Kynningargögn

Vatnsnesvegur (711), Hvammstangi – Ytri-Kárastaðir

16.8.2013

Vegagerðin vinnur nú að endurbótum á Vatnsnesvegi frá Hvammstanga að Ytri-Kárastöðum, norðan við Hvammstanga. Framkvæmdakaflinn er um 4,6 km langur.

Vegurinn verður endurbyggður frá gatnamótum Hvammsvegar á Hvammstanga og endar framkvæmdakaflinn nálægt Ytri-Kárastöðum. Að auki verður gert bæjarhlið norðan Hvammstanga með tilheyrandi eyjum og merkjum. Vegrið verður einnig sett við Hvammsá.

Efni í framkvæmdina verður að mestu tekið úr námu í landi Kárastaða (náma A) en klæðingarefni verður tekið úr námu á Víðidalstungumelum (náma B) og grjót í rofvörn úr Uppsalanámu (náma C).

Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið 1. október 2013.