Kynningargögn

Hafnarfjarðarvegur gatnamót í Engidal endurbætur

8.8.2011

Verkið felst í endurbótum á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarhrauns í Engidal. Endurbæturnar felast í að auka öryggi vegfarenda, bæði akandi og gangandi.

Endurbætur ganga m.a. út á að setja upp fjögurra fasa umferðarljós, en með því er hægt að tryggja betur öryggi vinstribeygju umferðar. Fjölgun fasa umferðarljósa hefur í för með sér að græni tíminn á öðrum umferðarstraumum styttist og þar með afkastagetan. Til að vinna á móti þessari minnkun á afkastagetu þarf því að fjölga akreinum svo sama umferðarmagn og áður komist um gatnamótin þrátt fyrir styttri grænan tíma.

Umferð gangandi vegfarenda um gatnamótin er bætt með því að öll þverun gangandi er nú á umferðarljósum nema þverun hægribeygjureina af Hafnarfjarðarvegi inn á Álftanesveg og af Álftanesvegi inn á Reykjavíkurveg. Þá er bætt við þverun Hafnarfjarðarvegar en það er beinasta leið gangandi frá byggð vestan gatnamótanna að verslun Fjarðarkaupa. Í miðeyjur eru settar upp öryggisgrindur þannig að gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa alls staðar að hægja á sér áður en haldið er yfir næstu akbraut og þar er einnig nægt rými til að bíða eftir grænu ljósi í þeim tilvikum að þess þurfi.

Samtímis þessari framkvæmd í Engidal verða gerðar endurbætur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Vífilsstaðaveg, þar sem gerð verður ný frárein inn í Goðatún. Er það gert til að auka öryggi akandi vegfarenda en mikil hætta skapast oft þegar bílar hægja á sér á Hafnarfjarðarvegi áður en beygt er inn í Goðatúnið. Göngustígur milli Vífilsstaðavegar og Goðatúns, verður færður út fyrir fráreinina og endurgerður. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í ágúst og að því ljúki á árinu 2011.

 

Kynningarskýrsla

Teikningar