Kynningargögn

Dettifossvegur - breytingar á veglínu og efnistöku 2. og 3. áfanga

Könnun á matsskyldu

30.4.2008

Vegagerðin tilkynnti fyrirhugaða breytingu á veglínu og efnistöku á 2. og 3. áfanga Dettifossvegar, á kaflanum frá tengingu að Dettifossi að Norðausturvegi í Kelduhverfi, Norðurþingi, til Skipulagsstofnunar.

Breyta á veglínu og efnistöku frá því sem mat á umhverfisáhrifum Dettifossvegar 2006, gerði ráð fyrir. Breytingar verða allar innan þess rannsóknasvæðis sem mat á umhverfisáhrifum náði til. Í Sauðadal mun ný veglína (C1) fara um styttri kafla af grónu landi en liggja um jökulruðning á lengri kafla, en gert var ráð fyrir í matsskýrslu. Norðan við tengingu að Vesturdal mun flutningur veglínunnar (D) gefa lausn sem verður öruggari og fellur betur að landslagi en fyrri áætlun gerði ráð fyrir og liggur um sambærilegt gróðurlendi. Flutningur á tengingu Dettifossvegar við Norðausturveg um 200 m til vesturs (veglína D1) mun stytta Dettifossveg um 90 m og uppfylla kröfur um lágmarksvegalengd á milli vegtenginga. Loks mun færsla veglínu D1 um u.þ.b. 4,5 m til norðurs að öllum líkindum forða því að tóft við Hæringsstaði (NÞ-023b:018) grafist undir veginn. Áætlað er að efnisþörf vegna 2. og 3. áfanga Dettifossvegar verði svipuð og áætlað var í matsskýrslu. Hætt verður við að nota fjórar námur en þrjár nýjar verða notaðar í stað þeirra. Framkvæmdaaðili álítur að breytingar á framkvæmdinni verði minniháttar og muni draga úr áhrifum á gróðurfar, landslag, sjónræn áhrif og fornleifar frá því sem mat á umhverfisáhrifum leiddi í ljós.

Breytingarnar voru tilkynntar til Skipulagsstofnunar 9. apríl 2008, samkvæmt 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og lið 13.a í 2. viðauka laganna, til að kanna hvort breytingarnar væru matsskyldar. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar þann 2. júní 2008 kemur fram að breytingarnar séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli framkvæmdin því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Hægt er að nálgast álit Skipulagsstofnunar á vef hennar, http://www.skipulagsstofnun.is/

Dettifossvegur breytingar á veglínu og efnistöku - Könnun á matsskyldu
Teikning 1
Teikning 2 (1 af 4)
Teikning 2 (2 af 4)
Teikning 2 (3 af 4)
Teikning 2 (4 af 4)
Teikning 3 (1 af 4)
Teikning 3 (2 af 4)
Teikning 3 (3 af 4)
Teikning 3 (4 af 4)
Teikning 4