Kynningargögn

Bakkavegur (857) og Húsavíkurhöfn

30.1.2014

Hluti framkvæmda á BakkaVegagerðin og Hafnarsjóður Húsavíkur kynna hér með framkvæmd á Húsavík í sveitarfélaginu Norðurþingi, Suður-Þingeyjarsýslu vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. 

Fyrirhugað er að gera endurbætur á hafnaraðstöðu við Bökugarð og að byggja 2,6 km langan veg, sem mun liggja frá hafnarsvæði Húsavíkur við Bökugarð að skilgreindu iðnaðarsvæði á Bakka. 

Vegurinn mun liggja í tæplega 1 km löngum jarðgöngum undir Húsavíkurhöfða en 1,6 km langur vegur verður utan jarðganga. Fyrirhugað er að nýta efni úr fjórum námum. Tvær þeirra eru í sveitarfélaginu Norðurþingi en tvær í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit.

Framkvæmdin er ekki matsskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum. Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar skv. 6. gr. sömu laga.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að eftirtaldir aðilar veiti umsögn um málið: Norðurþing, Þingeyjarsveit, Hafrannsóknastofnunin, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofa-siglingasvið og Umhverfisstofnun. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar er að vænta 24. febrúar 2014.

Hér fyrir neðan er greinargerð með nánari upplýsingum um framkvæmdina.