Opnun tilboða

Barðastrandavegur (62), Hrísnesá, Hlaðseyrará og Raknadalsá

5.8.2011

Tilboð opnuð 26. júlí 2011. Ræsa- og brúargerð á Barðastrandarvegi (62) í Vestur-Barðastrandarsýslu. Um er að ræða að setja stálræsi í stað tveggja einbreiðra brúa á Hrísnesá á Barðaströnd og Hlaðseyrará í Patreksfirði og byggja nýja tvíbreiða brú í stað einbreiðar brúar á Raknadalsá í Patreksfirði. Innifalið í verkinu er rif á núverandi brúm.

Helstu magntölur eru:

Fylling 5.500 m3
Fláafleygar 5.500 m3
Skering 7.000 m3
Neðra burðarlag 2.700 m3
Frágangur fláa 11.200 m2
Efnisvinnsla 1.000 m3
Stálræsi d=3,0 m 72 m
Stálræsi d=2,6 m 36 m
Mót 650 m2
Járnalögn 22.000 kg
Steypa 250 m3

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2011.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Geirnaglinn ehf., Ísafirði 85.771.032 148,1 8.997
Græðir sf., vinnuvélar Flateyri 76.774.480 132,6 0
Áætlaður verktakakostnaður 57.910.760 100,0 -18.864