Rannsóknarstefna Vegagerðarinnar

Starf rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar tekur mið af hlutverki, markmiðum og framtíðarsýn stofnunarinnar. Á markvissan hátt er greind þörf fyrir rannsóknir og verkefnum forgangsraðað með áherslu á skilvirkni rannsókna.

Lögð er áhersla á hagnýtar rannsóknir og þróun, en einnig er gert ráð fyrir þátttöku í grunnrannsóknum sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.

Markmið rannsóknasjóðs eru að:

  • hafa frumkvæði að rannsókna- og þróunarstarfi sem stuðlar að því að Vegagerðin geti sinnt hlutverki sínu
  • afla nýrrar þekkingar og innleiða hana í starfsemi Vegagerðarinnar
  • stuðla að samvinnu þeirra sem bera ábyrgð á og stunda rannsóknir á sviði Vegagerðarinnar
  • stuðla að nýliðun innan fagsviða sem tengjast starfsemi Vegagerðarinnar með samstarfi við háskólastofnanir
  • kynna rannsóknir og niðurstöður þeirra 
Samþykkt í yfirstjórn Vegagerðarinnar 12.10.2015