Matsáætlanir
  • Austurleið (F923)

Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal, drög að tillögu að matsáætlun

24.3.2010

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Austurleið (F923) í Fljótsdalshéraði. Fyrirhugað er að byggja 9,7 km langan nýjan veg frá Aðgöngum 3 Kárahnjúkavirkjunar í Glúmsstaðadal niður að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Nýlagning er um 6,5 km en vegurinn fylgir núverandi Austurleið á rúmlega 3 km kafla.

Markmið framkvæmdarinnar er að skapa góða aðkomu að Vatnajökulsþjóðgarði úr Jökuldal og að tengja betur Jökuldal og Vesturöræfi.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á vefnum, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur í 2 vikur eða til 9. apríl 2010. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða senda til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri.

Drög að tillögu að matsáætlun
Teikning 1 - Afstöðumynd
Teikning 2 - Yfirlitsmynd
Teikning 3 - Rannsóknarsvæði
Teikning 4 - 1 af 5 - Grunnmynd
Teikning 4 - 2 af 5 - Grunnmynd
Teikning 4 - 3 af 5 - Grunnmynd
Teikning 4 - 4 af 5 - Grunnmynd
Teikning 4 - 5 af 5 - Grunnmynd