Opnun tilboða

Brú á Hvítá á Bræðratunguvegi, eftirlit

12.5.2009

Tilboð opnuð 12. maí 2009. Eftirlit með byggingu brúar á Hvítá á Bræðratunguvegi (359), milli Skeiða- og Hrunamannavegar og Biskupstungnabrautar. Verkið felur í sér eftirlit með byggingu 270 m langrar eftirsteyptrar bitabrúar í sex höfum með heildarbreidd 10 m. Gert er ráð fyrir að brúin verði byggð í tveimur hlutum og að Hvítá verði haldið utan vinnusvæðis á byggingartímanum.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist sumarið 2009 og að verklok við brúarsmíði verði að hausti 2010.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Almenna verkfræðistofan hf., Reykjavík 18.610.750 193,9 14.263
Bölti ehf., Hveragerði 17.250.000 179,7 12.902
Ferill ehf., verkfræðistofa, Reykjavík 13.740.750 143,1 9.393
Efla hf., Reykjavík 12.793.300 133,3 8.446
Verkís hf., Reykjavík 12.675.000 132,0 8.327
Verkfæðistofan Hnit hf., Reykjavík 10.381.560 108,1 6.034
Mannvit hf.,verkfræðistofa, Reykjavík 9.687.500 100,9 5.340
Áætlaður verktakakostnaður 9.600.000 100,0 5.252
Strendingur ehf., Hafnarfirði 7.000.000 72,9 2.652
Guðmundur Þ Björnsson, Kópavogi 6.264.840 65,3 1.917
VSÓ - Ráðgjöf ehf., Reykjavík 4.347.720 45,3 0