Opnun tilboða

Upphéraðsvegur (931), Skeggjastaðir - Teigaból

15.6.2011

Tilboð opnuð 15. júní 2011. Styrking og slitlagslögn á Upphéraðsvegi (931), á kafla sem byrjar 540 m norðan við vegamótin að Skeggjastöðum II og nær 340 m suður fyrir vegamótin að Teigabóli í Fellum á Fljótsdalshéraði. Heildarlengd útboðskaflans er um 3 km.

Verkið felst í afréttingu á neðra burðarlagi, útlögn á efra burðarlagi og klæðingu ásamt tilheyrandi lagfæringum á vegfláum og lengingu á ræsum. Grafa þarf nýjan skurð á um 640 m löngum kafla.  

Helstu magntölur eru:

Skurðir 1.800 m3
Steinröraræsi 15 m
Stálröraræsi 18 m
Heflun undirbyggingar 18.000 m2
Neðra burðarlag 7.500 m3
Efra burðarlag 2.700 m3
Tvöföld klæðing 20.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2011.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Þ.S. Verktakar ehf., Egilsstöðum 33.726.956 104,7 5.119
Áætlaður verktakakostnaður 32.226.825 100,0 3.619
S.G. Vélar ehf., Djúpavogi 31.985.000 99,2 3.378
Ylur ehf., Egilsstöðum 28.607.500 88,8 0