Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2005

Ráðstefna haldin á Hótel Nordica í Reykjavík þann 11. nóvember 2005

Þróunarsvið Vegagerðarinnar stóð fyrir ráðstefnu um rannsóknir 11. nóvember 2005, á Hótel Nordica. Ráðstefnan fjallaði að þessu sinni að mestu um rannsóknir sem fengu fjárveitingu úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2004.

Í setningarávarpi Hreins Haraldssonar, framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar, kom fram að þetta væri fjórða rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar á jafn mörgum árum og sú lang fjölmennasta til þessa, með yfir 180 þátttakendum. Fullyrða mætti að ráðstefnan hefði unnið sér fastan sess í starfsemi stofnunarinnar. Bent var á að kveðið væri á í vegalögum að 1% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs. Ráðstefnan endurspeglar afrakstur hluta þessa rannsóknar- og þróunarstarfs.


Dagskrá ráðstefnunnar og ágrip flestra fyrirlestranna:
Setning (Hreinn Haraldsson, Vegagerðin)
Samanburður á beinni gjaldtöku og samfélagslegum kostnaði við flutninga
(Axel Hall, Hagfræðistofnun HÍ)
Áhrifasvið höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlisstaða
(Bjarni Reynarsson, Land-ráð sf)
Hringtorg – hönnun og umferðaröryggi
(Haraldur Sigþórsson og Bryndís Friðriksdóttir, Línuhönnun)
Hagnýting gagna úr umferðargreinum
(Sigurður Erlingsson, Verkfræðistofnun HÍ)
Víravegrið: Uppsetning, kostnaður og snjósöfnun
(Daníel Árnason, Vegagerðin og Skúli Þórðarson, Orion-Ráðgjöf)
Slysatíðni vöru- og hópbifreiða
(Skúli Þórðarson, Orion ráðgjöf)
Vegarollur og umferðaröryggi
(Ólafur Páll Vignisson, laganemi við Háskóla Íslands)
Umferðarslys erlendra ferðamanna
(Ágúst Mogensen, Rannsóknanefnd umferðarslysa)
Aukið aðhald – Aukið umferðaröryggi
(ND á Íslandi)
Aðferðir til þess að meta landslag
(Ólafur Árnason, Línuhönnun)
Umhverfis-, öryggis- og heilsumál í útboðsgögnum Vegagerðarinnar
(Helga J. Bjarnadóttir, Línuhönnun)
Áhrif brúa- og ræsagerðar á ferðir ferskvatnsfiska
(Bjarni Jónsson, Veiðimálastofnun)
Landris í nágrenni Vatnajökuls
(Freysteinn Sigmundsson, Jarðvísindastofnun HÍ)
Strandrof og strandvarnir við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi
(Helgi Jóhannesson, Vegagerðin og Sigurður Sigurðarson Siglingastofnun)
Kötluhlaup niður farveg Markarfljóts
(Sigurður Lárus Hólm, Verkfræðistofan Vatnaskil)
Handbók um snjóhönnun vega
(Skúli Þórðarson, Orion-Ráðgjöf)
Afturelding
(höfundur, Viktor Arnar Ingólfsson, les úr nýútgefinni bók sinni)
Kortlagning á sigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga
(Þorsteinn Sæmundsson, Náttúrustofa Norðurlands vestra og
Halldór G. Pétursson, Náttúrufræðistofnun Íslands)
Petroscope, ljóstæknileg aðferð við berggreiningu og mælingu á kornadreifingu og lögun steinefna
(Þorgeir Helgason, Petromodel ehf.)
Steinefni í vegagerð, mat á efniskröfum og greining fínefna
(Pétur Pétursson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins)
Jarðskjálftasvörun brúa á stauraundirstöðum
(Bjarni Bessason, Háskóla Íslands)
Skrið í íslenskri steinsteypu
(Guðni Jónsson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins)