Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Múlakvísl, brúargerð og vegagerð

28.5.2013

Tilboð opnuð 28. maí 2013. Smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl og tenging hennar við Hringveginn með gerð nýs 2.2 km vegkafla. Brúin verður eftirspennt bitabrú í sex höfum, 162 m löng og 10 m að breidd. Verkið felur einnig í sér gerð varnargarðs, keilur við brú og landmótun.

Helst magntölur eru:

Vegagerð:

Fyllingarefni í veg, varnargarð og landmótun 148.000 m3
Efni úr skeringu 32.000 m3
Efni úr námum 116.000 m3
Rofvarnir 13.200 m3
Efra burðarlag 4.060 m3
Tvöföld klæðing 19.100 m2
Frágangur svæða 60.000 m2

Brú:

Rofvörn 2.100 m3
Mótafletir 3.627 m2
Steypustyrktarjárn 116,2 tonn
Spennt járnalögn 47,8 tonn
Steypa 2.426 m3
Vegrið, heildarlengd með endastykkjum 540 m

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2014.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ingileifur Jónsson ehf., Reykjavík 684.452.000 136,6 214.071
ÍAV hf., Reykjavík 632.772.376 126,3 162.391
Ístak hf., Mosfellsbæ 518.828.728 103,6 48.447
Jáverk ehf., Selfossi 505.707.605 100,9 35.326
Áætlaður verktakakostnaður 501.000.000 100,0 30.619
Urð og Grjót ehf., Reykjavík 482.404.130 96,3 12.023
Eykt ehf., Reykjavík 470.381.359 93,9 0