmstokknum og smíða sér hugarburð um ókunnar byggðir í afdölum, heldur en að kanna óbyggðirnar og sannfærast um, hver fótur sé undir trúnni. En til þess að komast í óbyggðirnar, þarf vegu, og til vegagjörðar þarf vinnukraft og fé.