Auglýst útboð

Snæfellsbær – Arnarstapi, dýpkun 2018

20.7.2018

Hafnarstjórn Snæfellsbæjar óskar eftir tilboði í ofannefnt verk.

 Um er að ræða dýpkun í  smábátahöfn Arnarstapa.   Bæði fast og laust efni.

 Helstu magntölur:

Dýpkun innan hafnar í kóta -3,0 m. Flatarmál dýpkunarsvæða 2.960 m² og magn dýpkunarefna er um 3.915 m3.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. apríl 2019.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku), og á hafnarskrifstofu Snæfellsbæjar, Norðurtanga 5, 355 Ólafsvík, frá og með þriðjudeginum 24. júlí 2018. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. ágúst 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.