Opnun tilboða

Norðausturvegur (85), Hófaskarðsleið

15.5.2007

Tilboð opnuð 15.05.07. Tilboð í nýbyggingu Norðausturvegar (85), Hófaskarðsleið. Um er að ræða u.þ.b. 30,6 km kafla frá Norðausturvegi skammt norðan Klapparóss að Norðausturvegi á Fremri-Hálsi. Einnig skal byggja 28 m langa steinsteypta brú á Ormarsá. Verkið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Helstu magntölur eru:

Bergskering 145.000 m3
Fylling og fláafleygar 885.400 m3
Neðra burðarlag 135.200 m3
Efra burðarlag 53.800 m3
Stálröraræsi  1.565 m3
Tvöföld klæðing  232.000 m2
Frágangur fláa  582.600 m2
Girðingar 58,6 km
Áningastaðir, fullfrágengir 2 stk
Mótafletir  759 m2
Steypustyrktarjárn 19,2 tonn
Spennt járnalögn 4.923 kg
Steypa 285 m3

Verki skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2009.  Þó skal útlögn klæðinar að fullu lokið 1. ágúst 2009.

 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ístak hf 1.066.777.132 108,6 384.247
ÍAV hf 990.989.330 100,8 308.459
Áætlaður verktakakostnaður 982.730.000 100,0 300.200
Skagfirskir verktakar ehf 868.100.000 88,3 185.570
Háfell ehf 864.944.050 88,0 182.414
KNH ehf 835.505.555 85,0 152.975
Suðurverk ehf 819.700.000 83,4 137.170
Árni Helgason ehf 784.433.630 79,8 101.903
Klæðning ehf 727.000.000 74,0 44.470
Héraðsverk ehf 682.530.166 69,5 0