Matsáætlanir
  • Hringvegur um Hornafjarðarfljót

Hringvegur um Hornafjarðarfljót -Tillaga að matsáætlun

16.10.2006

Framkvæmdin sem hér um ræðir er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá Hringvegi vestan Hornafjarðarfljóta, yfir Hornafjarðarfljót og að Hringvegi skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði. Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og leggur hún fram þrjár veglínur til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum, leið 1, leið 2 og leið 3.

Framkvæmdin styttir Hringveginn um 10-12 km eftir því hvaða veglína er valin. Allur undirbúningur miðast við að framkvæmdir geti hafist árið 2008.

Á vegáætlun (2008) er 166 milljóna króna fjárveiting til framkvæmda á Hringvegi um Hornafjarðarfljót í Sveitarfélaginu Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu. Einnig er fyrirhugað að fjármagna framkvæmdina með söluandvirði Símans, fyrir 800 m.kr. Samtals eru fjárveitingar til verksins því 966 m. kr. Lauslega áætlað er kostnaður við framkvæmdina hærri en þessu nemur eða 1,7- 2,2 milljarðar kr. Þar af er kostnaður við brúargerð áætlaður um 880 m. kr.

Hringvegur um Hornafjarðarfljót -Tillaga að matsáætlun (PDF skrá 62 bls. 7,9 MB)