Auglýst útboð

Landeyjahöfn, endurbætur 2018

1.6.2018

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur á Landeyjahöfn. Um er að ræða byggingu á tunnum á enda brimvarnargarða, grjótvörn á garðsendum, byggingu vegar út vesturgarð og stækkun innri hafnar.

Helstu magntölur:

 ·        Flokkað grjót og sprengdur kjarni úr námu, um 55.000 m3

·         Flokkað grjót og sprengdur kjarni upptekt og endurröðun, um 17.000 m3

·         Dýpkun laust efni í -2,0 m, um 63.000 m3

·         Rekstur staura 166 stk.

·         Gjarðir á tunnur 11 stk.

 Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2019.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 19. júní 2018. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. júlí 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.