Opnun tilboða

Fáskrúðsfjarðargöng, endurbætur á rafkerfi 2013

22.1.2013

Tilboð opnuð 22. janúar 2013. Endurbætur á rafkerfi Fáskrúðsfjarðaganga. Verkið felst í að setja upp nýja neyðarsíma og tengja þá ljósleiðara, fjölga slökkvitækja og neyðarsímaskápum og breyta núverandi skápum, færa og fjölga  upplýstum umferðarmerkjum og tengja ýmsan búnað við stýrikerfi ganganna.

Helstu magntölur eru:

Uppsetning neyðarsíma 23 stk.
Síma og slökkvitækjaskápar 11 stk.
Upplýst umferðarskilti 36 stk.
Aflstrengir 5.500 m

Verkinu skal að fullu lokið 30. apríl 2013.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Launafl ehf., Reyðarfirði 52.124.181 216,1 33.036
Tengill ehf., Sauðárkróki 39.051.158 161,9 19.963
Rafmiðlun hf., Kópavogi 33.851.518 140,3 14.763
Rafmenn ehf., Akureyri 24.989.892 103,6 5.902
Áætlaður verktakakostnaður 24.125.331 100,0 5.037
Rafey ehf., Egilsstöðum 19.088.254 79,1 0