Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.3.2017

Ingibjörg Daníelsdóttir 2017-03-26 21:39

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á Hellisheiði en annars eru vegir að heita má greiðfærir á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Vatnaleið og Fróðárheiði, og eins á Svínadal en hálka á Laxárdalsheiði.

Það er sums staðar nokkur hálka eða snjóþekja á heiðum og hálsum á  Vestfjörðum en hálka er óveruleg á láglendi.

Á Norðurlandi er hálka á Þverárfjalli, Vatnsskarði og á Öxnadalsheiði, og eins á Dettifossvegi. Auk þess eru hálkublettir á fáeinum köflum en víðast er greiðfært.

Hálkublettir eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og eins á Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði en vegir eru víðast hvar auðir bæði á Austur- og Suðausturlandi.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn  á eftirtöldum vegum: Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni, Barðastrandarvegi 62, Bíldudalsvegi 63, Djúpvegi 61 að Flugvallarvegi í Skutulsfirði, Laxárdalsheiði 59, Innstrandavegi 68 frá Borðeyri og á Drangsnesvegi 643.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.