Opnun tilboða

Skarðsvegur (793) í Skarðsdal

9.8.2017

Tilboð opnuð 1. ágúst 2017. Nýbygging Skarðsvegar (793) í Skarðsdal í Siglufirði, á kafla sem byrjar skammt neðan við núverandi skíðaskála og nær að fyrirhuguðum skíðaskála  sunnan Leyningsár.  Lengd útboðskaflans er um 1,22 km auk 5.300 m2 bílastæðis við efri enda kaflans.

Helstu magntölur eru:

- Efnisvinnsla 14.900 m3

- Bergskeringar 11.000 m3

- Fyllingar 42.500 m3

- Fláafleygar 25.100 m3

- Ræsi 146 m

- Neðra burðarlag (styrktarlag) 11.600 m3

- Efra burðarlag 3.300 m3

- Tvöföld klæðing 14.800 m2

- Frágangur fláa 56.000 m2

 Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2018.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Norðurtak ehf., Sauðárkróki 162.943.800 111,5 37.039
Áætlaður verktakakostnaður 146.100.000 100,0 20.195
Árni Helgason ehf., Ólafsfirði 125.905.000 86,2 0