Auglýst útboð

Reykjanesbraut (41), vegamót við Hafnarfjarðarveg

14.5.2018

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Verkið felst í tvöföldun vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk.

Helstu magntölur eru:

  • Skeringar,           2150 m3
  • Styrktarlag,         1600 m3
  • Burðarlag,             600 m3
  • Malbikun             7400 m2
  • Kantsteinar         1000 m
  • Vegrið                    880 m
  • Stoðveggur             60 m
  • Steyptur kransi við enda undirganga

Breytingum í vegamótum skal vera lokið 20. ágúst 2018. Frágangi utan vega skal vera lokið 30. september 2018.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 15. maí 2018. Verð útboðsgagna er kr. 2.000,-.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. maí 2018 og þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.